Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 32
„É g er ekki dáinn,“ sagði ég símann þegar ég fékk loksins samband við fréttastjórann. Þungur andardráttur heyrðist í gegnum símtólið. Örlítið hik. Svo sagði hann mér að bíða. Ég kveikti í sígarettu og horfði út um stofugluggann, inn um eldhús- gluggann á íbúðinni á móti. Elísabet sat við stofuborðið. Hún var að lesa, vonandi Morgunblaðið. Þar átti hún eftir að sjá tilkynninguna. Að ég væri látinn, farinn fyrir fullt og allt – í það minnsta samkvæmt blaðinu sem aldrei lýgur. Ég velti því fyrir mér hvort henni myndi bregða. Hvort hún myndi hugsa með sér sjálfri, eins og Paul Auster um andlát föður síns, „Einn daginn er líf. ...og svo skyndilega, líkt og fyrir tilvilj- un, er dauði.“ Vonandi ekki. Líklega átti hún ekki eftir að þekkja myndina sem var tekin af mér, þegar ég var 24 ára. Fimm árum áður en við sváfum saman í síðasta skiptið. „Vignir?“ spurði fréttastjórinn. „Sprelllifandi að auki,“ svaraði ég. „Ég heiti Agnar Agnarsson og sé um minningargreinarnar. Þú segir að hér hafi orðið mistök,“ sagði hann í spyrj- andi tóni. „Þetta væri í það minnsta sögulegt samtal ef svo væri ekki,“ svaraði ég. „Málið er að við fengum þessa til- kynningu frá fjölskyldu þinni,“ sagði Agnar. Ég beið eftir því að hann bætti einhverju við. „Ertu enn þá þarna?“ spurði hann. „Ég er allavega ekki dáinn. Hvað þarf ég að gera til þess að sýna þér fram á ég er fullfrískur?“ Agnar hikaði. „Þú þarft að sýna okkur fram á það.“ „Er símtal að handan ekki nóg?“ „Það er allavega byrjun,“ sagði hann og hló. Bætti við að hann skyldi kanna málið betur og jafnvel hringja aftur í þann sem sendi inn tilkynninguna. „Hver sendi hana annars inn?“ spurði ég forviða. „Ég get ekki sagt þér það.“ „Hvers vegna ekki? Það er ekki eins og þú þurfir að vernda heimildar- manninn þinn,“ spurði ég pirraður. „Komdu bara. Við leiðréttum þetta með glöðu geði ef hér hafa orðið mis- tök. Annars er mikið af vitleysingum þarna úti sem gætu hringt inn og sagt einhverja vitleysu, þó ég sé ekki að halda því fram að þú sért vitleysingur eða neitt þannig,“ sagði Agnar. Undir- tónninn var engu að síður nokkuð skýr. Ég sleppti því að segja honum að bíllinn minn hefði verið bilaður í hálft ár og ég ætti því í talsverðum vandræð- um með að komast upp í Hádegismóa. „Getið þið ekki bara sent blaða- mann til mín?“ „Við höfum eiginlega engan tíma til þess.“ „Þið hafið engu að tapa. Ef þið haf- ið rétt fyrir ykkur, þá er þetta frétt ald- arinnar. Ef ekki, birtið þið litla leiðrétt- ingu um ótímabært andlát mitt,“ sagði ég. „Komdu bara,“ svaraði Agnar þreytulega, „ég skal bjóða þér upp á kaffi,“ bætti hann við og sleit símtalinu. Ég drap í sígarettunni í baðherberg- isvaskinum og horfði í blágrá augun í speglinum. Þau voru þreytuleg. Ekki líflaus. Ég var farinn að grána í vöng- um. Fór reyndar ágætlega við dökk- brúnt hárið. Hárið undirstrikaði engu að síður nálægð við dauðann. Ég burstaði tennurnar, hitaði kaffi og kveikti á tölvunni. Fór inn á Facebo- ok. 39 tilkynningar blöstu við mér. Það var talsvert yfir meðallagi. „Far vel snillingur,“ sagði fyrrver- andi kollegi minn á Blaðinu sáluga. Það er alltaf einhver sem birtir ofur- dramatíska kveðju inn á Facebook- veggi látinna einstaklinga. „Hvílík synd,“ sagði einhver náungi sem ég þekkti ekkert en hafði samþykkt sem vin þegar ég skrifaði um einhvern skandal fyrir fjölmörgum árum. Allar kveðjurnar voru frá fólki sem ég þekkti lítið sem ekkert. Ég uppfærði stöðuna, skrifaði: „Skilaboð að hand- an: Sama hvað þið gerið, forðist ljósið. Og nei, ég er ekki dáinn!“ Kaffið var tilbúið. Ég fyllti stóran bolla og settist við tölvuna. Fimm til- kynningar biðu mín. Tveir voru búnir að læka yfirlýsingu mína um lífið og þrír til viðbótar kvöddu mig í lifandi lífi. Það er vandlifað á Facebook. Klukkan var að verða tíu þegar síminn hringdi. „Vignir,“ svaraði ég. „Þannig þú ert ekki dauður?“ spurði Bergur. „Það má víst deila um það.“ „Fannst líka undarlegt að ég hafði ekki frétt það,“ sagði hann. „Ekki blekkja sjálfan þig. Þú fréttir allt síðastur,“ sagði ég við hann. Bergur var blaðamaður á Fréttablaðinu. Við höfðum verið vinir síðan við vorum unglingar í Hafnar- firði. Eftir að ég hætti í blaðamennsk- unni hittumst við ekki öðruvísi en á barnum. „Mamma þín er að reyna að ná í þig,“ sagði Bergur. Það var í raun dæmi- gert af móður minni að hringja fyrst í Berg, soninn sem hún eignaðist aldrei. „Segðu henni að ég sé genginn aft- ur,“ svaraði ég. „Ég hef ekki tíma fyrir svona rugl. Kemur þú ekki í bjór kvöld?“ spurði hann. Mér tókst með naumindum að svara játandi áður en hann skellti á mig. Ég kveikti í annarri sígarettu og skipulagði næstu klukkustund í hug- anum. Forgangsatriðin voru skýr; ég þurfti að þrífa mig, raka mig, ná strætó, sanna að ég væri á lífi og fagna lífinu með bjór. Hljómaði einfalt. En svo var bankað á hurðina. Við höfðum ekki talað saman í tvö ár. Samt bjuggum við á móti hvort öðru. Á morgnana, þegar ég vaknaði nógu snemma, horfði ég út um gluggann þannig það bar lítið á mér, og fylgdist með henni ganga út í bíl með Breka, syni sínum. Kvölin að fylgjast með Elísabetu úr fjarlægð var hræðileg. Og þrátt fyrir að hún væri í seilingarfjar- lægð á hverjum morgni, þá var eins og heilt meginland væri á milli okkar. Líkt og samviskubitið hefði hellt veg- lausu hafi á miðja götuna. Hver dagur var eins. Líkt og endurtekningin væri þrotlaus píslarganga í gegnum hrylli- leg svipugöng. Og í miðjum svipugöng- unum, rétt áður en ég fór út úr húsi, leit ég út um gluggann til þess að fullvissa mig um að hún væri ekki þar. Líklega gerði hún það sama. Að hittast hefði verið óbærilegt. Slík var kald- hæðni örlaganna. Kannski var það þess vegna sem við sögðum ekkert þar sem Elísabet stóð í dyrunum með tárvot augu. Ég fann fyrir raf- magni. Ég fann fyrir lífinu. Aldrei hafði látinn maður verið jafn lifandi. Skyndi- lega ljómuðum við eins og tveir glóðarvírar sem eru fastir inni í sömu per- unni. Elísabet gekk að mér og kyssti mig. Ég rétt náði að loka dyrunum þeg- ar Elísabet ýtti mér inn í íbúðina. Við féllum aftur fyrir okkur, niður í sófann. Ég klæddi hana úr. Hún klæddi mig úr. Svo riðum við. Þetta var eitt af þessum augnablik- um þar sem allt virðist rétt og rangt í senn. Eins og maður gæti ímyndað sér ef heimsendaspá brjálaða götupredik- arans myndi óvænt rætast. Ímyndið ykkur furðulegt samspil undrunar og vissunnar um að það sé eitthvað meira til í þeim þremur sjáanlegu víddum heimsins sem gruggug tilveran rúm- ast í. Tilviljunarkenndur heimsend- ir sem lofar nýrri tilveru. Eða eitthvað í þá áttina. Það er erfitt að útskýra til- finninguna sem ég fann. Ég vona samt að Elísabet hafi fundið það sama og ég. Við öskruðum allavega bæði þegar við fengum fullnægingu. Eins og í Film Noir-kvikmynd kveikti ég mér í sígarettu þar sem við lágum nakin saman í sófanum. Grá birtan umlauk okkur og magnaði upp fegurð Elísabetar. Ég strauk í gegnum dökkt hárið. Það var eins og listamað- ur hefði teiknað kvenlegar línur líkama hennar. Og ég var hvítur strigi. „Ég hélt að þú værir dáinn,“ sagði Elísabet. Vellíðan hríslaðist um líkam- ann þegar ég heyrði mjúka röddina fylla stofuna. „Þú og restin af lesendum Morgun- blaðsins.“ Elísabet reisti sig upp og spurði undrandi: „Af hverju er dánartilkynn- ing um þig í blaðinu í dag?“ „Ekki spyrja,“ svaraði ég. Elísabet lagðist aftur í fangið á mér og vafði löppunum sínum utan um mínar. „Þeir kalla það moggalygina á bloggunum,“ sagði Elísabet. „Og við vitum öll að bloggarar ljúga ekki,“ svaraði ég og blés reyknum út. „Ég hefði haldið að þú værir hætt- ur að reykja,“ sagði Elísabet. Þrátt fyrir að athugasemdin léti lítið fyrir sér fara, var hún hárbeitt skot á mig. Frekar í ætt við djúpsjávarsprengju þar sem enginn veit að kafbáti hafi verið grandað fyrr en risastór loftbólan springur á yfir- borðinu og lyktin af dauðanum meng- ar andrúmsloftið. Það var þannig sem eiginmaður Elísabetar áttaði sig fyrst á því að hún var að halda framhjá hon- um. Hjá karlmönnum er það varalitur á skyrtukraganum, hjá konum er það reykingalykt. „Ég sá ekki tilganginn í því eftir að þú fórst,“ svaraði ég hreinskilnislega. „Þú sérð engan tilgang,“ svar- aði Elísabet og kyssti á mér horaða bringuna. „Hvernig líður honum annars?“ „Hverjum?“ „Verðbréfamiðlaranum,“ hreytti ég út úr mér pirraður. Elísabet reisti sig upp og horfði djúpt í augun mín. „Ekki skemma þetta.“ Mig langaði að segja henni að ég hafði ekki hugsað um neitt annað en hana. Að ég elskaði hana. Í raun velti ég því fyrir mér á hverju kvöldi af hverju ég hafði aldrei sagt henni að ég elskaði hana. Hvort það hefði breytt einhverju. Kannski hefði hún farið frá honum. Hafið nýtt líf. Með mér. Hinum megin við götuna. Og kannski væri ég á betri stað í lífinu. Því ég var ekki hamingju- samur. Í hvert skipti sem ég sá hana, leið mér eins og ég væri að lifa vitlausu lífi. Og auðvitað hefði ég átt að segja þetta allt saman við hana. Þess í stað sagði ég drambslega: „Er það ekki að drepa hann að vita af mér hinum meg- in við götuna?“ Elísabet stóð upp. Brjóstin henn- ar skoppuðu út um allt, eins og tveir handboltar. Ég elskaði brjóstin hennar. „Þú ert enn þá sama helvítis fíflið,“ sagði hún þegar hún leitaði að nær- buxunum sínum. Hægt og rólega fann hún fötin og klæddi sig jafnóðum í þau. „Ég elska þig,“ sagði ég fyrirvara- laust. Elísabet stoppaði. Hún var al- klædd. Sjálfur var ég enn nakinn. Hún svaraði engu. Þrungin þögnin varð til þess að ég varð undarlega meðvitaður um nekt mína. Ég fór að svipast um eft- ir nærbuxunum mínum. Á sama tíma þorði ég ekki að hreyfa mig. Ég varð að viðhalda spennunni. „Hvers vegna hefur þú ekki sagt það fyrr?“ spurði hún með brostinni röddu. „Mér fannst eins og ég þyrfti ekki taka það sérstaklega fram. Var það ekki augljóst?“ „Stundum verður maður að heyra það,“ sagði Elísabet og gekk í áttina að mér. Hún kyssti mig ofurvarlega á munninn. „Ég elska þig líka. Og hef gert síðan við hittumst fyrst.“ Ég sá tár renna niður kinnarnar. Tárin mögnuðu upp blá augu hennar. „Ég get ekki lifað með þig hinum megin við götuna,“ sagði hún við mig. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara. Farsíminn hringdi. Ég sá nafn móður minnar loga á skjánum. „Ég verð að fara,“ sagði Elísabet og rauk út um dyrnar. Ég settist í sófann og horfði á sím- ann hringja út. Mér leið eins og djúp- sjávarsprengja hefði sprungið inni í maganum á mér. Óbragðið var eftir því. Borgin þaut framhjá þar sem ég sat í strætisvagninum. Húsin runnu saman. Sviplaus andlit ökumanna líka. Geisl- ar sólarinnar brutust í gegnum skýin í fjarska og gufustrókar risu frá Hellis- heiðarvirkjuninni við sjóndeildar- hringinn. Allt þetta fór ágætlega sam- an við sálarangistina sem ég upplifði. Kannski var ég að upplifa eina birting- armynd dauðans eftir allt saman. Um stund hugsaði ég með mér sjálfum hvort ég væri of dramatískur. Hingað til hafði ég tekið veröldinni með hæfilegri léttúð. Líkt og hún væri óumflýjanlegt lestarslys á ofurhægum eftir Val Grettisson 2. sæti(og nokkur orð um það hvernig Mogginn lýgur aldrei) 32 23.–25. september 20112011 Hinum megin við götuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.