Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 33
3323.–25. september 2011 2011
Hinum megin við götuna
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Virðing
Réttlæti
Þrátt fyrir baráttu undanfarinna áratuga liggur óútskýrður launamunur kynjanna enn sem
mara á þjóðinni. Gefum börnum okkar jafna möguleika í framtíðinni og léttum álögunum.
Jafnrétti í vöggugjöf!
hraða. Dauðinn er óumflýjanlegur.
Óhamingjan líka. Ég vænti einskis, ég
óttast ekkert, ég er frjáls eins og Kaz-
antzakis orðaði það. Með slíkt viðhorf
í huga var ég ósigrandi. Samt leið mér
eins og ég hefði tapað ósýnilegri orr-
ustu við ósigrandi keppninaut. Unnar,
ef ég á að vera hreinskilinn. Manninn
sem lagðist á hverri nóttu með Elísa-
betu. Manninn sem naut þeirra tilvilj-
unarkenndu forréttinda að eiga hana
alla. Líkamann í það minnsta.
Er það ekki annars tilviljunar-
kennt? Hvernig velur maður sér maka?
Af þeim hættulega fjölda mannvera
sem hagnýta jörðina á hverjum degi,
þá er það beinlínis ótrúlegt að maður
verði ástfanginn af einhverri sérstakri
manneskju. Sumir hitta þá sem þeir
elska snemma á lífsleiðinni og eyða
ævinni með þeim. Aðrir hætta með
þeim þegar lífið er tæplega hálfnað.
Kaupa sér sportbíl, reykja gras, reyna
við menntaskólastúlkur. Aðrir þreyja
þorrann, óhamingjusamir allt sitt líf.
Láta sig dreyma um önnur líf en láta
skylduræknina stöðva sig. Þannig var
Elísabet. Skylduræknin ein. Jafnvel í
kynlífinu var hún þjökuð af þeirri stað-
lausu þrá að fullnægja manni. Því hún
leit svo á að það væri hennar hlutverk.
Svo eru það náttúrulega menn eins og
ég. Menn sem elska þær allar.
Að halda framhjá var hugsanlega
frumstætt viðbragð Elísabetar við
óhamingjusömu lífi. Unnar tryggði
henni öryggi. Eitthvað sem ég gat
aldrei. Slíkt hefur áhrif á 21. öldinni.
Elísabet starfaði sem ritari Unnars
þegar hann byrjaði að halda framhjá
með henni, eins kaldhæðnislega og
það hljómar. Eitt skiptið sagði Elísabet
mér að hún hefði dottið í lukkupott-
inn þegar þau sváfu fyrst saman. Hún
talaði eins og hún hefði unnið í lottói.
Tilvera hennar yrði aldrei eins; hún
yrði aldrei mörkuð sama svita eða lífs-
þreytu líkt og hjá flestum öðrum sam-
ferðarmönnum í lífinu. Lottó-líking
Elísabetar var ekki smekklaus, held-
ur ein leið til þess að lýsa lífi hennar á
raunsæjan hátt.
Framhjáhaldi okkar Elísabetar lauk
skyndilega með reykingalyktinni. En
það var ást Elísabetar sem kom upp
um mig. Hún sagði honum aldrei frá
því hverjum hún hefði sofið hjá. Hún
var ekki ein af þessum þjökuðu sálum
sem upplýsa allt í von um sálaraflausn.
Hún horfði einfaldlega yfir götuna. Á
húsið mitt. Á mig. Hægt og rólega átt-
aði Unnar sig á því að ég væri sá seki.
Líklega vegna þess hvernig ég horfði á
hana. Unnar fylgdist grannt með Elísa-
betu eftir að upp um framhjáhaldið
komst. Einn morguninn mættumst
við Elísabet á leið til vinnu. Þegar ég
var enn með vinnu. Ég nálgaðist Elísa-
betu. Það var allt sem ég gerði. Hún
rauk inn í bílinn, ræsti hann og ók af
stað. Seinna, sama dag, var bankað á
hurðina mína. Þegar ég opnaði dyrnar
stóð Unnar fyrir utan. Hann var í sér-
sniðnum jakkafötum með hringlótt
gleraugu. Unnar var tiltölulega mynd-
arlegur náungi sem var að nálgast
fimmtugsaldurinn. Hann var þrettán
árum eldri en Elísabet.
Augun hans voru sundurtætt af
blóðsprengdri reiði þennan dag.
Augnaráðið var ekki beinlínis tryllt.
Unnar var sérkennilega rólegur þegar
hann stóð fyrir framan mig. Líklega var
það hin tryllta ró sem hræddi mig.
„Haltu þig frá okkur,“ var það eina
sem hann sagði. Þegar ég ætlaði að
bera af mér sakir, líklega án sérstakr-
ar sannfæringar, stikaði hann hratt
í burtu. Þetta voru einu samskiptin
okkar á milli. En ég fann undirtóninn
í þessum einföldu skilaboðum. Þau
voru þrungin reiði. Það var falin raun-
veruleg ógn í þeim.
Strætisvagninn staðnæmdist
skammt frá höfuðstöðvum blaðsins.
Ég var einn í vagninum þegar ég gekk
út. Ég fékk svalann vindinn í fangið og
herti göngu mína yfir bílastæðið. Svo
kom þetta augnablik. Eins og ofurvæg-
ur straumur sem hríslast um í hjart-
anu. Líkt og maður fann þegar maður
var barn og upplifði hræðslu án sjáan-
legrar ástæðu.
Það fyrsta sem ég heyrði var ískrið
í dekkjunum. Ég leit við og sá glæsi-
bifreið koma á ógnarhraða í áttina að
mér. Af einhverjum ástæðum hvarflaði
það ekki að mér að færa mig. Skyndi-
lega skall bíllinn á löppunum á mér.
Ég fann ekki fyrir því. Ég þeyttist upp
í loftið. Upplifunin var svo ofurhæg að
ég fann fyrir hverri sekúndu sem ég
snérist á ógnarhraða í hringi í kaldri
norðanáttinni. Svo sá ég ökumanninn.
Unnar. Hann sat í bílstjórasætinu með
afskræmt andlit. Hnúarnir voru snjó-
hvítir þar sem hann hélt þéttingsfast
utan um stýrið. Augun sturluð. Augna-
blikið líka. Ég heyrði hendurnar brotna
þegar ég lenti á jörðinni. Hljóðið var
eins í brotnum kvisti. Andlitið skall
með offorsi í malbikið. Blóðið frussað-
ist í allar áttir. Tennurnar líka. Fæturn-
ir snéru upp á sig og kiknuðu að lok-
um undan álaginu og margbrotnuðu.
Sársaukinn skaust í gegnum líkamann
á hraða ljóssins. Ég fann lungun falla
saman eins og blaðra. Skinnið tættist
af líkamanum þegar ég rúllaði stjórn-
laust á götunni. Loksins staðnæmdist
ég. Blóð fyllti vit mín.
Það var eins og taugaboðin bærust
ekki á milli í líkama mínum. Sama hvað
ég reyndi þá gat ég ekki hreyft mig. Ég
lá grafkyrr og horfði upp í gráan him-
ininn.
Nokkrar hugsanir flugust á inni í
huga mínum. Sú fyrirsjáanlegasta var:
Auðvitað var það Unnar. Kannski var
hann kominn með nóg af því að horfa
yfir götuna. Á mig. Manninn sem kokk-
álaði hann. Fyrir mann eins og hann,
sem gat sigrað allt í krafti auðs, var
það líklega óþolandi að vita til þess
að hjarta konu hans tilheyrði öðrum
manni. Kannski var hann kominn með
leið á að horfa á son sinn, sem var svo
sláandi líkur mér, að það var engin leið
til þess að fela sannleikann.
Ég var ekki beinlínis reiður yfir því
að hann hefði ekið á mig; tilfinningin
var meira í ætt við depurð. Svo sló það
mig. Unnar tilkynnti um andlát mitt.
Slík var þráhyggjan. Það var undirbún-
ingurinn.
Ég heyrði mann stumra yfir mér.
Hann spurði mig spurninga sem ég
náði ekki fyllilega að meðtaka. Hann
dró upp farsíma og hringdi á sjúkrabíl.
Mig langaði til þess að segja honum
nafnið hans Unnars. En ég gerði það
ekki. Ég vonaði satt að segja að hann
kæmist upp með glæpinn. Líklega
vegna þess að ég óskaði Elísabetu alls
hins besta. Ég vildi að hún yrði ham-
ingjusöm.
Maðurinn lyfti upp höfðinu og setti
peysu undir hnakkann á mér.
„Sjúkrabíllinn er á leiðinni,“ sagði
hann. Ég hóstaði blóði og fann hálsinn
hreinsast.
„Segðu honum....,“ ég hafði ekki
orku í að klára setninguna.
„Segja hverjum hvað?“ spurði
maðurinn stumrandi yfir mér. Ég tók
nokkra mínútur til þess að jafna mig.
Hugsanlega sekúndur. Svo fann ég
hvernig orkan safnaðist upp í líkaman-
um. Síðasti andardrátturinn var nærri.
Hugsunin líka. „Segðu Agnari, þessum
í minningargreinunum, ....segðu hon-
um að ég sé dáinn.“