Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 43
Sakamál | 43Helgarblað 23.–25. september 2011 J ohan Alfred Anderson Ander fæddist 27. októ- ber 1873 í Ljusterö í Sví- þjóð. Hann sinnti her- skyldu 1893 til 1894 og að henni lokinni festi hann ráð sitt. Johan reyndi að sjá sér farborða með ýmsum hætti, starfaði meðal annars sem þjónn en reyndi einnig fyrir sér sem hóteleigandi. Flest það sem hann tók sér fyrir hendur misfórst og hann beið fjárhagslegt skipbrot. Því hefur reyndar verið haldið fram að hluta bágrar fjárhags- legrar stöðu Johans hafi mátt rekja til óhóflegrar áfengis- neyslu sem síðar leiddi til þess að hann beitti eiginkonu sína ofbeldi. Árið 1900 var honum stungið inn vegna nokkurra smávægilegra glæpa en tókst að flýja og segir ekkert frek- ar af honum fyrr en árið 1909 þegar hann flutti ásamt eigin- konu sinni til Karlsudd, þar sem þau fluttu inn í hús for- eldra Johans. Johan reyndi hvað hann gat að finna leið út úr fjárhagsleg- um ógöngum sínum og segir sagan að sést hafi til hans oft og tíðum þar sem hann fylgd- ist með Gerells Växelkontor- bankanum við Malmtorgsgötu 3 í Stokkhólmi. Árið 1910, 5. janúar nán- ar tiltekið, lét Johan til skarar skríða og rændi bankann og barði skrifstofustúlku að nafni Victoria Hellsten svo illilega að henni varð ekki lífs auðið. Upp úr krafsinu hafði Johan andvirði 6.000 sænskra króna í sænskri og erlendri mynt og hafði náð að eyða einhverjum hluta fjárins þegar hann var handtekinn. Rannsóknin var ekki flókin því sumir seðlanna sem fundust í fórum Johans voru þaktir blóði auk þess sem morðvopnið tengdi hann við glæpinn. Reyndar gerði Johan til- raun til að slá ryki í augu yfir- valda við réttarhöldin og full- yrti að hann hefði fengið féð frá óþekktum útlendingi sem hann hafði hitt á hótelinu sem hann bjó á í Stokkhólmi. Johan játaði aldrei sekt í málinu en var sakfelldur engu að síður og dæmdur til dauða. Johan nýtti sér ekki þann möguleika að áfrýja til Svía- konungs en faðir Johans baðst griða fyrir hönd sonar síns. Faðir Johans hafði ekki erindi sem erfiði og því hlotnaðist Johan Alfred Anderson Ander sá vafasami heiður að verða sá fyrsti sem tekinn yrði af lífi í Svíþjóð eftir tíu ára hlé á þeirri iðju. Að auki varð Johan sá eini sem endaði ævina und- ir fallöxinni í Svíþjóð, en hann var tekinn af lífi 23. nóvember 1910. Johan virtist rósemdin uppmáluð þegar hann stóð frammi fyrir böðlum sínum og heilsaði þeim með virktum: „Góðan daginn, herrar mínir.“ Johan vildi tjá skoðanir sín- ar um dauðann en fékk ekki leyfi til þess og var leiddur án tafar að fallöxinni sem virkaði með miklum ágætum; togað var í reipið, blaðið féll niður og höfuð Johans skildist frá lík- amanum og féll ofan í þar til gerða körfu. Aftakan var sú síðasta sem framkvæmd var í Svíþjóð og böðullinn Albert Gustaf Dahlman gat því sest í helgan stein. Af Albert Gustaf er það annars að segja að hann and- aðist árið 1920 og dauðarefs- ing var afnumin í Svíþjóð árið eftir. En það er önnur saga. Missti höfuðið n Johan Alfred Anderson framdi bankarán vegna fjárskorts n Stundum er betur heima setið en af stað farið„Upp úr krafs- inu hafði Johan andvirði 6.000 sænskra króna í sænskri og erlendri mynt. Johan Alfred Fjárhagserfiðleikar hans höfðu alvarlegar afleiðingar. Victoria Hellsten Rán Johans kostaði hana lífið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.