Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 46
46 | Menning 23.–25. september 2011 Helgarblað Þ að byrjar ekki beint vel leikárið hjá þeim í Borgarleikhús- inu. Fyrst kemur hið umtalaða framlag Mindgroup, sem var til um- ræðu hér í blaðinu fyrir viku og ástæðulaust er að eyða fleiri orðum á. Í kjölfarið fylgir Galdrakarlinn í Oz, Galdrakarl sem hinn vandfýsni gagnrýn- andi þykist og hafa nokkuð við að athuga. Ekki það, þetta er kröftug sýning, litrík og skrautleg, mikið stuð á sviðinu. Og í salnum. Að frumsýningunni lokinni brutust þar út slík fagnaðarlæti að engu var lík- ara en önnur eins snilld hefði aldrei sést á sviði hússins. Auðvitað reis fólk úr sætum, sem er að verða lenska hér, ef sýningar floppa ekki. Fjöl- mennur barnakór tekur þátt í sýningunni og mátti glöggt heyra á göngum að aðstand- endur voru fjölmennir. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að það hafi átt sinn þátt í þessum nokkuð svo yfirdrifnu undir- tektum. Galdrakarlinn í Oz er ein af þessum góðu sögum sem sjálfsagt er að gefa hverri kyn- slóð tækifæri til að kynnast á réttum aldri. Hver vill ekki verða gáfaðri, hugrakkari, til- finninganæmari en hann er? Og hversu oft höfum við ekki rekið okkur á að það sem við óttuðumst mest var tóm ímyndun? Ekki svo að skilja: víst eru góðir og vondir kraft- ar í heiminum og eins gott að fara að öllu með gát. Galdra- karlinn rifjar það allt sam- an upp fyrir okkur, með hjálp fornra ævintýraminna sem höfundurinn, L. Frank Baum, sótti í Grimmsævintýri, And- ersen, Lewis Caroll og um- plantaði í amerískan jarðveg. Galdrakarlinn á sér langa sögu í leikbúningi. Frank Baum var leikhúsmaður og fljótlega eftir að bókin kom fyrst út árið 1900 birtist fyrsta leikgerðin. Árið 1939 kom svo kvikmynd MGM með Judy Garland í hlutverki Dóróteu. Hún er klassík. Ég horfði á hana aftur nú á dögunum og naut hennar eins og hún væri ný. Meira að segja tæknibrell- urnar og leikmyndin eru ekk- ert orðnar þreyttar. Gaman þegar bíómyndir standast svona tönn tímans. En af hverju skyldi hún gera það? Jú, ætli skýringin sé ekki einkum og sér í lagi sú að þeir sem hana gerðu – og hlutu marga verðskuldaða Óskara og Óskarstilnefningar fyrir – báru svo mikla virðingu fyrir SÖGUNNI að þeir gættu þess að leyfa henni að njóta sín. Forðuðust að drekkja henni í sjónrænum tilþrifum og gassagangi. Mér finnst að þeir sem að þessari sýningu koma hefðu mátt taka þá sér til fyrirmyndar. Horfa vel á myndina, og læra af henni. Í leikskrá kemur fram að sú leikgerð, sem hér er notuð, sé eftir John nokkurn Kane, ættuð frá Royal Shakespeare Company. Hún er tuttugu og fimm ára gömul og mun hafa verið flutt oft. Hún tekur tals- vert mið af bíómyndinni, þó að hún þræði hana alls ekki í öllum atriðum, til dæmis er prófessor Marvel sleppt. Mér finnst á stundum heldur bratt farið þar í hlutina, nefni sem dæmi hvernig aðstæður eru kynntar í upphafi. Að öðru leyti er hún sjálfsagt ágæt. Stóri feillinn í þessari sýn- ingu er í mínum augum leik- myndin og sú myndræna úr- vinnsla sem henni tengist. Allt frá því fortjaldið lyftist er ljóst að það er leikmyndateiknar- inn sem ræður ferðinni – fær að ráða ferðinni – ásamt höf- undi myndbands. Snorri Freyr Hilmarsson hefur verið fastur leikmyndateiknari hjá Leik- félagi Reykjavíkur í nokkur ár. Hann hefur oft verið fundvís á góðar lausnir á hinum minni sviðum hússins, en þegar kemur upp á stóra sviðið er stundum eins og hann bresti hugkvæmni og smekkvísi til að finna einfaldar lausnir, í senn fallegar og þénanlegar verkinu (ég minni bara á leik- myndina við Söngvaseið). Hér leysir hann málið með því að senda inn á sviðið hvert flykk- ið á fætur öðru, húshluta, far- artæki og annað þess háttar, við stórfenglegar myndasýn- ingar Braga Þórs Hinriksson- ar í baksýn. Sumt af þessu er í kunnuglegum Disney-stíl, annað virðist helst ættað úr gömlum hrollvekjum, teikni- myndasögum, héðan og það- an. Ég sleppi því að leggj- ast í dýpri túlkunartilraunir á óræðum vísunum sem þarna voru sums staðar, meðal ann- ars í bandaríska peningahag- kerfið. Þegar á leið var líkast því sem leikendur væru á köfl- um týndir í allri þessari mynd- list undir veikri leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar; eink- um varð ferðin á fund vondu vestannornarinnar kaotísk. Ég las í viðtali við einn þeirra að sviðsmenn væru kófsveittir við að forfæra báknin fram og aftur, út og inn – mig skal ekki undra: það lá við að ég svitn- aði sjálfur þar sem ég sat á sjö- unda bekk. Leikendur skila hlutverk- um sínum snyrtilega, en án nokkurra tilþrifa. Lára Jó- hanna Jónsdóttir var geð- þekk, svo sem vera bar, í hlut- verki Dóróteu; hún mætti þó dempa leikinn í lokaatriðinu. Katla Margrét Þorgeirsdóttir var ekki nógu ógnvekjandi í hlutverki vondu kerlingarinn- ar sem verður síðan vonda vestannornin í draumaferð Dóróteu; ég hygg raunar að Katla Margrét eigi ekki heima í svona hlutverkum. Laddi er í titilhlutverkinu og er betri lík- amslaus á myndbandi en þeg- ar hann birtist í eigin persónu á sviði, þar varð hann full rolu- legur. Eflaust hefði hann þolað markvissari leikstjórn líkt og fleiri. Mér þykir leitt að geta ekki heldur borið lof á textagerð Bergs Þórs sem þýðir bæði laust mál og bundið. Þegar ég fletti upp á vef Leikminja- safnsins sé ég að Karl Ágúst hefur þýtt söngtextana í sýn- ingu Leikfélagsins fyrir fjór- tán árum. Ég á óskaplega erfitt með að trúa því að þær þýð- ingar hafi ekki verið stórum snjallari en það sem nú hljóm- ar í eyrum. Eða hvað á að segja um ljóðlist á borð við þetta sem lagt er í munn tinkarlin- um: „já, það væri svo pottþétt, / myndi elda lífsins pottrétt, / ef ég hjarta hefði í mér.“ „Pott- þétt – pottrétt“ – já, það dug- ar ekkert minna. Sumt er lipr- ara, til dæmis „Af stað að hitta karlinn ... “, en samt: það þarf alvöru hagyrðing í svona verk- efni. Tónlistin er flutt af bandi og of hávær fyrir minn smekk. Sérstaklega varð barnakór- inn óþægilega gjallandi, en það eiga tónameistarar að geta lagað. Maður hugsar með sjálfum sér – og ekki í fyrsta sinn: Hvernig í ósköpunum var yfirleitt hægt að músísera á leiksviði áður en öll raftækn- in kom til sögunnar? Af framansögðu ætti að vera ljóst að undirritaður fann ekki mikinn galdur í þessari sýningu. Einhverjir kunnáttu- menn eru þó greinilega í hús- inu, því að á vef þess les ég að búið sé að selja 10.000 miða og uppselt á allar sýningar fram í nóvember. Fjórar stjörnur handa markaðsdeildinni! Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum Tónlist og textar: Harold Arlen og E.Y. Harburg Höfundur leikgerðar: John Kahn Leikstjórn og þýðing: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlistarstjórn og útsetningar: Kristjana Stefánsdóttir Hljóðhönnun: Thorbjörn Knudsen Danshöfundur: Katrín Ingvarsdóttir Myndband: Bragi Þór Hinriksson Leikgerði: Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir Leikfélag Reykjavíkur - sýnt í Borgarleikhúsinu Hvar er galdurinn? Leikmyndin er feill Stóri feillinn í þessari sýningu er í mínum augum leikmyndin og sú myndræna úrvinnsla sem henni tengist. Allt frá því fortjaldið lyftist er ljóst að það er leikmyndateiknarinn sem ræður ferðinni – fær að ráða ferðinni – ásamt höfundi myndbands. MynD GríMur Bjarnason Nirvana heiðurs- tónleikar Í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá útgáfu Nirvana-plöt- unnar Nevermind þá verða haldnir heiðurstónleikar á Gauki á Stöng laugardags- kvöldið 24. september. Að- dáendur hljómsveitarinnar verða væntanlega ekki fyrir vonbrigðum því Nevermind platan verður flutt í heild sinni ásamt lögum af plötunum Bleach, In Utero og Incesti- cide. Tónleikarnir verða bæði rafmagnaðir og órafmagn- aðir. Bandið sem spilar þetta kvöld skipa þeir Einar Vilberg úr hljómsveitinni Noise ásamt Franz Gunnarssyni úr Ensími, Þórhalli Stefánssyni úr Lights On The Highway og Jón Svan- ur Sveinsson úr hljómsveitinni Hoffman. Húsið verður opnað klukkan 22 og tónleikarnir hefjast klukkan 23.30. Vinnustofu- spjall Myndlistardeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir opnum hádegisfyrirlestrum sem hefja göngu sína mánudaginn 26. september undir yfirskriftinni Vinnustofan. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og hefjast klukkan 12.30 í húsnæði deildarinnar að Laugarnesvegi 91 í Reykjavík. Ólíkir listamenn munu leiða viðstadda í gegnum samtal hugar og handa, vinnuferli og aðferðir að sögn aðstandenda. Listamennirnir sem tala um vinnustofuna þann 26. sept- ember eru þær Anna Hallin og Olga Bergmann. Þær eru einnig með sýninguna Gárur í Kling og Bang galleríi á Hverfisgötu en henni lýkur nú á sunnudag- inn, 25. september. Leiðsögn um hlutina okkar Á sunnudaginn verður leið- sögn um sýninguna Hlutirnir okkar í Hönnunarsafni Íslands. Leiðsögnin er í höndum Elísa- betar V. Ingvarsdóttur hönn- unarsagnfræðings sem mun leiða gesti í sannleikann um hina ýmsu hönnunarhluti sem fólk hefur eflaust ekki leitt hug- ann að áður. Á sýningunni eru valdir gripir úr safneign safns- ins sem margir ættu að kann- ast við og þekkja án þess að hafa velt fyrir sér sögu þeirra. Á sýningunni er sérstök áhersla lögð á íslensk húsgögn frá ólík- um tímabilum síðustu aldar. Safnið leggur sérstaka áherslu á að safna íslenskum gripum en einnig má finna þekkta nor- ræna og alþjóðlega hönnun í safneign safnsins. Leiðsögnin hefst klukkan 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.