Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 48
48 | Lífsstíll 23.–25. september 2011 Helgarblað
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
Fljótlegar
hafrakökur
n 4 msk. smjör
n 3 msk. sykur
n 2 msk. hveiti
n 1 tsk. vanilludropar
n 1/4 tsk. salt
n 6 msk. hafrar
Hitið ofninn í 180°C.
Blandið öllum hráefnum sam-
an. Notið teskeið til að setja á
bökunarpappír. Bakið í 12–15
mínútur.
Slaufuæði
Slaufur eru að koma sterkar
inn í hausttískunni og hver
stjarnan á fætur annarri hefur
sést skarta slaufum af mis-
munandi gerðum. Yfirleitt eru
þær utan á flíkunum en ganga
líka sem hárskraut. Í þessari
tískubylgju virðist reglan því
stærra því betra gilda og hefur
til dæmis tískugyðjan Kate
Moss sést skarta svörtum sam-
festingi með stórri slaufu þvert
yfir brjóstin.
É
g veit hvað þetta er hollt
fyrir hana og þessar
stundir okkar eru svo fal-
legar,“ segir Lilja Helga-
dóttir sem er með dóttur
sína, Kolbrúnu Elvi, á brjósti
þótt hún sé komin 34 vikur á
leið með sitt annað barn.
Lilja segir marga líta þær
mæðgur hornauga þegar Kol-
brún Elvi, sem verður tveggja
ára í október, biður um bobb-
ann sinn. „Viðbrögðin eru ansi
misjöfn. Ef við erum í sturtu-
klefanum í sundi og Kolbrún
Elvi sér bobbana sína þá vill
hún auðvitað fá að súpa. Eldri
konur brosa oft til okkar þegar
ég beygi mig niður til hennar
en aðrar sjokkerast. Ég fæ samt
bara að heyra þetta jákvæða,
hvað þetta sé krúttlegt og hvað
hún sé heppin,“ segir Lilja, en
bætir við að bæði barnalæknar
og meltingasérfræðingur hafi
spurt hana hvort ekki væri nóg
komið. „Þeir hafa spurt hvort
ég ætli ekki að fara að hætta
þessu en ég læt það ekkert
stoppa mig enda veit ég betur.“
Skipta á milli sín
Lilju langar til að hafa Kol-
brúnu Elvi á brjósti eftir að
nýja barnið fæðist. „Ég vil
að við eigum okkar stund-
ir áfram þótt litla barnið sé
komið í heiminn. Ég ætla svo
að fara að venja hana af þessu
upp úr áramótum án þess að
vera að stressa mig eitthvað.
Ég mun allavega ekki rífa
brjóstið af henni. Ég er þegar
farin að undirbúa hana undir
komu litlu systur og við ræð-
um um það, bæði þegar hún
er á bobbanum og þegar hún
er ekki að súpa, að þegar litla
barnið fæðist muni það líka
fá bobba.
Hún tekur því bara vel og
bendir á annað brjóstið og
segir að litla barnið megi fá
þennan bobba en hún hinn,“
segir Lilja brosandi og bætir
við að hún óttist ekki að Kol-
brún Elvi eigi eftir að drekka
broddinn frá litla barninu
enda séu tvíburar vanir að
þurfa að skipta mjólkinni sín
á milli.
Lilja segir að það sé ekki
algengt að barnshafandi
konur séu með barn á brjósti.
„Það gerist samt alveg, sem
betur fer. Oft hefur maður
heyrt að bragðið á mjólkinni
breytist og að sum börn vilji
ekki súpa síðustu vikurnar
en oftast byrja þau þá aftur
eftir fæðinguna,“ segir hún
og bætir við að sumir verði
hreinlega hissa að konur
mjólki þegar þær eru barns-
hafandi.
Fallegt og rómantískt ferli
Lilja stefnir á að fæða heima en
hún gerði tilraun til þess þeg-
ar Kolbrún Elvi kom í heiminn.
„Eftir 20 tíma ferli kom í ljós
að hún var í framhöfuðstöðu
svo ég fór á sjúkrahús og fékk
mænurótardeyfingu. Fæðingin
var samt eðlileg að öðru leyti
og Kolbrún Elvi var hvorki tek-
in með töngum né sogklukku.
Fæðingarhormónið oxytocin
myndast einnig við brjóstagjöf
og ég hef verið að ræða við ljós-
móður og brjóstagjafaráðgjafa
hvort Kolbrún Elvi geti jafnvel
hjálpað mér í fæðingunni. En
svo veit ég ekkert hvort ég verði
tilbúin til að gefa henni brjóst í
miðri fæðingu.
Við stefnum allavega á að
leyfa henni að taka þátt og ætl-
um að gera þetta saman fjöl-
skyldan. Ég er alveg viss um
að nærvera hennar hjálpar
mér. Þegar Kolbrún Elvi var að
koma í heiminn voru hér allir,
afinn, amman og systir mín og
bróðir með sín börn og meira
að segja langafinn kíkti við.
Þetta var afskaplega fallegt og
rómantískt ferli og þótt við fær-
um svo upp eftir til að fæða var
þetta alveg æðislegt og alveg
eins og ég vildi hafa það.“
Hvorki óeðlilegt né krípí
Lilja segir manninn sinn styðja
sig í því að vera ennþá með
Kolbrúnu Elvi á brjósti. „Hann
vissi lítið um brjóstagjöf áður
en hún fæddist en eftir að ég
fór að fræða hann er hann
sáttur við þessa ákvörðun og
styður mig fullkomlega, sem
er mjög mikilvægt. Ef ég hefði
hann ekki á mínu bandi þá
væri þetta ekki hægt. Ég veit
samt að mörgum í kringum
okkur finnst þetta mjög furðu-
legt og jafnvel ógeðslegt og láta
eins og maður sé með tólf ára
barn á brjósti.
Mér finnst það viðhorf bara
fyndið og læt sem ég heyri það
ekki,“ segir Lilja og bætir við
að henni komi ekki við hvað
aðrar konur kjósi að vera með
sín börn lengi á brjósti. „Ég var
sjálf í 19 mánuði á brjósti og í
fyrstu stefndi ég á þann tíma.
Þegar þangað var komið ákvað
ég að vera með hana í tvö ár en
eins og staðan er í dag stefnum
við á að vera hættar um tveggja
og hálfs árs aldur. Ekki að mér
finnist það eitthvað óeðlilegt
eða „krípí“ að vera með hana
lengur. Þá verður bara kom-
ið nóg og ekkert nema jákvætt
um það að segja.“
indiana@dv.is
Ófrísk með
barn á brjósti
n Fær misjöfn viðbrögð þegar hún gefur dóttur sinni brjóst á almannafæri
n Segist láta gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta af því að hún viti betur
Samrýnd fjölskylda Lilja og eiginmaður hennar, Hörður Reynir Þórðarson, ásamt Kolbrúnu Elvi sem verður tveggja ára í október. Mynd Gunnar GunnarSSon