Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Page 51
Lífsstíll | 51Helgarblað 23.–25. september 2011 B laðamaður hittir Lene í Baðhúsinu þang­ að sem hún er kom­ in til að fræða konur um hvernig þær geta komið jafnvægi á orku sína og þyngd. Sjálf á hún lífsreynslu að baki sem gefur henni innsæi og skilning á aðstæð­ um og líðan þeirra kvenna sem hún talar við. Hún var nefnilega sjálf eitt sinn í of­ þyngd. „Ég var eitt sinn tuttugu kílóum þyngri, segir Lene frá. „Mér leið afar illa og orkan var í lágmarki. Ég þjáðist af miklu ofnæmi og var með mikinn bjúg. Ónæmiskerfið starfaði ekki sem skyldi og ég var oft veik. Andlega líðanin var held­ ur ekki eins og skyldi og ég var þunglynd og svartsýn á eigin getu.“ Lene var í stöðugum megr­ unarkúrum og eins og aðr­ ir sem fara í slíka kúra, léttist hún og þyngdist á víxl. „Fæst­ ir megrunarkúrar taka tillit til heilsufars þíns og því þyng­ istu oft aftur þegar þú hættir á kúrnum – og jafnvel bætir á þig fleiri kílóum. Þannig var það í mínu tilfelli,“ segir Lene. Léttist um 20 kíló Lene segist hafa rekist á ameríska speki þar sem mælt var með því að setja fæðuna saman á breyttan máta og hún ákvað að prófa. Hún sleppti öllu kjötáti og reyndar öllum mat sem er nær­ ingarsnauður, svo sem hvítum sykri, brauði og hvítum grjónum og pasta. „Ef ég hefði vitað þetta fyrr,“ segir Lene og brosir. „Þeg­ ar líkaminn fékk loks næringar­ ríkan mat til að vinna úr, hollan og fitusnauðan frá náttúrunnar hendi, þá hreinsaði líkami minn sig af úrgangsefnum á ótrúleg­ um hraða. Ég léttist um 20 kíló, þau runnu af mér,“ segir hún og hlær. Hún segir það vera raun­ ina þegar mikill úrgangur og vatn hefur safnast fyrir í líkam­ anum. „Fólk grennist mjög hratt þegar það gerir lífsstílsbreytingu sem þessa. En breytingin hef­ ur marga aðra kosti. Fæðuvalið bætir ónæmiskerfið. Í mínu til­ felli þá þurfti ég aldrei framar að taka ofnæmislyf og varð í raun og veru heilbrigð. Ég hætti að finna fyrir öllum þessum verkj­ um og andlegu þyngslum sem ég hafði glímt við. Og það besta var að vegna þess að ég hafði þrautseigju til þess að halda mig við þennan breytta og bætta lífs­ stíl þá varð heilsubótin til fram­ búðar.“ Lene ákvað í kjölfarið að breyta um starfsvettvang og hefur síðan unnið við næring­ arráðgjöf. Hún segir alla geta gert breytingar á lífi sínu til hins betra með því að breyta matar­ æðinu. Þeir sem hafa áhuga á því að fara að ráðum Lene Hansson geta keypt bókina Léttara líf eða kynnt sér sérstakt Lene Hans­ son­námskeið sem Linda Pét­ ursdóttir býður upp á í Baðhús­ inu í vetur. Verkirnir hurfu með breyttu mataræði n Hefur unnið við næringarráðgjöf í 21 ár og gefið út fjölda bóka n Allir geta breytt lífi sínu til hins betra með breyttu mataræði Léttist sjálf um 20 kíló Lene léttist mjög hratt um 20 kíló við það að breyta fæðuvali sínu og samsetningu fæðu. Á gústa Gunnarsdóttir sál­ fræðingur hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD og segir skort á sjálfstrausti og tilfinningar á borð við skömm og hræðslu algengar með­ al kvenna með athyglisbrest. „Þær skammast sín fyrir það að geta ekki haldið heimilinu fág­ uðu, margar þeirra hafa ekki náð að klára nám eða hafa gert það á lengri tíma en venjulegt þykir og þá skammast þær sín fyrir það. Þær upplifa oft ákveð­ ið getuleysi og gleyma þeim fjölmörgu kostum sem athygl­ isbrestur hefur í för með sér. Þetta eru til að mynda oft fram­ úrskarandi frjóar konur. Þær eru oft brotnar eftir skólagöngu sem tekur ekki mið af kostum þeirra eða eftir árekstra í sam­ búð eða í vinahópi. Það þarf að hjálpa þeim að finna leiðir til þess að koma markmiðum sínum í farveg en á sama tíma þurfa þær að öðlast sjálfstraust og sjá sig í réttu ljósi.“ ADHD félagið hefur vak­ ið athygli á því að stúlkur með ADHD séu ósýnilegur hópur á Íslandi og gaf nýverið út bækl­ ing þar sem fjórum tegundum athyglisbrests hjá stúlkum er lýst, hljóðlátu gerðinni, ofvirku og hvatvísu gerðinni, blönduðu gerðinni og ofureinbeittu gerð­ inni. Stúlkur sem glíma við at­ hyglisbrest af hljóðlátu gerð­ inni ná ekki athygli kennar­ ans, eru dreymnar, feimnar, líta út fyrir að vera að fylgjast með. Þær eru oft óskipulagðar, gleymnar og hræddar um að gert sé grín að þeim fyrir óreið­ una sem oft einkennir líf þeirra. Ofvirku og hvatvísu gerðina er auðveldast að greina. Þær eru á iði eins og strákarnir, eru háværar, grípa fram í samtöl og er oft lýst sem strákastelpum. Á unglingsárum geta þær tileink­ að sér áhættuhegðun svo sem drykkju, eiturlyf og áhættu­ sama kynlífshegðun. Þá er það blandaða gerðin, en stúlkur með þessa gerð af ADHD eru bæði ofvirkar, hvat­ vísar og með athyglisbrest. Þær geta virst háværar og eirðar­ lausar. Andstætt ofvirku gerð­ inni hafa þessar stúlkur getu til að einbeita sér, jafnvel tím­ unum saman. Þeim er oft lýst sem sveiflukenndum í skapi, pirruðum og með lítinn þol­ inmæðisþröskuld. Að lokum eru til stúlkur með ADHD sem hafa ofureinbeitingu. Þær eru mjög samviskusamar og nota svo mikinn tíma og orku í að einbeita sér að náminu að þær eiga ekkert eftir til að slappa af eða eiga í félagslegum sam­ skiptum. Konur með athyglisbrest skammast sín n Fjórar tegundir ADHD hjá stúlkum Hljóðlát gerð ADHD Stúlkur sem glíma við athyglisbrest af hljóðlátu gerðinni eru oft óskipulagðar, gleymnar og hræddar um að gert sé grín að þeim fyrir óreiðuna sem oft einkennir líf þeirra. Helgarlostæti að hætti Lene Lax og lár- perusalat Lene Hansson mælir með því að gera sérstaklega vel við sig um helgar. Þá eru freisting­ arnar fleiri og auðveldara að falla fyrir þeim. Þess vegna er tilvalið að huga að mataræði helgarinnar í tæka tíð. Í bók­ inni hennar Léttara og betra líf er fjöldi spennandi uppskrifta fyrir þá sem vilja huga betur að heilsunni og fyrir þá sem eiga þess kost að verða sér út um góðan villilax er þessi upp­ skrift algert lostæti. Ofnbakaður lax með steiktu grænmeti og lárperusalati 300 g laxaflak með roði Safi úr 1 límónu Salt og pipar 1 msk. ólífuolía til að pensla fatið 1 knippi grænn spergill 2 stórar gulrætur 2 vorlaukar 1 msk. sesamfræ, helst blanda af svörtum og ljósum 1 msk. ólífuolía 1 tsk. sojasósa Kryddaðu laxinn með lím­ ónusafa, pipar og salti, leggðu hann í olíuborið eldfast fat og bakaðu hann við 180°C í 20 mínútur. Undirbúðu græn­ metið á meðan: Skerðu sperglana í tvennt eftir endi­ löngu, skerðu gulræturnar í ræmur með flysjunarjárni og skerðu rótina af vorlaukun­ um. Snöggsteiktu grænmetið og sesamfræin í 1–2 mínútur við háan hita í blöndu af ólífu­ olíu og sojasósu. Lárperusalat: 2 lárperur, þroskaðar Lófafylli af vætukarsa eða kletta- salati 2 msk. graskersfræ 1 msk. sítrónusafi ½ tsk. kryddsalt Skerðu lárperur og vætukarsa fremur smátt og blandaðu graskersfræjum, sítrónusafa og kryddsalti saman við. Uppskrift úr bókinni Létt­ ara og betra líf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.