Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Qupperneq 52
52 | Tækni 23.–25. september 2011 Helgarblað Þrívíddarprent- arar fyrir börn Á undanförnum mánuðum hafa þrívíddarprentarar fengið ótrúlega mikla athygli en þró- un á þeim hefur farið gífurlega fram að undanförnu. Þróuð hefur verið prufuútgáfa af Origo, sem er þrívíddarprent- ari fyrir börn. Prentarinn hefur ekki alveg jafnmikla mögu- leika og hefðbundinn þrívídd- arprentari en með honum er þó hægt að prenta litla hluti úr þunnum plasteiningum. Með hefðbundnum þrívíddar- prenturum er hins vegar hægt að prenta nær hvað sem er, sé prentarinn nógu stór, og hefur umræða um vopnasölu með þrívíddarprenturum meðal annars gert vart við sig. Líklegt verður að teljast að byssur séu einn þeirra hluta sem ekki verður hægt að prenta með Origo-prentaranum. Síminn ákveður kvöldmatinn Vefsíðan All- Recipes.com hefur sent frá sér sniðuga snjallsíma- viðbót, Din- ner Spin- ner, til að hjálpa fólki að ákveða hvað það eigi að hafa í matinn. Viðbót- in býður notendum upp á að skilyrða valmöguleika, eins og eldunartíma, hráefni og hvers konar máltíð þetta eigi að vera, og finnur svo allar þær uppskriftir í gagnagrunni All- Recipes.com, sem er vægast sagt umfangsmikill, og kemur svo með skýrar leiðbeiningar um hvað þurfi að gera til að elda máltíðina. Fyrir þá sem eru sérstaklega óákveðnir er líka boðið upp á uppskriftir af handahófi. Notaðu iPad-tölvu í eldhúsinu Það getur verið þægilegt – en ekki endilega hreinlegt – að nota iPad-spjaldtölvur sem matreiðslubók. Alls konar vefsíður bjóða upp á upp- skriftir á iPad-formi en auð- velt og handhægt er að hafa tölvuna við hlið sér í eldhús- inu. Bandaríska fyrirtækið Belkin hefur búið til sérstaka græju sem hægt er að nota til að fletta í iPad-tölvunni án þess að koma nokkurn tíma við hana. Græjan var sérstak- lega hönnuð með það í huga að hægt væri að nota tölvuna sem uppskriftarbók. Um er að ræða sérstakan stand fyrir tölvuna og eins konar penna sem hægt er að nota til að stjórna iPad-tölvunni. G oogle hefur svo sem ekki farið í launkofa með áætlanir sín- ar um að bjóða not- endum upp á að nota snjall- síma sína til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Fyrirtæk- ið er þó fyrst núna að kynna formlega áætlanir sínar um Google Wallet. Nú þegar hef- ur Google hafið samstarf við alþjóðlega kortafyrirtæk- ið Mastercard vegna Google Wallet. Google keypti nýverið far- símaframleiðslu Motorola og má leiða að því líkur að Google ætli sér enn stærri hluti á snjallsímamarkað- inum en að bjóða upp á eitt vinsælasta stýrikerfi fyrir snjalltæki. Verður að teljast líklegt að Google muni nota Motorola til að þróa tækni á borð við Google Wallet en til að greiðslur með þessari nýju þjónustu Google séu mögu- legar þurfa snjallsímarnir að vera búnir NFC-tækni, eða Near Field Communication. Það er þráðlaus leið fyrir mis- munandi tæki til að hafa sam- skipti á öruggan máta. Með Google Wallet verður hægt að gera kortagreiðslur talsvert fljótlegri og örugg- ari. Afgreiðslumaður sem tekur við greiðslu sem greidd er með Google Wallet sér sjálfur aldrei kortanúmer- ið, handleikur aldrei kortið og þannig er hægt að tryggja aukið öryggi viðskiptavin- arins. Til að tryggja öryggi handhafa Google Wallet verður svo krafist PIN-stað- festingar á öllum kaupum á svipaðan hátt og Íslendingar eru farnir að kynnast hér á landi. n Settu kortin niður í skúffu og borgaðu með símanum Kynna Google Wallet til leiks Aukið öryggi Með Google Wallet eru viðskiptavinir öruggari gagnvart því að kortanúmerum þeirra verði ekki stolið. U mfangsmiklar breyt- ingar voru gerðar á notendaviðmóti samskiptasíðunnar Facebook í vikunni. Breytingarnar felast fyrst og fremst í breytingum á frétta- veitu einstaklinga en núna flokkar Facebook efni sem birtist í veitunni eftir því hvað síðan telur notandann hafa gaman af. Í raun hefur Facebook tekið upp margar af þeim nýjungum sem Google kynnti með sam- skiptasíðunni sinni Google+. Má þar meðal annars nefna aukna stjórn á því hverjir fá aðgang að einstaka stöðuupp- færslum og valmöguleikann að láta vita hvar maður er þeg- ar maður skrifar inn stöðuupp- færslur. Ekki allir sáu breytingarnar samtímis Breytingarnar áttu ekki að verða virkar fyrr en á f8 ráð- stefnunni sem haldin er af stjórnendum Facebook. Af einhverjum ástæðum voru breytingarnar virkar á mörg- um Facebook-síðum en svo virðist sem það hafi að ein- hverju leyti stjórnast af því hvaða tungumál notend- ur hafa síðuna stillta á. Til að mynda var um tíma ekki hægt að nota nýja viðmótið þegar notendur studdust við breska útgáfu vefsins en þeir sem not- uðust við íslensku útgáfuna sáu breytingarnar. Með nýjustu breytingun- um á síðunni gefst notend- um einnig kostur á að fylgjast betur í rauntíma með því hvað vinir þeirra eru að gera. Í hlið- arslánni þar sem spjallkerfi vefsíðunnar er nú að finna er búið að koma fyrir nokk- urs konar beinni útsendingu af því hvað vinir notenda eru að gera hverju sinni, við hvað þeim líkar og hvað þeir eru að skrifa athugasemdir við. Hörð gagnrýni vegna breytinganna Mjög stór hluti vestrænna vefnotenda er skráður á Facebook. Undantekningar- laust þegar breytingar hafa verið gerðar á vefsíðunni hafa heyrst óánægjuraddir með breytingarnar. Þessar nýjustu breytingar eru þar alls ekki undanskildar og hafa hávær- ar óánægjuraddir heyrst síð- an breytingarnar voru kynnt- ar til sögunnar. Hafa sömu stöðuuppfærslurnar geng- ið manna á milli á Facebook þar sem stjórnendur síðunnar eru hvattir til að draga til baka þær breytingar sem hafa verið gerðar. Ólíklegt verður að teljast að notendurnir nái að sann- færa stjórnendur Facebook um að draga breytingarnar til baka. Það hefur að minnsta kosti ekki tekist hingað til. Breytingarnar eru í raun ekk- ert nema aukin þjónusta og einföldun á fréttaveitu not- enda, sem er það fyrsta sem notendur sjá þegar þeir skrá sig með hefðbundnum hætti inn á síðuna. n Umfangsmiklar breytingar gerðar á Facebook n Nýjungar sem kynntar voru með Google+ komnar á Facebook n Óánægjuraddir farnar að gera vart við sig Facebook eins og Google+ Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Netið Frumkvöðull en hermir nú eftir Mark Zuckerberg var frumkvöðull á sviði samfélags- vefja en nú virðist hann vera farinn að taka Google sér til fyrirmyndar. Að minnsta kosti upp að vissu marki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.