Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Síða 54
Þ jálfaramálin hjá ítalska stór- liðinu Inter hafa heldur betur verið í óreiðu eftir að Jose Mo- urinho hætti með liðið í fyrra- sumar. Nú síðast var Gian Piero Gasperini rekinn frá liðinu eftir fimm leiki. Kornið sem fyllti mælinn var skammarlegt 3–1 tap gegn nýlið- um Novara á þriðjudagskvöldið en það verður nú að teljast æði sérstakt að þjálfari sé látinn fara eftir aðeins fimm leiki. Við starfi hans tók Clau- dio Ranieri, fyrrverandi þjálfari Roma og Chelsea, svo dæmi séu tekin, en hann skrifaði undir samning við liðið á fimmtudaginn. Eftir að Mourinho, „sá sérstaki“, gerði Inter að Evrópu- meisturum í maí 2010 yfirgaf hann lið- ið í einum augljósustu félagaskiptum seinna tíma er hann tók við Real Ma- drid. Mourinho vann ítölsku deildina, bikarinn og Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með liðið en eftir brott- hvarf hans hefur lítið gengið hjá Inter. Þá helst að halda í þjálfarana en eft- ir að hann fór hafa nú fjórir þjálfarar stýrt liðinu á einu ári, þó Ranieri hafi auðvitað aðeins fyrst hitt leikmennina á fimmtudaginn. Allt í allt hafa fimm menn haldið um stjórnartaumana hjá Chelsea á 16 mánuðum. Fyrstur til að fara án sigurs Massimo Moratti, eigandi og forseti Inter, er afar óþolinmóður maður og ætlast alltaf til þess besta af liði sínu. Þess vegna borgaði hann Mourinho himinháar fjárhæðir fyrir að taka við liðinu og keypti allt sem Mourinho girntist. Það borgaði sig líka því liðið vann þrennuna á fyrsta ári. Þokkaleg- asta ró hefur þó verið á þjálfaramál- um Inter síðastliðna áratugi, allavega miðað við það sem gerist og gengur á Ítalíu. Fyrir tíð Mourinhos hafði Ro- berto Mancini stýrt liðinu til nokk- urra Ítalíumeistaratitla á sínum fjór- um árum við stjórn, á undan því var Luigi Simone með liðið í eitt ár, þar á undan Giampiero Marini í þrjú og á undan því sjálfur Giovanni Trappa- toni í fimm ár. Í heildina aðeins fjór- ir þjálfarar á tólf árum, sem þykir ekki slæmt á Ítalíu. Þolinmæðin var þó ekki mikil með Gasperini greyið sem fékk ekki nema fimm leiki með liðið. Hann byrjaði á því að tapa í leiknum um meistara meistaranna gegn AC Milan, tapaði svo deildarleik gegn Palermo, 4–3, þar á eftir kom óvænt tap gegn Trab- zonspor í Meistaradeildinni, 1–0, og því fylgdi steindautt og hrútleiðin- legt markalaust jafntefli gegn Roma í deildinni. Það var svo á þriðjudags- kvöldið að Moratti gafst upp þegar Inter tapaði fyrir nýliðum Novara á gervigrasvelli þeirra, 3–1. Novara er að spila í fyrsta skipti í efstu deild í 55 ár og er að sjálfsögðu lið sem Inter á ekki að keppa við. Það voru ekki bara úrslitin sem trufluðu Moratti. Inter var algjörlega bitlaust fram á við und- ir stjórn Gasperinis þrátt fyrir að hann væri búinn að bólstra sóknarlínuna með frábærum framherjum á borð við Mauro Zarate og Diego Forlan. Gasperini á nú met sem enginn vill eiga. Hann er fyrsti þjálfarinn í sögu Inter sem er rekinn án þess að ná að vinna einn einasta leik. Ranieri réttur maður Rafael Benitez, eins og Gasperini, virtist aldrei vera með þetta hjá Inter þrátt fyrir að hafa landað heimsmeist- aratitli félagsliða. Liðið spilaði leiðin- legan bolta og náði engum úrslitum. Þegar Benitez fór var Inter í harðri samkeppni um sæti í Meistaradeild- inni. Moratti, sem sér alfarið um að ráða og reka þjálfara, réð þá til starfa Brasilíumanninn Leonardo sem er goðsögn í lifanda lífi hjá stuðnings- mönnum AC Milan, erkifjenda Int- er. Hann lét það ekkert á sig fá enda kúltúrinn allt öðruvísi á Ítalíu. Þar er frekar litið á þjálfara sem farandverka- menn og skiptir minna máli hvaðan þeir koma. Undir stjórn Leonardos fór Inter-liðið á flug og þó svo það fengi nokkuð óvænt skell gegn Schalke í Meistaradeildinni munaði litlu að Leonardo stæli Ítalíu meistaratitlinum af AC Milan. Allt kom þó fyrir ekki og hélt Leonardo til starfa sem yfirmað- ur knattspyrnumála hjá hinu nýríka franska liði Paris Saint-Germain sem ætlar sér stóra hluti með peninga krónprinsins af Dúbaí. Það sem Moratti vildi núna, eft- ir brotthvarf Gasperinis, var reynsla. Hana sá hann í Claudio Ranieri en það var farið að orða hann við starfið kvöld- ið áður en Gasperini var rekinn. „Ég er ánægður með ráðninguna á Ranieri. Á þessari stundu þurfum við reynslu. Ég held að Ranieri muni kveikja í lið- inu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur mikil gæði sem þjálfari og mikla reynslu í alls kyns aðstæðum. Hann er án nokkurs vafa besti kosturinn sem hægt var að finna úr þessu. Mér þykir miður hvernig þetta fór hjá Gasperini. Það var leiðinlegt. Hann skildi þó að sjálfsögðu hvernig staðan væri. Hvort Ranieri lagi leik liðsins strax fyrir fyrsta leik veit ég ekki. Mér er eiginlega al- veg sama. Aðalatriðið er bara að vinna næsta leik gegn Bologna á laugardag- inn, hvað sem raular og tautar“ segir Massimo Moratti. 54 | Sport 23.–25. september 2011 Helgarblað Aseta styður við íshokkí íþróttina Gylfaflöt 5 I 112 Reykjavík I Sími 533 1600 I aseta@aseta.is Leikir í Egilshöll um helgina 24.09.11 kl. 16.30 Björninn - Jötnar mfl. kk. 24.09.11 eftir leik í mfl kk. Björninn - SA Ynjur mfl. kvk. Komið og fylgist með spennandi íþrótt Við elskum íshokkí! Aseta styður við Íshokkí-íþróttina Fimm þjálfarar á 16 mánuðum n Gasperini rekinn eftir fimm leiki n Ranieri ráðinn vegna reynslunnar n Ekkert gengur að halda í þjálfara eftir Mourinho Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Entist í fimm leiki Gasperini náði fimm leikjum áður en hann var rekinn frá Inter. Sá nýjasti Claudio Ranieri heldur nú um stjórnartaum- ana hjá Inter. 2008–2010 Jose Mourinho stýrði Inter til sigurs á Ítalíu og í Meistaradeildinni á tveimur tímabilum. Entist fyrri hlutann 2010–2011 Rafael Benitez tók við af Mourinho og lifði af fram yfir áramót en var svo rekinn. Tók seinni hlutann í ár Leonardo var ráð- inn þjálfari Inter eftir að Benitez var rekinn og var ekki langt frá því að vinna deildina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.