Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Side 62
62 | Fólk 23.–25. september 2011 Helgarblað
„Ég má lifa“
Tobba Marinósdóttir frum-
sýndi þáttinn sinn Tobbu á
miðvikudagskvöldið á Skjá
Einum. Mikil umræða hófst
um umfjöllunarefni þáttarins í
aðdraganda sýningar hans en
upprunalega ætlaði Ellý Ár-
manns að stýra þættinum með
Tobbu en dró sig í hlé vegna
umræðunnar sem skapast
hafði. Tobba var óhrædd við
að ganga ein til verks og var
greinilega ánægð með þátt-
inn að sýningu lokinni. Þá
setti hún færslu á Fésbókar-
síðu sína þar sem hún þakk-
aði fyrir allar kveðjurnar sem
henni höfðu borist og endaði
færsluna með orðunum: „Ég
má lifa.“
n Einn mesti aðdáandi R.E.M. vissi ekki að hljómsveitin væri hætt n Á safn gripa tengda
sveitinni n Hefur hitt goðin n Ætlaði að fá þá til landsins n Fyrst og fremst þakklátur
N
ei, í alvöru. Þetta
kemur mér alveg í
opna skjöldu,“ seg-
ir Eysteinn Húni
Hauksson einn harð-
asti aðdáandi hljómsveitar-
innar R.E.M. á Íslandi og þótt
víðar væri leitað, um þau tíð-
indi að hljómsveitin hafi lagt
upp laupana. Hljómsveitin til-
kynnti aðdáendum sínum í
fyrradag að hún væri hætt. Ey-
steinn kom algjörlega af fjöll-
um þegar blaðamaður sagði
honum fréttirnar. „Ég heyrði
tvö R.E.M. lög í útvarpinu í
morgun og var að spá hvort
eitthvert þema væri í gangi eða
eitthvað.“
Hann er þó ekki sorgmædd-
ur yfir þessum óvæntu tíð-
indum heldur fyrst og fremst
þakklátur. „Það fyrsta sem mér
dettur í hug er að í staðinn fyr-
ir að vera svekktur yfir þessu er
ég þakklátur fyrir það sem þeir
hafa fært heiminum í formi
listar sinnar,“ segir hann auð-
mjúkur og nokkuð brattur yfir
tíðindunum.
„Ef þeir hafa ekki ánægju
af þessu lengur þá er ég ekki
svekktur yfir því að þeir séu
að hætta. Þeir eru náttúru-
lega bara búnir að gera miklu
meira heldur en ég hefði verið
fyllilega sáttur við. Mér finnst
með ólíkindum hvað þeir hafa
getað skapað á þessum seinni
árum sínum. Þeir geta alltaf
verið að gefa út og skapa nýtt
þrátt fyrir að hafa verið svona
lengi saman og gert svo margt.“
Eysteinn hefur verið einn
harðasti aðdáandi hljómsveit-
arinnar í sautján ár. „Góður fé-
lagi minn, Sigurður Ágústsson
frá Geitaskarði, sýndi mér árið
1994 upptöku frá „unplugged“
tónleikunum þeirra 1991 og
hann á því mesta sök á þessu.
Síðan geri ég fyrirlestur í tíma
hjá Baldri Guðmundssyni í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
um hljómsveitina. Hann átti
að vera fimmtán mínútur að
lengd en varð svona 48 mín-
útur,“ segir hann og heldur svo
áfram. „Þegar ég fór að graf-
ast fyrir um hljómsveitina fyrir
verkefnið þá heillaðist ég gjör-
samlega.“
Eysteinn viðurkennir góð-
fúslega að væntanlega sé
hann mesti aðdáandi hljóm-
sveitarinnar á Íslandi. „Ég hef
svo sem engan samanburð en
það getur alveg passað,“ segir
hann.
Svo mikill aðdáandi er Ey-
steinn að hann á stórt safn af
gripum tileinkuðum bandinu.
„Ég á stórt safn af möppum
með viðtölum, blaðagreinum
og ýmsu öðru. Allt frá úrum og
upp í kaffikönnur. Ég á mikið
af „boot-leg“-upptökum bæði
á dvd og diskum og bækur og
svo auðvitað það sem aðdá-
endaklúbburinn hefur sent,
hann sendir alltaf jólagjöf,“
segir Eysteinn sem hefur verið
í klúbbnum í mörg ár. „Þetta
er ákveðin klikkun en ég veit
að það eru mörg óheilbrigðari
áhugmál en þetta og ég hugga
mig við það.“
Safnið er orðið það stórt að
hann var beðinn um að halda
sýningu á því fyrir skemmstu.
„Til að toppa þetta þá er systir
mín með kaffihús á Egilsstöð-
um og síðasta haust bað hún
mig að halda sýningu á þess-
um munum sem ég hef sankað
að mér. Ég sló til og hún vakti
mikla lukku og setti svo sann-
arlega sinn svip á kaffihús-
ið. Það vildi svo skemmtilega
til að það villtist inn par frá
Athens inn á kaffihúsið og eftir
að hafa litið þar í kringum sig
spurðu þau hvort að Michael
Stipe (söngvari hljómsveitar-
innar innsk. blm.) ætti þenn-
an bar.“
Eysteinn hefur séð hljóm-
sveitina á tónleikum nokkrum
sinnum. Í Boston 2004, í Hyde
Park 2005 og Kaupmannahöfn
2008. „Ég er búinn að sjá þá
þrisvar á tónleikum og það er
kannski mesta eftirsjáin í því
að fá ekki að upplifa þá ein-
stöku snilld aftur. Þá tilfinn-
ingu og upplifun sem það var
að fá að sjá tónleika með þeim.
Ég fagna því alveg sérstaklega
að hafa drifið mig fyrst þeir eru
hættir núna.“
Hann átti sér þann draum
að fá bandið til Íslands. „Þetta
kannski gerir út um minn
helsta draum varðandi þetta
band, að það kæmi til Íslands
en það varð sífellt fjarlæg-
ari draumur eftir hrun. Ég hef
hamrað á því við hvert tækifæri
ef svo má segja. Þegar ég hitti
þá alla og eins hafði ég sam-
band við menn sem ég vissi
að væru að halda tónleika og
skaut þessu að þeim. Það var
alltaf hugmyndin líka að fá
með einhverjum hætti að fá
einhvern þeirra til að koma á
Bræðsluna í Borgarfirði. Það
verður kannski af því núna,
þeir vilja kannski gera eitthvað
nýtt,“ segir hann vongóður.
En hvað er það sem heillaði
hann svo við bandið? „Fyrst og
fremst hitti þessi tónlist í mark.
Svo hefur mér alltaf fund-
ist þeir vilja standa fyrir góða
hluti í sínum málflutningi og
sínum textum. Það er ýmist
mikil samúð eða mikil gleði og
þeir eru að standa upp og vekja
athygli á ýmsu sem þeim finnst
óréttlátt til dæmis. Þeir sjálfir
eru svo ótrúlega jarðbundnir
og skemmtilegir persónuleikar
og ekki beint þessar venjulegu
poppstjörnur.“
Eysteinn er bjartsýnn þrátt
fyrir að bandið sé hætt störf-
um. „Ég hef átt margar góðar
stundir tengdar þessari hljóm-
sveit og þær deyja ekkert út þó
að þeir hætti.“
Vissi ekki að
R.E.M. væri hætt
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Viðtal
Með Michael Stipe Eysteinn er tvímælalaust einn mesti aðdáandi R.E.M. á Íslandi. Hann hefur hitt alla hljóm-
sveitarmeðlimina og hérna er hann með Michael Stipe, söngvara hljómsveitarinnar.
Safnið Eysteinn á gífurlegt safn
gripa sem eru tengdir hljómsveitinni.
Úr, boli, bækur, diska, plötur og allt
upp í kaffikönnur.
Sýning Haldin var sýning á safni
Eysteins á kaffihúsi systur hans
á Egilsstöðum. Hér má sjá hluta
herlegheitanna.
Icequeen-búð
á Íslandi?
Glamúrfyrirsætan og sjálf-
krýnda ísdrottningin Ásdís
Rán sagði frá því í viðtali við
Fréttablaðið að hún ætlaði
jafnvel að opna Icequeen-búð
á Íslandi. Hún hefur verið að
hanna föt, undirföt og auka-
hluti undir þessu nafni og er
að opnar búðir í Búlgaríu sem
koma til með að selja vörur
úr Icequeen-vörumerkinu.
Ásdís segir í viðtalinu að það
gæti jafnvel gerst að hún opni
slíka búð hér á landi en vörur
hennar hafa hingað til verið
seldar í Hagkaupum.
Á lausu
Skemmtanastjórinn og frasa-
meistarinn Jón Gunnar Geir-
dal er á lausu samkvæmt
Facebook-síðu sinni. Hann
var skráður í samband á síð-
unni þar til fyrir helgi en nú
virðist hann vera maður ein-
samall. Hann er eflaust mikill
fengur fyrir dömur bæjarins
enda einstaklega orðheppinn
og maðurinn á bak við marga
frasa Ólafs Ragnars í vakta-
seríunum sem flestir ættu að
kannast við.
Forréttindi að vinna með syninum
n Herbert Guðmundsson og Svanur sonur hans senda frá sér nýtt lag
Þ
etta er fjórði „sing-
úllinn“ af nýju plöt-
unni okkar sem er að
koma út og lagið heit-
ir I wanna know why,“ segir
hinn eini sanni Herbert Guð-
mundsson um nýja lagið sem
hann og sonur hans, Svanur,
voru að senda frá sér. „Þetta
eru tólf ný lög með mér og
stráknum. Platan inniheld-
ur meðal annars lögin Time
og Vestfjarðaóðinn sem hafa
verið að fá góðar viðtökur og
verið mikið spiluð,“ segir Her-
bert. Hann er mjög ánægður
með samstarfið við son sinn,
sem er 21 árs, og hrósar hon-
um í hástert. „Þetta eru bara
forréttindi að fá að vinna
með barninu sínu og alveg
æðislega gaman að við skul-
um ná svona vel saman. Hann
er alveg frábær tónlistarmað-
ur,“ segir söngvarinn glaður í
bragði um son sinn sem leikur
á hljómborð.
Platan kemur út um mán-
aðamótin að sögn Herberts og
skartar einvalaliði íslenskra
tónlistarmanna. „Gulli Briem
er að tromma með okkur og
svo sjá Magnús og Jóhann um
bakraddir og Stefán Magn-
ússon, sonur Magnúsar Ei-
ríkssonar, spilar á gítar,“ seg-
ir hann og á við söngvarana
Jóhann Helgason og Magn-
ús Þór Sigmundsson, en þeir
hafa unnið mikið með Her-
berti. „Þeir hafa sungið bak-
raddir inn á fjölda laga hjá
mér. Meðal annars í Can’t
walk away.“
Platan væntanlega, sem
ber nafnið Tree of Life, er
þrettánda plata Herberts. „Ég
á svo ótrúlega mikið af lögum.
Það eru ekki bara Can´t walk
away og Hollywood,“ segir
söngvarinn og hlær en hann
er þekktastur fyrir þá smelli.
DV sagði frá því á dögunum
að unnið væri að kvikmynd
um líf Herberts og hann seg-
ist vera afar spenntur að sjá
útkomuna. „Þeir eru búnir að
fylgja mér um allt og spjalla
við fólk sem hefur unnið með
mér. Ég hef unnið með gíf-
urlegum fjölda fólks og það
verður gaman að sjá útkom-
una.“ viktoria@dv.is
Feðgar Feðgarnir Herbert og Svanur kalla sig Herbertsson og senda nú frá
sér lagið I wanna know why.
„Ég er búinn
að sjá þá
þrisvar á tónleikum