Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Qupperneq 15
Neytendur | 11Mánudagur 31. október 2011
F
yrr á þessu ári birti DV um-
fjöllun um danskan mat-
arpíramída en árlega gefa
dönsku neytendasamtök-
in FDB út píramídann sem
segir til um hversu mikið af hvaða
fæðutegundum æskilegt er að
borða. Nú hefur sama stofnun gefið
út leiðbeiningar um hvernig hægt sé
að fara eftir ráðleggingunum sem
fram koma í píramídanum en með
þeim fylgir tveggja vikna matseðill.
Hér eru birtar leiðbeiningar til
að fylgja píramídanum en með því
munt þú borða hollari og fjölbreytt-
ari matvæli. Mikilvægt er að borða
mismunandi matvæli og með því
að skoða matseðlana geta lesendur
fengið tilfinningu fyrir hversu mikið
af grænmeti, til dæmis, við ættum
að borða yfir daginn. Á madpyrami-
den.dk er einnig hægt að sjá orku-,
prótein- og fituinnihald í hverjum
rétti.
n Dönsku neytendasamtökin gefa árlega út matarpíramída n Mataræðið verður hollt og
næringarríkt ef farið er eftir píramídanum n Mikilvægt að mataræðið sé fjölbreytt og hollt
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Borðaðu rétt
n Píramídinn virkar á þann hátt
að við eigum að borða sem mest
af því sem er á botninum en
minnst af toppnum. Í fréttatil-
kynningu frá samtökunum segir
Joan Preisler, heilsuráðgjafi hjá
FDB, að með því að styðjast við
píramídann getum við á einfaldan
hátt áttað okkur á því hvað við
eigum að leggja áherslu á til að
fá sem hollast og fjölbreyttast
mataræði. Eins er hægt að nota
hann þegar við kaupum í matinn
en samkvæmt honum ættum við
að kaupa sem mest af grænmeti
og minna af kjöti. Því það sé í
búðinni sem við tökum fyrsta
skrefið í átt að hollara mataræði.
Matarpíramídinn
Dagur 1
Morgunmatur
Súrmjólk með múslí og
ferskum ávöxtum
n AB-mjólk eða hrein jógúrt er
tilva-lið í morgunmat til að fá
aukakalk en það er nauðsynlegt
fyrir bein og tennur. Stráið múslí
yfir og ferskum ávöxtum til að fá góða og holla byrjun
á deginum.
Milli mála
Grænmeti með
hnetusmjörsídýfu
n Hnetusmjör er ljúffeng ídýfa
með grænmeti. Hnetur innihalda
góðu og hollu fituna. Rótargræn-
meti eins og gulrætur eða steinselja er hollur kostur.
Hádegismatur
Pastasalat með blaðlauk
n Borðaðu eftir árstíðum og það
sem fæst hverju sinni. Blaðlaukur
og grænkál eru dæmi um græn-
meti sem fæst á veturna. Mundu
að velja alltaf heilhveitivörur
þegar þú kaupir pasta.
Milli mála
Gróft rúgbrauð með
avókadó og skinku
n Fáðu þér samloku úr grófu rúg-
brauði með örlitlu af mögru kjöti.
Lárpera eða avokadó mýkir þetta
upp og inniheldur góða fitu.
Kvöldmatur
Blómkálssalat með bulgur
og steiktum laxi
n Veldu gróft grænmeti svo
sem blómkál og kryddaðu með
ferskum kryddjurtum. Lax er
feitur fiskur sem gefur okkur góða fitu og D-vítamín.
Kvöldsnarl
Þurrkaðir ávextir og hesli-
hnetur
n Fáðu þér þurrkaða ávexti og
hnetur þegar nartþörfin lætur
á sér kræla á kvöldin. Þetta er
kostur á móti nammi eða snakki.
Dagur 2
Morgunmatur
Grófkornabrauð með osti
og marmelaði
n Veldu grófkornabrauð því það
er fullt af vítamínum, steinefnum
og trefjum. Trefjarnar gera það að
verkum að við erum södd lengur.
Milli mála
Grænmeti með
kryddjurtaídýfu
n Gróft grænmeti með krydd-
jurtaídýfu smakkast vel og er
góð leið til að slá á hungur-
tilfinninguna fram að hádegismatnum. Veljið gróft
grænmeti og á veturna er tilvalið að nota steinselju
og gulrætur.
Hádegismatur
Túnfiskur með
jógúrtdressingu
n Það er mikilvægt að borða fisk
nokkrum sinnum í viku og fínt
að hafa einnig fisk í hádeginu.
Blandið bulgur saman við heimalagað túnfisksalatið
og borðið gróft rúgbrauð með. Hér er um að ræða
holla og mettandi máltíð.
Milli mála
Haframjöl með mjólk og
ávöxtum
n Haframjöl með mjólk er
auðveld, holl og mettandi máltíð.
Kvöldmatur
Hvítkálssalat með
heilhveitinúðlum
og kótelettum
n Eldaðu kótelettur á nýstár-
legan hátt með hvítkálssalati og
núðlum. Mundu eftir að kaupa
heilhveitinúðlur.
Kvöldsnarl
Ávextir með vanilluídýfu
n Sætir og vel þroskaðir ávextir
með vanilluídýfu er prýðissvar
við sælgæti og kökum. Dreifið
ristuðum heslihnetum yfir.
Dagur 3
Morgunmatur
Hafragrautur með þurrk-
uðum og ferskum ávöxtum
n Það er gott að byrja daginn
á mettandi hafragraut með
ávöxtum og fitusnauðri mjólk.
Milli mála
Gulrætur, epli og agúrka
n Dálítið af grænmeti og ávöxtum
á morgnana slær á hungurtilfinn-
inguna. Að auki eru matvælin holl
og stútfull af vítamínum og stein-
efnum. Veldu grænmeti og ávexti eftir árstíðum.
Hádegismatur
Hrásalat með
eplum og gulrótum
n Gróft hrásalat er frískandi og
mettandi hádegismatur. Notaðu
til dæmis epli, gulrætur, vínber,
rúsínur, kókos, rúsínur og lime.
Blandaðu kotasælu og ristuðum heslihnetum við
salatið og borðaðu gróft rúgbrauð með.
Milli mála
Rúgbrauðssamloka með
túnfisksalati
n Notaðu gróft rúgbrauð í sam-
lokuna en það er gott fyrir tennur
og maga að fá smá aukavinnu.
Það gefur einnig mettandi tilfinningu. Muna skal eftir
því að borða fisk nokkrum sinnum í viku.
Kvöldmatur
Áleggskvöld
n Settu rúgbrauð, álegg og
afganga á borðið og láttu
fjölskyldumeðlimi smyrja sitt
eigið brauð. Gott er að hafa einnig
álegg eins og avókadó og kartöflur.
Kvöldsnarl
Ávaxtasalat með ristuðum
möndlum
n Ferskt ávaxtasalat með rist-
uðum möndlum á kvöldin. Veljið
ávexti eftir árstíðum.
Dagur 4
Morgunmatur
Hrein jógúrt eða AB-mjólk
n Gott fyrir tennur og bein og
ristaðir rúgbrauðsmolar eru góður
trefjagjafi. Blandaðu mangó út í til
að fá náttúrulegan sykur með.
Milli mála
Hrásalat
n Dreifðu heslihnetum yfir salatið.
Hnetur eru hollar þar sem þær
innihalda holla fitu, vítamín og
steinefni.
Hádegismatur
Rúgbrauð með reyktum laxi
n Laxinn er feitur og inniheldur
hollu og góðu fituna. Hann er
einnig góð uppspretta D-vítamíns
sem er nauðsynlegt fyrir bein og
vöðva. Rúsínur og heslihnetur eru hollt og gott með-
læti.
Milli mála
Múslíbollur með grænmeti
n Notaðu það grænmeti sem þig
langar í eða er til í ísskápnum.
Slökktu svo þorstann með fitu-
skertri mjólk.
Kvöldmatur
Hvítkálssalat og
wok-kjúklingur
n Búðu til hvítlaukssalat og borð-
aðu wok-eldaðan kjúkling með.
Ef þú borðar mest af botninum og
minnst af toppnum á píramídanum
ertu að fá hollan og góðan kvöldmat.
Kvöldsnarl
Gróf bolla með epli og kanil
n Settu epli og kanil á grófu
bolluna en þá verður hún sæt og
góð á bragðið. Prófaðu þig áfram
með aðra ávexti, grænmeti, hnetur,
krydd og jafnvel örlítið súkkulaði.