Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Page 16
16 31. október 2011 Mánudagur Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV ÁSkiLuR SéR RéTT TiL AÐ BiRTA AÐSenT eFni BLAÐSinS Á STAFRænu FoRmi oG í GAGnABönkum Án enDuRGJALDS. öLL ViÐTöL BLAÐSinS eRu HLJÓÐRiTuÐ. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR Sandkorn F yrir fáum árum var opinber umræða nánast einkamál þröngs hóps valdamanna í samfélaginu. Flokksblöð voru niðurgreidd til að mata al- menning og flokksgæðingar voru settir yfir Ríkisútvarpið. Aðkoma al- mennings að opinberri umræðu gat átt sér stað með því að senda bréf í dagblöðin eða hringja í þjóðarsálina á Rás 2. Svo kom byltingin. Opinber um- ræða hefur aldrei verið jafnlífleg á Íslandi og nú. Ekki vegna þess að al- þingismenn séu orðnir málefnalegri, heldur vegna aðkomu fleiri aðila í umræðuna. Sífellt fleiri taka þátt í umræðunni og leggja sitt af mörkum. Hulunni er svipt af hverju tabúinu á fætur öðru. Einelti er ekki lengur einkamál þess sem verður fyrir því, heldur er það sameiginleg ábyrgð að takast á við það. Umræðan um tilfelli eineltis vekur upp vitund fólks fyrir vandamálinu, í stað þess að þögnin um einelti viðhaldi skömm þess sem fyrir því verður. Umræðan um kyn- ferðisbrot hefur einnig haft í för með sér vitundarvakningu. Niðurstaðan af opinni umræðu var að kynferðis- brotin sem slík voru ekki vandamálið í heild sinni, heldur væru viðbrögðin og viðbragðaleysið við þeim inngróin í vandann. Þegar umræðan fór af stað varð ljóst að innbyggður hluti vand- ans voru þeir sem þögguðu niður kynferðisbrotin og stóðu með gerend- um gegn fórnarlömbunum, eins og fjölmörg dæmi eru um, bæði í sam- félögum og í stofnunum eins og kirkj- unni. Um leið og talað er opinberlega um tilfelli vandans, um leið og fólk veit af þjáningu annarra, er líklegra að það beiti sér til góðs í orði eða á borði. Raunverulegar byltingar læðast framhjá okkur. Þetta er ein af þeim. Nú geta allir átt innkomu í opinbera umræðu, til dæmis með því að blogga eða bæta sínum ummælum undir fréttir, eins og á vef DV. Það mikilvæga er að lögmálin fyrir dreifingu sjón- armiða hafa breyst. Dreifingin er nú drifin áfram af almannavaldi en ekki gamla valdinu. Opinber umræða velt- ur ekki lengur alfarið á því að starfs- maður fjölmiðils eða fulltrúi peninga- eða stjórnmálavaldsins kjósi að beina þeim til fólksins. Samfara upplýsingabyltingunni er félagsleg bylting. Í umræðu á Fa- cebook og fréttavefjum sem leyfa ummæli er annarlegum og meið- andi sjónarmiðumgjarnan svarað út frá hagsmunum heildarinnar. Ras- ismi, kynjahatur og einelti, sem þrífst kannski á kaffistofum og inni á heim- ilum, verður á endanum undir þegar fjöldinn á aðkomu að umræðunni. Á samfélagsvefjum er stöðugt félags- legt taumhald, sem áður einangrað- ist við að fólk ætti í beinum samskipt- um á sama stað og á sömu stund. Með þessu eykst samvitund fólks, það þarf oftar að setja sig í fótspor annarra og kemst síður upp með að þróa með sér skaðleg viðhorf, því þau eru frem- ur hrakin í opinberri umræðu en í af- mörkuðum hópum. Fjölmargir aðr- ir sem verða vitni að því að rakaleysi eða hatursræða er hrakin til baka verða einnig fyrir áhrifum. Dæmi um að umræða um til- felli skaðlegrar hegðunar hafi áhrif er frétt af níu ára dreng í Árbænum, sem hafði orðið fyrir slíku einelti og ofbeldi að hann bað móður sína um að fá að „sofna að eilífu“. Fyrir örfá- um árum hefði slíkt ekki verið til um- ræðu. Það hefði þótt vera einkamál þeirra, og í mesta lagi mál sem skól- inn ætti að taka á innanhúss í góðu skjóli. Hátt í 300 ummæli voru skrif- uð við frétt um málið þegar hún birt- ist á vef DV. Ekkert einelti var gagn- vart barninu í ummælunum. Þvert á móti kom stuðningur úr öllum áttum. Þetta er skólabókardæmi um mis- munandi hegðun og viðhorf eftir því hvort fjöldinn hafi aðkomu eða ekki. Annars vegar er það hegðun sem þrífst í þögninni og einangruninni í lokuðum hópum, til dæmis á skóla- lóð, og hins vegar viðhorfin sem verða ofan á í opinni umræðu með aðkomu almennings. Á endanum snýst afstaða fólks til lýðræðis og opinberrar umræðu um viðhorf til manneskjunnar almennt. Öfgarnar birtast í tveimur mynd- um. Annars vegar í þeim sem trú- ir á manneskjuna og treystir því að lýðræðisleg umræða leiði á endan- um til heilbrigðrar og skynsamlegr- ar niðurstöðu frekar en fáræði. Hins vegar í þeim sem fyrirlítur lýðinn og trúir því að niðurstaðan af umræðu sem drifin er áfram af fjöldanum muni einkennast af óskynsemi og ofstæki. Karl Sigurbjörnsson biskup not- aði tækifærið í hátíðarmessu sem hann hélt yfir afmælisgestum Hall- grímskirkju á sunnudag til að lýsa skoðun sinni á íslenskri umræðu. „Einatt hafa sleggjudómarnir og upphrópanirnar tekið yfir, það er gömul saga og ný. Ærumeiðingar og mannorðsmorð eru daglegt brauð í opinberri orðræðu á Íslandi. Í orð- ræðu fjölmiðla og bloggheima. Og þetta er alvarlegt samfélagsmein og ógnun við grundvöll heilbrigðs þjóðfélags.“ Gagnárás gamla valdsins gegn al- mannavaldinu er hafin. Logi fúll n Einhver frumlegasta ráðn- ing síðari tíma er sú að fá Loga Bergmann til að sitja í Bítinu á Bylgj- unni í fjar- veru Heimis Karlssonar. Logi sat við hlið Kolbrúnar Björnsdóttur í síðustu viku. Á föstudag mætti til þeirra geimverusérfræðingurinn Magnús Skarphéðinsson, bróð- ur Össurar utanríkisráðherra. Magnúsi urðu á þau stóru mistök að ávarpa Loga sem Boga. Svo var að heyra að út- varpsmaðurinn snarmóðgað- ist og hafði hann uppi nokkur orð um þetta og spurði í lokin hvort Magnús vildi kannski vera kallaður Össur. Skíthræddur Pálmi n Útrásarvíkingurinn Pálmi Haraldsson fer mikinn þessa dagana eftir að hafa rekið Matthías Imsland úr starfi forstjóra Ice- land Express. Þegar Matth- ías hætti var send út lof- gjörð um störf hans og honum þakk- að með nokkurri skrúðmælgi. þegar spurðist út að forstjór- inn brottrekni væri að stofna nýtt flugfélag með Skúla Mo- gensen kvað við annan tón. Pálmi og félagar njósnuðu um farsímanotkun Matth- íasar og hann var sakaður um bókhaldsbrellur. Hermt er að Pálmi sé farinn á taugum vegna yfirvofandi samkeppni við Iceland Express sem glím- ir við þá erfiðleika að halda illa áætlunum. Sölvi skúbbar n Sölvi Tryggvason sjónvarps- maður færist stöðugt í aukana í hálfkveðnum skúbbum sínum þar sem hann upplýsir um mikla vitneskju sína en getur ekki sagt frá henni. Hann segir gjarnan sögur af nafn- lausum ein- staklingum sem gera hitt og annað athyglisvert. Með því nýjasta hjá honum er að upp- lýsa að eiginmaður þingkonu sé tíður gestur á nektarstaðn- um Goldfinger. Ekki er nafn- greint frekar en fyrri daginn en undir grun liggja um 20 eiginmenn þingkvenna. Félagi Bjögganna n Margir bíða nú í ofvæni eftir sögu Ingimars Ingimars- sonar sem á sínum tíma var viðskiptafélagi Björgólfs Guð- mundsson- ar og sonar hans, Björg- ólfs Thors, í Rússlandi. Miklar sögur hafa verið í gangi um við- skiptahætti feðganna á slóð- um rússnesku mafíunnar. Nú er þess beðið hvort Þorfinnur Ómarsson hafi náð að draga allan sannleikann um bjór- ævintýrið fram í dagsljósið. Öll börn eru velkomin Það bullast bara upp úr manni alls konar vitleysa Hilmir Snær Guðnason um hjónabandið. – DV Ragnhildur Magnúsdóttir er í mastersnámi Los Angeles. – DV Biskupinn svarar byltingunni„Raun- verulegar byltingar læðast framhjá okkur Þ að hefur verið haft eftir þér að eitt helsta vandamál íslensks samfé- lags sé hversu leiðinlegir íslenskir grunnskólar eru...,“ sagði stjórn- andi Morgunútvarps Rásar 2 í viðtali í sumarlok við borgarstjóra Reykjavík- ur, sem hefur róttækar hugmyndir um breytingar á íslenska skólakerfinu. Í viðtalinu kom fram að Jón Gnarr vill gera skólakerfið „... algjörlega frjálst með svipuðu sniði og það er alls staðar eða víða í Bandaríkjunum“ og „leggja niður skólaskyldu.“ Bandaríska skóla- kerfið er reyndar alls ekki „algjörlega frjálst.“ Skólaskylda, sem í Bandaríkjun- um var fyrst lögleidd árið 1852 í Massa- chusetts, hafði árið 1918 verið lögfest í öllum ríkjum Bandaríkjanna nema Alaska (1929). Skólaskylda á Íslandi var lögleidd með fræðslulögum árið 1907. Skólaskylda „rétt[ur] barna til náms,“ segir prófessor Jón Torfi Jónasson, for- seti menntavísindasviðs HÍ. „Skóla- skylda snýst ekki um „kröfur til barna“ heldur um skyldur gagnvart börnum.“ Ekki aðalvandamálið Vandamál íslensks samfélags og skóla- kerfis eru mörg en leiðinlegheit grunn- skólanna eru hvergi nærri topp-tíu listanum. Mun alvarlegra vandamál er skortur á gagnrýnni og rökvísri hugs- un. Reyndar er ofuráhersla á kröfur um skemmtilegheit og jákvæðni orðin ákveðið vandamál á Íslandi. Að álíta að forðast beri allt sem er „leiðinlegt“ eða neikvætt leiðir til raunveruleikaflótta sem oftast hefur í för með sér leiðin- legar og neikvæðar afleiðingar eins og Íslendingar vita af leiðinlegri og nei- kvæðri reynslu. Annað alvarlegt vandamál eru hin skammarlegu lágu laun kennara frá dagvistarstigi og upp. Athyglisvert er að á þetta er ekki minnst í menntamála- umfjöllun skýrslu forsætisráðuneytisins Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag, en þar segir m.a. „... menntun kennara er mikilvæg, sérstaklega þver- fagleg menntun og skilningur á fjöl- þættari fræðasviðum en þeir hafa nú.“ Kennarar þyrftu sem sagt að mennta sig meira, en hvers vegna að leggja á sig áralanga, erfiða og oft dýra menntun til undirbúnings fyrir starfsgrein sem ekki veitir mannsæmandi laun? Hvað þá enn meiri menntun „en þeir hafa nú.“ Það ætti að vera deginum ljósara að smánarlaun kennarastéttarinnar standa metnaðarfullu skólakerfi fyrir þrifum. Raunverulegt verðmætamat Bætt launakjör kennara, og annarra umönnunarstarfsstétta, ættu að vera mikilvægt stefnumál í sóknaráætlun rík- isstjórnarinnar. Ísland hefur ávallt þóst vera barn- og fjölskylduvænt þjóðfélag en við eigum erfitt með að láta aurana fylgja orðum okkar. Háleitar yfirlýsingar Þjóðfundanna um dýrmætustu gildi og markmið þjóðarinnar hljómuðu vel, en upplýsingar tekjublaða liðinna ára segja meira en nokkur orð um hið raunveru- lega verðmætamat þjóðarinnar. Borgarstjórinn álítur niðurlagningu skólaskyldu skapa grundvöll fyrir skóla „sem leggja megináherslu á skapandi greinar“ þar sem „raungreinar, skrift, og lestur ... kannski bara mæta afgangi.“ Enginn vafi er á að gefa þarf nemendum aukið rúm fyrir sköpunargleði og list- ræna hæfileika og 2020-skýrslan segir mikilvægt „að jafnvægi og tengsl séu á milli skapandi greina og stærðfræði og raungreina“ og að leggja þurfi áherslu á markvissa þjálfun „listrænnar og hag- nýtrar sköpunar“ á öllum skólastigum. Að láta raungreinar og lestur „mæta afgangi“ er hrollvekjandi tilhugsun. Góður lestrarskilningur er grundvallar- skilyrði í almennri og virkri þjóðfélags- þátttöku og ef eitthvað er þarf að bæta kennslu í raungreinum, en Íslendingar virðast almennt illa að sér hvað varðar vísindalega og gagnrýna hugsun eins og best sést á okkar ógöngum, sem og þeim mýmörgu snákaolíudellum sem heltaka þjóðina eins og svæsnir flensuf- araldrar. Á þetta er drepið í skýrslunni: leggja þarf „áherslu á ... upplýsinga- læsi, sjálfstæði, frumkvæði, gagnrýna hugsun, samfélagslega ábyrgð [og] þátt- töku...og síðast en ekki síst siðfræði.“ Menntun höfuðskylda ríkisins Breytinga er þörf, en afnám skólaskyldu er að fleygja barninu með baðvatninu. Menntun þegnanna „svo þeir megi verða hæfir þjóðfélagsþegnar“ hlýtur að vera „höfuðskylda ríkisins ... jafnvel sú eina ásamt því að halda uppi lögum og reglu“, segir prófessor Páll Skúlason í klassísku erindi sínu frá 1987, Mennt- un og stjórnmál, sem er öllum hollur lestur og bráðnauðsynlegur þeim sem láta sig menntamál varða. „Rökvæðing þjóðfélagsins veltur á því að allur þorri manna sé skólagenginn og skilji gildi menntunar,“ segir Páll og „það ræðst fyrst og síðast af menntun þegnanna hvers konar lögum og reglu ríkinu tekst að halda uppi.“ Velferð þjóðarinnar er því undir því komin hvernig okkur tekst til við menntun okkar og afkomenda okkar. Síðasta kerfisbundna frjálsræðistilraun okkar skilaði sér í mestu aukningu þjóð- félagsójafnaðar sem átt hefur sér stað í hinum vestræna heimi, samkvæmt OECD Gini-ójafnaðarstuðlinum, sem fyrir Ísland hækkaði um 104% milli ár- anna 1993 og 2007. Niðjar okkar munu um ókomna áratugi súpa seyðið af þessari „frelsis“-tilraun okkar og engin rök mæla með því að frelsisvæðing skólakerfisins myndi heppnast betur. Það væri að setja vagninn fyrir framan hestinn að ráðast í breytingar á skólakerfinu án þess að svara þessum grundvallarspurningum sem Páll Skúla- son setti fram fyrir aldarfjórðungi: Hefur íslenska menntakerfið menntastefnu og markmið? Ef svo er, hver eru þau – og ef ekki, hver ættu þau að vera? Menntun og stjórnmál er á vefsíðu Páls Skúlasonar: vefir.hi.is/pall/ Það er leiðinlegt að læra... „ Ísland hef- ur ávallt þóst vera barn- og fjölskylduvænt þjóðfélag Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Kjallari Íris Erlingsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.