Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 31. október 2011 Mánudagur S ebastian Vettel hélt áfram drottnun sinni í Formúlu 1 á sunnudagsmorgun þegar hann kom fyrstur í mark á Indlandi en þetta var í fyrsta skipti sem keppt er þar í landi. Helgin var fullkomin hjá Vettel sem var á ráspól einu sinni sem oftar, leiddi keppn- ina frá fyrsta hring til þess síð- asta og kom fyrstur í mark í ell- efta skipti á tímabilinu. Hann er fyrir löngu búinn að tryggja sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð en gefur hvergi eftir og eiga keppinautar hans ekki mögu- leika í hann og Red Bull-bílinn þegar sú blanda er upp á sitt besta. Jenson Button á McLaren varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji. Þeir, ásamt Mark Webber á Red Bull og Lewis Hamilton á McLaren, berjast í síðustu tveimur keppn- unum um annað og þriðja sæt- ið í stigamótinu. Silfrið hjá But- ton á Indlandi kemur honum í góða stöðu um annað sætið en Red Bull vill ólmt koma Webber í það minnsta á pall og fá því verðlaunapening á báða öku- menn sína. Liðið er nú þegar orðið heimsmeistari bílasmiða, annað árið í röð. Síðan síðast var keppt í Formúlu 1 hafa tveir aksturs- íþróttakappar látið lífið. Breski Indy-kappakstursmaðurinn Dan Wheldon lést í Las Vegas fyrir tveimur vikum og á sunnu- daginn fyrir viku lést ítalski vél- hjólakappinn Marco Simon- celli í Malasíu. Keppt var þeim til heiðurs í Formúlunni á Ind- landi og heimsmeistarinn Se- bastian Vettel minntist þeirra á blaðamannafundinum eftir keppni. „Þessum sigri fylgja blendn- ar tilfinningar. Auðvitað er gaman að vinna en hugur okk- ar allra er með félögum okkar sem létu lífið. Vissulega tökum við allir áhættu í hverri keppni sem við tökum þátt í en þessi slys eru óþægileg áminning um hvað getur gerst. Við hugsum hlýtt til þeirra,“ sagði Sebastian Vettel. Tileinkaði látnum félögum sigurinn n Vettel með fullkomna helgi á nýju brautinni á Indlandi Einokun Vettel er búinn að drottna yfir Formúlunni í ár. Mynd REutERs Rory fékk vel borgað Norður-Írinn Rory McIlroy landaði sigri á Shanghæ-meist- aramótinu í golfi um helgina eftir umspil gegn Banda- ríkjamanninum Michael Kim. Fyrstu verðlaun í Shanghæ eru þau mestu sem gefast í íþrótt- inni en fyrir fyrsta sætið fékk Norður-Írinn ungi 1,25 millj- ónir punda eða sem nemur 227 milljónum króna. Suður-Kór- eumaðurinn Noh Seung-yu og Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan urðu jafnir í þriðja sæti. Fimm höggum á eftir þeim var Lee Westwood sem fór holu í höggi á tólftu holu á lokadeg- inum. Vill deyja í kappakstri Í kjölfar dauðaslysa aksturs- íþróttakappanna Marco Sim- oncelli og Dans Wheldon und- anfarnar tvær vikur var mikið rætt við F1-kappana um slys og dauðsföll um helgina á Ind- landi þar sem þriðja síðasta keppni tímabilsins fór fram. Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, Lewis Hamilton, sagði þar að ef það væri komið að honum að deyja myndi hann vilja að það gerðist í kappakstursbíl. „Ég gæti ekki ímyndað mér betri leið til að fara. Ég hef alltaf sagt ef ég þyrfti að deyja myndi ég vilja láta lífið í kappakstursbíl. Þetta er bara það sem ég elska,“ seg- ir Hamilton. Ekki alvar- leg meiðsli Miðjumaðurinn ungi Tom Cleverley hjá Manchester Uni- ted þurfti að fara af velli um helgina vegna meiðsla þegar Englandsmeistararnir lögðu Everton á útivelli, 1–0. Stað- fest hefur verið að hann hafi fundið fyrir smáeymslum í ökkla en alvarleiki meiðslanna sé ekki mikill. Ferguson tjáði þó blaðamönnum eftir leikinn gegn Everton að varnarmað- urinn ungi Chris Smalling yrði frá næsta mánuðinn sem og vængmaðurinn Ashley Young sem hefur byrjað tímabilið vel með meisturunum. A rsenal var boðið vel- komið aftur til leiks í ensku úrvalsdeild- inni um helgina þeg- ar liðið minnti á sig með frábærum sigri á Chel- sea, 5–3, á einum erfiðasta útivelli deildarinnar, Stam- ford Bridge. Eftir að hafa tví- vegis lent undir í leiknum og fengið á sig jöfnunarmark á 80. mínútu sýndu skytturn- ar mikla seiglu, vilja og ekki síst gæði í að knýja fram sigur á lokamínútum með tveim- ur mörkum. Og hver skoraði mörkin tvö sem innsigluðu sigurinn og eitt til viðbótar til að fullkomna þrennuna? Að sjálfsögðu hollenski fram- herjinn Robin van Persie, nýi dýrlingurinn í Norður-Lund- únum. Meiðist of mikið Þriðja mark Persie á laugar- daginn var hans 28. í 27 leikj- um með Arsenal. Hann er búinn að fara á kostum í úr- valsdeildinni í ár og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Það eru ein- faldlega ekki margir betri en Hollendingurinn þegar hann er heill. En það getur reynst honum erfitt. Á síðasta tíma- bili fór Persie einnig á kostum og skoraði 18 mörk í 25 leikj- um fyrir Arsenal sem þótti lík- legt lengi vel til að landa doll- unni í fyrsta skipti síðan árið 2004. Liðið þurfti þó á honum að halda í fleiri en tuttugu og fimm leikjum en Persie átti við erfið meiðsli að stríða og gat ekki verið meira með. Þetta hefur verið saga Per- sie hjá Arsenal en á hans átta tímabilum með liðinu hefur hann aldrei náð 30 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Und- an farin fjögur tímabil þar sem hann hefur gegnt algjöru lykil hlutverki í liði Arsenal eftir brotthvarf margra góðra leikmanna hefur hann aðeins spilað 25 leiki í fyrra, þar af 6 sem varamaður, 16 leiki tíma- bilið 2009/2010, 28 leiki tíma- bilið á undan því og ekki nema fimmtán leiki 2007/2008. Ætli Arsenal sér einhverja hluti í ár verður Persie að fara nærri þessu 30 leikja marki því enn frekari meiðsli hjá honum yrðu meira en áfall fyrir Arse- nal. Það yrði hrein og klár martröð. Má ekki gera lítið úr ástríðunni Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var brattur eftir leikinn. „Þetta var frábær sig- ur. Við sýndum allt sem gott lið getur sýnt. Mikinn anda í að koma til baka eftir að hafa lent undir og auðvitað klassaspila- mennsku,“ sagði Frakkinn í við- tali við BBC eftir leik. „Við gáf- um Chelsea of mikið pláss í fyrri hálfleik en í þeim síðari lokuð- um við svæðum betur og svo skoruðum við auðvitað fimm mörk.“ Hann fór fögrum orðum um fyrirliðann Persie enda ekki annað hægt. „Hann er að byrja þetta tímabil frábærlega. Hann er náttúrulega bara ótrú- lega hæfileikaríkur leikmaður en það hjálpar honum að þeg- ar við vinnum boltann þá vilj- um við sækja. Það skiptir hann máli,“ sagði Wenger. Eftir tvo sigurleiki er hljóð- ið í stuðningsmönnum Arse- nal allt annað, en fyrr á tíma- bilinu var farið að kalla eftir því að Frakkinn segði af sér. „Þetta er bara hluti af ástríðunni og þó ég sé ekki alltaf sammála því sem er sagt má ekki gera lítið úr ástríðu stuðnings- mannanna. Fótboltinn er samt nægilega erfiður fyrir og því er um að gera fyrir alla að standa saman. Við einbeitum okk- ur að liðinu en allt í kringum það síðustu vikur hefur verið mjög jákvætt. Því þurfum við að halda áfram,“ sagði Arsene Wenger. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti n Arsenal skráði sig til leiks með frábærum 5–3 sigri gegn Chelsea n Robin vann Persie með þrennu n 28 mörk í 27 deildarleikjum hjá fyrirliðanum Leiðir liðið Persie fer fyrir sínum mönnum. Mynd REutERs Markakóngur Markahæstir í deildinni 1 Robin Van Persie Arsenal 10 2 Wayne Rooney Man. United 9 Sergio Agüero Man. City 9 Edin Dzeko Man. City 9 5 Frank Lampard Chelsea 5 R. V. der Vaart T. Hotspur 5 Demba Ba Newc. Utd 5 Mario Balotelli Man. City 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.