Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 12
12 Umræða 30. nóvember 2011 Miðvikudagur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var spurður spjörunum úr á Beinni línu á DV.is á þriðjudaginn. Hann svaraði yfir 100 spurningum á um tveimur klukkutímum. Margir spurðu um þá ákvörðun hans að heimila ekki sölu á Grímsstöðum á Fjöllum sem og um ríkisstjórnina. Af svörum hans má skilja að stuðningur hans við Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra sé ekki stuðningi hans við ríkisstjórnina yfirsterkari. „Ég styð ríkisstjórnina“ Huang Nubo Aðalsteinn Kjartansson: Hafa einhverjar undanþágur verið veittar til aðila utan EES til fjár- festinga á Íslandi í þinni ráðherratíð?  Ögmundur Ekki svo mér sé kunnugt um, hvað landakaup snertir. Björn Karlsson: Fram hefur komið að þú hafir byggt að hluta til og gist í húsi á Gríms- stöðum. Þú hefur ekki hugsað um að segja þig frá málinu til að ekki yrði efast um þessa stóru ákvörðun í máli Nubo?  Ögmundur Hvað er rangt við að gista á Grímsstöðum og hver eru meint hagsmunatengsl? Þetta fæ ég engan botn í! Einar Ólafsson: Það vantar sárlega erlenda fjárfestingu inn í landið. Hafið þið skoðað að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum og leigi nýtingarréttinn til Huang Nubo með ásættanlegum skilyrðum fyrir báða aðila?  Ögmundur Nei, það hefur ekki verið skoðað enda pyngjur tómar. Jarðir á borð við Grímsstaði sem taka til víðerna landsins ættu að vera í almannaeign að mínu mati. Haukur Jóhannsson: Tekur þrjá mánuði að fletta upp lagabókstaf eins og þeim sem þú beitir fyrir þér í málefni Nubo? Hefði virkilega þurft að taka allan þennan tíma meðan miklar væntingar á Norðurlandi byggðust upp?  Ögmundur Ráðuneytið óskaði eftir viðbótarupplýsingum sem skýrir einhverja töf. En þarna voru miklir hagsmunir og ekki rétt að flana að neinu. Páll Halldór Halldórsson: Gott hjá þér að hafna sölunni á Grímsstöðum. Kom aldrei til tals að leigja kappanum blett undir hótel og tilheyrandi? Og ef svarið er nei, af hverju ekki?  Ögmundur Vegna þess að umsókn um kaup var aðeins til umfjöllunar. Sumir vildu að ég gerðist ráðgjafi og leiðbeindi manninum – helst ofan í sænska kommóðuskúffu. Það vildi ég ekki. Róbert Reynisson: Reyndu hagsmunaaðilar í sölu Gríms- staða að hafa áhrif á þig með beinum hætti?  Ögmundur Já, en ekkert óeðlilegum. Auðlindamál Pétur Jónsson: Þú ætlar að verja náttúruauðlindir, þ.e. landsvæði. Ertu til í að leggja fram í eigin nafni stutt frumvarp. Sjávar- auðlind er sameign þjóðarinnar og má ekki framselja né veðsetja?  Ögmundur Staðreyndin er sú að kveðið er á um sameignina í lögum sem síðan hefur verið farið á bak við. Verkefnið er að breyta allri framkvæmd og virða þannig anda laganna. Alma Guðmundsdóttir: Finnst þér að efla eigi sveitarstjórnar- stigið varðandi nýtingu náttúru- auðlinda?  Ögmundur Nei, ég tel að skipulags- vald hvað auðlindir varðar eigi að hvíla hjá heildinni, ríkinu, í ríkari mæli en nú er. Örn Karlsson: Ertu hlynntur því að þjóðin (ríkið) leigi á markaðsverði aðgang að sjávar- auðlindinni?  Ögmundur Tel að lausnin verði blanda af uppboðum og byggða- tengdum úthlutunum. Serge Lamount: Ég hefði áhuga á að vita hvort ekki sé áhugi fyrir því að gera allt landið að þjóðareign (mikilvægasta auðlindin) og banna sölu á landi almennt (sama hvaðan kaupendur eru) og taka í stað upp leigu?  Ögmundur Ég geri mikinn greinarmun á bújörðum eða hefð- bundnu nytjalandi annars vegar og víðernum hins vegar. Þá er óeðlileg mikil samþjöppun á eignarhaldi – og út úr landinu á eignarhaldið ekki að fara. Jón Arason: Er ekki óeðlilegt að félög frá Sviss eigi nú þegar mikið land og margar ár við Höfn í Hornafirði? Munt þú beita þér fyrir því að fá þessar eignir aftur?  Ögmundur Mjög óeðlilegt! Já, það mun ég gera eins og ég frekast má. Trúmál Ingólfur Hermannsson: Styður þú aðskilnað ríkis og kirkju?  Ögmundur Ég lít svo á að ríki og kirkja hafi í reynd verið aðskilin. Lögin frá 1997 gerbreyttu sambandi ríkis og kirkju. Sindri Óskarsson: Er ekki kominn tími á að stoppa einokun þjóðkirkjunnar og gefa trúfélögum sem burði hafa til þess tækifæri á því ganga að samningum um t.d. sáluhjálp og fá þá viðeigandi ríkisstyrki?  Ögmundur Frumvarp er á leiðinni um aukin réttindi lífsskoðunar- félaga á borð við Siðmennt. Það er til skoðunar á vef ráðuneytisins. Ingólfur Hermannsson: Telurðu rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag við fæðingu? Ætti að nota sömu aðferð við skráningu í stjórnmálaflokka?  Ögmundur Með nýju frumvarpi er þessu breytt en þó þannig að ef báðir foreldrar eru í trúfélagi þá fylgist fjölskyldan að. Við verðum með svipað fyrirkomulag og Norðmenn ef frumvarp verður samþykkt. Ríkisstjórnin Fundarstjóri: Gerir þú það að úrslitaatriði að Jón Bjarnason sitji áfram sem ráðherra?  Ögmundur Ég hef alltaf stutt Jón Bjarnason, bæði sem alþingismann og ráðherra og styð hann enn. Eðvarð Jónsson: Ég spurði ekki hvort þú værir í þann veginn að hætta stuðningi heldur hvort þú munt láta stjórnar- samstarfið brotna á Jóni Bjarnasyni. Er þetta nógu skýrt?  Ögmundur Ég styð ríkisstjórnina. Ég styð Jón Bjarnason. Er þetta nógu skýrt? Þetta er alla vega það sem ég vil segja og læt ekki þvinga mig til annars. Orka og iðnaður Ragnar Jónsson: Styður þú orkuuppbyggingu jarðhita- svæða á Norðurlandi?  Ögmundur Ég styð þau áform sem nú eru í burðarliðnum en vil að sjálfsögðu taka þátt í umræðu um hvernig við nýtum orkuna þar sem annars staðar. Almar Kristjánsson: Af hverju er sá jarðvarmi sem við búum svo vel að hér á Íslandi ekki nýttur í stórfellda grænmetis- ræktun? Fyrsta skrefið gæti verið að selja grænmetisbændum rafmagn á stóriðjuverði.  Ögmundur Þessu hef ég alla tíð verið hlynntur. Agnar Þorsteinsson: Mun verða sett af stað alvöru rann- sókn á Magma og einkavæðingu HS þar sem nefndinni í fyrra skorti heim- ildir? Er ekki þörf á rannsókn á störfum einkavæðingarnefndar í heild sinni?  Ögmundur Afleiðingar af störfum einkavæðingarnefndarinnar sællar minningar birtust okkur í hruninu. En fyrir alla muni, allt á að vera opið og gagnsætt, þar sem svo er ekki er ég fylgismaður rannsóknar. ESB og krónan Örn Halldórsson: Nú hafið þið sótt um aðild að ESB sem aðili að þessari ríkisstjórn. Hvers konar samningur, í stórum dráttum, myndi fá þig til að samþykkja aðild?  Ögmundur Enginn! Ég er á móti inngöngu, sama hvað kemur út – enda allt til bráðbirgða. Horfa þarf á grunnsamninginn. Hann dregur úr sjálfsákvörðunarrétti okkar. Það sætti ég mig ekki við en studdi ferlið af virðingu við þá sem vildu sjá ofan í pokann. Sjálfur þykist ég vita að þar er ekkert að finna! Björgvin Gunnarsson: Finnst þér að við eigum að halda í krónuna, eða skoða aðra kosti en ESB í þeim efnum?  Ögmundur Evran er ekki valkostur fyrir okkur jafnvel þótt við vildum. Krónan hefur verið okkur erfið en um leið bjargvættur. Við skulum einfaldlega ræða alla kosti sem við raunverulega höfum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hvaða kostir eru „raunveru- legir kostir“ í sambandi við krónuna eða upptöku annarra gjald- miðla?  Ögmundur Raunverulegur kostur nú er einfaldlega krónan. Hitt er framtíðarmúsík þar sem ég þekki ekki lokastefið. Kristján Sigurður Kristjáns- son: Hvar er tækifæri sósíal- ista meiri en innan ESB?  Ögmundur Tækifæri lýðræðis- legrar félagshyggju er alls staðar að finna. Líka í ESB. Það þekki ég vel eftir áratugalangt starf á þeim vettvangi. En inn vil ég þó ekki! Örn Karlsson: Nú er ljóst að stjórn peningamála hefur litlar vísindalegar forsendur. Hvernig stendur þá á því að sömu hagfræðingarnir hafa ráðið för í Seðla- bankanum undangengin 15 ár þrátt fyrir endalausa röð mistaka?  Ögmundur Ég skal játa að oftar en ekki hef ég verið ósáttur við margt í stefnu Seðlabankans, sérstaklega hvað varðar vaxtastefnuna. Mannréttindamál Guðmundur Gunnþórsson: Nú ert þú mannréttindaráðherra, af hverju sérð þú ekki til þess að álit mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna um brot á fiskveiði- stjórnunarkerfinu sé virt?  Ögmundur Ég hef ritað ríkislög- manni og leitað álits hans á því hvort mér sé stætt á því að koma til móts við sjómenn sem dæmdir hafa verið vegna kvótalaga. Á hinu hef ég margoft vakið máls í ríkis- stjórn. Níels Ársælsson: Af hverju hefur þú sem mannrétt- indaráðherra ekki borgað Erni Sveinssyni og Erlingi Haraldssyni bætur eins og álit mannréttindanefndar SÞ kvað á um?  Ögmundur Vegna þess að ég ráð- stafa ekki fjármunum ríkisins að eigin geðþótta. Þess vegna hef ég ritað ríkislögmanni og óskað eftir greinargerð eins og ég gat um áðan. Guðmundur Gunnþórsson: Ögmundur, er það ekki skylda þín sem mannréttindaráð- herra að sjá til þess að álit alþjóðlegra mannréttindasamtaka sé virt?  Ögmundur Jú, það reyni ég líka að gera eftir fremsta megni. Jón Magnússon: Borgarstjóri hefur lýst yfir vilja borgarinnar til þess að taka á móti flótta- fólki. Hvers vegna vill ráðuneytið ekki fara í samstarf með borgaryfirvöldum í þessu máli?  Ögmundur Hér er væntanlega átt við móttökuna í Reykjanesbæ fyrir hælisleitendur. Um hana gildir samningur sem ekki hefur verið sagt upp. Jón Magnússon: Það er almenn regla hér á landi að flóttafólk sé dæmt í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum, þrátt fyrir að mannréttindaákvæði kveði á um annað, hví viðgengst þetta í ráðherratíð þinni?  Ögmundur Iðulega koma hælisleitendur án skilríkja eða með umdeilanlega pappíra upp á vasann án þess að þeir séu dæmdir í fangelsi að því er ég best veit. Stefán Skarphéðinsson: Hver er skoðun þín á skráningu á nafni og kyni transgender- fólks í þjóðskrá? Ættu t.d. ekki allir að fá að heita það sem þeir vilja?  Ögmundur Ég vil styðja mannrétt- indabaráttu transgender-fólks. Barnalög Jóhann Jóhannsson: Hver er afstaða þín varðandi sameiginlega forsjá foreldra – sérstaklega í ljósi þess að dómari hefur dæmt báða foreldra jafnhæfa til að fara með forsjá barns!  Ögmundur Ég er því fylgjandi að forsjá sé sameiginleg eins og meginreglan er. Barn á rétt til foreldra sinna beggja. Þegar harðvítugar deilur rísa í undan- tekningartilvikum á að láta reyna á sáttameðferð. Kristjana Guðbrandsdóttir: Frumvarp þitt til breytinga á barnalögum. – Í tíð Rögnu innihélt frumvarpið heimild til handa dómurum til að dæma foreldrum sam- eiginlega forsjá. Nú er búið að taka út dómaraheimildina. Hvers vegna?  Ögmundur Vegna þess að málin á ekki að leysa í dómssal heldur með aukinni áherslu á sáttameðferð. Birgir Grímsson: Hvernig getur sáttameðferð, þar sem engar afleiðingar eru við því að vilja ekki sátt, virkað ef ekki með dómara- heimild?  Ögmundur Sáttameðferðin þarf að ganga út á að tryggja bestu mögulega lausn fyrir barnið. Þetta kostar breytta og bætta nálgun. Heimir Hilmarsson: Reynsla annarra ríkja segir að dómara- heimild og sáttameðferð vinni saman og fækki dómsmálum. Hvaða rök hefur þú fyrir því að önnur lögmál gildi á Íslandi?  Ögmundur Þessi reynsla er ekki einhlít eins og þú heldur fram. Ég tel að ekki hafi verið nægilega látið reyna á raunverulega sáttameðferð – ekki heldur á Norðurlöndum. Jóhann Jóhannsson: Af hverju er dómara þá ekki heimilt að dæma fólk til sáttameðferðar!  Ögmundur Lausn sem þvinguð er fram með dómi reynist oftar en ekki vera nein lausn. Eineltismál Valgeir Örn Ragnarsson: Kann- ast þú við að einelti hafi þrifist innan þingflokks VG? Einkum gegn Lilju Mósesdóttur?  Ögmundur Ekki af minni hálfu. Held hún myndi bera því vitni. Stefán Karl Stefánsson: Eineltismál á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni. Hefur ein- hver umræða skapast innan ráðuneytisins um að setja lög sem taka á því?  Ögmundur Þetta hefur mikið verið rætt og er nú samstarfsverkefni nokkurra ráðuneyta um leiðir gegn einelti. Styð það. Mjög brýnt mál að mínu mati! Samgöngur Sindri Óskarsson: Nú hefur Víkurskarðið verið ófært frá því í gærkvöldi, eru göng á leiðinni?  Ögmundur Það eru margir vegir ófærir í mikilli ofankomu á Íslandi án þess að boruð séu göng. Vegirnir eru ruddir. Það kostar minna. Sindri Óskarsson: Ögmundur minn, ég býð þér í bíltúr yfir Víkurskarðið, finndu mig á Facebook! Formaður UVG-A.  Ögmundur Hlakka til, Sindri. Brynjar Guðmundsson: Hvenær reiknar þú með að eðlilegar samgöngur til Land- eyjahafnar frá Eyjum verði tryggðar?  Ögmundur Þegar ný ferja verður komin í gagnið – í síðasta lagi 2015. Fyrr óttast ég að ekki sé hægt að hafa samgöngur eins tryggar og við helst viljum en gerum okkar besta. Laun og lífeyrisréttindi Steinar Hafþórsson: Getur það virkilega passað að grunnlaun presta séu hærri en grunnlaun lækna? Þarf ekki að kippa því í lag? Gæti verið ein ástæða þess að fáir læknar vilja vinna hér á landi.  Ögmundur Allur launamunur orkar tvímælis. Ég held mig við það að launamunur í grunntaxta á helst ekki að vera meiri en þrefaldur. Bjarnþór Harðarson: Finnst þér lífeyrisréttindi ráðamanna þjóðarinnar vera réttlát?  Ögmundur Lífeyrisréttindi „ráða- manna“ hafa með lögum verið færð til samræmis við lífeyrisréttindi hjá því opinbera almennt. Gömlu sérrétt- indin eru liðin tíð. Einar Gunnarsson: Af hverju er ekkert hámark á þessum lífeyrisréttindum? Forsetinn er búinn að ávinna sér svo mikil lífeyris- réttindi að eftirlaun hans verða hærri en laun nokkurs ríkisstarfsmanns. Er það eðlilegt?  Ögmundur Ég er sammála þér að lífeyrisréttindin þyrftu að vera jafnari en þá líka launin. Efstu laun ættu ekki að vera hærri en þreföld lægstu laun – þegar horft er til grunntaxta. Annað Róbert Reynisson: Finnst þér eðlilegt að ráðherra hafi heimild til að veita undanþágu frá lögum? Væri þetta vald ekki betur komið í höndum óháðs aðila, t.d. einhvers konar gerðardóms?  Ögmundur Nei, á bak við umdeilan- legar ákvarðanir á að vera ábyrgð; hægt að sparka þeim sem ákvörð- unina tekur eða gera hann ábyrgan með einhverjum hætti. Agnar Þorsteinsson: Sem innanríkisráðherra, muntu beita þér fyrir sameiningu sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu?  Ögmundur Ég mun ekki beita mér fyrir lögþvingunum en finnst að þétt- býlissvæðið á suðvesturhorninu eigi að endurskipuleggja sig frá grunni. Sameinast og valddreifa síðan á nýjum forsendum. Valur Bjarnason: Ert þú hlynntur því að verðtrygg- ingin verði afnumin og ef svo er hvernig vilt þú að það verði gert?  Ögmundur Ég vil burt með verð- trygginguna. Að sjálfsögðu er hægt að afnema verðtryggingu á krónunni! Hún var áður fyrr óverðtryggð. Illugi Jökulsson: Starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál var góðra gjalda verður. En rann- sóknarheimildir hans virðast takmarkaðar. Hann getur t.d. ekki skikkað fólk til sín í yfirheyrslur. Er nóg að gert?  Ögmundur Ef ekki eru nægilegar heimildir þá verður það skoðað. Mikil alvara er að baki þessari rannsókn af minni hálfu. Kristinn Unnarsson: Hver er skoðun þín á deilum ríkisendur- skoðanda og ríkislögreglu- stjóra? Ber ríkislögreglustjóra ekki að fara að lögum?  Ögmundur Að sjálfsögðu fer hann að lögum. Fundarstjóri: Hefurðu ekki fylgst með deilunum?  Ögmundur Jú, að sjálfsögðu hef ég gert það. En hvað þessi síðustu samskipti snertir þá á ég eftir að fá upplýsingar og get því ekki tjáð mig af þekkingu. Nafn: Ögmundur Jónasson. Aldur: 63 ára. Starf: Innanríkisráðherra síðan 2011, heilbrigðisráðherra 2009, þingmaður Alþýðu- bandalags frá 1995 og síðar Vinstri grænna. Menntun: Stúdentspróf MR 1969. MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði við Edin- borgarháskóla 1974. Fyrri störf: Kennari við grunnskóla 1971–1972. Rann- sóknir við Edinborgarháskóla og ýmis hlutastörf 1974–1978. Formaður BSRB 1988–2009. Þingmaður frá 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.