Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Side 18
Erfið fíkn Valerie stóð uppi
með tvær hendur tómar
þegar hún var þrítug. Hún
seldi meðal annars blíðu sína
vegna þess að það var svo
spennandi, ekki peninganna
vegna. (SviðSEtt mynd)
18 Erlent 30. nóvember 2011 miðvikudagur
Á
bilinu þrjú til fimm prósent
Bandaríkjamanna, eða ríf-
lega níu milljónir manna,
þjást af kynlífsfíkn. Stöðugt
fleiri greinast með kynlífsfíkn
og endurspeglast það meðal annars
í fjölda þeirra meðferðarsérfræð-
inga sem í dag veita þessu fólki að-
stoð. Fyrir rúmum tíu árum voru þeir
innan við hundrað en í dag eru þeir
að minnsta kosti fimmtán hundruð.
Vefritið Daily Beast fjallaði ítarlega
um kynlífsfíkn á dögunum og birti
reynslusögur fólks sem gengið hafði
í gegnum erfiðleika en er nú á bata-
vegi.
Hjónabönd í vaskinn
„Tvö hjónabönd fóru í vaskinn. Ég
stóð að lokum uppi með tvær hend-
ur tómar; heimilislaus og þurfti að
reiða mig á matarmiða,“ segir við-
mælandi Daily Beast, Val erie, um
fíkn sína. Valerie, sem í dag er á fer-
tugsaldri, starfaði sem mannauðs-
stjóri í Phoenix í Arizona. Þegar
hún var þrítug, tvífráskilin, áttaði
hún sig á því að kynferðisleg hegð-
un hennar var við að ríða henni
að fullu. Hún hafði haldið fram
hjá báðum eiginmönnum sínum,
í sumum tilfellum með samstarfs-
mönnum þeirra.
Það sem byrjaði sem framhjá-
hald vatt upp á sig svo um mun-
aði í tilfelli Valerie. Hún skráði sig á
stefnumótasíður og mælti sér jafn-
vel mót við karlmenn inni á klósett-
um skyndibitastaða til að stunda
kynlíf. Þó að ein sárreið eiginkona
hafi miðað byssu að höfði hennar
þegar hún kom að henni í rúminu
með eiginmanni sínum hélt Valerie
uppteknum hætti. Hún hélt áfram
að stunda skyndikynni, mætti ekki
í vinnu og hékk á klámsíðum þess í
stað og stundaði sjálfsfróun daginn
út og daginn inn. Þá seldi hún blíðu
sína, ekki vegna þess að hana vant-
aði peninga heldur vegna spenn-
unnar sem því fylgdi.
Valerie áttaði sig loks á alvarleika
málsins þegar hún stóð frammi fyr-
ir sínum öðrum skilnaði á nokkrum
árum. Hún reyndi að svipta sig lífi
með því að taka inn lyfseðilsskyld lyf.
Á sjúkrabeðinum ákvað hún að leita
sér meðferðar við kynlífsfíkn en hún
segir sjálf að hún hafi verið mjög ein-
mana á sínum yngri árum og liðið
illa. Hegðun hennar hafi verið ein-
hvers konar vörn og hún hafi verið í
leit að viðurkenningu frá öðrum karl-
mönnum.
Afar og ömmur leita sér
aðstoðar
Á vefsíðunni psychcentral.com seg-
ir læknirinn Michael Herkov að kyn-
lífsfíkn sé best lýst sem vaxandi
nándarröskun sem birtist í kynferðis-
legum þankagangi og athöfnum. Það
er skoðun Herkovs að sá sem hald-
inn er kynlífsfíkn verði, til að ná sömu
áhrifum, að ganga sífellt lengra í kyn-
ferðislegri áráttu sinni. Það álit kemur
heim og saman við reynslu Valerie.
„Það má í raun segja að þetta sé
faraldur,“ segir Steven Luff, meðferð-
arsérfræðingur í Hollywood. Hann
er einn þeirra sem orðið hefur var
við mikla fjölgun tilfella kynlífsfíkn-
ar. Sérfræðingar geta ekki bent á eitt-
hvað eitt atriði sem valdið hefur þess-
ari fjölgun. Augljóst er þó að á tímum
netsins er aðgengi að klámefni miklu
betra og auðveldara en það var á
árum áður. Áður en veraldarvefur-
inn kom til sögunnar þurftu Banda-
ríkjamenn – og aðrir Vesturlandabú-
ar – að verða sér úti um klámefni í
bókabúðum eða í klámbíóhúsum
þar sem hver sem er gat séð þá. Í dag
er hins vegar hægt að nálgast svæsið
klámefni á netinu ókeypis og í skjóli
nafnleyndar. Samkvæmt umfjöllun
Daily Beast nýta margir sér þetta.
Áætlað er að 40 milljónir netnotenda
í Bandaríkjunum skoði samtals 4,2
milljónir klámsíða á hverjum einasta
degi að jafnaði samkvæmt tölum Int-
ernet Filter Software Review.
Meðferðarsérfræðingar hafa
einnig orðið varir við mikla breyt-
ingu á samsetningu þess hóps sem
leitar sér aðstoðar vegna kynlífs- eða
klámfíknar. Áður fyrr var stærsti hóp-
urinn karlar á aldrinum 40 til 50 ára.
Í dag er hópurinn ekki eins einsleit-
ur og leita konur, eftirlaunaþegar og
ungir karlmenn sér aðstoðar í meira
mæli en áður.
Auðveld skyndikynni
„Það er ekki þar með sagt að þeir sem
skoða nektarmyndir á netinu verði
kynlífsfíklar. En stöðugt meira og
betra aðgengi mun hafa slæm áhrif á
þá sem eru viðkvæmir,“ segir dr. Da-
vid Sack, forstjóri Promises Treat-
ment-meðferðarstofnunarinnar í Los
Angeles. Sack vísar í skyndikynna-
vefsíður sem geta gert einstaklingum
mjög auðvelt um vik að hitta annan
einstakling í sömu hugleiðingum. Í
því tilliti er hægt að nefna forrit eins
og Grindr sem allir eigendur snjall-
síma geta nálgast. Forritið er ætlað
samkynhneigðum karlmönnum og
notast við GPS-staðsetningarbúnað.
Þannig er hægt að finna einstakling
í sömu hugleiðingum sem gæti ver-
ið í næsta nágrenni. Vefsíðan ashley-
madison.com er ætluð giftum ein-
staklingum sem vilja halda framhjá
maka sínum. Samkvæmt upplýsing-
um af vef Ashley Madison eru 12,2
milljónir einstaklinga skráðir þar.
margir þurfa aðstoð
„Sjálfstraustið var gjörsamlega í mol-
um,“ segir hinn 36 ára Tony í samtali
við Daily Beast. Hann fór í gegnum
tólf spora kerfi SLAA (e. Sex and Love
Addicts Anonymous) og er í góðum
bata. Hann var mjög langt leiddur
og leitaði að kvenfólki nánast hvar
sem er. „Ég reyndi að hitta stelpur á
körfuboltavellinum, á skemmtistöð-
um. Ef ég sá stelpu sem mér leist vel á
úti á götu stöðvaði ég bílinn og byrj-
aði að spjalla. Ég fór út á næturnar og
hugsaði með mér að kannski myndi
ég finna einhvern,“ segir Tony sem
segist innst inni hafa skammast sín
mikið. Líkt og Valerie hafi hann verið
einmana og leitað í kynlíf til að fylla
upp tómarúm í lífi sínu eins og svo
margir.
Robert Weiss, stofnandi meðferð-
arstofnunarinnar Sexual Recovery í
Los Angeles, segir að mikilvægt sé að
fjalla um þessi mál á opinskáan hátt,
því mikill fjöldi fólks þurfi á meðferð
að halda.
n talið er að 9 milljónir Bandaríkjamanna þjáist af kynlífsfíkn n valerie mælti sér mót við
karlmenn inni á klósettum n tvífráskilin og reyndi að svipta sig lífi n talað um faraldur
Kynlífsfíkn lagði
líf hennar í rúst
„Tvö hjónabönd
fóru í vaskinn.
Ég stóð að lokum uppi
með tvær hendur tómar;
heimilislaus og þurfti að
reiða mig á matarmiða.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Klámefni Áætlað er að 40 milljónir netnotenda í Bandaríkjunum skoði samtals 4,2 millj-
ónir klámsíða á hverjum einasta degi.
Svört skýrsla SÞ:
Börn í Sýr-
landi pyntuð
og myrt
Að minnsta kosti 256 börn hafa
verið myrt í Sýrlandi á tímabilinu
frá miðjum mars síðastliðnum
og fram í byrjun nóvember. Þetta
kemur fram í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna um stríðsglæpi í land-
inu, en hún var opinberuð í Genf á
mánudag. Efni hennar setur auk-
inn þrýsting á Bashar Assad, for-
seta Sýrlands, og ríkisstjórn hans.
Samkvæmt skýrslunni, sem
unnin var af mannréttindaráði
Sameinuðu þjóðanna, voru sum
barnanna pyntuð. „Börn jafnt sem
fullorðnir hafa mátt þola pynt-
ingar,“ segir í skýrslunni en við
vinnslu hennar voru 223 fórn-
arlömb og vitni yfirheyrð, þar á
meðal liðhlaupar úr sýrlenskra
hernum.
Í skýrslunni kemur fram að
sýrlenskir hermenn hafi feng-
ið nánast ótakmarkað leyfi til að
skjóta til bana hvern þann sem
mótmælti yfirvöldum. Einn her-
maður gerðist liðhlaupi eftir að
hafa orðið vitni að því er tveggja
ára stúlka var skotin til bana í
Latakia að ástæðulausu. Talið er
að að minnsta kosti 3.500 manns
hafi látist á umræddu tímabili og
sem fyrr segir 256 börn. Í þeirri
byltingaröldu sem riðið hefur yfir
Mið-Austurlönd, meðal annars
Egyptaland, Túnis og Jemen, hafa
mun færri látist.
Íranir bjarga
Bretum
Lögreglan í Íran hefur bjargað sex
starfsmönnum breska sendiráðs-
ins sem höfðu verið teknir sem
gíslar og haldið í norðurhluta
Tehran, höfuðborgar Íran. Þetta
kemur fram í frétt The Guardian
sem byggir á frétt írönsku frétta-
stofunnar Fars. „Lögreglan frelsaði
sex starfsmenn breska sendiráðs-
ins,“ sagði í frétt Fars. Frekari upp-
lýsingar um gíslatökuna hafa ekki
komið fram. Nokkru áður höfðu
íranskir mótmælendur tekið sig
til, ráðist inn í breska sendiráð-
ið og meðal annars tekið niður
breska fánann.
Jóga er
djöfullegt
Einn helsti særingamaður Páfa-
garðs er á því að jóga sé komið frá
djöflinum. Gabriele Amorth, sem
segist hafa sært púka úr 70 þús-
und manneskjum, er þeirrar skoð-
unar að þar sem jóga sé sprottið
úr hindúisma, sé það í raun frá
djöflinum komið. „Öll austræn
trúarbrögð eru byggð á falskri trú
á endurholdgun,“ hefur Telegr-
aph eftir honum. Hann segir að
jógaæfingar leiði einungis til ills
rétt eins og lestur bóka um Harry
Potter.