Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Page 21
Dómstóll götunnar Staða mín er sterk Hagar sér eins og hann sé einn í heiminum Ólína Þorvarðardóttir þingmaður um sjávarútvegsráðherra. – Smugan Foringjaræði, lýðræði og samræða „Ég vil ekki svara að svo stöddu.“ Hlynur Hafliða 26 ára starfsmaður hjá Reykjavíkurborg „Já, væri það ekki eðlilegt?“ Gunnar Þór Gunnarsson 26 ára nemi „Það hefur verið svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki getað kynnt mér málið að svo stöddu.“ Valný Aðalsteinsdóttir 26 ára verkefnastjóri hjá Reykjavíkur- borg „Ég held að ríkisstjórnin ætti að víkja.“ Pétur Þormar 51 árs næturvörður hjá Reykjavíkurborg „Fyrir löngu síðan. Hann er algjör Þrándur í götu fyrir öllu.“ Ævar Ármannsson 61 árs atvinnulaus. Á Jón Bjarnason að víkja sem ráðherra? Innrásarvíkingurinn frá Oz V á, hann á milljarða króna! Vá hann stofnaði flugfélag! Vá, hann tekur þátt í Járnmanninum. Vá, hann stofnaði Oz! Innrásarvíkingurinn Skúli Mogen- sen mun heilla þjóðina upp úr skónum, ef hann hefur ekki þegar gert það. Hann lítur út eins og aðalleikarinn í kvikmynd- inni Hangover, Bradley Cooper, á millj- arða króna og tekur þátt í keppninni um Járnmanninn. Það er þríþrautarkeppni, eins og á Ólympíuleikunum. Í Járnmann- inum eru hjólaðir í 40 kílómetrar, syntir 1,5 kílómetrar í sjónum og hlaupnir 10 kílómetrar eftir það. Þegar Skúli var spurður út í þetta þrek- virki í DV svaraði hann eins og ekkert væri: „Já, ég er að fara að keppa á sunnu- daginn“. Eins og hann væri að fara upp í sumarbústað. Gunnar á Hlíðarenda hef- ur örugglega svarað svona þegar hann var spurður hvað hann gerði um helgina: „Já ... ég hoppaði hæð mína í fullum her- klæðum.“ Maðurinn er súperman. Um alda- mótin skuldaði hann milljarð í Lands- bankanum, eftir að hafa stofnað hug- búnaðarfyrirtækið Oz, en reis upp eins og Ofurmennið úr krypton-eitrun og fékk 400 milljónir afskrifaðar! Svo keypti hann Oz aftur og fór með það til Kanada. Þaðan kom hann aftur eftir hrunið með 3,5 milljarða króna. Nú ætlar hann að fljúga með okkur til útlanda. Eins og súperman gerði við út- valda. Og tíminn fer líka aftur á bak. Man einhver eftir öðru ofurmenni, sem kom frá útlöndum með fullar hendur fjár og keypti banka og alls kyns dót? Einhver sem tók 150 kíló í bekkpressu? Hann keypti í MP Banka, í gagna- verinu Thor, í Securitas, stofnaði flug- félagið WOW, keypti Hvamm og Hvammsvík. Hver veit hvað hann kaupir næst? Vá! Hann er snúinn aftur, galdra- maðurinn frá Oz, og ætlar að leiða okk- ur út úr eyðimörkinni. Við munum elska hann. Svarthöfði Á rin fyrir hrun einkenndust stjórnmálin af foringjaræði þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna réðu því sem þeir vildu. Þeirra var valdið, flokkurinn og dýrðin. Þeir tóku sér til að mynda vald til að lýsa yfir stuðningi Íslands við stríð í fjar- lægu landi án þess að spyrja þing eða þjóð. Hugmyndir um beint lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslur og virkari þátttöku almennings í ákvarðanatöku og stefnumótun áttu ekki upp á pall- borðið þá. Margir bundu vonir við að nú- verandi valdhafar, formenn stjórnar- flokkanna yrðu ekki aðeins talsmenn annarra vinnubragða, annars konar stjórnmála, heldur myndu iðka þau sjálf. Kannski héldum við að það yrði rökrétt niðurstaða þeirra eftir tæp- lega 60 ára sameiginlega þingsetu og náin kynni við þau vinnubrögð sem hér hafa viðgengist og áttu svo stóran þátt í því hvernig fór. Og vissulega virð- ist yfirbragð stjórnmálanna stundum vera annað. Því halda ýmsir stjórnar- þingmenn alla vega fram þegar spurt er hvers vegna alltaf sé allt upp í loft á stjórnarheimilinu. Skýringin á því er oft sögð sú að nú sé foringjaræðið fyrir bí og því megi stjórnarþingmenn gagn- rýna forustuna og ákvarðanir hennar opinberlega, jafnvel með sérhagsmuni síns kjördæmis að leiðarljósi. Gall- inn er bara sá að hin „nýju stjórnmál“ byggjast í raun ekki á minna foringja- ræði, virkara lýðræði eða opnara sam- ráði heldur einhvers konar hópslags- málum þar sem sá sterkasti, klókasti eða frekasti vinnur eftir að hafa safnað liði með sérhagsmunaöflunum og nið- urlægt félaga sína. Nýlega las ég bókina Hollráð Hugos eftir Hugo Þórisson sálfræðing sem hefur aðstoðað og leiðbeint foreldr- um, kennurum og öðrum um sam- skipti við börn og unglinga árum saman. Leiðarþráður í hans leiðbein- ingum er virk hlustun, virðing fyrir öðrum, umburðarlyndi og kærleikur. Hann ráðleggur okkur foreldrum að hlusta á börnin okkar, í stað þess að rífast og skammast, ekki bara vegna þess að þá líður öllum svo miklu bet- ur í sálinni, heldur vegna þess að það virkar svo miklu betur. Steingrímur og Jóhanna létu þau orð falla í einhverju viðtalinu að þau væru eins og „pabbi og mamma“ á stjórnarheimilinu. Mik- ið væri nú gott ef þau sem og aðrir þingmenn, hvar í flokki sem þeir eru staddir, tileinkuðu sér þau góðu ráð að leggja sig fram við að hlusta á aðra og skoðanir þeirra af virðingu og um- burðarlyndi og taka tillit til annarra sjónarmiða en sinna eigin. Einmitt núna stendur baráttan um Ísland sem hæst. Tekist er á um auð- lindir landsins, hver eigi fiskinn í sjón- um, orkuna í iðrum jarðar og jörðina undir fótum okkar. Auk þess er nán- ast verið að gera upp þrotabú í hverju horni og skuldamál almennings og fyrirtækja eru enn, þremur árum eftir hrun, í óskiljanlegri flækju og lítið hef- ur verið gert nema stækka biðsalinn eftir réttlæti. Á meðan rífast þingmenn og ráð- herrar, reyna að níða skóinn hver af öðrum, krækja í freistandi ráðherra- stóla eða draga aðra niður í foraðið. Það hlýtur að vera hægt að gera hlut- ina öðruvísi, standa saman og taka almannahag fram yfir sérhagsmuni. Mikið held ég að okkur liði öllum bet- ur ef við hefðum það á tilfinningunni að þeir sem stjórna landinu hefðu ekki bara munn heldur líka eyru; gætu tal- að saman og hlustað í alvöru hvert á annað og okkur öll hin líka. Sönn gleði Palestínumenn á Íslandi gátu ekki leynt gleði sinni þegar Alþingi Íslendinga viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Amal Tamimi, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sést í bakgrunni, en hún er fædd í Palestínu. Mynd Eyþór ÁrnaSon Myndin Mest lesið á DV.is 1 Manuela hyggst kæra Grétar Rafn fyrir persónunjósnir Einkaspæjarar á vegum lögfræðinga Grétars njósnuðu um Manuelu og sam- býlismann hennar 2 Sannleikurinn um Lindex-æðið Markaðsmenn greindu aðferðirnar á bak við markaðssetningu Lindex hérlendis 3 Hatursfulla breska mamman í lestinni handtekin Konan sem gerði allt vitlaust í Bretlandi í gær eftir að mynd- band af kynþáttaníði hennar um borð í lest birtist á netinu hefur verið handtekin. 4 „Ögmundur minn, ég býð þér í bíltúr“ Ögmundur Jónasson svaraði spurningum Íslendinga í beinni línu á DV.is. 5 Breytingar fyrirhugaðar á ráðherraliði Hrókeringa er að vænta innan ráðherraliðs ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. 6 Gamlar ruðningshetjur slógust í kvöldverðarboði Erkifjendur slógust þegar það átti að heiðra þá við hátíðlegt tilefni. 7 Bakhjarlar ráðherrans í auglýsingaherferð Bakhjarlar Jóns Bjarnasonar ætla að setja auglýsingu í miðvikudagsmoggann Jóni til stuðnings. Umræða 21Miðvikudagur 30. nóvember 2011 Jón Bjarnason um ummæli flokksfélagans Björns Vals. – Rás 2 Kjallari Margrét Tryggvadóttir Gunnar Ólason úr Skítamóral sem lætur rífa hús sitt, eftir jarðskjálfta. – DV Þá mun ég allavega ekki skulda húsið lengur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.