Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Qupperneq 2
Öruggast á álftanesi 2 Fréttir 30. júlí 2012 Mánudagur T ólf hundruð innbrot voru framin á höfuðborgarsvæð- inu á síðustu tólf mánuð- um. Innbrotum hefur fækkað talsvert á tímabilinu og voru þau áttatíu og fimm í júní á þessu ári. Til samanburðar voru þau hundrað og sautján í júlí á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum um afbrota- og innbrotatíðni frá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að flest innbrotanna eigi sér stað í mið- borg Reykjavíkur. Þar hafa hundr að og fimmtán innbrot verið framin á hverja tíu þúsund íbúa á svæðinu. Laugardalurinn hættulegri en Kópavogur Talsverður munur er á afbrota- og innbrotatölum í Laugardal og Kópa- vogi. Íbúafjöldinn á þessum svæð- um er mismunandi en séu afbrotin skoðuð sem hlutfall af hverjum tíu þúsund íbúum kemur í ljós að tals- vert hættulegra virðist vera að búa í Laugardalnum en í Kópavogi. Níutíu og tvö innbrot voru framin í Laugar- dalnum á síðustu tólf mánuðum á hverja tíu þúsund íbúa samanbor- ið við sjötíu og sjö á hverja tíu þús- und íbúa í Kópavogi. Sömu sögu er að segja séu tölur um öll skráð hegn- ingarlagabrot skoðaðar. Sexhundruð tuttugu og átta hegningarlagabrot eru skráð á hverja tíu þúsund íbúa í Laugardalnum en aðeins þrjú hund- ruð fjörutíu og átta í Kópavogi. Í miðborg Reykjavíkur voru hegn- ingarlagabrotin rúmlega eittþúsund og áttahundruð á hverja tíu þúsund íbúa sem er um það bil tólf hundruð fleiri en í Laugardalnum, þar sem næstflest brot áttu sér stað á hverja tíu þúsund íbúa. Líklegasta skýringin á því er sú staðreynd að fjöldi fólks kemur í miðborgina um helgar til að skemmta sér. Eftir hverja helgi eru nokkur fjöldi brota, eins og líkams- árásir, skráðar í miðborginni þó að þeir aðilar sem í hlut áttu hafi komið annars staðar frá. Álftanesið öruggasti staðurinn Sama hvort litið er til tíðni innbrota eða allra skráðra hegningarlagabrota virðist öruggast að búa á Álftanesi, samkvæmt tölum lögreglunnar. Þar voru sextíu og sex hegningarlaga- brot skráð á síðustu tólf mánuðum á hverja tíu þúsund íbúa og aðeins tutt- ugu og eitt innbrot. Álftanes er jafn- framt fámennasta svæðið sem töl- ur lögreglunnar ná yfir en lögreglan skiptir höfuðborgarsvæðinu niður í fimmtán mismunandi svæði. Þar eru sveitarfélögin umhverfis Reykjavík talin hvert og eitt en borginni sjálfri skipt niður í borgarhluta. Af þeim svæðum þar sem íbúar eru fleiri en tíu þúsund eru Garða- bær og Hafnarfjörður öruggustu staðirnir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögreglunni voru rúm- lega tvö hundruð hegningarlaga- brot framin á hverja tíu þúsund íbúa í Garðabæ og tæplega tvöhundr- uð og sjötíu í Hafnarfirði. Innbrot- in voru hinsvegar hlutfallslega færri í Hafnarfirði en Garðabæ. Þrjátíu og fimm innbrot voru á hverja tíu þús- und íbúa í Hafnarfirði en fjörutíu og sex í Garðabæ. Brotist inn á 166 ára fresti Innbrot á öllu höfuðborgarsvæðinu voru eins og áður segir tólf hund- ruð talsins. Miðað við íbúafjölda á öllu svæðinu þýðir það að brotist er inn hjá hverjum og einum á um það bil hundrað og sjötíu ára fresti. Þetta ætti að vera einhverjum huggun því n Innbrotum fækkar talsvert á höfuðborgarsvæðinu n Hlutfallslega fleiri innbrot í Laugardal en í Kópavogi Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Miðborg Reykjavíkur 115 innbrot 1.822 hegningarlagabrot Vesturbær 41 innbrot 285 hegningarlagabrot Hlíðar 59 innbrot 406 hegningarlagabrot Háaleiti 49 innbrot 418 hegningarlagabrot Laugardalur 92 innbrot 628 hegningarlagabrot Seltjarnarnes 49 innbrot 225 hegningarlagabrot Kópavogur 77 innbrot 348 hegningarlagabrot Garðabær 46 innbrot 201 hegningarlagabrot Álftanes 21 innbrot 66 hegningarlagabrot Hafnarfjörður 35 innbrot 267 hegningarlagabrot Afbrotatíðni á höfuðborgarsvæðinu Brot á hverja tíu þúsund íbúa eftir svæðum Lo ft M y n d a f M a p S .G o o G Le .c o M Enginn skóli hjá Óla Stjórn Menntaskólans ehf., hefur óskað eftir að félaginu verði slitið og afskráð úr fyrirtækjaskrá. Við- skiptablaðið greinir frá þessu, en Menntaskólinn ehf. ætlaði á sín- um tíma að stofna nýjan einkarek- inn sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík. Skólinn átti að starfa í hluta húsnæðis gömlu heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stíg. Aðstandendur Menntaskólans ehf. voru þau Ólafur Stefánsson handboltamaður, Edda Huld Sig- urðardóttir, fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, Þorvaldur Þorsteins- son rithöfundur og Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari. Í Menntaskólanum átti að leggja áherslu á skapandi skóla- starf og sögðu aðstandendur hans að skólinn yrði talsvert frábrugð- inn hefðbundnu skólastarfi.  Skemmdu bíla á Snorra- braut Laugardagsnóttin hjá lög- reglunni einkenndist af útköll- um vegna ölvaðra og hávaða- samra einstaklinga. Lögreglumenn stöðvuðu bif- reið á Njarðargötunni um hálf tvö aðfaranótt sunnudags. Öku- maður hennar var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann var látinn laus að lok- inni sýna- og upplýsingatöku. Þá voru tveir aðrir einstaklingar grunaðir um ölvun, einnig látnir lausir að lokinni sýnatöku. Lögreglan handtók einstakl- ing sem var í mjög annarlegu ástandi og truflaði lögreglu- menn að störfum í miðborginni. Í fórum hans fundust fíkni- efni. Hann var vistaður í fanga- geymslu þangað til hann jafn- aði sig.  Á Snorrabraut voru tveir drukknir menn að skemma bif- reiðar um klukkan tvö aðfara- nótt sunnudags. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra og voru þeir vistaðir í fangageymslum. Stuttu síðar var annar hand- tekinn, en hann var að reyna að brjótast inn í íbúðir í Skúlagötu. Hann var ölvaður og gat ekki gert grein fyrir athæfi sínu og var því vistaður í fangageymslu meðan hann braggaðist og hægt var að ræða við hann.  Leiðrétting Á afmælissíðu helgarblaðs DV urðu þau leiðu mistök að rangar fjölskylduupplýsingar birtust með afmælisgrein um Hauk Heiðar Hauksson, söngv- ara hljómsveitarinnar Diktu. Hið rétta er að foreldrar Hauks heita Haukur Heiðar Ingólfsson og Sveinrós Sveinbjarnardóttir. Þá heita systkini hans Halldór Hauksson, Margrét Hauksdótt- ir og Inga Dóra Hauksdóttir. Beðist er velvirðingar á mistök- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.