Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Síða 12
Hafa ekki efni á að Heimsækja soninn E ftir föst útgjöld eigum við afar lítinn pening til að lifa af út mánuðinn,“ segir Hilmar Guð- mundsson sem fór í aðgerð vegna brjóskloss þegar hann var tvítugur. Aðgerðin misheppnað- ist og olli því að hann hefur verið ör- yrki allar götur síðan og er bundinn við hjólastól. Geta ekki leyft sér neina skemmtun Anna Sigríður Antonsdóttir, eiginkona Hilmars til fjörutíu ára, er líka öryrki vegna hjartasjúkdóms sem hún fékk árið 2003. Fyrir þann tíma vann hún mikið og þá voru kjör þeirra hjóna mun betri en þau eru í dag. Örorku- bætur þeirra beggja nema nú samtals 307.000 krónum eftir skatt. Eftir að þau hafa greitt öll föst gjöld, svo sem leigu, bensín- og lyfjakostnað, eiga þau 18 til 28 þúsund krónur afgangs hvern mánuð. Hilmar segir þeim ganga illa að lifa á því. „Við reynum náttúrlega að lifa spart og getum aldrei leyft okkur neitt eftir að við erum búin að kaupa nauðsynjavörur. Við megum þakka fyrir að við getum rekið bílinn okkar.“ Lífið breyst eftir bankahrunið Hilmar segir þau jafnframt lifa við miklu þrengri kost og hafa úr minni fjármunum að spila eftir bankahrunið árið 2008. „Örorkubæturnar hafa ekki fylgt verðlagsþróun eins og þær hefðu átt að gera. Fyrir bankahrunið gátum við Anna Sigríður leyft okkur ýmislegt eins og til dæmis að heimsækja son okkar sem býr á Akranesi. Við get- um það ekki í dag þar sem bensín- ið er búið að hækka upp úr öllu valdi og bensínstyrkur til öryrkja stendur alltaf í stað. Þar af leiðandi verðum við eingöngu að nota bílinn okkar í algjörar nauðsynjar, eins og til dæm- is að aka til læknis. Við fáum bensín- styrk sem nemur einum bensíntanki á mánuði frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Sá bensíntankur verður að duga út mánuðinn. Núna leyfum við okkur ekki hvorki eitt né neitt nema að lesa bækur og horfa á sjónvarpið.“ Allt hækkar nema bæturnar Hilmar er ekki sáttur við íslensk stjórn- völd og segir þau einungis greina frá tölum sem henti þeim en ekki öryrkj- um. Þótt stjórnvöld segi ítrekað að ör- orkubæturnar hafi hækkað um sem nemur 58 prósentum á síðustu fimm árum nefni þau einungis tölur sem henti þeim. „Þau nefna aldrei tvennt sem skiptir sköpum þegar þau tala um að örorkubætur hafi hækkað; annars vegar að allar vörur og þjónusta hafa hækkað mun meira en nokkurn tím- ann örorkubæturnar og hins vegar að þau miða alltaf við þá öryrkja sem fá hámarksörorkubæturnar. Raunin er aftur á móti sú að aðeins lítill hluti öryrkja fær hámarksörorkubætur,“ segir Hilmar. Hann nefnir dæmi um að Anna Sigríður, konan hans, kaupi hjartalyf þriðja hvern mánuð sem dugi henni í þrjá mánuði. Hjartalyfin hafa kostað um 1.300 krónur í nokkur ár en í fyrradag þegar hún fór að kaupa þau kostuðu 4.000 krónur eða því sem nemur um það bil þrefaldri hækkun. „Þetta er dæmi um að stjórnvöld gefa aðeins út tölur sem hentar þeim. Þau hafa meðal annars ekki hátt um að ör- yrkjar þurfi nú sjálfir að leggja út fyrir lyfja- og lækniskostnaði eftir banka- hrunið. Allt hækkar nema örorkubæt- urnar,“ segir Hilmar. Múhameð og fjallið Þrátt fyrir lágar örorkubætur sem ekki hækka með hækkandi verðlagi virðist Hilmar Guðmundsson afar jákvæður í bragði. Spurður hvern- ig honum líði með það að örorku- bæturnar þeirra hjóna dugi ekki fyr- ir bensíni til að heimsækja son þeirra á Akranesi, svarar hann: „Þetta er al- veg eins og með Múhameð og fjallið; fyrst Múhameð komst ekki til fjalls- ins kom fjallið til hans. Strákurinn okkar kemur bara í heimsókn til okk- ar í Reykjavík í staðinn. Ég get ekki ímyndað mér að gera lífið verra með því að sökkva mér í þunglyndi og ves- en. Ég vil og ætla að berjast fyrir rétt- lætinu,“ segir Hilmar með jákvæðn- ina að leiðarljósi. 12 Fréttir 30. júlí 2012 Mánudagur Verri kjör eftir kreppu Hilmar segir allt hækka nema örorkubæturnar. n Hilmar og Anna eiga 18 til 28 þúsund krónur aflögu um hver mánaðarmót „Við reynum að lifa spart og getum aldrei leyft okkur neitt eftir að við erum búin að kaupa nauðsynjavörur. Öryrkjar á barmi fátæktar L ilja Þorgeirsdóttir, fram- kvæmda stjóri Öryrkjabanda- lags Íslands gagn rýndi stjórnvöld harð lega í tölublaði Öryrkjabanda- lagsins sem kom út á síð- asta ári. Þá segir hún af- stöðu stjórnvalda til fólks sem þurfi að treysta á vel- ferðarkerfið algjörlega óviðunandi. Hún sagði einnig greinilegt að skiln- ing og heildarsýn skorti á aðstæðum öryrkja. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á öryrkjum á Íslandi gefa meðal annars til kynna að helming- ur þeirra er ósáttur við fjárhag sinn. Samkvæmt rannsókn á öryrkjum á Íslandi frá árinu 2009, sem með- al annars Rannveig Traustadóttir félagsfræðingur gerði, er stór hluti öryrkja annað hvort fátækur eða lifir skammt frá fátæktarmörkum. Verri heilsa og versnandi skulda- staða myndi gera það að verkum að þeir byggju við alvarlega fátækt. Að mati flestra öryrkjanna sem tóku þátt í rannsókninni var eina úrræðið að hag- ræða í heimilisrekstri og herða sultarólina. Flest- ir þeirra bjuggu í aukn- um mæli við fjárhags- þrengingar vegna hækkandi verðs á nauðsynjavörum og þjónustu, og afnáms ýmissa afsláttarkjara. Jafn- framt kom fram að staða öryrkja hefur versnað í kreppunni með auknum skerðingum auk þess sem greiðsluþátttaka þeirra í heilbrigð- iskerfinu hafur aukist mikið síðustu ár, svo sem með greiðslu á lyfjum. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is Lilja Þorgeirsdóttir Þyrlan á ferð með lögreglu Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, fór í eftirlitsflug um Suðurland á föstudagskvöld. Síðdegis þann dag áttu rúm tólf þúsund ökutæki leið um Suður- landsveg við Ingólfsfjall og gekk umferðin snurðulaust fyrir sig. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi kemur fram að áhöfn TF-GNA hafi flogið með lögreglu- menn í uppsveitir Árnessýslu austur eftir þjóðvegi 1 inn á Mýr- dalssand og þaðan inn á Syðra Fjallabak. Afskipti voru höfð af sex ökumönnum sem óku of hratt. Á Fjallabaki sást til tveggja ökutækja en ekki þurfti að hafa afskipti af þeim. Engin nýleg ummerki voru um utanvegaakstur á svæðinu.  Í tilkynningunni kemur fram að embætti lögreglustjórans á Selfossi sé afar þakklátt Land- helgisgæslunni og starfsmönnum hennar sem að þessu komu fyrir frábært samstarf sem hefur þróast með þessu verkefni. „Lögreglu- menn eru vissir um að eftirlitið hafi, ásamt öðru, dregið úr utan- vegaakstri og vonandi hraðakstri á fáfarnari vegaköflum þar sem ökumenn eiga síður von á að lög- reglumenn séu á ferð. Áhafnir þyrlanna og lögreglumenn nota hvert tækifæri til að stilla saman strengi og ná upp og viðhalda færni við þyrlueftirlitið.“  Gengisdómur til Hæstaréttar Ólafur Hvanndal Ólafsson, lög- maður Lýsingar, segist búast við því að nýjum dómi héraðsdóms um útreikninga á myntkörfuláni til bílakaupa verði líklega skotið til Hæstaréttar. Þetta sagði Ólafur í hádegisfréttum RÚV á sunnu- dag. Niðurstaða héraðsdóms var á þá leið að Lýsing ætti að endur- greiða verðbætur sem fyrirtækinu var óheimilt að innheimta. Í frétt RÚV kom fram að sá sem tók lánið keypti bíl á kaupleigu hjá Lýsingu árið 2006. Fjórum árum síðar voru eftirstöðvar lánsins reiknaðar aftur í kjölfar tveggja dóma Hæstaréttar um gengislán. Taldi sá sem lánið tók að útreikningurinn væri rang- ur og höfðaði mál til að fá til baka það sem hann taldi ofgreitt. Ólaf- ur sagði í fréttum RÚV að hann teldi líklegt að Hæstiréttur fengi málið til meðferðar þó endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.