Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Síða 15
Í miðri Karakum-eyðimörkinni í Túrkmenistan, einni stærstu eyðimörk heims, er að finna gríðarstóran gíg sem í hefur log- að undanfarin 40 ár. Það er ekki að ósekju að heimamenn kalla gíg- inn „dyrnar til helvítis“ ef marka má meðfylgjandi myndir sem birtust á dögunum í breska blaðinu The Daily Mail. Vítislogarnir voru kveiktir árið 1971 þegar hópur sovéskra vísinda- manna vann við boranir á svæð- inu. Svæðið sem gígurinn er á heitir Darvaza og er afar ríkt af vinnanlegu gasi og það var einmitt markmið vís- indamannanna; að kanna hvort und- ir yfirborðinu leyndist mikið magn af vinnanlegu gasi. Gasið brennur enn Áætlanir vísindamannanna fóru þó út um þúfur þegar jarðvegurinn und- ir rannsóknarsvæðinu féll saman. Þungur borturn sem vísindamenn notuðust við og hellir, stútfullur af gasi, gerðu það að verkum að jarðfall varð og gígurinn myndaðist. Í kjölfar- ið streymdi gas út í andrúmsloftið og ákváðu vísindamennirnir að brenna það til að það myndi ekki valda fólki skaða. Það sem vísindamennirn- ir áttuðu sig ekki á var hversu mikið af gasi var á svæðinu. Töldu þeir að gasið myndi brenna upp á nokkrum dögum en raunin varð önnur. Nú, rúmum 40 árum síðar, loga eldar enn í gígnum sem er 70 metrar á breidd og 20 metrar á dýpt. Lofaði öllu fögru Gígurinn er 260 kílómetra norður af höfuðborg Túrkmenistans, Ashga- bat. Árið 2010 heimsótti forseti lands- ins, Gurbanguly Berdimuhamedow, svæðið og lofaði hann að holunni yrði lokað og eldarnir slökktir. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stendur holan enn opin og mun líklega gera það áfram. Bankastarfsemi í Sómalílandi n Sjálfstætt land en formlega ekki til n 20 ára bið eftir bankastarfsemi lokið Y firvöld í Sómalílandi, sjálf- stjórnarsvæði Norður-Sómal- íu, samþykktu í apríl formlega stofnun seðlabanka. Seðla- banki hefur starfað í landinu frá því stuttu eftir að lýst var sjálfstæði frá Sómalíu árið 1991 en formleg löggjöf hefur ekki verið til staðar. Löggjöf- in er hluti af röð laga um fjármála- starfsemi sem þing landsins vinnur nú að. Sómalíland hefur allt frá ár- inu 1991 sóst eftir viðurkenningu á sjálfstæði en ekkert ríki heims viðurkennir landið. Þingbund- in ríkisstjórn starfar í þar sem rekur sendiráð og gefur út eigin gjaldmið- il. Íslendingar sem vilja ferðast til landsins er bent á að sendiráð Sóma- lílands í London fer með vegabréfs- áritanir fyrir Íslendinga. Þrjár og hálf milljón manna búa í landinu sam- kvæmt áætlun yfirvalda. Formleg bankastarfsemi er engin en fjöldi millifærslufyrirtækja starfar í landinu sem og Seðlabanki sem starfað hefur án formlegs umboðs frá því skömmu eftir að svæðið lýsti sig sjálfstætt árið 1991. Sómalílenski skildingurinn var fyrst gefinn út árið 1994. Þar sem Sómalíland er raunar ekki formlega til þá telst skildingur- inn ekki opinber gjaldmiðill og fjár- málafyrirtæki utan landsins skrá ekki gengi miðilsins. Samkvæmt tölum frá yfirvöldum Sómalílands eru um 5.000 skildingar í einum bandaríkjadal. Nú er útlit fyrir að íbúar verði að ósk sinni á næstunni. Eitt stærsta fjármálafyrirtæki Afríku á sviði pen- ingafærslna á milli landa, Dahabs- hiil, hefur þegar innréttað glænýtt bankaútibú í Harageisha, höfuð- borg landsins. Útibú sem býður þess eins að löggjöf landsins um banka- starfsemi fari í gegnum þing lands- ins. „Stærsta breytingin er að við verðum fullgildur banki sem get- ur boðið tryggingar, greiðslumat og millibankaviðskipti,“ hefur breska blaðið Guardian eftir Abdirashid Du- ale framkvæmdastjóra Dahabshiil. Erlent 15Mánudagur 30. júlí 2012 n Töldu gasið skaðlegt og ákváðu að brenna það n 40 árum síðar logar enn Vítislogar af mannaVöldum „Töldu að gasið myndi brenna upp á nokkrum dögum en raunin varð önnur Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Forsetinn Gurbanguly lofaði að gígnum yrði lokað og eldarnir slökktir árið 2010. Það er þó eflaust ekki eins auðvelt og það hljómar. Kveiktu í Vísindamennirnir ákváðu að brenna gasið til að það skaðaði ekki fólk. Vinsæll staður Þó svo að gígurinn sé á afskekktu svæði laðar hann marga ferðamenn að á hverju ári. Logar enn Gígurinn myndaðist árið 1971 þegar sovéskir vísindamenn unnu við boranir á svæðinu. Barn slasaði lögregluþjóna Tveir franskir lögregluþjónar þurftu á aðhlynningu að halda eftir að átta ára drengur, vopnað- ur hamri og piparúða, réðst á þá í frönsku borginni Nantes. Lög- regluþjónarnir voru kallaðir út eftir að tilkynning barst um ná- grannaerjur. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að drengurinn hafi slegið annan lögregluþjóninn af miklu afli með þeim afleiðing- um að sá síðarnefndi fingurbrotn- aði. Þá sprautaði hann piparúða í augu beggja lögregluþjónanna. Talsmaður lögreglunnar í Nantes segir að drengurinn hafi verið „mjög árásargjarn og komið lög- regluþjónunum í opna skjöldu.“ Málið var tilkynnt til barna- verndaryfirvalda. Bjórinn flæddi Þúsundir lítra af bjór fóru til spillis eftir að flutningabíll valt á hliðina skammt frá þýska bænum Wern- igerode í Saxlandi í Þýskalandi á dögunum. Ökumaður sendi- bifreiðar, sem var skammt fyrir aftan flutningabílinn, tókst ekki að stöðva í tæka tíð og ók aftan á flutningabílinn með þeim af- leiðingum að bjórflöskur köst- uðust í allar áttir. Lögregla lokaði veginum í nokkrar klukkustund- ir meðan unnið var að hreinsun. Það tók sinn tíma enda vó farmur flutningabílsins 25 tonn. Öku- menn beggja bifreiða sluppu án meiðsla. Ekki lengur langlífastar Japanskar konur geta ekki lengur vænst þess að lifa lengst, sam- kvæmt nýrri skýrslu sem heil- brigðisráðuneyti Japans hefur gefið út. Árið 2010 gátu japanskar konur vænst þess að verða 86,3 ára en árið 2011 var sú tala komin niður í 85,9 ár. Konur í Hong Kong, sem voru í öðru sæti í fyrra, geta nú vænst þess að lifa lengst allra kvenna, eða í 86,7 ár. Í skýrslu japanska heilbrigð- isráðuneytisins kemur fram að ástæðu þessara sætaskipta megi rekja til hamfaranna í Japan á síð- asta ári þar sem 16 manns létust. Kosið til þings Konur bíða í röð fyrir utan kjörstað í Sómalílandi. Myndin er frá 2005.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.