Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Qupperneq 16
Sandkorn S jaldan hafa stjórnmálamenn á Íslandi verið lægra metn- ir en nú á tímum. Almenn- ingi er ljóst að ástæðu hruns- ins má að miklu leyti rekja til siðleysis þeirra sem fremstir stóðu á stjórnmálasviðinu. Og hluta skýr- ingarinnar má rekja til þess að nú- verandi stjórnarflokkum hefur ekki tekist að sannfæra fólk um heilindi við að bjarga fólki úr þrælaböndum bankanna sem afskrifa hjá sótröftum og lána þeim aftur en pína almenn- ing í landinu. Leyndarhjúpurinn sem umlykur bankana og gjörðir þeirra er á ábyrgð núverandi stjórnvalda. Fólk ætlaðist til þess af Jóhönnu Sigurðar- dóttur, leiðtoga Samfylkingar, að hún tæki til hendinni þarna og yrði sjálfri sér samkvæm. Svo fór ekki og henni féllust hendur. Þarna liggur trúnað- arbresturinn milli almennings og nú- verandi stjórnvalda. Syndir fortíðarinnar eru auðvit- að stærsti þátturinn þegar litið er til ímyndarbrests Alþingis. Flokkur sem kennir sig við frelsi og einstaklings- hyggju og annar sem kenndi sig við samvinnu sérhæfðu sig í því að setja sitt fólk á ríkisspenann og gaukaði eignum ríkisins að gæðingum sínum. Landsbankinn og Búnaðarbankinn eru átakanleg dæmi um þá svívirðu sem viðgekkst. Stærsta einkavæð- ingin af öllum var þó þegar fiski- stofnar á Íslandsmiðum voru færðir í einkaeigu án þess að ein króna kæmi fyrir. Það var í framhaldi af þessum ósköpum sem efnahagur landsins hrundi. Ástæðan fyrir óbeit Íslendinga á stjórnmálamönnum er sú að skúrk- arnir sem stýrðu okkur í hrun sitja margir hverjir enn á Alþingi og færa yfir þingheim blæ ömurleika. Alltof stór hluti þingheims eru menn sem hefðu átt að víkja af stjórnmála- sviðinu ef lýðræðið virkaði. En svo fór ekki. Á þinginu sitja menn sem ofboðið hafa siðferðiskennd almenn- ings. Og þar sitja menn sem voru í ábyrgðarstöðum við hrunið. Auðvit- að eru dæmi um að endurnýjun hafi átt sér stað innan einhverra flokka. Þannig má segja Framsóknarflokkn- um til hróss að þar hafa menn hreins- að út. Og nýjir flokkar eru að mestu skipaðir nýju fólki sem ekki burðast með siðblindu og afbrot fortíðar. Ef menn ætla að endurreisa virðingu Alþingis verður að hreinsa út óværuna. Þar þurfa sjálfstæðis- menn sérstaklega að taka til hendinni og tryggja heilbrigt hægra afl. Í kosn- ingunum í vor verða flokkar og fram- boð að bjóða fram fólk sem þjóðin treystir til að standa fyrir heiðarleg- um stjórnmálum. Menn ættu að hafa það hugfast að í síðustu sveitarstjórn- arkosningum kaus yfir þriðjungur Reykvíkinga grínframboð og hoppaði þannig á eigin atkvæðisrétti. Og Ak- ureyringar gengu enn lengra þegar meirihluti þeirra kaus framboð af svipuðum toga. Allir flokkar á Íslandi þurfa að líta í eigin barm og grand- skoða hvað fór úrskeiðis. Og flestir þeirra þurfa líklega að skipta út for- ystumönnum sínum til að öðlast á ný trú kjósenda. Annars vex fyrirlitning þjóðar á þinginu áfram. Bænastund deilenda n Grimm valdabarátta hef- ur staðið í Krossinum milli annarsvegar Gunnars Þor- steinssonar og Jónínu Bene- diktsdóttur og hinsvegar Ingibjargar Guðnadóttur, fyrrverandi eiginkonu Gunnars sem hefur yfir- höndina. Valdataflið leggst illa í suma fjölskyldumeð- limi. Þannig steig eitt barna- barn Gunnars og Ingibjargar fram á samkomu og las yfir fjölskyldunni og lýsti harmi sínum. Yfirlesturinn hreyfði við fólki og tóku deilendur saman höndum og samein- uðust í bæn og sáttagjörð. Það mun þó ekki hafa enst. Magnús í stuði n Íþróttaálfurinn Magn- ús Scheving er meðal þeirra fremstu í íslensku viðskipta- lífi. Það er til dæmis um færni Magn- úsar að hann hefur náð að stýra fyrir- tækinu út úr vanda sem hefði reynst mörgum öðr- um ofviða. Latibær er fyrir löngu orðinn heimsþekkt- ur og stendur styrkum fót- um. Og nú er íþróttaálfur- inn kominn inn í sjálft Hvíta húsið þaðan sem hann stendur fyrir átaki með for- setafrúnni, Michelle Obama, í því skyni að grenna banda- rísk börn og efla heilbrigði þeirra. Dýrir ritstjórar n Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, er ekki á flæð- iskeri staddur þótt útgáfu- fyrirtæki hans, Árvakur, hafi þurft neyðarað- stoð Íslands- banka upp á milljarð króna í formi niðurfellinga skulda. Dav- íð hefur fengið sinn skerf af þessu en hann er með yfir tvær milljónir króna í mánaðarlaun. Hinn ritstjór- inn, Haraldur Johannessen, er síðan með 1,5 milljón krónur á mánuði. Saman- lagt kosta ritstjórarnir tveir útgáfuna yfir 50 milljónir króna á ári. Fátækramörk n Metsöluhöfundurinn Hallur Hallsson kemst illa af ef marka má álagningarseðla. Hallur, sem hefur skrifað og gefið út metsölubækur, er með launa- tekjur sem eru neðan við fá- tækramörk eða 77 þúsund krónur á mánuði. Félagi hans, varaþingmaðurinn Óli Björn Kárason, er með 126 þúsund á mánuði. Þarna ber þó að líta til þess að þeir kunna að hafa tekjur af fjármagni. Þá er hugs- anlegt að skatturinn misreikni. Stelpur, við getum betur en þetta Fleiri geðveikir en alkar Jónína Benediktsdóttir um það hvort hún sé femínisti – DV Bein Lína Óttar Guðmundsson, geðlæknir heldur fyrirlestur á SÁÁ hátíðinni – visir.is. Ömurleiki Alþingis„Syndir for- tíðarinn- ar eru auðvitað stærsti þátturinn Á gætu lesendur, mig langar bara til að gauka að ykkur þeim fróðleiksmola að framleiðend- ur í Hollywood greiða sumum leikurum tugi milljóna dala fyrir að leika í kvikmyndum. Þetta eru sjálf- sagt ekki nýjar fréttir í ykkar augum, en mig langar til að útskýra fyrir hvað svonefndar stjörnur eru að fá greiddar svona svimandi háar upphæðir. Ekki stafar þetta örlæti, eins og margir virð- ast halda, af því að tilteknir leikarar trekki vel í bíó og eigi herfylki af aðdá- endum sem gagnrýnislaust kaupi sig inn á allar myndir sem þeir leika í og tryggi aðsókn. Myndir með frægum leikurum floppa ekkert síður en aðrar myndir. Milljarða umtal Enginn, hvorki leikari né leikstjóri, getur tryggt aðsókn að einu né neinu. Það eina sem tryggir aðsókn er að myndin sjálf sé skemmtileg eða eftir- sóknarverð að mati áhorfenda. Hins vegar þarf markaðurinn augljóslega að vita að tiltekin mynd hafi verið gerð og sé í boði – og þar koma stjörnurnar inn. Hver einasti fjölmiðill í veröldinni segir frá því þegar Tom Cruise tekur að sér nýtt hlutverk og fylgist síðan með hverju fótmáli hans og vakir yfir börnum hans og hjónabandi. Tom fær svo kannski 30 milljónir dollara fyrir hverja mynd og hlutdeild í hagnaði ef einhver verður. Með öðrum orðum þá kostar það 30 milljónir dollara að fá Tom Cruise til að skapa umtal, vekja athygli og fá umfjöllun í öllum fjölmiðlum heims- ins. (Ég er nú ekki í hópi trúnaðarvina Toms svo að þessi upphæð gæti verið miklu hærri, kannski nær 50 milljón- um dollara, en notum töluna 30.) Góð fjárfesting Framleiðendur myndarinnar Oblivion litu á þetta sem góða fjárfestingu og réðu Tom til starfa. Auglýsingin hef- ur farið fram úr glæstustu vonum því að fyrir utan að þetta er spennandi verkefni sem margir hafa gaman af að lesa um, stendur Tom undir fjöl- miðlaumfjöllum með því að eiga fimmtugs afmæli, með því að standa í hjónaskilnaði og með því að lenda í forræðisdeilu, allt á sama sumrinu. Allur heimurinn fylgist með þessu og veit þar að auki upp á hár hvar Tom er staddur. Á Íslandi. (Þangað verður maður endilega að ferðast). Milljarða landkynning Það er því nærri lagi að sú landkynn- ing sem Tom Cruise færir Íslandi þessa dagana sé um 30 milljón dala virði. Sá virðisaukaskattur sem kvik- myndaframleiðendur fá endurgreidd- an fyrir að gera kvikmyndir á Íslandi er auðvitað einungis óinnheimtur eða endurgreiddur skattur af veltu sem að sjálfsögðu hefur áhrif út frá sér, og ekki er um „styrk“ að ræða eins og einhverjir virðast halda. Landkynningin sem við erum að fá núna er sem sé lauslega ágiskað nokkurra milljóna dala virði: Tom Cruise $30 milljónir Ben Stiller $30 milljónir Russel Crowe $30 milljónir Þetta gera 90 milljónir dollara og með mikilli varkárni má áætla að aðrar stjörnur í myndunum sem verið er að taka upp á Íslandi skili auglýsingu upp á samtals $30 milljónir – stjörnur eins og Anthony Hopkins, Paul Bettany eða leikstjórar eins og Ridley Scott og Dar- ren Aronofsky. Samtals, mjög varlega áætlað, landkynningarátak í boði kvik- myndaiðnaðarins á einu ári fyrir 120 milljónir dollara. Og hér er ekki verið að tala um það fjármagn og gjaldeyri sem þessi atvinnugrein er að koma með inn í landið. Og hér er ekki heldur verið að tala um að þessar milljónir renni í vasa íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Öðru nær. Hluti af peningunum fer vissulega til að greiða laun þeirra Íslendinga sem fá vinnu við þess- ar erlendu kvikmyndir, en megnið af peningunum streymir út í hagkerfið gegnum ferðamannaiðnað, verslun og þjónustu og skapar vinnu fyrir fjölda fólks sem vinnur störf sem dagsdag- lega tengjast kvikmyndagerð á engan sjáanlegan máta. Mikilvæg atvinnugrein Á meðan á þessu stendur er verið að pæla í því hvort forsvaranlegt sé að reka hér einn af bestu kvikmynda- skólum í Evrópu eða hvort starfs- lið í menntamálaráðuneytinu sé ekki best til þess fallið að ákveða hvernig slíku námi verði háttað í framtíðinni og hvort ekki sé skást að gera það að þægilegri og þægri einingu í listahá- skóla! Og framlög til kvikmyndagerðar sem voru skorin svo rosalega niður í upphafi stjórnartímabils að brans- inn var í dauðateygjunum eru kölluð „styrkir“ sem er næsti bær við orðið „ölmusa“. Eigum við ekki að rumska og fagna þessari nýju grænu atvinnugrein sem skapar svo mikla atvinnu, landkynn- ingu og færir milljónir dollara inn í hagkerfið okkar? Er ekki kominn tími til að fara að líta á kvikmyndagerð á Íslandi sem mikilvæga atvinnugrein sem eigi að njóta fyrirgreiðslu til jafns við sjávarútveg, iðnað og landbún- að í staðinn fyrir að burðast með það snæfellska sjónarmið að listin eða skapandi greinar séu ríkisstyrkt hobbí handa aumingjum sem ekki nenna að vinna?! Er ekki kominn tími til að hætta að líta á fólk sem hefur valið sér erf- ið störf í miskunnarlausri samkeppni innan menningargeirans sem aumingja og afætur og fara að skilja að hér er um að ræða menntað og hæft fólk sem dregur stórar fjárhæðir í þjóðarbúið og list sú og menning sem þetta fólk skapar með vinnu sinni er bónusvinningur fyrir okkar litlu þjóð. Milljarða landkynning Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Þráinn Bertelsson Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 30. júlí 2012 Mánudagur „Allur heimurinn fylgist með þessu og veit þar að auki upp á hár hvar Tom er staddur. xxxxxxxxxxx xxxxxxxxx?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.