Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Page 18
18 Umræða 30. júlí 2012 Mánudagur Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Við erum ekki sjúk, við erum brennd af gjörðum ræningja, og við þurfum ekki fleiri ræn- ingja til Íslands, við eigum jú nóg af þeim. Og þeir ganga allir lausir þökk sé aumingja- skap okkar allra. Nupo getur bara verið heima hjá sér og látið okkur í friði, við þurfum ekki á svona hrói að halda.“ Skarphéðinn Haraldsson við frétt þar sem ummæli Huang Nubo í ræðu fyrir nemendur í CEIBS viðskiptaháskól- anum í Shanghai um áramótin eru rifjuð upp. Þar sagði Nubo að Ís- lendingar væru „sjúkir og veikgeðja“. „Ef enginn situr í stjórn Gistivers ehf., þá er það brot á lög- um um fyrirtæki og stjórnir þeirra. Það virðist vera að sumir komist upp með lög- brot bara af því að þeir eru þeir sem þeir eru.“ Héðinn Ó. Skjaldarson við frétt DV um kaup einkahlutafélagsins Gistiver ehf. á Egilsen-húsinu í Stykkishólmi. Hreiðar Már Sigurðsson er eini prókúruhafi félagsins og stjórnar í raun öllum gerningum þess – en enginn situr í stjórn félagsins. „Finnst virkilega ein- hverjum 225 kr. mikið fyrir klukkutímann á dýrasta svæðinu? Í miðbæn- um eru líka 7 bílastæðahús þar sem klukkutíminn kostar 80 kr. Ótrúleg þessi árátta að þurfa alltaf að leggja bílnum sínum í anddyrinu á þeim stað sem fólk ætlar að heimsækja. Langflest okkar eru með tvær lappir sem eiga að geta borið okkur einhverja metra og mörg okkar hefðu auk þess bara gott af því að hreyfa aðeins á sér rassgatið.“ Lovísa Sigurjónsdótt- ir við frétt um hækkun stöðugjalda í miðborginni. Breytingarnar hafa mælst misvel fyrir. „Sé einn af milljón bilaður, þá þarf auð- vitað að banna allt. Þetta er allt að verða vitfirrt. Fyrir nokkrum áratugum hefði einhver bilaður í afdal bara verið bilaður þar, en nú er hann bilaður á heims- vísu. Þið eruð öll að bilast líka, bara vegna þess að þið fréttið af því á netinu.“ Hallgrímur P. Helgason í athugasemd við frétt um mynd sem bandarísk móðir birti á Facebook. Á myndinni sjást tvær dætur konunnar og önnur þeirra þykist gefa hinni brjóst. Myndbirtingin olli miklu fjaðrafoki og var móðir- in bönnuð á Facebook í kjölfarið. „Nú fer þetta allt að lagast því alþingis- menn fá frí gleraugu og heyrnartæki ásamt mörgum öðrum fríðindum sér að kostn- aðarlausu. Já þetta er að batna.“ Magnús Þórðarson um pistil Herdísar Þorgeirsdóttur fyrrverandi for- setaframbjóðanda sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. Í pistlinum sagði Herdís völdin vera hjá fámennum fjármálaklíkum og sagði Ísland vera „sprungið af spillingu“. 5 11 34 5 Gudjon Sigurdsson: Sæl, við höfum ekki alltaf verið sammála um lækningamátt detox-aðferðarinnar. En ertu eitthvað að mýkjast í þeim málum? Varðandi framsókn þá vil ég vita um framavonir þínar þar? Gangi þér allt í haginn!  Jónína Benediktsdóttir: Sæll Guðjón og takk fyrir þetta. Já það hefur hljóðnað verulega í þeim röddum sem gagnrýnt hafa með- ferðina mína. Sögurnar tala sínu máli og það er eins með Detoxið og Eróbikkið – þetta tekur tíma. Varð- andi Framsókn þá tel ég það mjög mikilvægt að fólk sem gagnrýnir kerfið taki þátt í því að byggja nýtt kerfi. Þetta er einfaldlega ekki að virka. Skuldasöfnun Steingríms um 700 milljarðar ! Helgi Eyjólfsson: Sæl vertu, Jónína. Ef það yrði gerð Hollywood-mynd um þig og þitt lífshlaup, hver myndi leika þig?  Jónína Benediktsdóttir: Ef líf mitt væri bíómynd myndi ég nenna að horfa á hana aftur ? Nei þannig að vonandi losnar fólk við að leika mig. En Edda Björgvins er góð leikkona og lífið þarf að vera skemmtilegt. Jóhann Jóhannsson: Sæl, er það rétt að Ingibjörg fv. kona Gunnars hafi farið upp fyrir framan alla á samkomu síðasta sunnudag og beðið alla afsökunar ef hún hafi gert eitthvað á þeirra hlut? Hvernig tókst þú í þetta?  Jónína Benediktsdóttir: Já hún gerði það af stakri karlmennsku. Við þurfum öll iðulega að biðja fólk um að fyrirgefa okkur. Gott mál. Þar sem ég sit hér býð ég eftir smá karlmennsku frá sumum blaða- mönnum hér. Sigríður Jónsdóttir: Sæl Jónína. Af hverju telur þú að það sé ekki pláss fyrir þig lengur innan Krossins, fyrst að fyrr ver andi kona Gunnars er mætt þar aftur?  Jónína Benediktsdóttir: Eftir skilnað þarf tilfinningalegt svigrúm. Ég mæti í Krossinn og við Ingibjörg höfum iðulega hist í veislum og ég ber engan kala til hennar. Hún er að hjálpa dóttur sinni í mjög erfiðum aðstæðum. Ástasigrún Magnúsdóttir: Hver eru þín helstu baráttumál innan Framsóknarflokksins?  Jónína Benediktsdóttir: Hér er ég á heimavelli :-) Ég sé fyrir mér sjálfbært samfélag, matvælaöryggi, lífræna ræktun til útflutnings þar sem áhersla er á gjaldeyrisöflun. Í stað þess að leysa skuldavanda heimilanna hefur þessi ríkisstjórn skuldsett þjóðina langt umfram það sem var nauðsynlegt. Hún hefur staðið í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu þannig að tekjuöflun og nýsköpun er iðulega blásin af. Stjórn- sýslan fitnar eins og púkinn á fjósbitanum og það virðast nægir peningar fyrir tilraunastarfsemi sem ESB umsókn er, nefndarfúsk, listamannasnobbgjafir (laun) og annað sem ekki sér fyrir endann á. Skelfileg stjórn. Hallur Guðmundsson: Hver er afstaða þín til annarra trúarbragða en kristninnar?  Jónína Benediktsdóttir: Elska allt fólk. Líka Reyni Trausta, þó svo að það sé oft erfitt. Við berum ábyrgð á öllum heiminum, ekki bara okkar heimili og garðinum heima. Egill Óskarsson: Sæl, Jónína. Ég tek eftir því að þú gafst Guðjóni hér fyrir ofan ekki mjög nákvæmt svar. Ertu ennþá þeirrar skoðunar að Detox-meðferðirnar sem þú býður upp á geti læknað sjúkdóma?  Jónína Benediktsdóttir: Ég er nú gangandi dæmi um það sjálf. Við höfum skrifað í genamenginu okkar sjúkdóma. Þar liggja þeir. En með því að fasta eins og ég kenni með ávöxtum og grænmeti í tvær vikur náum við að vinna gegn þessum undirliggjandi sjúkdómum. Ég hef mikla reynslu af sykursýki 2, háþrýstingi, offitu, húðsjúk- dómum og fleiri sjúkdómum sem tilheyra lífsstíl. Lífsstílsbreyting er nauðsynleg til þess að lækna sig. Já við getum læknað okkur sjálf Egill og þú ert velkominn með næst. Valgeir Sigurðsson: Sæl Jónína, þegar þú segir „listamannasnobbgjafir“ ertu að gefa það í skyn að þú sért á móti listamannalaunum?  Jónína Benediktsdóttir: Já, ég er á móti listamannalaunum þegar engir peningar eru til. Af hverju listamenn? Skil þetta ekki. Ef fólk getur ekki selt verkin sín ætti það að finna sér aðra vinnu. En flokkurinn sér um sína. Ég er samt mjög hrifin af listum og líka lystum :-) Jóhann Páll Jóhannsson: Ætti ekki Framsóknarflokk- urinn að beita sér í auknum mæli fyrir réttindum þeirra sem standa að framsæknum og óhefðbundnum lækningaaðferðum? Munt þú beita þér í þeirra þágu?  Jónína Benediktsdóttir: Já, óhefðbundið er í raun hefðbundið. Lyfjavæðingin er ný, hitt er gamalt. Við bruddum lyf, Íslendingar, fyrir 30 milljarða í fyrra og ég hitti rosa- lega veikt fólk vegna ofnotkunar lyfja. Þessi þróun er glæpur og sér í lagi konur eru á lyfjum í áskrift. Konur eru stærstu tilraunadýr lyfja- framleiðenda og sér ekki fyrir enda á þessari þróun. Ég er að kortleggja lyfin og niðurstaðan er sorg! Aðalsteinn Kjartansson: Hefurðu alltaf verið mjög trúuð eða gerðist það á einhverjum ákveðnum tíma? Ef svo, hvað gerðist?  Jónína Benediktsdóttir: Það er nægilega erfitt að lifa þessu lífi trúuð. Ég byði ekki í mig ef ég hefði ekki Guð með í ráðum. Flest erum við trúuð en kunnum bara ekki að tjá okkur um trúna nema þegar sorglegir atburðir gerast. Þá er oft erfitt að réttlæta sinnuleysið hvað trúna varðar. Ef við lítum á orð Geirs Haarde „Guð blessi Ísland „ hefði nú ekki verið betra að biðja Drottinn oftar meðan við flugum svo nærri sólinni að við brunnum til agna. Guð hefur alltaf verið til staðar fyrir mig en ekki ég fyrir hann. Ég tók pásu frá trúnni og fór fjandans til! Í orðsins fyllstu merkingu. Isak Hinriksson: Ætlarðu þér að verða ráðherra með fram - sóknar flokknum næsta kjör- tímabil?  Jónína Benediktsdóttir: Já ef fólk treystir mér í það. Kjósendur ráða ekki ég. Fundarstjóri: Áttu þér eitt- hvað óskaráðuneyti ef svo má segja? Hvar, að þínu mati, myndu kraftar þínir nýtast best?  Jónína Benediktsdóttir: Atvinnumálaráðuneytið. Hér setti ég fyrirtækjarekstur í öndvegi, nýsköpun og orkunýtingu. Við erum rík þjóð með lamað kerfi. Set súrefni í atvinnulífið með því að virkja þá sem enn nenna og vilja vinna. Hér er fólk lamað vegna hárra skatta, fjármagnseigendur flýja land og við missum frá okkur vel menntað fólk. Hugmyndir skapa peninga en 700 milljarða lán Steingríms fer í vitleysu og við erum að greiða bara í vexti af lánum yfir 60 milljarða á ári. Það er engin glóra í þessu. Vigdís Grímsdóttir: Blessuð Jónína og þakka þér fyrir síðast þótt langt sé um liðið. Segðu mér hversu mikilvægt telur þú að D-vítamín sé fyrir fullorðna?  Jónína Benediktsdóttir: Vigdís mín gott að heyra í þér. D-vítamín er í dag talið virka eins og hormón og þjónar mikilvægu hlutverki. Ég hvet þig til þess að eignast nýju bókina mína „Í Form á 40 Dögum“ ,við gætum skipts á bókum :-) Anna Sverrisdóttir: Í ljósi þess að þú ert búin að fara gegnum ofboðlega langt og erfitt tímabil. Hvarflar aldrei að þér að fara að einfalda líf þitt og fá ró í beinin? Gangi þér allt í haginn, Jónína mín.  Jónína Benediktsdóttir: Anna, jú það hvarflar að mér og satt best að segja þá heillar Svíþjóð mín líka. En ég hef sterkar rætur hér. Annars lifi ég rosalega einföldu lífi. Það lítur bara öðruvísi út. Ég fer nú að komast á prósentur hér á DV. Þeir þreytast ekki. Við Gunnar minn förum í gegnum þetta af æðruleysi og það er verið að kenna okkur um mikilvægi þess að í þrengingum þurfum við að standa saman en í velgengni skiptir það síður máli. Fjölmiðlar lyfta manni upp en þeir geta líka brennt mann til ösku. Ég ætla ekki að leyfa því að gerast. Jóhann Sigurðsson: Sæl Jónína, hver er þín afstaða til réttinda samkynhneigðra til hjónabands?  Jónína Benediktsdóttir: Hvað þeir gera sín í milli kemur öðrum ekki við. Þeir hafa lifað við frelsi á Íslandi og almennt bera menn virðingu fyrir tilfinningum þeirra og vilja og það geri ég einnig. Egill Óskarsson: Ef Detox-meðferðir geta læknað erfða(gena)sjúkdóma þá hljóta að vera til rannsóknir þar að lútandi. Ekki reynslusögur, rannsóknir. Getur þú vísað á slíkar?  Jónína Benediktsdóttir: Egill, ef lífsstílsjúkdómar eru ekki lækn- anlegir með breyttum lífsstíl hvað þá? Ef hinsvegar fólk fer aftur í fyrri lífsstíl þá veikist það aftur þar sem genin eru til staðar. Sjálf hef ég ekki veikst aftur eftir 8 ár. En það tæki mig nokkra mánuði að þróa með mér einkennin. En ekki misskilja mig, please. Jóhann Páll Jóhannsson: Getur þú hugsað þér að bjóða upp á nokkurs konar hóp ristil- skolun fyrir Framsóknarmenn?  Jónína Benediktsdóttir: Bla bla bla Sveinn Hansson: Af hverju telur þú Framsóknarflokkinn betri en þinn fyrri flokk Sjálfstæðisflokkinn?  Jónína Benediktsdóttir: Góð spurning ! Sjálfstæðisflokkurinn er svo lokaður að þú þarft kúbein til þess að komast áfram þar. Æi hann er ekki nægilega sexí þessi flokkur. Gömlu jaxlarnir svældir út og þeir eru enn með fólk sem þarf pásu. Fara út í heim og sjá heiminn í víðara ljósi. En það er gott fólk í öllum flokkum en Framsókn hefur lagað mest til. Þar eigum við heima, fólk sem krefst breytinga. Auðvitað hefði verið gott eftir hrun að mynda þjóðstjórn en það mátti auðvitað ekki breyta neinu. Íhaldssemin er með ólíkindum hér á landi. Við erum þjóð óttans, þorum ekki að standa með okkur sjálfum oft á tíðum. Ég er ekki gift neinum flokki og það er eins og flokkar á Íslandi séu fastir í hugmyndafræði kerfa sem augljóst er að virkuðu ekki. Lítum á önnur hagkerfi og fylgjum þeim sem ganga best. Eða? Sveinn Hansson: Hvað hefur Framsóknarflokkurinn með Sigmund Davíð í broddi fylkingar lagað til?  Jónína Benediktsdóttir: Hann var ekki áhrifavaldur í hruninu í fyrsta lagi. Hann daðrar ekki við fyrrum forkólfa flokksins sem hafa mulið undir sig sjálfir eigur almennings og við getum varla þverfótað fyrir fyrirtækjum þeirra. Hann er skarpgreindur og fylginn sér og þarf ekki að fá styrki frá auðmönnum til þess að starfa á þingi. Það er mesti plúsinn. Hann á sjálfur peninga. Hugsjónamaður er hann líka og læt- ur ekki kaupa sig. Við höfum rætt það. Ég tæki aldrei á móti krónu frá viðskiptalífinu. Aldrei ! Jón Garðarsson: Hvernig líst þér á að Jóhannes sé að opna Iceland-verslun hér á landi?  Jónína Benediktsdóttir: Samkeppni er af því góða. Dáist að karlinum. Hildur Knútsdóttir: Ertu femínisti?  Jónína Benediktsdóttir: Hvað er það ? Ég er manneskja og þoli illa kynjakvóta, jafn- réttisumræðu sem gerir lítið úr okkur sjálfum. Ég hef séð hvernig sumar konur breytast í nornir allt í einu og kalla sig femínista. Stelpur við get- um betur en þetta. Ég hef alltaf séð til þess að rödd mín fái hljómgrunn þó á brattann sé að sækja. Svo finnst mér rosalega gaman og gott að vera jafnréttissinni. Hallur Guðmundsson: Þú rakst um tíma lúxus-líkams- ræktarstöð við Austurstræti. Ég stundaði hana um tíma, góð stöð. Af hverju var henni lokað?  Jónína Benediktsdóttir: Hallur minn, hefði ég vitað þá sem ég veit í dag væri þarna flottasta heilsurækt á Íslandi. Bankinn eignaðist mig einfaldlega og ég kann ekki að skipta um kennitölu eða biðja um afskriftir. Ég fór einfaldlega í gjaldþrot með þessa frábæru stöð. Skuldaði Landsbankanum 40 milljónir en bankinn átti 50 prósent í félaginu. Þeir tóku allar mínar eigur og gáfu glæfragæjum fyrirtækið. En þetta var góður skóli. Arnar Ingason: Hvers vegna ætti fólk að kjósa þig umfram einhvern annan?  Jónína Benediktsdóttir: Góð spurning, ég hef ekkert hugleitt það. Ég stóð fyrir ákveðnum gildum fyrir hrun, ég kynnti mér hluti sem fáir nenntu að gera. Í því ferli eign- aðist ég marga óvini, eins friðsæl og ég nú er. Ég er hugmyndarík, dugleg, áræðin, ákveðin og með mikinn húmor. Ég er auk þess mjög vel gift og ekki femínisti, ekki lygari, ekki þjófur, ekki spillt. Ég er að átta mig á því að stjórnmál eru eins og fegurðarsamkeppni. Maður þarf að monta sig :-) Helga Hartmannsdóttir: Sæl, Ertu hætt með Detox?  Jónína Benediktsdóttir: Ég er með Detox-meðferðir í Pól- landi og fyrirtækið Nordichealth. is. Ég vinn mikið með fyrirlestra út um allt land og víða um heim. Nordichealth er fyrirtæki sem á eftir að þróa meira. Ég fer næst með 30 manna hóp til Póllands 24. og 25. ágúst. Helga Eiríksdóttir: Hvarflar aldrei að þér að Gunnar geti mögulega verið sekur um þær misgjörðir sem nokkur fjöldi kvenna hefur sakað hann um?  Jónína Benediktsdóttir: Helga mín, auðvitað kom þessi spurning frá þér. Gangi þér vel. Ummæli þín um mig og Gunnar á holræsakerfi fjölmiðla segir mér aðeins eitt. Þú þarft mikla hjálp. Eitt er á hreinu. Gunnar áreitti þig ekki. Saksóknari vísaði málinu frá. Ég sá hvernig þetta byrjaði og ég læt Gunnar um að segja þá sögu. Helgi Eyjólfsson: Þú ert lögst í freyðibað með rauðvínsglas á baðbrúninni og ilmkerti á borðinu. Hvaða tónlist myndirðu setja á fóninn, hvaða bók myndirðu grípa í og hvernig ilmur væri af kertunum?  Jónína Benediktsdóttir: Helgi minn fer alltaf í sund, alla daga, kalda sturtu og hlusta á fuglasönginn. Ég er ekki þessi rómótýpa hahahaa. Lavender og Bach ? Lovísa Halldórsdóttir: Hvað heillaði þig mest við Gunnar?  Jónína Benediktsdóttir: Ég hafði þekkt Gunnar í 7 ár í Detox-meðferðunum áður en Amor hitti okkur fyrir. Hann er rosalega greindur, veit allt milli himins og jarðar, hann er hress og skemmtilegur, elskar börnin sín meira en lífið sjálft og það eru alltaf meðmæli með karlmönn- um. Svo er maðurinn ótrúlega flottur og karlmannlegur, nema hvað! Þegar ég heyri hann predika þá lyftist ég upp eins og aðrir. Falleg rödd :-) Karl Indriðason Er það eitthvað sem þú hefur sagt eða skrifað í látunum sem hafa verið í kringum þig sem þú sérð eftir?  Jónína Benediktsdóttir: Karl, já, ég hef skrifað tveimur konum í reiði minni trúnaðarbréf. Þær fóru með þau í fjölmiðla. Ég hélt ég gæti svarað fyrir mig en svo var ekki. Ég er hætt að reyna það. 15 mínútur af frægð heillar. Ég er mjög hvöss þegar ráðist er á manninn minn og börnin okkar. Eins og brjáluð ljónynja. Guð hjálpi þeim sem lenda í mér í þeim ham. Ég gefst aldrei upp þegar velferð þeirra er í húfi. Aldrei! Ég skrifa samt alltaf undir nafni. Það mætti fólk venja sig á.  Jónína Benediktsdóttir: Ég þakka fyrir góðar spurningar og óska fólkinu hér góðs gengis. Hér á DV eru allir á fullu og við ákváðum að koma hingað og biðja fyrir þessum fjölmiðli sem hefur hamingju svo margra í hendi sér. Guð blessi DV og alla sem hér vinna. Við þurfum samstöðu um að byggja hér samfélag en ekki stríðsvettvang. Ég vil leggja mitt að mörkum og Reynir Traustason ég mun reyna að elska þig líka :-) Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir sat fyrir svörum á Beinni línu DV á föstudag. „Eins og brjáluð ljónynja“ Nafn: Jónína Benediktsdóttir Aldur: 55 Starf: Athafnakona 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.