Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Side 24
Tíu besTu kaupin í enska bolTanum 24 Sport 30. júlí 2012 Mánudagur E nn einu sinni í að­ draganda Ólympíuleika gera fjölmiðlar sérstak­ lega mikið úr samkeppn­ inni við hinn stórkostlega sundmann Michael Phelps. En miðað við fyrstu úrslit í sundinu á leikunum í London virðist stjörnuferill Phelps á niðurleið. Fjölmiðlar virðast hafa mikla þörf fyrir að búa til dramatík í kringum Phelps í sundinu. Á leikunum í Aþenu 2004 var aðalatriðið keppni hans við Ástralann Ian Thorpe. Fjórum árum síðar í Kína var Hollendingurinn Pieter van den Hoogenband gerður að hans helsta keppinaut og fyr­ ir leikana nú í London birtust greinar eftir greinar í blöðum um æsilega keppni Phelps við landa sinn Ryan Lochte. Þó Ólympíuleikarnir séu aðeins rétt að hefjast hafa þeir Phelps og Lochte þegar mæst í 400 metra fjórsundi þar sem allir gerðu ráð fyrir að Phelps næði verðlaunasæti. Svo varð þó ekki því stjarnan endaði í fjórða sætinu meðan keppi­ nauturinn Lochte sigraði með töluverðum yfirburðum. Þjálfari Phelps var með svör á reiðum höndum og sagði undirbúning skjólstæðings síns hafa verið lakari en þörf var á og því hafi Phelps ekki staðið undir væntingum í þessu fyrsta keppnissundi sínu. Sjálfur tók Phelps undir það og viðurkenndi fúslega að fyrstu þrír keppendurnir hefðu einfaldlega synt betur en hann sjálfur. Phelps á eftir að keppa í all­ nokkrum greinum næstu dag­ ana og verið getur að hann komi þar á óvart. Það hefur hann gert áður og hann er stór­ kostlegur íþróttamaður jafnvel þó gjörningar hans utan vall­ ar hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá aðdáendum hans. Fallinn Phelps n Sigursælasti sundmaður heims ekki meðal þriggja efstu n Hvaða þjálfarar í Englandi hafa verið séðastir með veskið? Sol Campbell Hann var lengi vel einn besti varnarmaður Bretlandseyja og það er ekkert minna en stór­ kostlegt að á hátindi ferilsins hafi Arsene Wenger tekist að heilla Campbell nóg, ekki að­ eins til að skipta yfir í Arsenal frá erkifjendunum Tottenham heldur að fá hann fyrir ekki neitt. Þetta eru klárlega topp­ kaup hvernig sem á það er litið enda var Campbell frábær með liðinu til ársins 2006. Tim Cahill Hann er nú á mála hjá New York Red Bulls í Bandaríkj­ unum en síðastliðin ár hef­ ur hann verið lykilleikmaður Everton og á köflum stórkost­ legur. Stjóri Everton keypti hann fyrir 280 milljónir króna á sínum tíma. Þar lék Cahill vel yfir tvö hundruð leiki. Eric Cantona Þarf eitthvað að segja um þennan snilling sem óumdeil­ anlega eru bestu kaup Alex Ferguson nokkru sinni. Hann fékkst frá Leeds á sínum tíma fyrir 230 milljónir króna. Ole Gunner Solskjær Önnur mögnuð kaup Fergu­ son. Solskjær var einn lykil­ manna United í heil tíu ár og skoraði æði mörg geysimikil­ væg mörk. Hann kom upphaf­ lega til liðsins fyrir 240 milljón­ ir króna. Robin van Persie Annar sem ekki þarf að kynna mikið. Meiri líkur en minni þykja á að hann verði seld­ ur á næstunni fyrir dágóðan skilding. Hann kostaði Arsenal aðeins 520 milljónir þegar hann kom frá Feyenoord árið 2004. Joe Hart Aðalmarkvörður ensku meist­ aranna og enska landsliðsins. Hver hefði trúað því að hann hefði fengist árið 2006 fyrir að­ eins 115 milljónir króna. Shay Given Annar stórfínn markvörð­ ur sem kostaði klink á sínum tíma. Hann lék í tíu ár fyrir Newcastle og kostaði 280 millj­ ónir króna. Cesc Fabregas Stórkostlegur fyrir Arsenal og einn af þeim betri í boltanum almennt. Wenger fékk hann frítt árið 2003 og seldi hann 2010 fyrir tæpa sex milljarða króna. Nicolas Anelka Enn einn snillingurinn sem Arsene Wenger nældi í fyrir smápeninga og seldi aftur fyr­ ir fúlgur fjár. Anelka kostaði Arsenal á sínum tíma heilar 98 milljónir króna. Demba Ba Sextán mörk á sínu fyrsta tímabili í enska með Newcastle United. Og prísinn fyrir kapp­ ann: Núll krónur. Ý mislegt má segja um þjálfara Arsenal, hinn franska Arsene Wen­ ger, en eitt má karlinn eiga; enginn státar af viðlíka árangri þegar kemur að stórkostlegum kaupum á leik­ mönnum. Á lista dagblaðsins Telegraph um tíu bestu kaup­ in í enska boltanum undanfar­ in ár eru fjórir leikmenn sem Wenger fékk frítt eða fyrir lítið en mokaði inn seðlum þegar þeir voru síðan seldir. Deila má um hvernig bestu kaupin eru skilgreind en heilt yfir hljóta þau að vera kaup á ódýrum leikmönnum sem blómstra með liðum sínum og félagið græðir síðan á tá og fingri þegar þeir yfirgefa síðan herbúðir þeirra. Arsene Wen­ ger er snillingur í þessu og til eru þeir sem segja að þrátt fyr­ ir ýmsa háa herra og moldríka í stjórn Arsenal hefði félag­ ið aldrei ráðist í byggingu Em­ irates leikvangsins hefði Wen­ ger ekki verið svona séður í leikmannakaupum. Má muna sinn fífil fegurri Gengi allra besta sundmanns síð- ustu ára virðist á niðurleið ef marka má fyrstu keppni hans í London. Engin kaup í deiglunni Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fullyrðir að engin frekari leikmannakaup séu ákveðin af hálfu liðsins á þessari stundu. Hafa um­ mælin vakið athygli enda stutt í að leiktíðin hefjist og enn er alveg óráðið hvort liðið heldur stjörnusóknar­ manni sínum Robin van Persie. Sterkur orðrómur gengur um að Wenger vilji fá þá Santi Cazorla og Nuri Sahin til liðsins en því hafn­ ar Wenger. Þá varð ljóst í gær að hinn efnilegi Jack Wilshire verður frá vegna meiðsla fram í október. Scholes á mörg ár eftir Hinn 37 ára gamli Paul Scholes á nokkur góð ár eftir að mati Alex Ferguson stjóra Manchester United. Scho­ les hefur skrifað undir eins árs samning við liðið eftir að hafa hætt við að hætta knattspyrnuiðkun en Scho­ les var kominn í þjálfara­ teymi United í fyrra áður en hann ákvað að spila á nýjan leik. Ferguson hefur mikla trú á sínum manni því hann telur að Scholes eigi fleiri en eitt ár eftir og það hjá United. Vilanova eins og Guardiola Leo Messi, stjarna Barce­ lona, segir lítinn sem engan mun á þjálfun og undir­ búningi nýs þjálfara, Tito Vilanova og hins sigursæla Pep Guardiola. Í samtali við Marca á Spáni segir Argent­ ínumaðurinn að Tito sé jafn agaður og skemmtileg­ ur þjálfari og forverinn og engin spurning sé að Börs­ ungar muni, undir stjórn nýs þjálfara, spila eins vel og þeir hafa gert undanfarin ár. Fyrsti æfingaleikur liðsins fyrir næstu leiktíð gef­ ur góð fyrirheit. Barcelona lagði Raja Casablanca frá Marokkó 0–8 og Messi skor­ aði þrjú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.