Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Blaðsíða 25
Sport 25Mánudagur 30. júlí 2012 Sannfærandi sex marka sigur n Handboltalandsliðið byrjar vel á ÓL Þ að var ekki ýkja margt athugavert við fyrsta leik íslenska hand­ knatt leiks landsliðs ins á Ólympíu leikunum í London. Sann fær andi sex marka sig­ ur á landsliði Argentínu varð niðurstaðan þrátt fyrir að þeir suðrænu væru aðeins einu marki undir í hálfleik. Argentínumenn voru sýnd veiði en ekki gefin eins og leikmenn Íslands vissu eftir tvo æfingaleiki við liðið í aðdraganda Ólympíuleik­ anna. Sýndu þeir argent­ ínsku fínan leik lengi vel og voru aðeins marki und­ ir, 15–14, í hálfleik. Þeir hins vegar kláruðu sig of snemma því síðustu tíu mínútur leiks­ ins átti Ísland skuldlaust og það var þá sem liðið seig hægt og bítandi framúr. Reynslan, sem íslenska liðið hefur nóg af, hafði þá sitt að segja. Guðjón Valur Sigurðsson var frábær í íslenska liðinu og jafnframt markahæstur með 9 mörk. Ólafur Stefáns­ son setti sex mörk og Róbert Gunnarsson skoraði fjög­ ur. Þeir Arnór Atlason, Aron Pálmarsson og Ingimund­ ur Ingimundarson skoruðu þrjú, Ásgeir Örn Hallgríms­ son tvö og Alexander Peters­ son eitt. Markverðir Íslands stóðu vaktina með prýði líka. Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot og Hreiðar Levý Guðmundsson varði alls níu skot. Ísland mætir liði Tún­ is á þriðjudaginn kemur og hefst sá leikur klukkan 8:30 um morguninn. Túnis tap­ aði sínum fyrsta leik gegn Svíþjóð með sjö marka mun 21–28. Þ að fara ekki allir í skóna hans Andriy Shevchen­ ko. Það fara reyndar alls engir í skóna hans enda komnir end­ anlega upp á hillu á heimili kappans í Kænugarði en þessi stórkostlegi knattspyrnumað­ ur sem skemmt hefur áhuga­ mönnum um heim allan síðan 1992 er hættur og ætlar að hasla sér völl í pólitík. Hvað er hægt að segja um knattspyrnumann sem allan sinn feril skoraði því sem næst mark í öðrum hverjum leik sem hann spilaði. Það gerði Sheva, eins og hann er kall­ aður af löndum sínum, í bún­ ingi Dynamo Kiev, AC Milan og Chelsea jafnvel þó ferill hans í bláum búningi Lundúnaliðsins undir stjórn Jose Mourinho hafi þótt vera hans lakasti. Var hann gagnrýndur mjög harkalega fyrir frammistöðu sína þar jafn­ vel þó hann næði að setja 22 mörk í 77 leikjum. Fann sig aldrei með Chelsea Með Chelsea stóð hann kannski aldrei undir þeim verðmiða sem var á honum þegar hann var keyptur frá AC Milan en hægt er að færa rök fyrir að hann hafi aldrei fengið ýkja mikinn tíma og var reglulega skipt út af enda tómar risastjörnur á bekknum þá eins og nú. Frank Lampard, leikmaður Chelsea, lét hafa eftir sér þegar Sheva lauk ferli sínum með Chelsea til að fara aftur til Milan að þar færi ein af stórstjörnum fótboltans frá upphafi. „Sheva er þarna uppi með þeim allra allra bestu síð­ ustu öldina. Hann er goðsögn og sannarlega súperstjarna.“ Lampard er sjálfur enginn auk visi og hefur spilað með stórstjörnum nánast allan sinn feril hjá Chelsea. Hann veit hvað hann syngur. Mark í öðrum hverjum leik En enginn efast um að Andriy var besti sóknarmaður heims þegar hann var upp á sitt besta með AC Milan og þó mörkin séu mörg í búningi liðsins var ekki síður merki­ legt að hann átti ótrúlega oft lokaorðið í mikilvægustu leikjum liðsins. Þannig var það Shevchenko sem skoraði til að tryggja Rossineri sinn fyrsta Meistaradeildartitil í níu ár 2003 þegar AC sigraði Juventus í vítaspyrnukeppni. Þá var það líka hann, stuðn­ ingsmönnum AC til mikillar gleði, sem tryggði AC sigur á erkifjendunum Inter, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en slíkt er kjörið til að komast í guðatölu meðal áhangenda liðsins. Herra forseti Lítill vafi leikur á að Sheva mun láta að sér kveða sem pólitíkus í Úkraínu. Hann er einn allra vinsælasti maðurinn í landinu og hefur verið það lengi. Hann hefur notað töluvert af mikl­ um fjármunum sínum til að bæta kjör þeirra er lítið hafa og eiga í landinu og lítur á sig sem mann fólksins. Hann á þess vegna eftir að gera það gott í kosningum og spurningin kannski aðeins hvaða embætti hann hefur áhuga að landa. Sennilegast gæti hann tiltölu­ lega einfaldlega látið kjósa sig forseta landsins, kærði hann sig um það. n Andriy Shevchenko leggur skóna á hilluna eftir glæsilegan feril Enn í fullu fjöri Ólafur Stefánsson á helling eftir, miðað við fína spilamennsku með lands- liðinu í fyrsta leik liðsins á Ólympíuleikunum í London. Kaká aftur til Milan Berlusconi, eigandi AC Milan, vill ólmur fá Bras­ ilíumanninn Kaká aftur til liðsins en talið er víst að Mourinho þjálfari Real Ma­ drid hafi ekki ýkja mikinn áhuga að halda kappanum í Madríd. Þykir hann ekki hafa sýnt neina snilldartakta í búningi Hvíta hússins eins og Real Madrid kallast með­ al stuðningsmanna. Kaká blómstraði hins vegar með AC Milan á sínum tíma og hann er aðeins þrítugur að aldri. Hann ætti að eiga tvö til þrjú góð ár eftir enn. Vill Neymar til Barca Hægt væri að færa rök fyrir að Barcelona hafi ekki sigr­ að deildarkeppnina á Spáni síðastliðinn vetur vegna meiðsla hins eiturskæða David Villa snemma leiktíð­ ar. Jafnvel þó Messi sé snill­ ingur og velflestir leikmenn liðsins geti skorað, munar um minna þegar menn eins og Villa eru frá. Þess vegna vill stjórnarformaður liðsins fá hinn brasilíska Neymar til Barcelona fyrir næstu leik­ tíð. Neymar sem leikur með Santos í heimalandinu þykir einn allra skæðasti framherji vorra tíma og það aðeins tuttugu ára gamall. Þykir í öllu falli afar hæpið að hann leiki mikið lengur í Brasilíu en fleiri félög en Barcelona íhuga að freista kappans sem kosta mun fúlgur fjár. Erfiður markaður Stjóri Manchester City, Roberto Mancini, segir að aðdáendur liðsins megi bú­ ast við nýju blóði næstu tvær vikur. Viðræður eigi sér stað við nokkra leikmenn en markaðurinn sé almennt erfiður og því taki viðræð­ ur lengri tíma en ella. Sé markaðurinn erfiður fyrir félagslið með nánast ótak­ markaðan aðgang að fjár­ magni er ljóst að hann er raunverulega erfiður. Nema vellauðugir eigendur City séu allt í einu farnir að spara skildinginn? Shevchenko hættur og farinn í Stjórnmálin Vonbrigði Hvort sem menn héldu með liði Úkraínu eður ei á Evrópumeistaramótinu í sumar var afskaplega sorglegt að Shevchenko og félagar kæmust ekki lengra en raunin varð. Shevchenko gerði þó sitt allra besta. Flottur hjá AC Milan Á toppi ferilsins með AC Milan skoraði Shevchenko hvorki fleiri né færri en 177 mörk í 296 leikjum alls. Þar af komu fjórtán þeirra gegn höfuðandstæðingnum, Inter Milan. Albert Eyþórsson blaðamaður skrifar albert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.