Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2012, Page 26
26 Fólk 30. júlí 2012 Mánudagur Jón Gnarr glæsilegur n Jón Gnarr og Hinsegin kórinn á Gay Pride í Færeyjum Þ etta gekk alveg rosalega vel,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kór- stjóri Hinsegin kórsins við blaðamann DV. Kór- inn kom fram í tilefni af Gay Pride-göngunni í Færeyjum fyrir helgi auk þess sem þau sungu í færeysku sjónvarpi og á Ólafsvöku. „Lögreglan segir að þarna hafi verið fimm til sex þúsund manns, sem er rosalega mik- ið,“ segir Sigurður Júlíus Guð- mundsson, sem syngur með kórnum, en bæði segja þau Helga að viðtökurnar hjá Fær- eyingum hafi verið frábærar. „Hér eru allir rosalega opnir, dagurinn í dag var bara algjör draumur,“ segir Helga. „Bara gleði og hamingja í dag,“ stað- festir Sigurður. Réttindabar- átta samkynhneigðra er komin mun skemur á veg í Færeyj- um en á Íslandi og því er mik- ilvægur áfangi að halda slíka gleðigöngu. Jón Gnarr tók sem kunnugt er þátt í göngunni og segja þau borgarstjórann hafa verið landi til sóma, bæði í at- ferli og klæðaburði: „Hann var glæsilegur,“ segja þau en Jón hélt ræðu sem þótti vera mjög hvetjandi. Markmið Gillz Egill Einarsson eða Gillz eins og hann er alltaf kall- aður hefur verið erlendis upp á síðkastið með góðvini sínum, Auðunni Blöndal, en þeir skelltu sér saman til Benidorm í smá frí. Egill er einkaþjálfari og vinnur sem slíkur og sjálfur er hann í frekar góðu formi. Í seinustu viku setti hann á Facebook, mynd af olíu- bornu vöðvatrölli og skrif- aði við myndina: „Ég er með EITT markmið í lífinu og það er að koma mynd af mér inn á Male Fitness Model síð- una!“ Fyrir neðan skrifar svo Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu: „Magnað mað- ur, svo stefna aðrir að því að koma á friði á jörð og út- rýma fátækt í heiminum.“ 15 tímar á öðrum fæti Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen er þessa dagana að vinna nýju plötunni sinni Planet Earth auk þess sem nýlega kom út plata Þórunn- ar Antoníu en hún og Davíð sömdu öll lögin á henni saman. Hann setti þessa mynd á netið fyrir nokkrum dögum og skrifaði við hana: „Vissuð þið að fyrir 3 árum stóð ég á einum fæti í 15 klukkustund- ir fyrir framan grænan skjá í Svíþjóð. Myndbandið inni- hélt 3500 myndir sem voru settar saman. Góðir tímar og frábær vinnubrögð hjá Farzad Farzaneh og Viktor Gardsater“ en myndbandið sem Davíð á við er við lag Berndsen, Lover In The Dark. Sölvi far- inn úr landi Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason, sem er að skrifa ævisögu Jóns Páls Sigmars- sonar heitins, er farinn frá Íslandi til Valencia sem að hans mati er ein besta borg Spánar. Að hans sögn er ævisöguverkefnið hrikalega skemmtilegt og Jón Páll eitt mesta goð sem Ísland hafi alið. Hann segist samt ekki alfarinn frá Íslandi heldur ætlar hann að dvelja ytra í nokkrar vikur og skrifa „eins og vindurinn.“ „Glæsilegur“ Jón Gnarr hélt ræðu sem þótti vera mjög hvetjandi. Myndir SiGurður JúlíuS GuðMundSSon Sungu víða Kórinn kom fram á Ólafsvöku, á Gay Pride og í sjónvarpi. Mikilvæg barátta Réttindabarátta samkynhneigðra er mun skemur á veg komin í Færeyjum en á Íslandi. Þ að var bandarísk sjón- varpsstöð sem bauð mér að koma fram í einhverjum nýjum þætti, Off Beat,“ seg- ir söngkonan Leoncie en þar er á ferðinni þáttur frá sömu framleiðendum og gera Amer- icas Funniest Home Videos. Vin Di Bona er einn af aðal- framleiðendum þáttarins en hann er einmitt hugmynda- smiðurinn á bakvið Americas Funniest Home Videos. Það er grínistinn Mike E. Winfield sem stýrir þættinum en í lýs- ingu þáttarins segir að í hon- um séu sýnd öll fyndnustu og mest „outrageous“ tónlistar- myndbönd sem netið hefur upp á að bjóða. „Þeir ætluðu að frumsýna nýja tónlistarmynd- bandið mitt, Gay World,“ bæt- ir Leoncie við en hún var að senda frá sér nýja plötu með sama nafni. Leoncie er búsett í Bretlandi en hún flutti þang- að fyrir nokkrum árum frá Ís- landi ásamt Viktori eiginmanni sínum, „En ég hafnaði tilboði þeirra þegar ég las yfir samn- inginn,“ bætir hún ákveðin við. „Þar sem þau ætluðu að hirða allan höfundarréttinn. Af öll- um myndböndunum mínum og líka því sem ég sem í fram- tíðinni,“ en Leoncie leist ekki alls kostar á gylliboð banda- ríkjamannanna að hennar sögn. „Ég er enginn fangi fyr- ir bandaríska fávita! Þeir vildu líka fá að vita hvaða skoðanir ég hefði á Íslandi þar sem ég er íslenskur ríkisborgari.“ Það sem meira er; þá seg- ir Leoncie að aðilarnir sem settu sig í samband við hana og vildu fá hana í þáttinn hafi sett sem skilyrði að Viktor eig- inmaður hennar yrði ekki með í för. „Enginn getur tælt mig. Ég sagði þeim að lauslæti væri ekki fyrir mig. Ég vil ekki skilja við karlinn minn til að verða fræg í Ameríku.“ Leoncie segir að forsvars- menn þáttarins sem höfðu samband við hana hafi ekki verið sáttir þegar hún hafnaði tilboðinu. „Þeir sögðu að hing- að til hafi enginn hafnað þeim en ég svaraði: „Ég, Icy Spicy Leoncie, er ekki örvæntingar- full. Ég kem frá risastóru landi, Indlandi, þar sem möguleik- arnir eru margfalt meiri.“ Leoncie segist skilja vel að framleiðendur Off Beat hafi viljað fá lög sín í þáttinn. „Auð- vitað veit ég að ég sem frábær gamanlög. Eins og til dæmis Litli sjóarinn sem þeir vildu líka spila. Ég elska að fá fólk til þess að hlæja,“ segir Leoncie en aðdáend- ur hennar geta séð myndbandið við titillag- ið á nýju plötunni á YouTube- síðu söngkonunnar. Slóðin er youtube.com/icyspicyleoncie. Þar er að finna fjöldann allan af myndböndum eftir Leoncie og þar á meðal við áðurnefnt lag; Litli sjóarinn. asgeir@dv.is n Boðið í þáttinn „Off Beato“ n „Vil ekki skilja til að verða fræg í Ameríku.“ Fórnar Viktori ekki fyrir frægðina leoncie „Ég er enginn fangi fyrir bandaríska fávita!“ Gay World Nýtt lag og ný plata frá Leoncie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.