Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Page 2
2 Fréttir 15. febrúar 2012 Miðvikudagur
Samkeppniseftirlitinu stefnt:
Leynd yfir
svínamáli
Tvö mál gegn Samkeppniseftir
litinu vegna yfirtöku Stjörnu gríss
á nokkrum svínabúum eru nú til
meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja
víkur. Það var í júní í fyrra sem
Samkeppniseftirlitið ógilti samruna
sem fólst í yfirtöku Stjörnugríss á
tilteknum eignum svínabúanna
sem fóru með rekstur svínabú
anna Brautarholts og Grísagarðs.
Svínabúin höfðu komist í eigu Ar
ion banka eftir að þau urðu gjald
þrota. Úrskurðurinn var kærður til
áfrýjunarnefndar samkeppnismála
sem staðfesti niðurstöðu Sam
keppniseftirlitsins um að ógilda
yfirtökuna.
Í fyrra málinu sem nú er til með
ferðar hjá héraðsdómi er það Stjör
nugrís hf. sem stefnir Samkeppnis
eftirlitinu til ógildingar ákvörðunar
eftirlitsins. Í síðara málinu er það
hins vegar Arion banki sem stefnir
Samkeppniseftirlitinu af sömu
ástæðu. Athygli vakti að samkvæmt
dagskrá héraðsdóms í síðustu viku
var þinghald í síðara málinu lokað.
Samkvæmt upplýsingum frá Ar
ion banka var farið fram á að hafa
þinghaldið lokað vegna þess að við
meðferð málsins gætu komið fram
upplýsingar sem varða bankaleynd.
Ekki fengust nánari skýringar á því
hvaða upplýsingar það gætu verið
en fyrirtöku í málinu sem átti að
fara fram í síðustu viku var frestað.
Þinghald í fyrra málinu var hins
vegar opið en fyrirhugaðri fyrir
töku sem átti að fara fram í síðustu
viku var frestað um óákveðinn tíma
líkt og í hinu málinu. Heiðrún Lind
Marteinsdóttir, lögmaður Stjörnu
gríss hf., segist í samtali við DV von
ast til þess að aðalmeðferð í mál
inu fari fram í mars. Gangi það eftir
mun dómur í málinu falla skömmu
síðar.
Heiðrún segir að mikið sé undir
í málinu og ágreiningurinn marg
þættur. „Það er ágreiningur um það
hvernig markaðir eru skilgreindir
og markaðshlutdeild og fleira. Svo
er þetta sjónarmið um fyrirtæki á
fallandi fæti. Því var haldið fram í
málinu og samþykkt af Samkeppn
iseftirlitinu í upphafi að þessi fyrir
tæki sem hefðu verið keypt hefðu
verið á fallandi fæti og verið gjald
þrota og enginn annar kaupandi.
Áfrýjunarnefndin féllst ekki á að
þessi skilyrði væru uppfyllt. Það er
fyrirséð að það verði langur mál
flutningur í þessu,“ segir Heiðrún.
Málið vakti talsverða athygli á
sínum tíma en DV greindi til að
mynda frá því í fyrra að forsvars
menn Stjörnugríss hefðu slátrað
yfir 500 gyltum og með því þurrkað
út stofninn í Brautarholti sem þeir
höfðu yfirtekið frá Arion banka.
Dæmdur fyrir
kannabisræktun
Héraðsdómur Reykjavíkur hef
ur dæmt karlmann á fertugs
aldri í 60 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa í fórum
sínum 59 kannabisplöntur.
Plönturnar fundust á heimili
mannsins á höfuðborgarsvæð
inu þann 1. september 2010, en
samkvæmt ákæru voru plönt
urnar ætlaðar til dreifingar
og sölu. Við húsleit á heimili
mannsins lagði lögregla einnig
hald á sex gróðurhúsalampa og
tvær viftur sem notuð voru til
framleiðslu plantnanna.
Maðurinn játaði brot sín
skýlaust en dómurinn yfir
honum er bundinn skilorði til
tveggja ára. Þá var honum gert
að greiða 240 þúsund krónur í
sakarkostnað.
Vilja milljarða
frá bönkunum
„Hæstu kröfur fyrr-
verandi starfs-
manna eru gerðar í
Landsbankann.
n Fyrrverandi lykilstarfsmenn bankanna hafa samtals gert þriggja milljarða kröfur í þrotabú þeirra
Vilja meira Bankamenn vilja margir hverjir fá meira greitt frá hinum föllnu bönkum, en þeir voru með talsvert betri kjör en annað fólk í landinu meðan bankarnir störfuðu.
M
argir af fyrrverandi stjórn
endum og starfsmönn
um hinna föllnu íslensku
banka, Glitnis, Lands
banka og Kaupþings, hafa
gert tilraunir til að sækja þangað laun
og aðrar greiðslur sem þeir telja sig
eiga rétt á. Alls nema kröfur helstu
lykilstarfsmanna bankanna tæplega
þrjú þúsund milljónum króna. Mörg
um kröfunum hefur verið hafnað af
annaðhvort slitastjórnum bankanna
eða dómstólum. Margir þeirra fyrr
verandi stjórnenda bankanna sem
gerðu á einhverjum tíma launakröfu
í þrotabú þeirra eru einnig til athug
unar hjá sérstökum saksóknara í
tengslum við málefni tengd hruninu.
Með langhæstu kröfuna
Margar krafnanna hlaupa á tugum og
jafnvel hundruðum milljóna króna.
Kröfurnar eru byggðar á mismunandi
grunni en allar eiga þær sameiginlegt
að tengjast loforðum eða samningum
sem gerðir voru í bankabólunni fyrir
hrun.
Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi
forstöðumaður verðbréfamiðlunar
Landsbankans, er sá sem gerði lang
stærstu kröfuna í einhvern hinna
föllnu banka. Hann vildi fá 490 millj
ónir króna vegna launa og annarra
fríðinda sem hann taldi sig eiga inni
hjá bankanum. Krafa hans nemur um
27 prósentum af heildarkröfum fyrr
verandi lykilstarfsmanna bankans í
þrotabúið.
Athygli vekur að hæstu kröfur
fyrrverandi starfsmanna eru gerðar í
Landsbankann. Fimm kröfur af átta
hljóða upp á meira en hundrað millj
ónir króna samanborið við aðeins
eina kröfu af sex í þrotabú Kaupþings
banka. Aðeins Sigurður Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður bank
ans, gerir svo háa kröfu en krafa hans
nemur um 244 milljónum króna.
Kröfum framkvæmdastjóra
hafnað
Slitastjórn Glitnis tók skýra afstöðu til
krafna fyrrverandi stjórnenda bank
ans þegar hún hafnaði öllum launa
kröfum frá fyrrverandi framkvæmda
stjórum bankans. Sumum kröfum
fyrrverandi starfsmanna hefur verið
hafnað en aðrar hafa verið samþykkt
ar. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig málin
fara á endanum því í mörgum tilfell
um er kröfunum aðeins hafnað sem
forgangskröfum en ekki almennum
kröfum. Takist á einhverjum tíma
punkti að afgreiða almennar kröfur
munu því líklega einhverjir fyrrver
andi starfsmanna bankanna fá kröfur
sínar greiddar.
Kröfurnar sem lýst hafði verið á
Glitni af fyrrverandi lykilstarfsmönn
um námu samtals 700 milljónum
króna. Það eru lágar kröfur saman
borið við kröfurnar sem gerðar voru í
Landsbankann en talsvert háar sam
Kaupþing
Sigurður Einarsson
fyrrverandi stjórnar-
formaður Kaupþings
n Gerir launakröfu upp á
244 milljónir króna í þrota-
bú Kaupþings.
Ingólfur Helgason
fyrrverandi forstjóri Kaup-
þings á Íslandi
n Gerir 82 milljóna launa-
kröfu í þrotabú Kaupþings.
Steingrímur Kárason
fyrrverandi framkvæmda-
stjóri áhættustýringar
Kaupþings
n Heimtaði 25 milljónir
krónur frá þrotabúi Kaupþings.
Guðni Níels Aðalsteinsson
fyrrverandi
framkvæmdastjóri
n Gerir kröfu upp á 29 milljónir
króna í þrotabú Kaupþings.
Ríkharður Daðason
n Vildi laun og bónusgreiðslur
upp á 31 milljón króna frá Kaup-
þingi.
Guðný Arna Sveinsdóttir
fyrrverandi framkvæmda-
stjóri fjármála- og
rekstrarsviðs
n Gerir 12 milljóna launa-
körfu í þrotabú Kaupþings.
Landsbankinn
Guðmundur Guðmundsson
framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Landsbankans
n Gerði 75 milljóna króna launakröfu
í þrotabú Landsbankans en féll svo frá
kröfunni.
Yngvi Örn Kristinsson
fyrrverandi forstöðu-
maður hagfræðisviðs
Landsbankans
n Dró til baka 229 milljóna
króna launakröfu í þrotabú Landsbankans.
Baldvin Valtýsson
fyrrverandi útibússtjóri
Landsbankans í Lundúnum
n Féll frá 90 milljóna launakröfu í þrotabú
Landsbankans.
Ari Wendel
n Féll frá 75
milljóna króna
launakröfu í þrotabú
Landsbankans.
Steinþór
Gunnarsson
fyrrverandi
forstöðumaður
verðbréfamiðlunar
Landsbankans
n Gerir kröfu upp á
490 milljónir króna í þrotabú
Landsbankans.
Haukur Þór Haraldsson
fyrrverandi forstöðumaður
rekstrarsviðs Landsbankans
n Gerir kröfu um 148 milljónir króna úr
þrotabúi Landsbankans.
Bjarni Þ. Bjarnason
forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar
n Krafa upp á 377 milljónir króna í þrotabú
Landsbankans.
Guðmundur P. Davíðsson
forstöðumaður fyrirtækjasviðs
n Gerir kröfu um 316 milljónir úr þrotabúi
Landsbankans.
Glitnir
Sigurgeir Örn Jónsson
fyrrverandi yfirráðgjafi í fjár-
sýslu Glitnis
n Gerði rúmlega 142 milljóna
króna launakröfu í þrotabú
Glitnis.
Birna Einarsdóttir
núverandi banka-
stjóri Íslands-
banka
n Gerði kröfu upp
á 12,5 milljónir í
þrotabú Glitnis.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is