Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Page 4
4 Fréttir 15. febrúar 2012 Miðvikudagur lau. 18. feb. kl. 19:30 sun. 19. feb. kl. 19:30 PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 20 4 4 5 Næstu sýningar: Sýningum lýkur fyrir páska HEIMSLJÓS eftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors Sími í m iðasölu 551 120 0 Leiðrétting Í frétt í DV á föstudaginn kom fram að Björgólfur Thor Björg- ólfsson hefði verið einn af eigendum eignarhaldsfélags- ins Hansa og þar með óbeinn eigandi eignarhaldsfélagsins AB 89 sem skilur eftir sig 600 milljóna skuldir. Staðhæfing- in byggði á því að Björgólfur Thor ætti hlut í stærsta hlut- hafa Hansa, aflandsfélaginu Bell Global Investments, ásamt föður sínum, Björgólfi Guð- mundssyni. Þetta er hins vegar rangt og leiðréttist hér með. Björgólfur Thor átti ekki hlut í aflandsfélaginu Bell Global og var þar af leiðandi ekki hluthafi í Hansa, móðurfélagi AB 89. E ignarhaldsfélagið Milestone og tengdir aðilar lýstu yfir mikilli trú á Glitni um miðj- an febrúar 2008 þegar árs- uppgjör félagsins fyrir 2007 var kynnt. Milestone hafði þá nýlok- ið við endurfjármögnun hlutabréfa eignarhaldsfélagsins Þáttar Inter- national í Glitni í gegnum eignar- haldsfélagið Vafning. Þetta kemur fram í undirritaðri yfirlýsingu frá Milestone til Glitnis sem DV hefur undir höndum. Þáttur International átti sjö prósenta hlut í Glitni og var félagið í eigu Milestone og bræðr- anna Einars og Benedikts Sveins- sona. Yfirlýsingin var undirrituð vegna endurfjármögnunarinnar á hluta- bréfum Þáttar International í Glitni í Vafningsfléttunni svokölluðu sem DV hefur fjallað ítarlega um síðast- liðin ár, meðal annars um aðkomu Bjarna Benediktssonar að þessum viðskiptum. Orðrétt segir í yfirlýsing- unni: „Yfirlýsing Milestone ehf. og tengdra aðila vegna endurfjármögn- unar á lánum félagsins hjá Morgan Stanley. Milestone mun lýsa því yfir í tengslum við kynningu á ársupp- gjöri að það hyggist ekki selja Glitnis hluti sína á árinu 2008 þar sem fyrir liggi langtímafjármögnun bréfanna og Milestone hafi trú á félaginu til lengri tíma.“ Endurfjármögnunin á hlutabréfum Þáttar International var tilkomin vegna þess að bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stan- ley gjaldfelldi lán félagsins hjá bank- anum sökum þess að hlutabréfaverð í Glitni var komið niður fyrir tiltekið lágmark, 20,175. Seldu hlutabréf sín Í sama mánuði og þetta gerðist seldu að minnsta kosti tveir af beinum og óbeinum hluthöfum Þáttar Inter- national hlutabréf í Glitni sem þeir áttu persónulega. Þetta voru þeir Bjarni Benediktsson og faðir hans Benedikt Sveinsson. Þetta kemur fram á hlut- hafalista Glitnis árið 2008 sem DV hef- ur undir höndum. Bjarni ræddi þessi hlutabréfaviðskipti sín í viðtali við DV í fyrra og sagði þá að hlutabréfin hefðu verið seld í nokkrum skömmtum í febrúarmánuði. Samtals seldu þeir nærri 57,5 millj- ónir hluta í Glitni á þessum tíma en söluverðmæti bréfanna hefur sam- tals verið um 560 milljónir króna. Bjarni seldi rúmlega 7 milljónir hluta í bankanum fyrir rúmlega 120 milljón- ir króna á meðan Benedikt seldi bæði tæplega 35 milljónir hluta sem voru skráðir á hann persónulega og eins rúmlega 15 milljónir hluta sem eignar- haldsfélag hans Hafsilfur átti. Eftir þessi viðskipti keyptu feðg- arnir ekki aftur bréf í Glitni fram að bankahruninu 2008 ef marka má hlut- hafalistann. Á sama tíma og Mile- stone, meðeigandi Einars og Bene- dikts Sveinssona að hlutabréfunum í Glitni, skrifaði upp á heilbrigði Glitnis seldu þeir Benedikt og Bjarni þau bréf sem þeir áttu í bankanum. Félag þeim tengt hélt samt eftir 7 prósenta hlut í bankanum sem Milestone lýsti yfir trú á. Í viðtalinu við DV í fyrra sagði Bjarni að hann hefði ekki séð fall Glitnis fyr- ir á þessum tíma þó svo að hann hefði selt bréfin sín í bankanum en að þegar litið væri til baka væri líklega ljóst að ekki hefði verið hægt að bjarga Glitni frá falli í febrúar 2008. „Því miður hélt ástandið áfram að versna og síðar kom í ljós að líklega var þá þegar orðið of seint að grípa til ráðstafana sem hefðu getað komið í veg fyrir fall bankanna,“ sagði Bjarni Blekkingunni haldið að markaðnum Þegar ársreikningur Milestone árið 2007 var kynntur þann 15. febrúar kom fram í auglýsingu frá félaginu að dregið hefði verulega úr áhættu í rekstri Milestone – sem var af og frá í reynd – og að félagið hefði mikla trú á fjárfestingu sinni í Glitni. Nokkr- um dögum áður hafði hlutabréfum Þáttar International hins vegar ver- ið bjargað með naumindum frá veð- kalli bandaríska fjárfestingarbank- ans Morgan Stanley vegna lækkandi hlutabréfaverðs í bankanum. Orðrétt sagði í tilkynningu Mile- stone, sem var kynnt opinberlega um miðjan febrúar 2008: „Á árinu dró verulega úr áhættu í rekstri Mile- stone og félagið er vel í stakk búið til að mæta mögulegum óróa á fjár- málamarkaði. Þrátt fyrir krefjandi að- stæður á hlutabréfamarkaði þá hefur Milestone mikla trú á fjárfestingum félagsins í skráðu félögunum Glitni og Carnegie og til marks um það hef- ur Milestone ekki í hyggju að minnka við hlut sinn í félögunum á árinu.“ Í yfirlýsingu Milestone til Glitnis kom reyndar fram að félagið myndi ekki selja hluti sína í Glitni í kjölfar end- urfjármögnunar Morgan Stanley, að minnsta kosti út árið 2008. Miðað við þessa yfirlýsingu var félagið Þáttur International búið að skuldbinda sig til að selja ekki bréfin enda var nokk- uð ljóst að enginn hefði haft áhuga á að kaupa þau á þessum tíma. Þeirri blekkingu að staða Glitn- is væri góð var því haldið að mark- aðnum og almenningi á Íslandi á opinberum vettvangi eftir að lok- ið hafði verið við Vafningsfléttuna með naumindum nokkrum dögum áður. Lýstu yfir Seldu bréfin Benedikt Sveinsson og Bjarni Benediktsson seldu bréf sín í Glitni í febrúar 2008. Meðhluthafar þeirra í Þætti International gáfu það út opinberlega að þeir tryðu á Glitni. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hagstofan fær 100 milljónir: ESB greiðir fyrir talningu „Taka manntalsins og húsnæðis- talsins er ekki liður í umsókn Ís- lands að Evrópusambandinu heldur eitt af meginverkefnum Hagstofunnar og skyldum hennar samkvæmt EES-samningum,“ seg- ir í svari Steingríms J. Sigfússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauks- dóttur um mann- og húsnæðistal Hagstofu Íslands sem miðast við árslok 2011. Í svari Steingríms kom fram að kostnaðurinn vegna úttektarinnar nemi 180 miljónum króna en að Evrópusambandið (ESB) greiði 102 milljónir með svokölluðum IPA-styrk sem veittur er ríkjum í umsóknarferli að ESB. Það sem upp á vantar er greitt með fram- lagi Hagstofunnar af ónýttum af- gangsheimildum frá fyrri árum og beinu framlagi úr ríkissjóði. Steingrímur segir að árið 2008 hafi ESB sett reglur sem skuld- binda aðildarríkin til að taka manntal og húsnæðistal á tíu ára fresti, frá og með 2011. Ísland falli undir þessa samþykkt vegna EES. Gagnrýnir umfjöllun n Bjarni Benediktsson segir dómgreind sína ekki hafa brugðist N ei, á engum tímapunkti stóð ég frammi fyrir siðferðislegri spurningu þar sem dómgreind mín brást,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, í Kastljósi á þriðjudagskvöld þar sem hann var spurður út í aðkomu sína að Vafningsmálinu svokallaða. Hann sagði umfjöllun um mál- ið vera til þess fallna að koma höggi á hann sem formann Sjálfstæðisflokks- ins og flokkinn sjálfan. Hann sagði ekkert nýtt vera komið upp í þessu máli sem gæfi ástæðu til að fjalla um það á ný. Bjarni sagðist heldur ekki telja að hann hefði verið blekktur þegar hann sagðist ekki hafa vitað að lánið sem Glitnir veitti Vafningi hefði í raun runnið til Milestone ehf. „Mér er ekki kunnugt um að Milestone hafi verið veitt þetta lán,“ sagði Bjarni í Kastljós- inu. Þegar hann var spurður út í hluta- bréfasölu sína í Glitni á svipuðum tíma upp á 126 milljónir króna sagðist hann hafa selt sinn hlut í bankanum frá byrj- un febrúarmánaðar 2008 og fram und- ir lok hans. „Það var ekkert óeðlilegt að selja bréf á þeim tíma,“ sagði Bjarni sem tók fram að bréfin hefðu lækkað mikið á þeim tíma og hann hefði haft áhyggjur af því. Hann svaraði því neit- andi þegar hann var spurður hvort hann hefði staðið að sölu hlutabréfa föður síns í Glitni á sama tíma. Hann neitaði að hafa haft innherja- upplýsingar frá fundi í Seðlabankan- um 7. febrúar árið 2008 þegar Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, greindi Geir H. Haarde, þáverandi for- sætisráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráð- herra, frá slæmri stöðu Glitnis. n Milestone sagðist trúa á Glitni n Hluthafar í Vafningi seldu Glitnisbréfin sín Blekkingu viðhaldið Þeirri blekk- ingu að staða Glitnis væri góð var við- haldið eftir Vafningsviðskiptin þegar Milestone gaf það út í febrúar 2008 að félagið hefði trú á fjárfestingu Þáttar International í bankanum. Nokkrum dögum áður hafði bréfum félagsins verið bjargað með naumindum frá veðkalli fyrir tilstuðlan Glitnis. mikiLLi trú á GLitni Ekkert óeðlilegt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir dóm- greind sína ekki hafa brugðist í aðkomu sinni að Vafningsmálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.