Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Side 6
6 Fréttir 15. febrúar 2012 Miðvikudagur
Uppgjör vegna misnotkunarmáls
n Karlmaður á áttræðisaldri varð fyrir hrottalegri árás á Þórshöfn
M
aður á áttræðisaldri sem
varð fyrir hrottalegri árás á
heimili sínu á Þórshöfn, að-
faranótt sunnudags, liggur
undir þeim grun að hafa misnotað
nokkrar konur sem bjuggu í bænum
þegar þær voru börn og unglingar,
samkvæmt heimildum DV. Árásar-
maðurinn er á þrítugsaldri og mun
vera tengdur tveimur kvennanna
fjölskylduböndum, samkvæmt
heimildum.
Hin meintu brot eiga að hafa ver-
ið framin fyrir einhverjum áratugum
en málið komst ekki upp fyrr en ein
kvennanna steig fram fyrir nokkrum
árum. Þá voru málin öll löngu fyrnd
og samkvæmt heimildum var mað-
urinn aldrei kærður.
Hann hefur ekki verið áberandi
í bænum síðan málið komst upp og
foreldrar hafa brýnt fyrir börnum
sínum að að koma ekki nálægt heim-
ili hans.
Heimildirnar herma að árásar-
maðurinn hafi vitað af málinu í lang-
an tíma, en hann hefur ekki verið bú-
settur á Þórshöfn síðustu árin.
Þorrablót var haldið á Þórshöfn á
laugardagskvöldið og mun frændfólk
mannsins hafa komið saman í bæn-
um í tilefni þess. Má leiða að því lík-
ur að umrætt misnotkunarmál hafi
komið til tals og það ýft upp reiði árás-
armannsins í garð fórnarlambsins.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Húsavík braust maðurinn
inn á heimili mannsins og misþyrmdi
honum, meðal annars með hníf.
Árásarmaðurinn var ölvaður og enn á
vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Fórnarlambið var mjög lemstrað eftir
árásina, mikið skorið og með höfuð-
áverka. Hann liggur nú á gjörgæslu-
deild sjúkrahússins á Akureyri en er
þó ekki í lífshættu.
Lögregla tók fram að ástæða árás-
arinnar hafi verið einhvers konar
uppgjör vegna persónulegra mála
og rennir það styrkum stoðum undir
heimildir DV um málið.
Að sögn lögreglu telst málið upp-
lýst og er ársármaðurinn laus úr haldi.
solrun@dv.is
Á
rmann Kr. Ólafsson, nýr
bæjarstjóri í Kópavogi, var
einn þeirra þingmanna sem
nefndir voru í rannsóknar-
skýrslu Alþingis á banka-
hruninu yfir skuldsettustu þing-
mennina. Skuldir Ármanns námu
mest 248 milljónum króna haustið
2007.
Ármann var sjöundi skuldsettasti
þingmaðurinn hjá íslensku bönk-
unum en hann var einn fárra þing-
manna sem voru í hópi þeirra sem
höfðu heildarlánastöðu sína yfir 100
milljónum króna einhvern tímann
frá ársbyrjun 2005 og fram að falli
bankanna í október 2008. Ármann
Kr. sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í Suðvesturkjördæmi fyrir hrun.
Fékk ekki afskrifað
Í yfirlýsingu sem Ármann Kr. sendi
frá sér í kjölfar útgáfu skýrslunnar
sagði hann að allar skuldirnar hefðu
verið á hans eigin nafni og að ekk-
ert hefði verið afskrifað hjá hon-
um. „Engin lán til mín hafa verið af-
skrifuð, verða afskrifuð, né hafa lán
til mín nokkurn tíma lent í vanskil-
um,“ sagði Ármann í yfirlýsingunni
og jafnframt að krafan hefði staðið í
rúmlega 33 milljónum króna þegar
bankarnir féllu haustið 2008.
Ármann segir í samtali við DV
að þetta hafi gangið eftir, að nú
séu skuldamálin að fullu uppgerð.
„Það hefur allt saman verið upp-
gert og ekkert afskrifað,“ segir Ár-
mann Kr. aðspurður um hvernig
málið stæði í dag. Hann segir skuld-
ina sem hafi verið tilgreind í rann-
sóknarskýrslunni hafi staðið aðeins
í nokkra daga. „Ég skuldaði þetta
bara í nokkra daga,“ segir Ármann
og bendir á að í skýrslunni hafi ver-
ið skoðað tímabilið frá 2005 til falls
bankanna 2008 og aðeins hæsti
punkturinn í skuldasögu hvers þing-
manns tilgreindur.
Skuldaði vegna fjárfestinga
Skuldsetningin var tilkomin vegna
fjárfestinga sem Ármann lagði út í fyr-
ir árið 2007, þegar hann tók sæti á Al-
þingi. Samkvæmt yfirlýsingunni dró
hann verulega úr umsvifum sínum í
viðskiptalífinu strax og hann settist á
þing. Í yfirlýsingunni sagðist Ármann
hafa lagt fram veð fyrir lánunum sem
hann tók. Þetta ítrekaði hann í samtali
við blaðamann og sagðist ekki hafa
lent röngu megin við núllið.
Ármann segir að eftir að hann féll
af þingi hafi hann aftur farið út í fyrir-
tækjarekstur. Hann segist þó vera að
draga sig út úr þeim rekstri núna þar
sem hann sé að taka við nýju og viða-
miklu starfi. „Ég er að losa mig út úr
því núna,“ segir Ármann sem tók við
bæjarstjórastólnum af Guðrúnu Páls-
dóttur.
Ármann mun hafa í nógu að
snúast á næstunni í embættinu en
mikil ólga hefur verið í bæjarstjór-
ninni og stjórnsýslu bæjarins sam-
kvæmt heimildum DV, eða frá því
að fyrra meirihlutasamstarf flokka á
vinstri væng stjórnmálanna í bæn-
um sprakk með látum fyrir þremur
vikum.
„EkkErt afskrifað“
n Ármann Kr. fékk gífurlega há lán hjá íslensku bönkunum fyrir hrun
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Segir stöðuna sterka
Ármann segist ekki hafa
fengið afskriftir vegna
hundruð milljóna króna
lána sinna hjá íslensku
bönkunum.
Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon
„Ég skuldaði
þetta bara í
nokkra daga
uppgjör Árásarmaðurinn er tengdur konum fjölskylduböndum sem fórnarlambið á að
hafa misnotað sem börn, samkvæmt heimildum DV.
Leki hjá 71 konu:
Létu vita um
háa lekatíðni
Lyfjastofnun hefur sent fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins upplýsingar um háa lekatíðni
PIP-brjóstapúða hér á landi. Búið er
að ómskoða 105 konur hér á landi
með slíka púða og hefur leki greinst
hjá 71 konu, eða um 68 prósentum
þeirra sem hafa verið skoðaðar.
Eftir því sem best er vitað hefur
hvergi annars staðar verið ráðist í
skipulega ómskoðun kvenna með
PIP-brjóstapúða. Samanburðarhæf-
ar upplýsingar um lekatíðni þeirra
frá öðrum þjóðum eru því ekki fyrir
hendi. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá velferðarráðuneytinu.
Samkvæmt ákvörðun heil-
brigðisyfirvalda stendur konum til
boða að láta fjarlægja PIP-púðana
í aðgerð á vegum Landspítala en
ekki verða settar inn nýjar fyllingar
í þeirra stað. Í tilkynningunni segir
að staðfest hafi verið að bólgusvör-
un er meiri við leka frá PIP-brjósta-
púðum en öðrum brjóstapúðum og
brottnám þeirra því erfiðara vegna
þess. Vegna bólgunnar sem mynd-
ast og áhrifa hennar á nærliggjandi
svæði séu minni líkindi til þess að
mögulegt sé að setja inn nýja púða
um leið og PIP-púðarnir eru fjar-
lægðir.
Í tengslum við PIP-brjóstapúða-
málið hefur framkvæmdastjóri
heilbrigðis- og neytendamála hjá
Evrópusambandinu sent frá sér yfir-
lýsingu þar sem óskað er eftir tafar-
lausum aðgerðum af hálfu aðildar-
ríkjanna til að styrkja framkvæmd
og eftirlit með lögum Evrópusam-
bandsins varðandi lækningatæki.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu
segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld
séu í beinum samskiptum við hlut-
aðeigandi yfirvöld og eftirlitsstofn-
anir í Evrópu og fylgist grannt með
þróun mála varðandi PIP-púðana
hjá öðrum þjóðum.
Stal ilmvatni og
notaði stolið kort
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á
þriðjudag 22 ára konu í átta mánaða
fangelsi fyrir margvísleg brot. Konan
var meðal annars ákærð, ásamt öðr-
um, fyrir að hafa í átta skipti greitt
fyrir vörur og eldsneyti að verðmæti
rúmlega 120 þúsund krónur í versl-
unum N1 með stolnu viðskiptakorti.
Þá var konan ákærð fyrir að hafa
stolið ilmvatni úr verslun Lyfju.
Konan var einnig ákærð fyrir
fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hún
var gómuð með lítilræði af mari-
júana í fórum sínum þann 26. maí í
fyrra og með tæpt gramm af tóbaks-
blönduðu kannabisefni í september.
Konan var einnig stöðvuð þann 30.
september í fyrra fyrir að aka svipt
ökuréttindum og undir áhrifum
fíkniefna.
Konan játaði öll brot sín skýlaust
en hún hefur tvisvar áður gengist
undir sátt vegna brota gegn lögum
um ávana- og fíkniefni. Þá var hún
dæmd í fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi árið 2008, fimm
mánaða fangelsi árið 2010 og fimm
mánaða fangelsi í júní 2011 fyrir
margvísleg brot. Með brotum sínum
rauf hún skilorð og þótti ekki vera
tilefni til að skilorðsbinda fangelsis-
dóminn. Auk þess að sæta fangelsi í
átta mánuði var hún svipt ökurétt-
indum í tvö ár.