Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Side 15
Neytendur 15Miðvikudagur 15. febrúar 2012 Hraðari eignamyndun en mun meiri sveiflur Þ að er hagstæðara að taka óverðtryggt húsnæðislán þar sem þú eignast fasteign- ina mun fyrr. Það er þó ekki ráðlagt að taka slík lán nema viðkomandi hafi svigrúm til að geta staðið af sér sveiflur í afborgunum. Þeir sem eru í þröngri stöðu ættu að skoða vel og vandlega hvort sú staða leyfi óvissuna sem getur fylgt óverð- tryggðum lánum. Það getur verið erfitt að henda reiður á hvor tegund lána sé hagstæðari en DV skoðar hér muninn á þeim. Bera saman kosti og kjör Bankarnir bjóða nú upp á óverð- tryggð lán til húsnæðiskaupa en það er viðbót við þau verðtryggðu sem voru einu lánin sem landsmönnum buðust. Bankarnir bjóða mjög svip- uð kjör á lánunum en þó er einhver munur á binditíma lánanna og örlít- ill munur á vöxtum. Það er þó vert að skoða hvað hver banki býður og bera saman kosti og kjör. Íbúðalánsjóður er ekki farinn að bjóða slík lán en lík- legt þykir að svo verði í framtíðinni. Óverðtryggð lán henta þeim sem vilja hraðari eignamyndum og forð- ast uppsöfnun verðbóta á höfuð- stól. Þau hækka ekki með verðbólgu en greiðslubyrði er að jafnaði hærri til að byrja með en á verðtryggðum lánum. Þau eru því hagstæðari að þessu leyti. Verðtryggð íbúðalán eru með breytilegum vöxtum til lengri tíma og henta þeim sem kjósa lægri greiðslubyrði og hægari eignamynd- un í flestum tilfellum. Binditími og vextir breytanlegir Helsti munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lána er að þú getur valið um fasta vexti þegar þú tekur óverðtryggt lán. Hjá Landsbankanum getur lán- taki valið um 36 eða 60 mánuði á föstum vöxtum. Áður en kemur að lokagjalddaga fastvaxtatímabilsins hefur viðskiptavinur mánuð til að ákveða sig um framhaldið í ljósi að- stæðna, það er að segja hvort festa eigi vexti aftur á þeim kjörum sem í boði eru á þeim tíma eða hvort hann vilji breyta. Þetta þýðir að þegar fast- vaxtatímabili lýkur, til dæmis eftir fimm ár, getur viðskiptavinur skoð- að stöðu sína og ákveðið hvað hann gerir. Hann getur til dæmis hafa orð- ið fyrir tekjumissi eða þurft að lækka starfshlutfall og þá er möguleiki á að minnka greiðslubyrðina með því að breyta láninu í verðtryggt lán en við það lækkar greiðslubyrðina sjálf- krafa. Heildarupphæðin hækkar þó á endanum og viðkomandi hættir að eignast eins mikið í fasteigninni og áður. Viðskiptavinur getur einnig ákveðið að breyta binditíma vaxt- anna í eitt ár. Við það hækka vextirn- ir en það getur verið kostur að taka stöðuna aftur eftir einungis eitt ár. Þar að auki getur hann ákveðið að halda þeim kjörum sem upphaflegt lán hljóðaði upp á. Sú staða getur þó komið upp að vextir muni hækka en það fer eftir verðlaginu hverju sinni. Ef verðbólgan er til að mynda 1 pró- sent þegar þú þarft að ákveða fram- haldið þá verða vextirnir lægri. Sé hún hins vegar 20 prósent hækka þeir. Þetta er ókosturinn við slík lán en þau sveiflast gríðarlega í takt við hagkerfið. Íslandsbanki býður upp á 3 ára binditíma vaxta sem veitir stöðuga greiðslubyrði fyrstu þrjú ár lánstím- ans. Að þeim tíma liðnum ber að greiða breytilega vexti húsnæðis- lána samkvæmt vaxtatöflu á hverjum tíma. Hjá Arion banka eru föstu vext- irnir til 5 ára í senn. Á fimm ára fresti eru vextirnir endurskoðaðir og taka mið af markaðsvöxtum, sem í gildi eru við endurskoðun. Viðskiptavin- ir geta einnig valið aðra kosti ef þau óverðtryggðu kjör sem þá bjóðast eru óhagstæð. Strangara greiðslumat Annað sem skilur óverðtryggðu lánin frá þeim verðtryggðu er meðal ann- ars að greiðslumat er strangara að því leytinu að lántaki verður að sýna fram á að geta staðið af sér sveiflur. Greiðslubyrðin af þeim getur verið mjög sveiflukennd til lengri tíma lit- ið. Það er því ýmislegt sem þarf að taka inn í reikningsdæmið, svo sem hvað viðkomandi skuldar í námslán, hve mörg börn hann er með á fram- færi og hve marga bíla hann rekur. Allt þetta skiptir máli þegar kemur að greiðslumati og segir til um hve hátt lán hann getur fengið. Það er því munur á manni sem skuldar ekkert og er með háar tekjur og þeim sem er með sömu tekjur en mikla fram- færslubyrði. Það er margt sem þarf að skoða og allir eiga sína viðskipta- sögu sem kemur til álita. Breyta verðtryggðu í óverðtryggt Áður fyrr þurftu lántakendur að festa lán sín til 25 eða 40 ára á vissum vöxt- um og þannig hélst það út lánstím- ann. Nú er hægt breyta verðtryggða láninu sínu í óverðtryggt en þá þarf að hafa í huga hvort viðkomandi geti tekist á við sveiflur í afborgunum. Kerfið sem nú er í boði er því mun sveigjanlegra svo lengi sem þú gerir breytingar innan lánastofnunarinn- ar. Það er þó enn kostnaður við að flytja lán á milli lánastofnana en það er ríkisins að afnema þau gjöld. Heildargreiðsla hærri á verðtryggðum lánum Það er því erfitt að mæla með öðru láninu frekar en hinu en það sem fólk þarf að gera er að fara í greiðslu- mat, átta sig á hvaða tekjur það hefur og hve mikið svigrúm það hefur fyrir sveiflur. Síðan þarf að vega og meta stöðuna því fyrir suma hentar betur að hafa lága greiðslubyrði og dreifa greiðslum yfir langan tíma þó það þýði að heildargreiðsla verði hærri. Öðrum hentar betur að borga meira til að byrja með og þar með auka hraða eignarmyndunar og ættu þeir því að skoða hvort óverðtryggðu lánin geti hentað þeim. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Óverðtryggð lán henta þeim sem þola sveiflur n Verðtryggð lán fyrir aðra Landsbanki Óverðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum: Lánshlutfall Vextir Allt að 70% 5,90% 70 til 85% 6,90% Óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum: Lánshlutfall Binding vaxta 36 mán 60 mán Allt að 70% 6,40% 6,60% 70 til 85% 7,40% 7,60% Íslandsbanki Óverðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum: Lánshlutfall Vextir Allt að 70% 5,40% 70 til 80% 5,90% breytilegir óverðtryggðir vextir 7,10% óverðtryggðir fastir vextir fyrstu 3 árin 6,5% verðtryggðir vextir með vaxta- endurskoðun eftir 5 ár. Óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum: Lánshlutfall Vextir Allt að 70 % 6,20% Að þremur árum liðnum ber að greiða breytilega vexti húsnæðislána sam- kvæmt vaxtatöflu á hverjum tíma. Arion banki Óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum: Lánshlutfall Binding vaxta í 5 ár Allt að 60% 6,45% 70 til 80% 7,55% Blönduð lán: Leið 1 75% óverðtryggt á 6,45% vöxtum 25% verðtryggt á 5,40 % vöxtum Leið 2 50% óverðtryggt á 6,45 % vöxtum 50% verðtryggt á 4,85 % vöxtum Leið 3 25% óverðtryggt á 6,45% vöxtum 75% verðtryggt á 4,67% vöxtum Verðtryggð og óverðtryggð lán Dæmi um verðtryggt og óverðtryggt lán hjá Landsbankanum. Hér er stuðst við reiknivél á heimasíðu bankans en svipaðar reiknivélar má finna á heimasíðum Íslands- banka og Arion banka. Það skal tekið fram að útreikningur þessi miðast við hvernig staðan er í dag og vert er að hafa í huga að allt er breytingum háð. Eins er fjárhagsstaða lántaka ekki tekin hér inn, hvorki laun né skuldir og því er þetta ætlað sem viðmið til að sýna hvernig lánin þróast en ekki sem raunverulegt dæmi um lán. Lánsfjárhæð: 17.000.000 kr. Markaðsvirði eignar: 25.000.000 kr. Lánstími: 40 ár Óverðtryggt með 6,60% föstum vöxtum í 60 mánuði Gjalddagi Eftirstöðvar Afborgun Vextir Kostnaður Alls 14.3.2012 17.000.000 kr. 7.241 kr. 93.500 kr. 120 kr. 100.861 kr. 14.4.2012 16.992.759 kr. 7.281 kr. 93.460 kr. 120 kr. 100.861 kr. 14.5.2012 16.985.478 kr. 7.321 kr. 93.420 kr. 120 kr. 100.861 kr. 14.12.2051 298.930 kr. 99.097 kr. 1.644 kr. 120 kr. 100.861 kr. 14.1.2052 199.833 kr. 99.643 kr. 1.099 kr. 120 kr. 100.862 kr. 14.2.2052 100.190 kr. 100.190 kr. 511 kr. 120 kr. 100.861 kr. Óverðtryggt með 6,40% föstum vöxtum í 36 mánuði 14.3.2012 17.000.000 kr. 7.652 kr. 90.667 kr. 120 kr. 98.439 kr. 14.4.2012 16.992.348 kr. 7.693 kr. 90.626 kr. 120 kr. 98.439 kr. 14.5.2012 16.984.655 kr. 7.734 kr. 90.585 kr. 120 kr. 98.439 kr. 14.12.2051 291.840 kr. 96.763 kr. 1.556 kr. 120 kr. 98.439 kr. 14.1.2052 195.077 kr. 97.279 kr. 1.040 kr. 120 kr. 98.439 kr. 14.2.2052 97.798 kr. 97.798 kr. 522 kr. 120 kr. 98.440 kr. Óverðtryggt með 5,90% breytilegum vöxtum 14.3.2012 17.000.000 kr. 8.771 kr. 83.583 kr. 120 kr. 92.477 kr. 14.4.2012 16.991.229 kr. 8.814 kr. 83.540 kr. 120 kr. 92.474 kr. 14.5.2012 16.982.415 kr. 8.857 kr. 83.497 kr. 120 kr. 92.474 kr. 14.12.2051 274.361 kr. 91.005 kr. 1.349 kr. 120 kr. 92.474 kr. 14.1.2052 183.356 kr. 91.453 kr. 902 kr. 120 kr. 92.475 kr. 14.2.2052 91.903 kr. 91.903 kr. 452 kr. 120 kr. 92.475 kr. Verðtryggt með 3,75% breytilegum vöxtum 14.3.2012 17.035.017 kr. 15.336 kr. 53.234 kr. 120 kr. 68.690 kr. 14.4.2012 17.054.739 kr. 15.416 kr. 53.296 kr. 120 kr. 68.832 kr. 14.5.2012 17.074.421 kr. 15.495 kr. 53.358 kr. 120 kr. 68.973 kr. 14.12.2051 545.535 kr. 181.278 kr. 1.705 kr. 120 kr. 183.103 kr. 14.1.2052 365.007 kr. 182.218 kr. 1.141 kr. 120 kr. 183.479 kr. 14.2.2052 183.166 kr. 183.166 kr. 572 kr. 120 kr. 183.858 kr. „Verðtryggð íbúða­ lán eru með breyti­ legum vöxtum til lengri tíma og henta þeim sem kjósa lægri greiðslubyrði og hægari eignamyndun í flestum tilfellum. Fasteignalán Lántökum bjóðast nú fleir kostir en áður þegar kemur að lántöku. MynD DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.