Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2012, Qupperneq 17
Dómstóll götunnar
Ég var í áfalliÉg bjóst ekki við því
Linsey Morris fékk þær fréttir að brotist hefði verið inn á heimili þeirra daginn eftir brúðkaupsdaginn. – DVJón Jósep Snæbjörnsson bjóst ekki við að sigra í Söngvakeppninni. – DV
Persónukjör er lýðræðisumbót
„Ég eiginlega sá ekkert. En þetta
var alveg flott hjá þeim sem
unnu.“
Tinna Ottósdóttir
23 ára nemandi í HÍ
„Ég horfði ekki á keppnina.“
Marissa Sigrún Pinal
23 ára vinnur á Mokka
„Ég hef aldrei þolað Eurovision-
keppnir. En ef eitthvað lag kom
til greina, þá er það lagið sem
vann.“
María Löve
51 árs lífskúnstner
„Ég hef bara ekkert fylgst með
þessari keppni og hef engan
áhuga á henni.“
Guðmundur Ragnar Björnsson
28 ára stöðuvörður
„Ekkert búin að fylgjast með.“
Jóhanna Sigríður Sævarsdóttir
20 ára þjónanemi á Fiskifélaginu
Áttir þú þér
uppáhaldslag í
Eurovision?
S
tjórnmálakreppan á Íslandi
tekur á sig átakanlegar mynd-
ir nú um stundir. Gamla fjór-
flokkakerfið engist í því er gætu
verið dauðateygjur, og ný framboð
spretta fram í skjóli óánægju almenn-
ings með stjórnmálaástandið. En eru
nýir flokkar, bakaðir eftir sömu upp-
skriftinni, það sem íslenskt samfélag
þarfnast? Og eru stjórnmál yfirhöfuð
best stunduð með atbeina stjórn-
málaflokka? Í litlu samfélagi eins og
hér á Íslandi er full ástæða til að spyrja
þess. Ekki síst þegar reynslan sýnir
að stjórnmálaflokkar taka um síðir að
snúast mest um sig sjálfa, eigin hags-
muni og sinna flokksgæðinga.
Krafa millistéttarinnar
Fjórflokkakerfið á Íslandi byggir á
nærri aldargamalli uppskrift, frá tíma
harðvítugra stéttaátaka og hugmynda-
fræði sem leiddi samfélög á heljar-
þröm. Uppskriftinni er staðfastlega
fylgt og lögð rækt við átakahefðina. En
margt hefur breyst frá fyrstu áratugum
síðustu aldar. Fjölmennur þjóðfélags-
hópur, millistéttin svokallaða, leit
dagsins ljós og er í dag orðin svokall-
aður burðarás samfélagsins. Millistétt-
in varðveitir þau siðferðisgildi sem
halda siðmenningunni saman. Rétt-
læti og heilbrigð skynsemi eru megin-
stoðir í hugmyndaheimi þessa stóra
þjóðfélagshóps. Siðferðisgildum milli-
stéttarinnar er þó ógnað og kemur sú
ógn einkum frá hópum utan við lög
og rétt, frá s.k. skipulagðri glæpastarf-
semi, en einnig frá hópum sem telja
sig yfir aðra hafna, þ.e. frá fjármála- og
stjórnmálastéttinni. Samkrull þess-
ara síðastnefndu hópa við einkavæð-
ingu samfélagsþjónustu er bara eitt
dæmi um hvernig slíkir valdahópar
geta aftengt heilbrigða skynsemi og
haft áhrif á löggjöf í skjóli stöðu sinnar
og aðgengi að fjölmiðlum. Og um leið
valdið ómældum skaða fyrir almenn-
ing. Hún vill varðveita þau gildi sem
siðmenningin byggir á, gildi sem er
ógnað úr ýmsum áttum, frá hópum
utan við lög og rétt sem og af hug-
myndum sem þjóna sérhagsmunum
og forréttindahópum.
Heilbrigð skynsemi og réttlát máls-
meðferð er hins vegar það sem milli-
stéttin gerir kröfur um þegar kemur
að stjórnmálum. Framganga stjórn-
málastéttarinnar hefur ekki uppfyllt
þessar kröfur og er þar að leita helstu
ástæðunnar fyrir þeirri gremju sem
ríkir meðal almennings og vantrausts í
garð æðstu stofnana samfélagsins.
Frumvörp um persónukjör gufa
upp
Við teljum að meðan að mikilvægar
ákvarðanir eru fyrst og fremst teknar
með milligöngu stjórnmálaflokka
muni bjöguð sjónarmið of oft bera
hina heilbrigðu skynsemi ofurliði.
Stjórnmálamenn á Íslandi hafa sumir
áttað sig á þessu. Krafan um persónu-
kjör varð hávær í kjölfar hrunsins á Ís-
landi. Sumir flokkanna tóku hana upp
í stefnuskrám sínum fyrir alþingis-
kosningarnar og málið komst á verk-
efnalista ríkisstjórnarinnar. Í stjórnar-
sáttmálanum er kveðið á um frumvarp
um persónukjör og litu tvö slík frum-
vörp dagsins ljós haustið 2009, annars
vegar vegna alþingiskosninga og hins
vegar vegna sveitarstjórnarkosninga.
Umræðan um þessar sjálfsögðu lýð-
ræðisumbætur tók á sig venjubundna
mynd og döguðu bæði frumvörp-
in uppi og komu aldrei til atkvæða-
greiðslu í þinginu.
Írar hreinsuðu vel til
Víða í Evrópu hefur verið tekið upp
kosningakerfi þar sem kjósendum
er gert kleift að velja persónur jafnt
sem flokka. Á Írlandi hefur verið
notast við persónukjör í þingkosn-
ingum síðan 1921. Athygli vakti hér-
lendis hve rösklega írskir kjósendur
hreinsuðu til í stjórnmálastéttinni
í kjölfar efnahagshrunsins þar í
landi. Sömuleiðis vakti það athygli
írskra stjórnmálaskýrenda hversu
umburðarlyndir íslenskir kjósendur
virtust gagnvart sinni stjórnmála-
stétt. Helstu hrunverjarnir vaða
margir enn uppi í stjórnmálum,
enda kosningakerfið sniðið til að
viðhalda völdum hinna rótgrónu
stjórnmálaflokka.
Losum um tök stjórnmálaflokka
Við köllum enn og aftur eftir hald-
bæru frumvarpi um persónukjör til
Alþingis og sveitarstjórna. Stjórn-
málaflokkarnir verða að losa heljar-
tök sín á stjórnmálastarfi í landinu.
Með tilvísun til árangursríkra starfa
stjórnlagaráðs, sem kosið var með
persónukjöri, köllum við eftir því
að á Alþingi verði þetta framfara-
mál borið upp við fyrsta tækifæri,
meðan enn er nægur tími til næstu
kosninga.
Írska kerfið endurspeglar vel vilja
kjósenda, en í síðustu þingkosning-
um þurftu fjölmargir þingmenn að
taka pokann sinn eftir að hafa gert
svipuð mistök og íslenskir starfs-
bræður þeirra. Mótstaða innan
stjórnmálaflokkanna við róttækar
breytingar á kosningakerfinu þarf
því varla að koma á óvart þar sem
fyrirsjáanlegt er að völd þeirra gætu
færst í ríkara mæli í hendur kjós-
enda.
Ef þingið ræður ekki við þetta mál
í tæka tíð verða lýðræðissinnar alls
staðar að úr samfélaginu að grípa til
sinna ráða og framkvæma persónu-
kjör innan þess ramma sem núver-
andi kosningalög leyfa. Nánar um
það síðar.
„Krafan um
persónu-
kjör varð hávær í
kjölfar hrunsins á
Íslandi
Dúfur hjá Hlölla Dúfurnar tvær virðast vera jafn hrifnar af Hlölla-bátum og aðrir Íslendingar en það er engu líkara en að þær séu að bíða eftir bátnum sínum. MynD Eyþór ÁrnasonMyndin
Umræða 17Miðvikudagur 15. febrúar 2012
1 „Formaður Sjálfstæðis-flokksins er kjáni“ Mörður
Árnason er ósáttur við aðild Bjarna
Benediktssonar að Vafningsmálinu.
2 „Ég bara réð ekki við þetta“ Hafsteini Númasyni stefnt fyrir dóm
fyrir vangoldnar afborganir af bifreið
sem hann tók lán fyrir.
3 Yrsa þarf ekki lista-mannalaun Hefur aldrei sótt um
listamannalaun enda starfar hún sem
verkfræðingur hjá Verkís.
4 Vickram Bedi: „Þetta var leikur“ Mál Helgu Ingvarsdóttur
og Vickrams Bedi er til meðferðar hjá
bandarískum dómstólum.
5 Slysaskot í kirkju: Prests-dóttir skotin í höfuðið Skot hljóp
úr byssu kirkjugests og í höfuð ungrar
prestsdóttur í bænum Lealmann í
Flórída á sunnudag.
6 Gengu fram á sprautur í garðinum Íbúar við Grettisgötu
áhyggjufullir eftir að sprautur fundust
á lóð við götuna.
7 65 aftökur á 40 dögum Aftökum í Írak hefur fjölgað talsvert undanfarin
misseri og hafa mannréttindasamtök
áhyggjur af þróuninni.
Mest lesið á DV.is
Aðsent
Sigurður Hreinn
Sigurðsson
kvikmyndagerðarmaður
Björn Guðbrandur
Jónsson
umhverfisfræðingur
Þetta er gífurlega
svekkjandi
Agnar Birgir Gunnarsson úr Bláum Ópal segir leiðinlegt að þjóðin skuli ekki hafa haft sitt í gegn. – DV