Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 11
Úttekt 11Miðvikudagur 14. nóvember 2012 S pilafíknin er stödd þar sem alkóhólismi var fyrir þrjátíu árum. Viðhorfið til fíknarinnar er svolítið þannig að fólk skilur ekki af hverju fólk hættir ekki bara að spila. Það er ekki litið á þetta sem sjúkdóm,“ segir Ásgrímur G. Jör- undsson, ráðgjafi hjá SÁÁ. Í starfi sínu hefur Ásgrímur kynnst mörg- um sem glíma við spilafíkn og segir fíknina vissulega lífshættu- lega. Um tvö og hálft prósent þjóðarinnar eiga við spilavanda að stríða og fjögur til sjö þúsund Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða. Þetta kemur fram í rannsókn sem Daníel Þór Ólafsson, dósent við Háskóla Ís- lands, gerði og var kynnt í mars á þessu ári. Niðurstöður rannsókn- anna sýna fram á að spilavandi meðal Íslendinga hafi aukist tölu- vert milli ára. Á Íslandi má einnig rekja nokkur sjálfsvíg til spilafíkn- ar þó ekki sé hægt að segja með fullri vissu hversu mörg tilvik er um að ræða. Fíkn í fjárhættuspil er misjöfn en flestir fíklarnir spila í spilakössum, póker eða á netinu. Allir eiga þeir það sameiginlegt að leggja undir stórar fjárhæðir. Mikil sveifla „Þetta er mun betur falið vanda- mál en kannski önnur fíkn, þarna er fólk að gera hluti án þess að það finnist lykt af því eða dagleg hegð- un breytist að öðru leyti,“ segir Ás- grímur. „Þegar þú notar áfengi eða eiturlyf þá er það svona efnafíkn, þú setur í þig einhverja vímugjafa. Það er bara ákveðið ástand en spilafíknin er þannig fíkn að þú losar um fíknina bara í gegnum augun og eyrun og þær athafn- ir sem þú ert að framkvæma. Þegar alkóhólistinn fer á fyll- erí þá dettur hann í það kannski um kvöldið og er að drekka fram á nótt og kannski næsta dag. Spilafíkillinn er alltaf, í hvert ein- asta skipti sem hann veðjar, sem er kannski í hvert skipti sem hann leggur undir, að losa um boðefni,“ segir hann. „Þegar raunveruleik- inn rennur upp og spilafíkill- inn fær ekki vinninginn þá koma vonbrigðin. Hann er í svo mikilli sveiflu, langt umfram það sem er eðlilegt.“ Spilafíkn er sjúkdómur Hann segir spilafíkn vissulega vera fíknisjúkdóm og hann sé meðhöndlaður sem slíkur hjá SÁÁ. Í sumum tilvikum er fólk lagt inn til meðferðar á Vogi. „Yfir leitt leitar fólk sér ekki aðstoðar fyrr en allt er komið í óefni. Þetta byrjar eins og leikur, fólk er bara að gera sér dagamun, bara eins og að fara í bíó. Svo eru ákveðnir einstak- lingar sem læsast inn í þessu. Þeir sem eru veikastir – það er oft erfitt að ná að stoppa í upphafi. Þá leggjum við fólk inn á Vog ef svo ber undir, þannig að við nýtum allt meðferðarkerfið okkar fyrir þetta líka. Við fjöllum um þetta sem sjúkdóm,“ segir Ásgrímur. Peningurinn er efnið Ásgrímur segir spilafíkla þurfa að huga að ýmsu þegar þeir hafa gert sér grein fyrir vanda sínum og tekið á honum. Peningar eru til að mynda kveikjan að fíkninni og getur reynst mörgum erfitt að sjá um sín eigin fjármál. „Þú ert alltaf með pening í höndunum og peningurinn er þetta efni sem þú notar til að geta spilað. Það er oft mikið mál en það er hluti af því að komast út úr þessu. Peningarnir og aðgengi að þeim geta verið vaki til þess að spila. Fólk þarf að gera eitthvað í þeim málum til þess að geta fengið bata. Stund- um eru það þjónustufulltrúarnir í bankanum sem vita af þessum vanda og eru að aðstoða fólk með þetta. Sumir eru til að mynda með kort sem eru ekki með pin-núm- eri þannig að þeir geti ekki tekið út pening, bara keypt vörur. En svo eru spilastaðirnir misopnir með þetta.“ Hann segir fíknina í mörgum tilvikum hafa náð öllu af fólki. „Oft eru hlutirnir farnir þannig að fólk er búið að spila allt frá sér. Fólk á kannski ekki lengur hús- næðið sem það býr í, og stundum er viðkomandi sá eini á heimilinu sem veit að húsið er að fara. Hin- ir í fjölskyldunni vita það ekki ennþá.“ Niðurstaðan tilviljunum háð Hann segir spilafíkla ávallt trúa því að þeir geti unnið. „Í flestum fjárhættuspilum er þó niðurstaðan tilviljunum háð og hefur ekkert með færni að gera. Það eru kannski einhverjir sem geta verið eitthvað aðeins betri í póker, kunnað að lesa betur í spil- ið, en það eru ekki spilafíklar. Þeir eru alltaf tilbúnir að taka séns. Í spilakössunum er það þannig að þeir leggja undir og þeir trúa því að þeir séu að fara að vinna. Kassinn gefur skilaboð um það að þeir séu hér um bil að vinna. Í „gambli“ þá annaðhvort vinnur þú eða tapar, en þeir eru að reikna sér eitthvað til tekna sem er ekki raunverulegt.“ n viktoria@dv.is n Um 2,5 prósent þjóðarinnar eru spilafíklar Spilafíkn er sjúkdómur „Þetta byrjar eins og leikur, fólk er bara að gera sér daga- mun, bara eins og að fara í bíó. „Yfirleitt leitar fólk sér ekki aðstoðar fyrr en allt er komið í óefni Vissulega sjúkdómur Ásgrímur G. Jörundsson segir spilafíkn vera sjúkdóm. Spilafíkn er meðhöndluð hjá SÁÁ. Fíknin getur verið erfiðari að því leyti að hún fer leynt. Þ að snerist allt um það að fjár- magna og finna pening. Þessu fylgdu svik og prettir gagnvart mínum nánustu en enginn vissi af þessu, öll þessi ár, seg- ir margföld amma á sextugsaldri sem var föst í viðjum spilafíknar í fjörutíu ár. Konan sem vill ekki koma fram undir nafni verður hér kölluð Dóra. Í um fjóra áratugi faldi hún fíknina fyrir sínum nánustu og spilaði fjárhættu- spil hvenær sem færi gafst til, aðallega í spilakössum. Fyrir um tveimur árum sigldi hún í strand og ákvað að svipta sig lífi til þess að losna undan fíkninni sem stjórnaði öllu hennar lífi. „Mér fannst eins og allir væru betur settir án mín. Sem betur fer var einhver sem tók í höndina á mér og hjálpaði mér í gegnum þetta,“ segir Dóra sem segist fegin að hafa fengið hjálp eftir öll þessi ár. „Þessi sjúkdómur er þannig að hann er mjög skæður og mjög margir hafa farið þá leið að fremja sjálfsvíg til að losna. Það er mjög algengt. Sem betur fer tókst mér það ekki.“ Bindindismanneskja á Vogi Dóra fór fyrst að spila þegar hún var 15–16 ára. Hún hefur alltaf verið bindindismanneskja en lifði fyrir að spila fjárhættuspil. „Ég hef kannski aðeins öðruvísi sögu en margir aðrir, mín fíkn er spilafíkn en ég þekki enga aðra fíkn. Mín saga er kannski svolítið svona á skjön við margar aðrar. Ég fór í meðferð á Vogi sem bindindismann- eskja en ég hef aldrei smakkað áfengi og fór í meðferð á Vogi vegna spila- fíknar. Þetta hófst þegar ég var unglingur, fyrst í spilakössum, svo komu happa- drættin, getraunir og svo þegar ég kynntist háspennukössunum hjá Happdrætti Háskólans þá fór ég á kaf í þetta. Mér fannst þetta rosalega gam- an, því miður þá vann ég oftar fyrst til að byrja með, eins og flestir spilafíklar gera, svo þegar ég kynntist þessum há- spennukössum sem Háskólinn er með þá heltók þetta mann. Mér var orðið sama um allt nema það að finna pen- ing til að spila án þess að nokkur vissi af.“ Hún segir líf sitt hafa stjórnast af spilafíkninni. „Ég hugsaði um það dag og nótt hvernig ég gæti fjármagnað spilafíknina. Lífið snerist um það. Ég tók lán og lagði húsið mitt að veði, ég tók af matarpeningunum og borgaði ekki allar skuldirnar á réttum tíma. Það fór allt á hliðina. Þetta var púsluspil í mörg ár,“ segir hún. Veðjaði matarpeningunum Hún segist hafa spilað hvenær sem færi gafst og reyndi að fara á milli staða. „Hvenær sem ég fann stund. Þú ferð ekkert í sjoppukassann nema rétt fyrst, svo voru það þessir háspennukassar. Þetta er svolítið skrýtinn heimur – ég var farin að þekkja fólkið á spilastöð- unum. Þetta voru orðnir kunningjar. Það eru alveg óskaplega margir sem stunda þetta,“ segir hún. „Ef ég fór út í búð að versla í mat- inn þá gaf ég mér yfirleitt góðan tíma og búðarferðin gat tekið 4–5 tíma þess vegna. Ég fór kannski með með 10 þúsund krónur út í búð og ætlaði að tvöfalda upphæðina og ákvað að nota 5.000 krónur í kassann. Í 90 prósent til- vika tókst það ekki. Ég fór á milli staða til þess að spila en átti líka mína upp- áhaldsstaði og var mest í háspennu- kössunum sem Háskólinn rekur,“ seg- ir hún. Dóra segist hafa spilað til þess að komast í ákveðið ástand. „Þig langar að komast eitthvert og ert að leita að einhverju sem ég segi stundum að sé eins og algleymi. Það er ekkert sem þú hefur áhyggjur af, þú ert laus við allt en það kemur náttúrulega tvöfalt til baka þegar þú rankar við þér. Þeir segja það þeir sem þekkja til að þessi fíkn sé sterkari en eiturlyfja- og eiturlyfjafíkn. Þegar fólk er komið á þann stað sem ég var á þá ertu löngu hættur á vinnings- tímabilinu og vilt bara fá þennan frið. Bara fara í þetta algleymi og þurfa ekki að hugsa um neitt.“ Eiginmaðurinn vissi ekki af fíkninni Dóra segir líklega fáa hafa grunað að hún, venjuleg húsmóðir í Reykja- vík, væri háð spilakössum. Hún náði að fela fíknina fyrir fjölskyldu sinni og meira að segja fyrir eiginmanni sínum til 40 ára. „Hann vissi eiginlega ekki af þessu fyrr en ég fór í meðferð. Hann vissi að ég hafði gaman af þessu en ekki að þetta væri mikið vanda- mál. Það vissi það enginn í kringum mig. Þessi fíkn spyr hvorki um stétt né stöðu.“ Eftir að Dóru var bjargað frá sjálfs- vígstilrauninni þá fór hún í meðferð við spilafíkn. Í leit sinni á netinu fann hún líka GA-samtökin sem eru sam- tök spilafíkla sem hún segir að hafi hjálpað sér mikið en samtökin byggja á 12 spora kerfi. Hún sækir fundi þar nokkrum sinnum í viku og hjálpar ný- liðum sem leita sér hjálpar hjá sam- tökunum. „Ég gúglaði spilafíkn og þá kom upp heimasíða GA-samtakanna. Ég á samtökunum líf mitt að launa.“ Hún segir það líka hafa skipt höfuð máli hversu vel fjölskylda henn- ar studdi við bakið á henni. „Ég á alveg yndislega fjölskyldu sem hefur staðið við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Ég væri ekki hér á þessum stað sem ég er á í dag hefði ég ekki haft þau. Stuðningur er svo mikil- vægur fyrir fíkla.“ Margar konur spilafíklar Konur virðast hafa verið minna í um- ræðunni um spilafíkn en Dóra segir margar konur vera spilafíkla en vilja síður viðurkenna það. „Því miður er það mín reynsla að konur eru ekki síður í þessu og eru mun ólíklegri til að viðurkenna það. Það er svo mikil skömm fyrir okkur sem konur að viðurkenna að við höfum ekki stjórn- ina. Við eigum að heita mæður og ömmur og allt það. Þessu fylgir svo mikil skömm.“ Hún segist vera fegin að hafa losn- að úr viðjum spilafíknarinnar. „Það var ansi stór biti að viðurkenna þetta og enn þann dag í dag hugsa ég hvern- ig ég gat verið í þessum pakka. Ég skil það ekki og vona ég þurfi ekki að skilja það.“ n viktoria@dv.is n Var föst í viðjum spilafíknar í 40 ár Amma reyndi sjálfsvíg vegna spilafíknar „Ég tók lán og lagði húsið mitt að veði, ég tók af matarpeningun- um og borgaði ekki allar skuldirnar á réttum tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.