Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 15
Ég verð að lifa Þetta er lögmál þess sem hrekkir Þetta er mjög ergjandi Vilhjálmur Bjarnason mun áfram að starfa fyrir Hagsmunasamtök fjárfesta. – DVLogi Bergmann segir einelti aldrei fyndið.– DVBjartur Steingrímsson hvetur fólk til að hugsa um afleiðingar klámvæðingarinnar. – DV Við lok stóriðjualdar Spurningin „Ég mundi ekki segja að ég væri komin í jólaskap enn sem komið er. En ég er mikið jólabarn og hlakka til að komast í jólaskap!“ Nanna Elísabet Jakobsdóttir 22 ára háskólanemi „Nei, ég er ekki í neinu jólaskapi núna.“ Diljá Kristjánsdóttir 17 ára menntaskólanemi „Ég er í jólagóðu skapi.“ Gylfi Freeland Sigurðsson 22 ára tónlistarmaður „Engan veginn.“ Sara Björg Bjarnadóttir 24 ára listnemi „Já, ég er komin í jólaskap.“ Valgerður Sigurðardóttir 20 ára listnemi Er jólaskapið komið? 1 Auglýsing Stöðvar 2 með asískum þáttastjórnanda vekur hörð viðbrögð Pétur Jóhann Sigfússon leikari brá sér í umdeilt gervi. 2 Hvarf en fannst aftur eftir tvö ár Þýskur milljarðamæringur sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum fannst nýlega á lífi. 3 Eiginmaður ranglega skráður faðir barnsins Barnalög krefjast þess að eiginmenn verði skráðir feður barns. 4 Félag Sigurðar Helga seldi Eir hjúkrunargögn fyrir milljónir Umdeild viðskipti tengd hjúkrunar­ heimilinu Eir hafa komið upp á yfirborðið. 5 Áhyggjufull vegna Nan Li Sun Fulan vill vita hvað varð um Nan Li og ætlar að stefna fjarskyldri frænku sinni. 6 „Ég komst ekkert frá þeim nema hlaupa“ Sólveig Gylfadóttir lýsti hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla. 7 Öllum sjómönnum Ögurvíkur sagt upp Stjórnarformaður Ögurvíkur, hefur sagt upp öllum sjómönnum sínum. Mest lesið á DV.is Þ eir eru til – jafnvel í flokknum mínum – sem frá því fyrir hrun hafa boðað þá patentlausn að virkja allt sem hægt sé að virkja og reisa álver í hverjum firði. Hafa svo einn og einn þjóðgarð, og eiga börn og buru, grafa rætur og muru. Þetta hefur reynst tálsýn. Vissu­ lega eru í gangi virkjunarframkvæmd­ ir – Búðarháls, Reykjanes, Sauðárveita, Hellisheiði til skamms tíma – en skortur erlendis á áhuga og fjármagni annarsvegar og hinsvegar margvíslegt klúður og skipulagsleysi hjá athafna­ snillingunum innanlands hefur komið í veg fyrir framkvæmdirnar sem öllu skyldu bjarga. Eða hvar eru megavöttin 435 sem fyrir hálfum áratug áttu að renna í stóra drauminn í Helguvík? Þegar horft er víðar má sjá að við erum enn að nálgast vatnaskil í at­ vinnumálum og tækniþróun á Íslandi. Af sögunni þekkjum við sjávarútvegs­ byltinguna þegar þilskipin leystu árabátana af hólmi. Þá hófst skútuöld. Og lauk með skipsvélunum skömmu eftir aldamótin 1900. Úr landbúnaði þekkjum við vélaöldina sem hófst á millistríðsárunum en fór fyrst á skrið eftir stríð – olli miklum framförum í búskap en átti sinn þátt í þjóðflutn­ ingunum í þéttbýlið. Nú er henni að linna, og bændur leita með vélum sín­ um nýrra tækifæra í lífrænni ræktun og margskonar heimaiðnaði. Við get­ um rakið hverja væðinguna af annarri í atvinnuháttum marga síðustu áratugi – með risi og hnignun, stundum hvell­ um – en þótt oft hafi fullmikið gengið á hefur atvinnulíf okkar allajafna orðið auðugra að lokum. Að minnsta kosti reynslunni ríkara. Stóriðjuöldin sem hófst á Íslandi á sjöunda áratugnum með framkvæmd­ unum við Búrfell og Straumsvík – nú er hún að renna sitt skeið. Vegna þess meðal annars að orkan í vatnsaflinu og jarðvarmanum er takmörkuð auð­ lind. Stefán Arnórsson prófessor hefur sagt að sennilega nemi óvirkj­ að virkjanlegt vatnsafl um tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Það er auð­ vitað mikið – en um leið hlálega lítið þegar menn athuga að þeir kostir sem eftir standa virkjanlegir eru erfiðari og dýrari en þær virkjanir sem búnar eru. Um jarðvarmann veit svo enginn. Þegar allir voru uppgefnir eftir átökin um fljótin fyrir austan vonuðust ýmsir eftir að jarðvarminn mundi leysa málin. Síðan hefur hver vandinn rekið annan við nýtingu háhitans og það eitt augljóst að í þessu efni verður að fara fram af fyllstu varúð og gera ráð fyrir löngum tíma fyrir rannsóknir og til­ raunavinnslu. Ekki lengur „Lowest Energy Prices“ Umhverfis­ og náttúruverndarsjónar­ mið – sem voru nánast ekki til á Íslandi um 1960 – flækja allar ráð gerðir um framkvæmdir, bæði á öræfum og í úti­ vistarsvæðum nálægt þéttbýli. Orku­ fyrirtækin hafa loksins uppgötvað að þau geta ekki selt orkuna á undirverði. Tímar kynningarbæklingsins um bil­ legustu orku í heimi – „Lowest Energy Prices“ – eru liðnir. Og við höfum eft­ ir þessa fjóra–fimm áratugi uppgötv­ að að stóriðjan sjálf á óvíða verr heima en á Íslandi, vegna einstakrar náttúru landsins, vegna fjarlægðar þess frá hráefnum og mörkuðum, vegna þess að byggðamunstur hentar ekki – og vegna þess að við viljum ekki að stór­ iðjufyrirtækin ryðji burt öðrum at­ vinnugreinum eða standi í vegi. Framtíðin byggist á þekkingu, sköp­ un, rannsóknum, menntun og menn­ ingu – í bland við þær grundvallar­ greinar sem til langframa verða að treysta á sjálfbæra nýtingu náttúru­ auðlinda okkar: Sjávarútveg, ferða­ þjónustu og landbúnað. Af þessum margvíslegu ástæð­ um er stóriðjuöld að ljúka. Það sýn­ ir ágætlega umfangsmikið starf að rammaáætluninni sem nú er á leið í gegnum þingið. Þegar unnið hefur verið úr upplýsingum fagmanna og gætt varúðarsjónarmiða teljast aðeins 16 virkjunarkostir tækir í svokallaðan orkunýtingarflokk. Flestir þeirra eru jarðvarmakostir sem þarf að rann­ saka miklu betur til að þeir standist umhverfismat, eftirlit orkuyfirvalda, grandskoðun fjárfesta. Einhverjir þeirra – og biðflokkskostanna – verða að virkjunum, vonandi með takmörk­ uðum náttúruspjöllum. Aðrir verða verndarnýttir – í þágu barna okkar og barnabarna, fyrir ferðamennsku, úti­ vist, rannsóknir og lífsgæði, á þeirri öld grænna atvinnugreina sem upp er að renna á Íslandi. Ballett Einbeitingin skein úr andlitum nemenda hjá Listdansskóla Íslands, sem æfðu sporin, þegar ljósmyndari DV leit þar við á þriðjudag. Mynd Eyþór árnasonMyndin Umræða 15Miðvikudagur 14. nóvember 2012 Aðsent Mörður Árnason þingmaður „Stóriðjuöldin sem hófst á Íslandi á sjöunda áratugnum með framkvæmdunum við Búr- fell og Straumsvík – nú er hún að renna sitt skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.