Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 16
16 Neytendur 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Góð þjónusta n Lofið að þessu sinni fær Steik­ húsið en ánægður viðskiptavinur sendi eftirfarandi: „Við fórum að borða þar á föstudaginn og þar fengum við frábæra þjón­ ustu og starfsfólkið var viðkunnanlegt, tveir af fimm fengu ekki góða steik og starfsfólk­ ið tók steikurnar eins og skot til baka, gerðu nýj­ ar og allt með­ lætið nýtt með líka.“ Ekkert tilboð n Lastið fær verslunin The Pier en viðskiptavinur segist hafa rekið aug­ un í afslátt hjá þeim fyrir skömmu gegn því að afhenda miða. Hann spurðist fyrir um hvar slíkir miðar væru og fékk þau svör að þeir hefðu komið með Fréttablaðinu. „Ég sagði þá afgreiðslukonunni að á Akureyri hefðum við ekki fengið blaðið sökum veðurs. Því miður gat hún ekkert gert svo ég hringdi suður eftir helgina og fékk það svar að því miður væri tilboðið útrunnið. Það er klárlega verið að mismuna fólki sem býr úti á landi og fær ekki Fréttablaðið til að klippa út miða sökum veðurs. Ég kem til með að hugsa mig um áður en að ég versla við The Pier á Íslandi aftur,“ segir ósátti viðskiptavinurinn. DV hafði samband við rekstrar­ stjóra The Pier, sem sagði að þeim þætti miður að heyra ummælin. „Það er alls ekki ætlun okkar í The Pier að mismuna viðskiptavin­ um eftir því hvar þeir búa og gilda öll tilboð alltaf í öllum verslunum. Verslunin á Akureyri var lokuð á laugardeginum vegna veðurs og allt innanlandsflug og almennings­ samgöngur lágu niðri og því komst Fréttablaðið ekki til skila. Vegna innan­ hússmisskilnings komust upplýs­ ingar um fram­ lengingu á tilboð­ inu ekki til skila til allra starfsmanna. Fyrir hönd The Pier biðst ég velvirðingar.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Svona eyðir þú minna í jólagjafir n Ellefu ráð sem vert er að hafa í huga við jólagjafakaup fyrir hátíðarnar Þ ú sparar tíma, orku, andlega heilsu og svo síðast en ekki síst peninga ef þú skipulegg­ ur jólagjafainnkaupin í tíma og samkvæmt saman tekt Rannsóknaseturs verslunarinnar á horfum í jólaverslun er búist við að hver Íslendingur muni eyða um 43.000 krónum í jólainnkaupin í ár. Hér eru ráð sem vert er að skoða svo þú getir reynt að koma í veg fyrir að rústa fjárhaginn þegar kemur að jólagjafakaupum. Nokkur þeirra voru fengin af síðunni Money Talk News. 1 Útbúðu lista Út­búðu lista yfir það fólk sem þú ætlar að gefa gjafir. Sniðugt er að hafa einn dálk fyrir fólkið, annan fyrir gjafahugmynd og þann þriðja fyrir verðhugmynd. Einnig er gott er að skipta vinum og ættingjum upp. 2 Gerðu eyðsluáætlun Settu þér verðþak fyrirfram. Ákveddu fyrirfram hvað þú ætlar að eyða í heildina. Sú upphæð veltur á því hvað þú þarft að kaupa fyrir marga. Gott er að raða fólki á list­ ann eftir upphæð gjafanna. Þú munt örugglega eyða meira í makann og mömmu en í gamla frænku. 3 Kynntu þér hvað varan fæst Kynntu þér hvar varan fæst áður en þú ferð af stað. Annars getur þú lent í því að kaupa eitthvað allt annað en var á listanum. 4 Gefðu nokkrum eins gjöf Ef þú gefur mörgum gjafir þá getur verið sniðugt að kaupa sama hlutinn. Reyndu að kreista út magn­ afslátt ef þú segist ætla að kaupa fleiri en eitt stykki af vörunni. 5 Deildu kostnaðinum Ef þú hefur hugsað þér að gefa stóra og dýra gjöf en veist að þú hefur ekki efni á henni, talaðu þá við vini og ættingja um að sameinast um gjöf­ ina. 6 Ekki óttast að spyrja Það er skemmtilegra að gefa ást­ vini það sem hann þarfnast eða langar í, heldur en að taka áhættuna og giska á hvað hann vill. Það er aldrei gaman að fara í búðir eftir jól til að skipta gjöfinni, svo ekki sé talað um ösina sem getur mynd­ ast. Spurðu frekar viðkomandi, fyrir hátíðarnar hvers hann óskar sér og gefðu honum það. 7 Notaðar vörur eru ekkert verri Búðum sem selja notaðar vörur fer sífellt fjölgandi og má þar nefna Góða hirðinn, Kolaportið og Rauða kross­búðirnar. Það er hægt að gera mjög góð kaup í slíkum versl­ unum og einnig þegar kemur að jóla­ gjöfum. Þetta á við um bækur, tón­ list, flíkur og húsgögn. Ræsið nú hugmyndaflugið og gefið frum­ legar og skemmtilegar gjafir. 8 Berðu saman verð Ef þú sérð það sem þú leitar að, ekki kaupa það strax. Finndu eins hlut í öðrum búðum og berðu saman verðið. Einnig má athuga hvort hann fáist á lægra verði á netinu. 9 Lestu smáa letrið og lestu það svo aftur Ef þú gefur ást­ vini jólagjöf sem honum líkar ekki við gæti hann setið uppi með hana, hafir þú ekki kynnt þér hvaða skilareglur gilda um hana. Dæmi um vörur sem má sjaldnast skila eru eyrna­ lokkar og nærföt. Kynntu þér því vel skilareglur þegar þú kaupir jólagjafir. 10 Ekki bíða fram á síðustu stundu Vertu opinn fyrir jóla­ gjafahugmyndum á öðr­ um árstímum en upp úr miðjum desember. Ekki eiga eftir að kaupa jólagjafir þegar Þorláksmessa er liðin því þá aukast líkur á afleitum og illa ígrunduðum kaupum. Þó jólin séu ekki efst í huga okkar til dæmis í júlí þá eru allar verslanir með útsölur þá sem og strax eftir jól. Höfum þetta í huga þegar nýja árið heilsar. 11 Búðu til gjafirnar sjálf/ur Það er fátt betra en að fá heimatilbúna gjöf, hvort sem um ræðir konfekt, sultur eða prjónaðar flíkur. Slíkar gjafir koma sér alltaf vel og munu eiga sérstakan stað í hjarta þiggjanda. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Jólagjafakaup Sýnum skynsemi og eyðum ekki um efni fram fyrir jólin. Mynd Photos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.