Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 8
eir greiddi spánarför fyrir dóttur sigurðar S éra Sigurður Helgi Guð­ mundsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eirar, lét hjúkrunarheimilið greiða fyrir utanlandsferð dóttur sinnar Vilborgar og fjölskyldu hennar í ágúst 2011. Reikningurinn nam 200 þúsund krónum. Vilborg fór þá með Icelandair til Alicante á Spáni og var þar í tvær vikur ásamt eiginmanni sínum og börnum. Þetta herma heimildir DV. Ferða­ lagið stóð yfir frá 10. ágúst til þess 24. Rannsókn á greiðslunni á reikn­ ingnum er komin til Ríkisendur­ skoðunar, segir Magnús L. Sveins­ son, núverandi stjórnarformaður Eirar. „Ég get nú ekki mikið talað um þetta eins og er, en þetta er í gegnum Flugleiðir. Þetta var gert framhjá okkur og við vissum ekk­ ert um þetta. Og við ætlum að láta rannsaka þetta.“ Magnús seg­ ir hins vegar ekkert um það hvers eðlis greiðslan á reikningnum var. DV hefur aftur á móti heimildir fyrir því að um hafi verið að ræða greiðslu á farmiðum til Spánar með Icelandair. Skilgreint sem „ lögfræðikostnaður“ DV hefur heimildir fyrir því að Sig­ urður Helgi hafi keypt gjafakort frá Icelandair upp á 200 þúsund krón­ ur þann 11. janúar 2011 og notað til þess kreditkort Eirar. Á reikn­ inginn frá Icelandair handskrifaði Sigurður Helgi: „Lögfræðikostn­ aður færist á þróunarsjóð. SHG.“ Þannig urðu kaup á gjafakorti frá flugfélagi að lögfræðikostnaði í bókhaldi Eirar. Þetta atriði er eitt af því sem vakti athygli stjórnar Eirar að sögn Magnúsar. „Það var bókað hjá okkur að þetta væri „lögfræðikostn­ aður“. Það kom engin nóta sem slík. Ríkisendurskoðun óskar eft­ ir að fá betri upplýsingar um málið áður en þeir geta svarað því hvernig þeir taka á því. Það er verið að taka þessar upplýsingar saman hjá Eir,“ segir Magnús. Sigurður Helgi lét af störfum sem framkvæmdastjóri Eirar í maí í fyrra. Frá kaupunum á gjafakortinu frá Icelandair gekk hann í janúar 2011 og fór dóttir hans svo í ferðina með Icelandair í ágúst. Greiðsla til tengdarsonarins Sigurður Helgi segir aðspurður að um hafi verið að ræða greiðslu til eiginmanns Vilborgar, Jóhannes­ ar Rúnars Jóhannssonar, sem er lögfræðingur, vegna vinnu hans fyrir Eir. Aðspurður um af hverju Jóhannes hafi fengið greitt með þessum hætti segir Sigurður Helgi að það sé ,,nokkuð sama“ hvernig slíkar greiðslur sé afgreiddar. ,,Þetta var bara eðlilegt,“ segir Sigurður Helgi. ,,Ég svaraði því í vor hvernig þessi reikningur var tilkominn.“ Líkt og fram kom í máli Magnúsar hér að framan var ekki útskýrt í bókhaldi Eirar hvaða lögfræðikostnaður þetta væri né að Jóhannes hefði unnið þessi störf. Aðspurður um hvað Jóhannes Rúnar hafi gert fyrir Eir segir Sig­ urður Helgi. ,,Hann var bara að vinna að ákveðnum málum fyrir mig. Þetta var vinna við samninga við Reykjavíkurborg og hann mætti með mér á nokkra fundi,“ segir Sig­ urður Helgi. Spurður hvort Jóhann­ es hafi unnið mikið fyrir Eir segir Sigurður Helgi. ,,Hann vann nú ekki oft fyrir mig, kannski tvisvar eða þrisvar, og vildi yfirleitt ekki taka neitt fyrir það. Mér fannst ekki annað hægt en að greiða honum.“ Margra ára óráðsía Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í þar síðustu viku að Eir væri tækni­ lega gjaldþrota og þyrfti að ráðast í fjárhagslega endurskipulagningu til að bjarga rekstrinum frá þroti. Vinna við þetta stendur nú yfir á vegum Eirar. Síðan Eirarmálið komst í há­ mæli í fjölmiðlum hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar og tímabundinn arftaki Sig­ urðar Helga í starfi meðan eftir­ maður hans var fundinn, látið af störfum sem stjórnarformaður. Magnús L. Sveinsson tók við af Vilhjálmi. Ýmislegt bendir til að fjárhags­ erfiðleika og óráðsíu innan Eirar megi rekja mörg ár aftur í tímann, líkt og greiðsla Sigurðar Helga á flugmiðum fyrir dóttur sína ber vott um. Þá greindi DV frá því á mánu­ daginn að Sigurður Helgi hefði stofnað heildverslun með lyf og hjúkrunargögn árið 1988, Ars ehf., sem meðal annars hefði selt hjúkr­ unargögn til Eirar eftir að hann varð framkvæmdastjóri árið 1993. Vildi tæplega 6 mánaða orlofsgreiðslur Þá hefur DV heimildir fyrir því að Sigurður Helgi hafi farið fram á það við fjármálastjóra Eirar að fá greitt orlof aftur í tímann upp á tæplega sex mánuði, 170 daga, þegar hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri. Sigurður Helgi fór með kröfu þess efnis beint til fjármálastjórans og framhjá stjórn Eirar, líkt og hann byggist við að gengið yrði frá greiðslunni án sam­ ráðs við stjórnina. Greiðslan hljóð­ aði upp á tæplega sex milljónir króna. Stjórn Eirar leitaði hins vegar til Ríkisendur skoðunar eftir áliti hennar um hversu langt orlof Sig­ urður Helgi ætti að fá. Magnús segir að Ríkisendur­ skoðun hafi komist að því að hann ætti um tvo mánuði í orlof inni hjá hjúkrunarheimilinu. „Við leituðum eftir áliti frá Ríkisendurskoðun um hvað hann ætti mikið inni. Hún taldi að þetta væru tveir mánuðir og voru honum bara greiddir þeir. Það var ekki fótur fyrir þessari kröfu hjá honum. Hann fékk bara sitt orlof greitt,“ segir Magnús. Tvö mál sem tengjast fyrrverandi framkvæmdastjóra Eirar hafa því verið send til Ríkisendurskoðunar. Aðspurður hvort fleiri mál sem tengist Sigurði Helga hafi verið send til Ríkisendurskoðunar segir Magn­ ús að svo sé ekki en að „verið sé að skoða það hjá Eir“ hvort tilkynna þurfi önnur mál. DV hefur heimildir fyrir því að einn af stjórnarmönnum Eirar hafi óskað eftir því á fundi hjá stofnun­ inni að hún óski eftir því að Ríkis­ endurskoðun rannsaki sérstaklega framkvæmdastjóratíð Sigurðar Helga. Konan og dóttirin ráðin Miðað við þær heimildir sem DV hef­ ur þá gæti verið fullt tilefni til slíkrar rannsóknar. Þannig er ýmislegt sem bendir til þess að Sigurður Helgi hafi hyglað sér og sínum ótæpilega í framkvæmdastjóratíð sinni. Þannig var eiginkona Sigurðar Helga ráð­ in sem djákni til Eirar eftir að hann varð framkvæmdastjóri og dóttir hans var gerð að framkvæmdastjóra yfir sérstöku rekstrar sviði sem framkvæmdastjórinn bjó til fyrir hana. Eiginkona Sigurðar Helga lét svo af störfum um leið og hann, og dóttir hans skömmu síðar. Gerður var við hana starfslokasamningur og sviðið sem hún stýrði var lagt niður. Fékk jeppa Heimildir DV herma einnig að Sig­ urður Helgi hafi keyrt um á jeppa sem var fjármagnaður með bíla­ láni í gegnum Lýsingu auk þess sem fleiri stjórnendur Eirar hafi verið á slíkum farartækjum. Þá þóttu laun Sigurðar Helga vegleg, meira en 1.400 þúsund krónur á mánuði. Öllum þessum bílasamningum var sagt upp eftir að Sigurður Helgi hætti hjá Eir í fyrra. Samningar við sömu aðila Þá vakti það athygli að Sigurður Helgi hafði keypt þjónustu af sömu aðilum, til dæmis smiðum og iðnaðarmönnum, um langt árabil án þess að nokkurn tím­ ann færi fram útboð á þeirri þjón­ ustu sem viðkomandi aðilar veittu. Eitt af þessum fyrirtækjum var verktakinn Hákon og Pétur ehf. sem vann að alls kyns viðgerðum á húsnæði Eirar um árabil fyrir tugi milljóna króna. Aldrei þótti tilefni til að bjóða þá þjónustu út. Eitt af því sem stjórnendur Eirar gerðu eftir að Sigurður Helgi hætti var að setja stofnuninni sérstakar inn­ kaupa­ og útboðsreglur. Slóðin af ýmiss konar spill­ ingarmálum sem tengjast fram­ kvæmdastjóratíð Sigurðar Helga hjá Eir er því talsverð. Að svo stöddu er ekki hægt að fullyrða neitt um hversu mikil þessi slóð er en miðað við þau mál sem fyrir liggja er hún all nokkur. Frekari rannsókn á framkvæmdastjóratíð hans mun væntanlega leiða sann­ leikann betur í ljós. n 8 Fréttir 14. nóvember 2012 Miðvikudagur n Ríkisendurskoðun rannsakar miðakaup Sigurðar n Fjölskyldan vann hjá Eir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Lögfræði- kostnaður færist á þróunar- sjóð. Eir borgaði flugmiða Séra Sigurður Helgi Guð- mundsson lét Eir greiða 200 þúsund króna flugmiða fyrir dóttur sína og fjölskyldu hennar sumarið 2011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.