Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 18
18 Sport 14. nóvember 2012 Miðvikudagur 1 Robin van PersieÞjóðerni: Hollenskt Félag: Manchester United Staða: Framherji Kaupverð: 30 milljónir punda Leiknar mínútur: 86% Stig í Fantasy Premier League: 77 Hollendingurinn hefur slegið í gegn hjá Manchester United eins og við var að búast. Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarlínu United á tímabilinu og skorað 8 mörk í 11 leikjum. Til viðbótar hefur hann lagt upp fjögur mörk og fiskað eina vítaspyrnu. Líklega bestu kaup sumarsins – ef hann sleppur við meiðsli sem hafa oft reynst honum erfið á ferlinum. Það er engin tilviljun að Robin van Persie er stigahæsti leikmaðurinn í deildinni – í Fantasy Premier League. 2 Eden Hazard Þjóðerni: Belgískt Félag: Chelsea Staða: Útherji Kaupverð: 40 milljónir punda Leiknar mínútur: 93% Stig í Fantasy Premier League: 69 Belginn ungi byrjaði með látum í haust og var með 35 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Fantasy Premier League. Í þeim skoraði hann mark og lagði upp sex en hafa verður í huga að fiskuð vítaspyrna er talin sem stoðsending. Hann hefur í raun lagt upp fimm mörk, fiskað fjórar vítaspyrnur og skorað tvö. Ekki amalegur árangur það, enda kostaði hann sitt. Þó Hazard hafi átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum verður ekki af honum tekið að hann er stigahæsti miðjumaðurinn í deildinni. 3 Steven Fletcher Þjóðerni: Skoskt Félag: Sunderland Staða: Sóknarmaður Kaupverð: 15 milljónir punda Leiknar mínútur: 84% Stig í Fantasy Premier League: 48 Stjórnendur Sunderland voru klókir þegar þeir klófestu Steven Fletcher frá Úlfunum í sumar. Fletcher skoraði 22 mörk í 61 leik fyrir Úlfana og er líklegur til að halda upptekn- um hætti hjá Sunderland. Hann byrjaði með látum og skoraði í fjórum fyrstu leikjunum. Hann hefur reyndar ekki skorað síðan 29. september en er alltaf líklegur og spilar hvern einasta leik. Fimm mörk í tíu leikjum er þó fínn árangur. Fletcher er leik- maður sem gefur aldrei eftir. 4 Lukas Podolski Þjóðerni: Þýskt Félag: Arsenal Staða: Framherji Kaupverð: 13 milljónir punda Leiknar mínútur: 81% Stig í Fantasy Premier League: 45 Þjóðverjinn var duglegur að skora hjá sínum gömlu félögum í FC Köln (33 mörk í 88 leikjum) en hefur ekki tekist að halda upp- teknum hætti í úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað þrjú mörk og lagt upp tvö en valdið ákveðnum vonbrigðum, eins og liðið í heild. Hann er þó fastamaður í liðinu en hafði ekki skorað mark í sex leikjum í röð þegar hann skoraði eitt í 3–3 jafntefli liðsins við Fulham um helgina. 5 Oliver Giroud Þjóðerni: Franskt Félag: Arsenal Staða: Framherji Kaupverð: 15 milljónir punda Leiknar mínútur: 73% Stig í Fantasy Premier League: 37 Framherjinn stæðilegi Oliver Giroud er annar tveggja sem keyptur var til Arsenal til að fylla það stóra skarð sem Robin van Persie skildi eftir sig. Giroud, sem er á besta aldri, hefur aðeins skorað þrjú mörk á leiktíðinni og lagt upp eitt, þrátt fyrir að vera fastamaður. Ekkert bendir til þess að nýja framherjaparið á Emirates eigi eftir að fleyta liðinu í toppbaráttuna á þessari leiktíð. 6 Moussa DembeleÞjóðerni: Belgískt Félag: Tottenham Staða: Miðjumaður Kaupverð: 19 milljónir punda Leiknar mínútur: 58% Stig í Fantasy Premier League: 25 Dembele hefur átt í basli eins og allt Totten- ham-liðið á leiktíðinni. Hann var keyptur á 19 milljónir punda frá Fulham og til hans eru gerðar miklar kröfur, enda á besta aldri, 25 ára gamall. Hann spilaði fyrstu sjö leikina og skoraði í þeim eitt mark. Svo meiddist hann og er enn meiddur. 7 Joe AllenÞjóðerni: Velskt Félag: Liverpool Staða: Miðjumaður Kaupverð: 19 milljón- ir punda Leiknar mínútur: 100% Stig í Fantasy Premier League: 23 Þessi knái miðjumaður fylgdi knattspyrnu- stjóranum Brendan Rodgers frá Swansea og kostaði skildinginn. Hann hefur spilað hverju einustu mínútu á tímabilinu en hefur hvorki tekist að skora né leggja upp mark. Áhrif hans í sóknarleiknum virðast því hverfandi en Rodgers notar hann fyrst og fremst sem afturliggjandi miðjumann og hefur þurft að verja frammistöðu leikmannsins. 8 Shinji Kagawa Þjóðerni: Japanskt Félag: Manchester United Staða: Sóknarmaður Kaupverð: 15 milljónir punda Leiknar mínútur: 43% Stig í Fantasy Premier League: 23 Japaninn ungi lofar góðu fyrir framtíðina hjá United í nýja kerfinu sem Ferguson er að innleiða. Takist honum að finna það form sem leiddi til þess að hann var keyptur frá Dortmund verður þess ekki langt að bíða að hann verði í miklum metum hjá stuðnings- mönnum enska stórveldisins. Ferguson hefur þó sagt að hann þurfi tíma til að aðlagast en Kagawa hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað. 9 OscarÞjóðerni: Brasilískt Félag: Chelsea Staða: Miðjumaður Kaupverð: 32 milljónir punda Leiknar mínútur: 62% Stig í Fantasy Premier League: 22 Miklar væntingar eru gerðar til framtíðar þessa unga Brasilíumanns. Hann er búinn að spila sig inn í byrjunarliðið, á kostnað ekki minni manns en Franks Lampard. Oscar býr yfir gríðarlega miklum hæfileik- um; hann er góður skotmaður, jafnvígur á báða fætur og býr yfir miklum leikskilningi miðað við aldur. Honum hefur þó ekki tekist að skora og hefur aðeins lagt upp eitt mark í ellefu leikjum. Hann hefur því ansi fá stig fengið. 10 Gaston Ramirez Þjóðerni: Úrú- gvæskt Félag: South- ampton Staða: Miðjumaður Kaupverð: 15 milljónir punda Leiknar mínútur: 39% Stig í Fantasy Premier League: 17 Það er kannski ekki algengt að nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eyði í unga óreynda leikmenn sem kosta jafn mikið og Gaston Ramirez. Hann er aðeins 21 árs og skoraði 8 mörk í 33 leikjum fyrir Bologna á Ítalíu á síð- ustu leiktíð og var keyptur til Southampton fyrir metfé. Hann byrjaði ágætlega; skoraði mark og lagði upp annað í fyrstu þremur leikjunum. Svo meiddist hann í læri og var frá keppni allan október. Spennandi verður að fylgjast með pilti í botnbaráttunni. 11 Javi Garcia Þjóðerni: Spænskt Félag: Manchester City Staða: Miðjumaður Kaupverð: 20 milljónir punda Leiknar mínútur: 28% Stig í Fantasy Premier League: 13 Garcia spilaði fyrstu þrjá leiki tímabilsins. Hann skoraði í fyrsta leiknum, gegn Stoke, en varð fyrir því óláni að meiðast á læri í meistaradeildarleik gegn Dortmund í byrjun október. Hann hefur náð sér af meiðslunum en spurningin er hvort þessi 20 milljóna punda maður komist framar í goggunarröð- ina en hinir ríkisbubbarnir hjá City. 12 Fabio Borini Þjóðerni: Ítalskt Félag: Liverpool Staða: Sóknar- maður Kaupverð: 14 milljónir punda Leiknar mínútur: 34% Stig í Fantasy Premier League: 8 Flestir stuðningsmenn Liverpool klóra sér enn í höfðinu yfir því hvernig í ósköpunum Fabio Borini eigi að gagnast liðinu. Hann er vissulega ungur að árum en virðist eiga nokkuð langt í land til að verða fastamaður hjá Liverpool. Rodgers notaði hann þó í fyrstu sex leikjunum en lítið kom út úr því. Síðan meiddist hann og er enn meiddur. DV veit ekki til þess að hans sé saknað úr liðinu. 13 Jack Rodwell Þjóðerni: Enskt Félag: Manchest- er City Staða: Miðju- maður Kaupverð: 15 milljónir punda Leiknar mínútur: 26% Stig í Fantasy Premier League: 6 Jack Rodwell hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kom frá Everton. Hann spilaði tvo af fyrstu þremur leikjunum en hefur síðan lítið komið við sögu. Rodwell er aðeins 21 árs og gæti þurft að verma tréverkið á þessari leiktíð. Hann hefur spilað fjórðung leiktímans en er fyrst og fremst hugsaður sem maður framtíðarinnar. Hann gæti orðið næsti Nigel de Jong á miðjunni. Van Persie og Hazard bestir Þ rettán dýrustu leik- mennirnir sem ensku úr- valsdeildarfélögin keyptu í sumar kostuðu samtals 262 milljónir punda. Þeir hafa samtals skorað 26 mörk í fyrstu ellefu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Robin van Persie hefur skoraði tæplega þriðjung þeirra, eða átta. Margir leikmannanna þrettán hafa lítið sem ekkert spilað með sínum liðum og verma tréverkið eða horfa á leikina meiddir úr stúkunni helgi eftir helgi. 10 þúsund Íslendingar í Fantasy Premier League Enska úrvalsdeildin heldur úti nokkurs konar draumaliðsleik, Fantasy Premier League, þar sem leikmönnum eru gefin stig fyrir frammistöðu sína á vellinum. Knattspyrnuáhugamenn um allan heim spila leikinn og velja saman leikmenn í sitt lið og fá stig í hverri umferð eftir því hversu vel leik- mönnum þeirra gengur. Þannig fá miðjumenn, varnar- menn og markmenn stig fyrir að halda markinu hreinu og allir leik- menn fá stig (mismunandi mörg eftir því hvaða stöðu á vellinum þeir leika) fyrir að skora eða leggja upp mörk fyrir samherja sína. Markmenn fá stig fyrir markvörslu og allir leikmenn fá stig ef þeir taka þátt í leiknum. Loks fara sér- fræðingar yfir hvern og einn leik og verðlauna þrjá bestu leikmenn vallarins með bónusstigum. Þó um leik sé að ræða, sem um 10.500 Ís- lendingar spila, gefur hann nokk- uð góða mynd af því hvaða leik- menn hafa staðið sig vel. Þó verður að hafa í huga að kerfið er ekki fullkominn mælikvarði á getu leik- manns. Þannig getur varnarmaður sem leikur vel liðið fyrir að liðinu gengur illa og fær á sig mörk í hverjum leik. Hann getur þó feng- ið stig fyrir að leggja upp eða skora mörk, eða fengið bónusstig fyrir góða frammistöðu. Margir verma bekkinn DV tók til gamans saman þrettán dýr- ustu leikmennina sem ensku úrvals- deildarfélögin keyptu í félagaskipta- glugganum í sumar. Eins og sjá má standa þeir allir framherjanum Robin van Persie og miðjumanninum Eden Hazard langt að baki þegar að stigum í draumaliðsleiknum kemur. Steven Fletcher hjá Sunderland og Arsenal- framherjarnir Lukas Podolski og Oliver Giroud hafa þó einnig staðið sig ágætlega. Aðrir á listanum hafa mun færri stig. Þeir hafa ýmist leik- ið illa, verið meiddir eða ekki notaðir. Athyglisvert er að skoða hversu stóran hluta nýju og dýru leik- mennirnir hafa leikið í sínum liðum. Joe Allen hjá Liverpool er eini leik- maðurinn sem hefur leikið alla ellefu leikina á leiktíðinni, án þess að vera skipt út af. Nokkrir þessara dýru leik- manna hafa lítið sem ekkert komið við sögu, af ýmsum ástæðum. Leik- mönnunum hér fyrir neðan er raðað í röð eftir stigafjölda í Fantasy Premier League. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Misvel gengur hjá þrettán dýrustu leikmönnum sumarsins í enska boltanum 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 va n Pe rs ie H az ar d Fl et ch er P od ol sk i Gi ro ud D em be le A lle n K ag aw a O sc ar Ra m ire z Ga rc ia B or in i R od w el l Stig í Fantasy Premier League Milljónir punda Hvers virði eru gæðin? Græna súlan sýnir stigafjölda 13 dýrustu leikmannanna í Fantasy Premier League, sem keyptir voru í sumar. Rauða súlan sýnir, til gamans, í milljörðum punda hversu dýrir leikmennirnir voru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.