Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn Í mars árið 2009 skrifaði leiðarahöf­ undur nærmynd í DV um Bjarna Benediktsson sem þá var nánast ör­ uggur um að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hafði þegar þarna var komið sögu komist næsta skaðlaust undan efnahagshrun­ inu þó fortíð hans í viðskiptalífinu hjá N1 væri talin hans stærsta fótakefli til framtíðar. Rannsóknarskýrslan var ekki komin út, stórfelldar afskriftir N1 og tengdra félaga lágu ekki endanlega fyrir og aðkoma Bjarna að Vafnings­ viðskiptunum og sala hans á hlutabréf­ um sínum í Glitni var ekki komin fram í dagsljósið. „Flekklaus í skugga N1“ var fyrirsögnin á greininni sem var fremur jákvæð úttekt á formannsefninu þrátt fyrir yfirliggjandi skugga; efni stóðu ekki til annars þar sem meira að segja andstæðingar Bjarna úr öðrum flokk­ um töluðu vel um hann. Kolbrún Halldórsdóttir, þáverandi þingmaður VG, sem sat með Bjarna í allsherjarnefnd þar sem hann var for­ maður, sagði meðal annars um hann: „Ég get alveg gefið Bjarna Benedikts­ syni góð meðmæli fyrir þá vinnu sem hann vann í nefndinni.“ Kolbrún bætti því við að Bjarni hefði lagt talsvert á sig til að miðla málum manna á milli og komast að niðurstöðu. „Hann hef­ ur margt til brunns að bera og ég vona að hann eigi eftir að vinna vel úr þeim góðu eiginleikum og láti pólitíkina ekki eyðileggja sig. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju sem leiðtogi sjálfstæðis­ manna að reyna að stjórna öllum þingmönnum flokksins að ofan líkt og margir stjórnendur flokksins hafa gert hingað til.“ Annar þingmaður VG, sem ekki vildi ekki koma fram undir nafni, sagði um Bjarna: „Hann var ágætlega liðinn á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Hann þótti diplómatískur og góður í samstarfi þegar hann stýrði störfum í nefndum þingsins. Hann þótti nokkuð sanngjarn miðað við marga aðra í Sjálf­ stæðisflokknum.“ Þetta sögðu pólitískir andstæðingar Bjarna um hann, þingmann Sjálfstæðis flokksins sem á þessum tíma var talinn hafa átt mestan þátt allra stjórnmálaflokka í því að stýra Íslandi inn í efnahagshrunið. Ég fullyrði að enginn pólitískur andstæðingur Davíðs Oddssonar, fyrirrennara Bjarna á for­ mannsstóli til margra ára, hefði talað um hann með slíkum hætti. Í raun má segja að lýsingin á Bjarna hafi verið í algjörri andstöðu við allar lýsingar kunnugra á Davíð Oddssyni, þessum makíavelíska harðstjóra og klækjaref ís­ lenskra stjórnmála sem yfirleitt lét stýr­ ast af hagsmunum sínum og flokksins en ekki prinsippum, hugmyndafræði eða gildum. Nú er þessi fyrrverandi formaður flokksins, Davíð Oddsson, orðinn að stærsta pólitíska vandamáli Bjarna Benediktssonar, ef marka má orð Gunnars Helga Kristinssonar, pró­ fessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Gunnar Helgi túlkaði niður­ stöðuna úr nýafstöðnu prófkjöri Sjálf­ stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni fékk rétt rúmlega helm­ ing atkvæða í fyrsta sætið, með þessum hætti: „Flokkurinn er með ákveðinn aftursætisbílstjóra uppi á Morgun­ blaði sem ennþá setur mjög mark sitt á flokkinn og gerir hverjum þeim sem ætlar að leiða flokkinn mjög erfitt fyrir.“ Gunnar Helgi nefndi ekki Vafningsmál­ ið heldur Davíð. En hvað á Gunnar Helgi við þess­ um orðum? Líklega á hann við hvað Bjarni virðist vera ráðvilltur og veikur formaður sem virðist ekki vita hvernig hann á að vera og hvað honum á að finnast. Bjarni, sem lýst hafði því yfir í grein í Fréttablaðinu í lok árs 2008 að Ísland ætti að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera ætti samn­ inginn undir þjóðina, varð til að mynda allt í einu andsnúinn aðildarviðræðun­ um eftir að hann varð formaður og vildi slíta þeim sem fyrst. Íslenska krónan, sem Bjarni taldi í árslok 2008 að yrði Ís­ lendingum fjötur um fót til framtíðar, var ekki lengur vandamál ef marka má viðtal við Bjarna frá því í ágúst í fyrra. Þessi sinnaskipti Bjarna eru lítið annað en þjónkun við Davíð sem lengi hefur barist gegn aðild Íslands að Evrópu­ sambandinu, meðal annars fyrir hönd vinnuveitenda sinna á Morgunblaðinu. Þá skipti Bjarni um skoðun á Ice­ save­málinu í fyrra, eftir að hafa stutt samning ríkisstjórnarinnar og talið að þjóðin ætti að samþykkja samn­ inginn, þegar Davíð skammaði hann í leiðara í blaðinu og kallað hann „vikapilt Steingríms J“ og sagði að sjálfstæðismenn væru „agndofa“ yfir skoðun hans í Icesave­málinu. Davíð er enn í því hlutverki sem Kolbrún Halldórsdóttir lýsti að reyna að stýra Sjálfstæðisflokknum „að ofan“ þrátt fyrir að hann sé ekki lengur formað­ ur hans heldur aðeins ritstjóri á dag­ blaði. Slíkur vingulsháttur formannsins fer greinilega ekki vel í sjálfstæðis­ menn í Suðvesturkjördæmi og hvað þá í kjósendur sem ekki eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Tvístígandi, veik­ ur og óviss formaður, sem lætur fyrr­ verandi formann stýra sér og stjórna úr fjarlægð eins og viljalausu verkfæri, hefur lítinn kjörþokka og er dæmdur til að vera skammlífur á formanns­ stóli. Þegar tekin eru viðtöl við Bjarna í sjónvarpi hljómar hann alltaf eins og hann spyrji sig að því hvort hann eigi að segja það sem honum finnst eða það sem hann heldur að Davíð vilji að hann segi, enda eru þetta gerólíkir menn með allt aðrar skoðanir. Fyrir vikið er Bjarni Benediktsson búinn að veikja stöðu sína sem formaður á síðustu þremur árum með því að láta Davíð Oddsson spila með sig. Vilji Bjarni verða formaður flokks­ ins áfram þarf hann að standa keikur á eigin fótum og sýna sitt rétta andlit. Ef marka má pólitíska andstæðinga hans á þingi hefur hann þá mannkosti sem til þarf til að verða farsæll formaður og jafnvel vinna ágætlega með öðrum flokkum. Bjarni þarf að taka skrefið til fulls, og gera það sem ríkisstjórn Jó­ hönnu Sigurðardóttur reyndi að gera í ársbyrjun 2009 þegar Davíð var rekinn með valdi úr Seðlabankanum, og gera Davíð óvirkan í þjóðlífinu og Sjálfstæð­ isflokknum með því að hætta að láta hann fjarstýra flokknum. Þetta skref væri bæði honum sjálfum, Sjálfstæðis­ flokknum og íslensku stjórnmálalífi til heilla. Nægan skaða hefur Davíð unnið íslensku samfélagi nú þegar svo hann fái ekki að halda því áfram um ókom­ in ár sem skuggastjórnandi Sjálfstæð­ isflokksins. Ef Bjarni gerir þetta ekki hefur honum sannarlega tekist „að láta pólitíkina eyðileggja sig“. Árni var ósigrandi n Sigur Árna Páls Árnasonar í prófkjöri Samfylkingar í Kraganum kom sumum á óvart. Töldu margir að Katrín Júlíusdóttir myndi hafa betur. Skýringin á sigrinum kann þó að vera skammt undan því í starfsliði Árna Páls var stórkanón­ an Ólafía Rafnsdóttir sem leitt hef­ ur í tvígang sigursæla kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar og einnig leitt baráttu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ekki skemmdi fyrir að Gaukur Úlfarsson, einn af arkitektum Besta flokksins, var í starfsliðinu. Árni Páll var því nær ósigrandi. Skrímslið Davíð n Örlög Bjarna Benedikts- sonar í eigin kjördæmi vekja mismikla samúð með for­ manninum. Meðal þeirra sem hafa unnið gegn Bjarna er frændi hans, Björn Bjarnason, fyrrverandi ráð­ herra. Athygli vekur að á bloggi sínu vegur Björn að fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hann telur að ræði við ranga stjórnmálaskýrendur. Þar vísar hann til Gunnars Helga Kristinssonar prófess­ ors sem hann segir að sé ráðgjafi forsætisráðherra. Athyglisverðara er þó að Björn hjólar í átrúnaðargoð sitt, Davíð Oddsson, í tengsl­ um við þau ummæli að hann sé aftursætisformað­ ur sem geri Bjarna lífið leitt. Björn tilgreinir Davíð sem „skrímslið í Hádegismóum“. Guðlaugur Þór slapp n Gunnar Andersen, fyrr­ verandi forstjóri Fjármála­ eftirlitsins, hafði ekki erindi sem erfiði fyrir Hæsta­ rétti þegar hann óskaði eftir rann­ sókn á fjár­ málavafstri Guðlaugs Þórs Þórðarsonar með svissneskt tryggingaumboð. Ekki ligg­ ur fyrir hvort Gunnar á ein­ hvern leik í þeirri stöðu að fletta hulunni af málinu. Hann gæti þó gripið til þess ráðs að leggja fram kæru á þingmanninn. Reiður útrásarkarl n Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og einn nánasti samstarfsmaður útrásarmanna, er ekki sáttur við að Vilhjálmur Bjarnason skyldi hafa náð fjórða sætinu í Kraganum. Sigurður gefur til kynna að eitthvað vafa­ samt sé að baki Samtök­ um fjárfesta sem auðguð­ ust fyrir hrun. Þá gerir hann Vilhjálm ábyrgan fyrir verð­ tryggingunni og lætur í ljósi þá von að hann nái ekki kjöri. Lokaorð Sigurðar á Pressunni eru kjarnyrt: „Þjóðin þarf því ekki Villa verðtryggingu“. Stuðningsmenn Vilhjálms eru sagðir himinlifandi með óvininn. Hún er ein í Prag Við eigum ýmsar leiðir í hendi ef í harðbakka slær Faðir stúlku sem var handtekin með kókaín hefur áhyggjur af dóttur sinni. – Kastljós Össur Skarphéðinsson tekur ekki hótunum Norðmanna þegjandi. – DV Hver er Bjarni Benediktsson?„Ég vona að hann eigi eftir að vinna vel úr þeim góðu eiginleik- um og láti pólitíkina ekki eyðileggja sig. Í slendingar hafa gengið í gegnum erfiða tíma frá hruni fjármálafyrir­ tækjanna. Sérhvert heimili hefur fært fórnir á þessum árum og margt er óunnið. Íslendingar geta hins vegar horft yfir sviðið og glaðst með erlend­ um fréttaskýrendum sem velta fyrir sér hvernig okkur tókst að hraða endur­ reisn eftir bankahrunið, koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi og verja vel­ ferðarkerfið. En við vitum að dagleg úrlausnarefni eru ærin í þágu fólksins í landinu. Sem betur fer eiga Íslendingar framúrskarandi stofnanir og kunnáttu­ fólk sem gengur daglega til verka við að setja fram haldgóð gögn um fram­ vinduna í þjóðfélaginu. Hagstofa Ís­ lands gaf til að mynda út þjóðhagsspá áranna 2012 til 2017 fyrir rúmri viku. Spáin gerir ráð fyrir að landsfram­ leiðsla aukist um 2,7% á þessu ári og 2,5% 2013. Þetta er meiri hagvöxtur en víðast hvar um þessar mundir í nálæg­ um löndum. Hagvöxtur er merki um aukna verðmætasköpun sem þjóðin leggur sig fram um að stuðla að. Án umsvifa heimila og fyrirtækja væri hér lítill vöxtur. Þá segir í þessari nýju þjóðhagspá Hagstofunnar að með „auknum þrótti í efnahagslífinu og að hluta vegna átaksverkefna Vinnumála­ stofnunar hefur atvinnuleysi minnkað talsvert að undanförnu“. Atvinnuleysi er böl sem bera að taka á með öllum tiltækum ráðum og því ber að fagna sérstaklega þessari þróun. Græna hagkerfið, skapandi greinar og nýsköpun Í síðustu viku kynnti fjármála­ og efnahagsráðherra að tryggðir hefðu verið rúmlega 6 milljarðar króna til fjárfestinga og framkvæmda undir merkjum fjárfestingaáætlunar rík­ isstjórnarinnar á næsta ári. Fjár­ magnið kemur einkum sem arður af eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Áður var búið að tryggja fjárfestinga­ áætluninni 4,2 milljarða króna með sérstöku veiðigjaldi sem lögleitt var fyrr á árinu. Samtals verður því 10,3 milljörðum króna varið á næsta ári til atvinnusköpunar og eflingar innviða samfélagsins samkvæmt fjárfestinga­ áætluninni. Þetta er fagnaðarefni og sýnir að ríkisstjórninni hefur enn eina ferðina tekist ætlunarverk sitt, nú í þágu upp­ byggingar í atvinnulífinu. Áður hafði verið tryggt fjármagn til samgöngu­ bóta, meðal annars gerðar Norð­ fjarðarganga, en verkið verður boðið út eftir áramótin. Viðbótarfjármagnið nemur 2,5 milljörðum króna. Þetta eru verkefni sem um munar en markmiðið er aukin fjárfesting og fjölgun starfa. Hitt er ekki síður mikilvægt, að fjárfestingaráætlunin felur í sér nýjar áherslur og nýja sýn á atvinnulífið. Þessar áherslur falla prýðilega saman við margt það sem fram kemur í ný­ legri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey. Þar segir meðal annars frá því að raunvöxtur á Íslandi hafi verið minni síðastliðin 30 ár en í nágranna­ löndunum. Hins vegar eru dregin fram spennandi sóknarfæri fyrir Ísland sem ríkisstjórnin hefur fullan hug á að nýta sér í náinni framtíð. Fjárfestingaáætl­ unin gerir nefnilega ráð fyrir auknum stuðningi við rannsóknar­ og tækni­ sjóði. Þeim eru ætlaðir 1,3 milljarðar króna sérstaklega á næsta ári. Nefna má aukna áherslu á græna hagkerf­ ið svonefnda. Ætlunin er að leggja 500 milljónir króna á næsta ári í grænan fjárfestingarsjóð og 280 milljónum króna verður varið til þess að styðja við grænar áherslur fyrirtækja. Breytt hagkerfi með nýjum áherslum En þar með er ekki allt upp talið. Kvik­ myndasjóður fær nánast tvöfalt hærra framlag en áður, 250 milljónir króna renna aukalega til verkefnasjóða fyrir aðrar skapandi greinar og Netríkið Ísland fær 200 milljónir króna í sinn hlut. Forvígismenn ferðaþjónustunnar hafa undanfarnar vikur brugðist hart við áformum um að hækka virðisauka­ skatt greinarinnar til jafns við aðrar greinar. Það mál hefur ekki enn verið til lykta leitt, en þeir hinir sömu geta glaðst yfir því að allt að 500 milljónum króna verður varið í nafni fjárfestinga­ áætlunarinnar til uppbyggingar ferða­ mannastaða sem eru undir sífellt meira álagi vaxandi fjölda ferða­ manna. Einnig er ráðgert að verja 250 milljónum króna til að efla innviðina á friðlýstum og eftirsóttum svæðum. Það verður því ekki annað séð en að fjárfestingaáætlun falli vel að þeirri sýn sem fram kemur í Íslandsskýr­ slu McKinsey sem forsætisráðuneytið hefur nú tekið til sérstakrar skoðunar. Ríkis stjórnin hefur því sett aukinn kraft í fjölgun starfa þar sem fjárfestingar í innviðum samfélagsins og í hinu græna og skapandi hagkerfi eru sett í forgang. Tíu milljarðar í atvinnusköpun Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 14. nóvember 2012 Miðvikudagur Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta er fagnað- arefni og sýnir að ríkisstjórninni hefur enn eina ferðina tekist ætlunarverk sitt, nú í þágu uppbyggingar í atvinnulífinu. Aðsent Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.