Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 4
Blikastaðalandið til Arion n Bleiksstaðir gjaldþrota A rion banki hefur leyst Blika­ staðalandið í Mosfellsbæ til sín vegna gjaldþrots fé­ lagsins sem átti það. Félag­ ið heitir Bleiksstaðir og var í eigu verktakafyrirtækisins Eyktar. Fé­ lagið keypti landið af eignarhalds­ félaginu EAV ehf. fyrir 65 millj­ ónir evra, rúmlega 6,2 milljarða á þávirði, í febrúar 2008. Kaupþing fjármagnaði viðskiptin. Þegar Blikastaðalandið var selt til Bleiksstaða í ársbyrjun 2008 stóð til að byggja um 1.800 íbúðir á svæðinu. Reiknað var með að íbúðirnar seldust á næstu sjö til tíu árum þar á eftir. Íslenska efna­ hagshrunið setti strik í reikninginn hjá Eykt, líkt og hjá flestum öðrum verktakafyrirtækjum í landinu, og varð ekkert af því að hafist væri handa við þessa miklu upp­ byggingu á svæðinu. Blikastaðalandið var í eigu Ís­ lenskra aðalverktaka þegar ríkið seldi 40 prósenta hlut sinn í fyrir­ tækinu til þáverandi æðstu stjórn­ enda verktakafyrirtækisins árið 2003. Eftir einkavæðinguna kom í ljós að landið hafði verið vanmetið þegar íslenska ríkið seldi hlutinn í Íslenskum aðalverktökum. Verð­ matið á Blikastaðalandinu fyrir einkavæðingu árið 2002 var tæp­ lega 900 milljónir króna. Í árs­ reikningi Íslenskra aðalverktaka árið 2003 hafði verið framkvæmt „sérstakt endurmat“ á landinu þar sem verðmat þess hækkaði upp í tæplega 4,5 milljarða króna. Blika­ staðalandið var svo selt til Bleiks­ staða fyrir rúma 6 milljarða króna árið 2008. Meira en fimm milljarða munur var því á bókfærðu verð­ mæti landsins þegar ríkið seldi hlut sinn í fyrirtækinu og þegar kaupendurnir seldu Blikastaða­ landið til Eyktar 2008. n n Rætt um Dróma á ráðherrafundi n Greinir á um færslu til Arion E kki er einhugur í ríkisstjórn­ inni um hvort flytja eigi út­ lánasafn Dróma ehf. yfir í Arion banka samkvæmt heimildum DV. Á fundi fjögurra ráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, Ögmundar Jónasson, Katrínar Júlíusdóttur og Guðbjarts Hannessonar á miðvikudaginn, var rætt um málefni Dróma samkvæmt heimildum DV. Þar kom þessi óein­ ing nokkuð skýrt fram. Drómi er félag sem var stofnað utan um út­ lánasafn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Frjálsa fjárfestingar­ bankans. Orð Jóhönnu skýr Bæði Jóhanna Sigurðardóttir for­ sætisráðherra og Ögmundur Jónas­ son innanríkisráðherra hafa lýst því yfir að þau vilji leita alllra leiða til að flytja útlánasafn Dróma yfir í Arion banka. Margir af viðskipta­ vinum Dróma una hag sínum illa og telja á sér brotið vegna innheimtu­ aðferða félagsins og hefur málflutn­ ingur þeirra meðal annars snúist um gagnrýni á einstaka starfsmenn Dróma, til dæmis Hlyn Jónsson. Í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Jóhanna til dæmis: „Og ég held að menn hljóti að skoða það hvort að það sé ástæða til þess að flytja eignasafnið frá Dróma með einhverjum hætti til Seðlabanka eða Arion banka.“ Þá sagði Jóhanna einnig: „Það er auðvitað öllum ljóst að það er eitt­ hvað mikið að í samskiptum Dróma við þá, þá lántaka sem mynda félagið þeirra, úr þeim vanda verður að, að leysa. Og þessi mál hafa verið lengi í skoðun og ég tel að það þurfi að grípa til aðgerða …“ Hávær mótmæli Stofnuð hefur verið sérstök Face­ book­síða þar sem ósáttir við­ skiptavinir Dróma deila á félagið og starfsmenn þess. Byggir gagnrýnin meðal annars á því að viðskipta­ vinir Dróma fái verri lánaskilmála en viðskiptavinir annarra banka og að sú ákvörðun byggi á ein­ hliða ákvörðununum starfsmanna Dróma. Á síðunni segir Ingileif Jóhannesdóttir meðal annars: „Inn­ lán og útlán hefðu átt að fara saman inn í Arion banka … fólki er mis­ munað á þessum forsendum og því verður að ljúka.“ Viðskiptavinirnir hafa einnig kvartað sáran yfir því að starfsmenn Dróma hafi sagt að þeir ætli ekki að hlíta neinum dómum um gengis­ tryggð lán þar sem þeir séu að gæta hagsmuna kröfuhafa félagsins sem ekki vilji gefa neitt eftir. Arion banki er stærsti kröfuhafi Dróma. Sjónarmið FME reifuð DV hefur heimildir fyrir því að Steingrímur J., atvinnuvega­ og ný­ sköpunarráðherra, hafi lagt fram minnisblað um Dróma á fundi ráð­ herranna á miðvikudaginn sem skilja megi sem svo að hann vilji óbreytt ástand í starfsemi félagsins. Í minnisblaðinu munu hafa verið reifaðar niðurstöður Fjármála­ eftirlitsins um starfsemi Dróma þar sem einungis kom fram gagnrýni við einn lið í starfsemi félagsins sem stofnunin skoðaði. Sú niðurstaða FME var gerð opinber í síðustu viku og er í reynd eins konar heilbrigðis­ vottorð um starfsemi Dróma. Mun Steingrímur hafa sagt á fundinum að gagnrýnin á starfsemi Dróma kæmi einungis frá örfáum einstaklingum. Orð hans má skilja sem svo að umræðan um vinnu­ brögð Dróma sé í reynd stormur í vatnsglasi. Ríkið gæti þurft að borga Í minnisblaðinu mun einnig hafa komið fram að Steingrímur teldi að íslenska ríkið gæti þurft að greiða Arion banka fyrir þann mis­ mun sem myndast á kaup­ og söluverðinu á eignasafni Dróma ef það verður keypt og fært inn í Arion banka. Samningurinn sem sú greiðsla frá ríkinu myndi byggja á, ef útlánasafn Dróma yrði fært inn í Arion banka, byggir á samn­ ingi sem fjármálaráðuneytið gerði í september árið 2009. Sam­ kvæmt þeim samningi mun byggja hugsan legar greiðslur íslenska rík­ isins til Arion banka á því að þeim mun meira sem Drómi innheimtir af útlánasafni sínu þá muni ríkið þurfa að borga Arion þeim mun minna. Ef af flutningi á útlánasafni Dróma verður þá þýðir það að Drómi innheimtir minna af útlán­ unum en gert var ráð fyrir og þar af leiðandi mun íslenska ríkið þurfa að greiða Arion banka þeim mun hærri fjárhæð fyrir vikið ef af færsl­ unni verður. Arion banki stendur því ekki frammi fyrir neinu tapi, sama hvort útlánasafnið verður fært yfir í Arion eða ekki, heldur er það að­ eins spurning um hugsanlegt tap íslenska ríkisins á gerningnum. Steingrímur virðist ekki hlynntur þessari yfirfærslu. Tap ríkisins vegna yfirfærslunnar á útlánasafn­ inu yrði líka skrifað á ráðherratíð hans í fjármálaráðuneytinu. Niðurstaðan á fundinum á mið­ vikudaginn mun hafa verið sú að Katrínu Júlíusdóttur var falið að skoða betur möguleikann á færslu útlánasafnsins yfir til Arion banka og hugsanlegan kostnað ríkisins vegna þessa. n Óeining í ríkisstjórn um málefni Dróma 4 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Fólki er mismunað á þessum forsend- um og því verður að ljúka. Ríkið gæti þurft að borga Flutningur útlánasafns Dróma inn í Arion banka myndi kosta ríkið fjármuni vegna samnings sem fjármálaráðneyti Steingríms J. Sigfússonar gerði á haustmánuðum 2009. Fund ráðherranna má skilja sem svo að Steingrímur sé ekki hlynntur færslunni en Jóhanna Sigurðardóttir er það. Frítt á skíði á Ísafirði Frítt verður inn á skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði í dag, föstudag. Tilefnið er opnun skíðasvæðisins. Opið verður á milli klukkan fjög­ ur síðdegis fram á kvöld. „Flestar brekkur hafa verið troðnar, færi er gott og veðurspá morgundagsins gerir ráð fyrir hægu og björtu veðri,“ segir í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ vegna skíðasvæðisins. Þar kemur einnig fram að lyfturnar séu allar komnar í stand og starfsfólkið sé klárt til að taka á móti gestum. Lögreglan leitar Elvu Lögreglan hefur ítrekað að enn sé lýst hefur Elvu Brá Þorsteinsdóttur. Ekkert hefur spurst til hennar frá því að síðast var óskað eftir upp­ lýsingum um hvar hún væri niður­ komin. Hennar hefur verið leitað síðan í síðustu viku. Elva er 165 sentímetrar á hæð, grannvaxin og dökkhærð. Síðast þegar vitað var um hana var hún klædd í ljósa kuldaúlpu með hettu en hettan er úr skinni. Elva er fædd árið 1990. Allir geta sent athugasemdir Stjórnskipunar­ og eftirlitsnefnd Alþingis veitir öllum skriflegum athugasemdum við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá Íslands viðtöku fram til 13. des­ ember. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá nefndinni. Fram kemur að nefndin taki við er­ indum frá félögum, samtökum og einstakl ingum á netfangið stjornskipun@althingi.is. Frum­ varpið sem fyrir liggur byggir á þeim tillögum sem stjórnlaga­ ráð lagði fyrir þingið í kjölfar vinnu sinnar. Lögfræðingateymi á vegum þingsins hefur einnig farið yfir tillögurnar. Vanmetið í einkavæðingunni Blikastaðalandið var vanmetið í bókum Íslenskra aðalverktaka þegar nokkrir af helstu stjórnendum þess keyptu fyrirtækið af íslenska ríkinu 2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.