Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 56
Hamingjan, Hollywood, Herbert og ég! Björn Ingi hrifinn af túnfiskbátnum n „Er hrifnastur af túnfiskbátnum hjá Subway,“ segir fjölmiðla- maðurinn Björn Ingi Hrafnsson á Facebook-síðu sinni. Stöðu- uppfærslan kom í kjölfar frétta um mótmæli stúdenta gegn því að túnfiskbátur skyldi vera bát- ur mánaðarins á Subway í miðri prófatíð. Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri Subway á Ís- landi, sagði í samtali við Vísi að báturinn væri vinsæll en kannski mest hjá þeim sem eldri eru. Björn Ingi skipar sér í þann hóp. Ekki liggur fyrir hvort Björn Ingi muni beita sér í tún- fiskbátamálinu en hann veltir því sjálfur fyrir sér á Facebook. „Ætti ég þá að stofna stuðningssíðu á Facebook?“ Of mikil hamingja n „Hversu oft verður Herbert Guðmundsson aldrei hamingju- samari?“ spyr útvarpsmaður- inn Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, á Twitt- er-síðu sinni. Virðist hann vera kominn með nóg af viðtölum við tónlistar manninn ástsæla í fjölmiðlum þar sem hann hefur nýja og betri vegferð í átt að betra lífi. „Ný kona, ný trú, hætti að reykja, hætti að drekka, hætti að dópa,“ bætir Doddi við og vísar loks í eitt frægasta lag Her- berts, Can‘t Walk Away, en snýr því við: „Plzwalk- away.“ Auðunn Blön- dal, kollegi Dodda, hrós- ar honum fyrir hót- fyndnina. Niðurgreiddir hómópatar n „Kjörið að byrja á hómópötum áður en við tékkum á sálfræði- meðferðum og tannlækningum. Höldum endilega áfram að láta fólk borga hundrað þúsund kall fyrir gleraugun sín fyrst það vill ekki þiggja blindulæknandi rem- edíuna sem ríkið ætlar að niður- greiða,“ segir Hildur Lilliendahl um frumvarp sem nú liggur fyrir í Alþingi, en það er þess efnis að skipaður verði starfshópur til þess að kanna hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðis- þjónustu. Græðari er hugtak yfir þá sem veita heilsutengda þjónustu utan hinnar al- mennu heil- brigðisþjón- ustu og byggja þá meðferð á hefð og reynslu fremur en vísinda legum niðurstöðum. H ann vann lengi í Folda- skóla sem stuðningsfulltrúi og gerði ótrúlega góða hluti þar,“ segir Andrés Sverrir Ár- sælsson, verkefnastjóri félagsmið- stöðvarinnar Fjörgyn í Grafarvogi. Í næstu viku hefst árleg góðgerða- vika sem er samstarf allra félagsmið- stöðva í Grafarvogi. Í þetta sinn er safnað fyrir fjölskyldu Davíðs Arnar Arnarssonar sem lést þann 17. nóv- ember eftir baráttu við krabbamein. Andrés segir krakkana hafa rætt um að styrkja fjölskyldu sem ætti erfitt og varð ekkja Davíðs og börn- in hans tvö fyrir valinu. „Þau ætla að vera með kaffihúsakvöld í Fjörgyn á þriðjudaginn. Þar koma fram Ari Eldjárn og Geir Ólafs og það verða uppákomur, veitingasala og happ- drætti,“ segir Andrés en ungmennin hafa safnað vinningum og veiting- um sem seldar verða um kvöldið. Einnig verður haldið sameigin- legt ball fyrir allar félagsmiðstöðv- arnar í Grafarvogi. Allur ágóði af kaffihúsakvöldinu og ballinu renn- ur til fjölskyldu Davíðs og hvetur Andrés alla til að mæta og styrkja gott málefni. Einnig má leggja inn á styrktarreikning sem stofnað- ur hefur verið fyrir fjölskylduna: 0544–05–402441, kt. 111177–4819. n Unglingar styrkja fjölskyldu Davíðs n Góðgerðavika í félagsmiðstöðvum í Grafarvogi Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 30. nóvemBer–2. deSemBer 2012 139. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Styrkja fjölskylduna Ungmennin í Grafar vogi ákváðu að styrkja fjölskyldu Davíðs í góðgerðavikunni. Davíð vann í Foldaskóla og er mörgum ungmennum að góðu kunnur eftir starf sitt þar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.