Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 56
Hamingjan,
Hollywood,
Herbert
og ég!
Björn Ingi hrifinn
af túnfiskbátnum
n „Er hrifnastur af túnfiskbátnum
hjá Subway,“ segir fjölmiðla-
maðurinn Björn Ingi Hrafnsson
á Facebook-síðu sinni. Stöðu-
uppfærslan kom í kjölfar frétta
um mótmæli stúdenta gegn því
að túnfiskbátur skyldi vera bát-
ur mánaðarins á Subway í miðri
prófatíð. Gunnar Skúli Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Subway á Ís-
landi, sagði í samtali við Vísi að
báturinn væri vinsæll en kannski
mest hjá þeim sem eldri eru.
Björn Ingi skipar sér í þann hóp.
Ekki liggur fyrir hvort Björn Ingi
muni beita sér í tún-
fiskbátamálinu
en hann veltir því
sjálfur fyrir sér á
Facebook. „Ætti
ég þá að stofna
stuðningssíðu á
Facebook?“
Of mikil hamingja
n „Hversu oft verður Herbert
Guðmundsson aldrei hamingju-
samari?“ spyr útvarpsmaður-
inn Þórður Helgi Þórðarson, betur
þekktur sem Doddi litli, á Twitt-
er-síðu sinni. Virðist hann vera
kominn með nóg af viðtölum
við tónlistar manninn ástsæla í
fjölmiðlum þar sem hann hefur
nýja og betri vegferð í
átt að betra lífi. „Ný
kona, ný trú, hætti
að reykja, hætti að
drekka, hætti að
dópa,“ bætir Doddi
við og vísar loks í eitt
frægasta lag Her-
berts, Can‘t
Walk Away,
en snýr því
við: „Plzwalk-
away.“
Auðunn Blön-
dal, kollegi
Dodda, hrós-
ar honum
fyrir hót-
fyndnina.
Niðurgreiddir
hómópatar
n „Kjörið að byrja á hómópötum
áður en við tékkum á sálfræði-
meðferðum og tannlækningum.
Höldum endilega áfram að láta
fólk borga hundrað þúsund kall
fyrir gleraugun sín fyrst það vill
ekki þiggja blindulæknandi rem-
edíuna sem ríkið ætlar að niður-
greiða,“ segir Hildur Lilliendahl
um frumvarp sem nú liggur fyrir
í Alþingi, en það er þess efnis
að skipaður verði starfshópur til
þess að kanna hvort
niðurgreiða skuli
heildrænar meðferðir
græðara til jafns
við aðra heilbrigðis-
þjónustu. Græðari
er hugtak yfir
þá sem veita
heilsutengda
þjónustu utan
hinnar al-
mennu heil-
brigðisþjón-
ustu og byggja
þá meðferð á
hefð og reynslu
fremur en
vísinda legum
niðurstöðum.
H
ann vann lengi í Folda-
skóla sem stuðningsfulltrúi
og gerði ótrúlega góða hluti
þar,“ segir Andrés Sverrir Ár-
sælsson, verkefnastjóri félagsmið-
stöðvarinnar Fjörgyn í Grafarvogi.
Í næstu viku hefst árleg góðgerða-
vika sem er samstarf allra félagsmið-
stöðva í Grafarvogi. Í þetta sinn er
safnað fyrir fjölskyldu Davíðs Arnar
Arnarssonar sem lést þann 17. nóv-
ember eftir baráttu við krabbamein.
Andrés segir krakkana hafa rætt
um að styrkja fjölskyldu sem ætti
erfitt og varð ekkja Davíðs og börn-
in hans tvö fyrir valinu. „Þau ætla að
vera með kaffihúsakvöld í Fjörgyn
á þriðjudaginn. Þar koma fram Ari
Eldjárn og Geir Ólafs og það verða
uppákomur, veitingasala og happ-
drætti,“ segir Andrés en ungmennin
hafa safnað vinningum og veiting-
um sem seldar verða um kvöldið.
Einnig verður haldið sameigin-
legt ball fyrir allar félagsmiðstöðv-
arnar í Grafarvogi. Allur ágóði af
kaffihúsakvöldinu og ballinu renn-
ur til fjölskyldu Davíðs og hvetur
Andrés alla til að mæta og styrkja
gott málefni. Einnig má leggja inn
á styrktarreikning sem stofnað-
ur hefur verið fyrir fjölskylduna:
0544–05–402441, kt. 111177–4819. n
Unglingar styrkja fjölskyldu Davíðs
n Góðgerðavika í félagsmiðstöðvum í Grafarvogi
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 30. nóvemBer–2. deSemBer 2012 139. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Styrkja fjölskylduna Ungmennin í
Grafar vogi ákváðu að styrkja fjölskyldu
Davíðs í góðgerðavikunni. Davíð vann í
Foldaskóla og er mörgum ungmennum að
góðu kunnur eftir starf sitt þar.