Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 38
Ólíkar en sam- rýmdar systur 38 Lífsstíll 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Söfnuðu 2,5 milljónum n Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember Á laugardaginn kemur er Alþjóð- legi alnæmisdagurinn og í versl- unum MAC í Smáralind og Kringlunni verða til sölu Viva Glam-varalitir og Viva Glam-gloss og rennur ágóðinn óskertur í sjóð MAC- fyrirtækisins. Markmið sjóðsins er að styðja konur, menn og börn á öllum aldri og af öllum kynþáttum í baráttunni gegn HIV og alnæmi með einum varalit í einu. Á laugardaginn mun starfsfólk MAC-verslana halda daginn hátíð- legan. Klukkan 14.00 mæta til dæmis fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn, Yesmine Olsson, Sigríður Klingen- berg, Haffi Haff og Beggi og Pacas til að tala um Viva Glam. Allir fá að prófa Viva Glam-varalitinn sem vilja. Klukkan 15.00 mun Einar Þór Jóns- son, framkvæmdastjóri Alnæmissam- taka Íslands, fá afhenta ávísun upp á 2.500.000 krónur úr sjóðnum. n Augnhár með eðalsteinum Karl Lagerfeld hannaði þessi fallegu gerviaugnhár fyrir Shu Uemura sem leggur mikið upp úr góðu úrvali af fallegum og list- rænum augnhárum. Þessi eru þó óvenju dýr enda eru þau alsett ör- smáum rúbínsteinum. Kyntákn kynnir ilm Einn vinsælasti jólailmurinn í ár fyrir herrana er Encounter frá Calvin Klein enda eru ilmtónarn- ir jólalegir; kardimommur, romm, jasmína, patchouli, koníak og musk. Það er kyntáknið Alexander Skarsgård sem er andlit ilmsins og þótti ímynd hans henta ilm- inum vel. Mikið er lagt í hönnun glassins sem minnir á ísjaka, eða koníaksflösku. Selst vel á Íslandi Ricky Martin og Nicki Minaj eru andlit herferðar Viva Glam í ár. Viva Glam hefur selst vel á Íslandi. 2,5 milljónir hafa safnast til baráttunnar gegn alnæmi. Skapandi systur Áslaug Íris og Kristín Maríella hafa ólíkan bakgrunn en eru samrýmdar. Þær kynntu fyrstu skartgripalínu sína. n Áslaug Íris og Kristín Maríella frumsýndu sína fyrstu skartgripalínu í GK T win Within – Creative Jewelry, er samstarf systr- anna Áslaugar Írisar og Kristínar Maríellu. Þær systur kynntu skartið í verslun GK Reykjavík á fimmtudag og var haldið teiti þeim til heiðurs. Þær Áslaug og Kristín hafa ólíkan bakgrunn en eru þrátt fyrir það afar samrýmdar systur. Áslaug útskrifaðist úr myndlista- deild Listaháskólans árið 2006 og kláraði svo mastersnám við School of Visual Arts í New York árið 2009. Kristín er hefur lært á fiðlu og síðan á víólu frá unga aldri. Hún hefur verið virk í íslensku tónlistar- lífi undanfarin ár en hún hefur spil- að með fjölda þekktra tónlistar- manna og hljómsveita. Kristín hefur jafnframt unnið við tísku frá ýmsum hliðum bransans. Samrýmdar systur „Við höfum alltaf verið samrýmdar systur og kannski vísar nafnið á línunni í það samband, við höfum alltaf verið með svipaðan smekk og fagurfræði,“ segir Kristín í spjalli við blaðamann. „Við komum úr þessu ólíka um- hverfi. Hún með myndlistina og ég með tónlistina. En á sama tíma og ég hef verið í tónlistinni þá hef ég verið með annan fótinn í tískunni. Við erum svolítið að reyna að finna skemmtilegan grundvöll á milli myndlistar og hönnunar. Við gerðum til dæmis gluggann í GK. Þar erum við að reyna að víkka út hugmyndaheim okkar.“ Notuðu óhefðbundin efni City Collection er fyrsta skart- gripalína Twin Within og Kristín segir hana innblásna af borgarlífi, en líka af heimsmenningu, ætt- bálkaskarti og iðnaði. Festarnar eru grafískar og litríkar og Kristín segir þær systur hafa not- ast við óhefðbundin efni. „Um leið og við erum að vísa í borgarmenninguna þá erum við líka að skoða efni og form sem vísa í hana. Við notumst við efni sem eru notuð í iðnaði, til að mynda við veiðar og pípulagningar en eru á sama tíma efni sem vísa í ættbálka- menninguna.“ n kristjana@dv.is Ættbálkaskart og borgarlíf Í skartgripalínunni er vísað í afrískt ættbálkaskart og borgarlíf nútímans. Margt góðra gesta Boðið var til veislu í GK við Laugaveg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.