Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað
Hjón sitja á fjölmiðlaveldi
n Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir – 186,9 millj.
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður og eiginkona hans, Ingibjörg Pálma-
dóttir eru óneitanlega með ríkari hjónum landsins. Þau eiga sameiginlega 186
milljónir króna í eignir umfram skuldir sé litið til álagningaskrár Ríkisskattstjóra
vegna auðlegðarskatts árið 2011. Þetta er þó einungis hluti af eignum þeirra
hjóna en Ingibjörg er eins og flestir vita aðaleigandi og stjórnarformaður 365
fjölmiðlaveldisins sem rekur meðal annars Fréttablaðið, Stöð 2 og ýmsar út-
varpsstöðvar eins og Bylgjuna og FM-957. Þau eru bæði skráð á ráðgjafalaunum
hjá fyrirtækinu en forstjóri 365 hefur ekki viljað gefa upp hvers eðlis sú ráðgjafa-
þjónusta er. Þetta er eina verulega fjárfestingaeignin sem Jón Ásgeir tengist á
Íslandi í dag. Hann hefur sjálfur sagt að hans sé eignalítill eftir hrunið 2008 en
erfitt er að sannreyna þá staðhæfingu.
Eins og flestir sem fylgst hafa með þjóðmálaumræðunni vita, var Jón Ásge-
ir einn af aðal gerendunum í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir hrun. Hann
er þekktastur sem fyrrverandi forstjóri Baugs. Sem slíkur var hann einn af fyrir-
ferðarmestu fjárfestum Íslands og nú þekktur fyrir eitt stærsta gjaldþrot lands-
ins. Þá var hann einn eigenda Glitnis og FL Group fyrir hrun.
Jón Ásgeir og Ingibjörg voru frá upphafi mikið „stjörnupar.“ Þegar þau giftu
sig árið 2007 var haldin stórkostleg veisla í Hafnarhúsinu þar sem ekkert var til
sparað. Um 280 manns sóttu veisluna – fjölskylda, vinir, fyrirmenni og frægðar-
fólk. Sérhæft breskt viðburðafyrirtæki sá um öll smáatriði veislunnar. Allt starfs-
fólk sem að brúðkaupinu kom var til að mynda látið skrifa undir sérstakan
þagnareið þar sem því var bannað að ræða málefni veislunnar við nokkra aðra
en yfirmenn sína. Þeim sem störfuðu við brúðkaupið var síðan komið fyrir á
hóteli í borginni fyrir og eftir veisluna.
Högnuðust á Húsasmiðjunni
n Inga Lind og Árni Hauks-
son – 137,9 milljónir.
Inga Lind Karlsdóttir og Árni
Hauksson framkvæmdastjóri eru
meðal efnuðustu Íslendinga um
þessar mundir. Árni Hauksson
er þekktur athafnamaður. Hann
eignaðist Húsasmiðjuna 2002 og
þau viðskipti urðu efni í heila bók
fyrrverandi forstjóra, Boga Þórs
Siguroddssonar. Í bókinni Fjand-
samleg yfirtaka sakar Bogi Árna
og viðskiptafélaga hans Hallbjörn
Karlsson, um fjandsamlega yfir-
töku og óheiðarleika. Árni og Hall-
björn efnuðust mjög vel á þess-
um viðskiptum í gegnum félag sitt
Vogabakka. Þeir seldu Húsasmiðj-
una til Baugs þremur árum síðar
með miklum hagnaði og héldu
arðinum til haga á meðan þeir
sáu teikn á lofti um efnahags-
þrengingar. Það er því næsta ör-
uggt að eignir þeirra séu umtalsvert meiri en hér er talið.
Inga Lind starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur einnig stundað nám í ís-
lensku og listfræði. Hún var kjörin til þess að taka sæti á stjórnlagaþingi
en afþakkaði boð um að sitja í stjórnlagaráði. Þeir sem til hennar þekkja
segja að hún eigi framtíðina fyrir sér í stjórnmálum, en hún hefur lengi
verið skráð í Sjálfstæðisflokkinn.
Inga Lind og Árni eru skráð með lögheimili á Spáni, en eiga um 800
fermetra einbýlishús á Arnarnesinu í Garðabæ. Á lóðinni stóð fyrir tæp-
lega 400 fermetra einbýlishús sem þau létu rífa og byggðu nýja húsið upp
frá grunni. Þau eiga að auki stórt hús á Akureyri þar sem þau dvelja oft.
Demantsdrottningin á
Bessastöðum
n Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff ættu ekki að vera á flæð-
iskeri stödd þar sem fjölskylda hennar á eignir sem eru metnar á tugmillj-
arða og var á lista Time um auðugustu fjölskyldur heims. Auðæfi forseta-
hjónanna eru því umtalsverð þótt ekki sé vitað hver þau nákvæmlega
eru, þar sem Dorrit greiðir skatta í Bretlandi.
Hún ólst upp í Jerúsalem. Æskuheimilið var stórt, enda þurfti það
að rúma um tuttugu manns, stórfjölskylduna og fólk sem aðstoðaði við
húshaldið. Faðir hennar var tekinn við fyrirtæki fjölskyldunnar og hafði
eflt viðskiptin mjög. Hann seldi gimsteina víðsvegar um heim og einnig
til helstu konunga arabaríkjanna. Hann kenndi Dorrit sem var sjálf farin
að selja demanta fjórtán ára gömul.
Í grein sem var birt árið 2004 í The Sunday Times var fjallað um Dorrit
og auðæfi hennar. Var henni lýst sem gríðarlega áhrifamikilli konu. Á meðal
almennings vissu kannski fáir hver hún var en það vissu hins vegar hinir ríku
og valdamiklu. Margoft hefur komið fram að á meðal vina hennar eru margir
áhrifamiklir menn. Í þessari áðurnefndri grein voru Bill Clinton, Bill Gates, Nelson
Mandela, Shimon Peres, Vladimir Pútín, Robert Redford, Sean Connery og Micha-
el Bloomberg taldir til vina hennar.
Þar kom einnig fram að Ólafur Ragnar hefði gengið á eftir henni með grasið í skónum og það hafi ráðið úrslitum
um hjónabandið þegar hún gaf honum armbandsúr í sextugsafmælisgjöf sem hann var ekki ánægður með. Dor-
rit sagðist þá hafa spurt hvað hann vildi í staðinn og svarið var: „Ég vil að þú kvænist mér.“ Einn af vinum Dorrit-
ar sagði reyndar í greininni að hún sé svo rík að hún hefði vel getað keypt landið í stað þess að giftast forsetanum.
Lúxuslíf Ólafs
Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eiginkona hans, Ingibjörg Kristjánsdóttir, landslagsarki-
tekt eru sterkefnuð en búa í látlausu fjölbýlishúsi við Chemin de la Vuaché í Lausanne
í Sviss. Hann kom nokkuð vel út úr hruninu og átti umtalsverðar eignir á árunum eftir
hrun auk þess sem hann hélt forræðinu yfir Samskipum. Árið 2010 hagnaðist félagið
um tæplega 714 milljónir króna og enn meira árið þar áður. Ólafur á fasteignafélagið
Festingar sem á eignir fyrir 17 milljarða. Nýlega stofnaði hann fasteignafélagið Festir.
Hann á fjölmargar fasteignir hér á landi og á sumarbústað við Þingvelli en hann lét
gera þyrlupall við bústaðinn og lenti síðan í veseni með nágranna sem kvörtuðu und-
an ónæði af þyrlulátum. Eins hefur hann byggt upp glæsilega aðstöðu í Miðhrauni í
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Hann mun eiga fleiri jarðir. Hann er mikill veiði-
maður en hann er sagður hafa eytt tugum milljóna í veiðiferðir til Afríku þar sem
hann hefur skotið ljón.
Hann lagði líka sitt af mörkum til að styrkja fátæk börn í Afríku en þau hjónin gáfu 120 milljónir á þremur árum til
að byggja upp menntakerfi og skólahúsnæði sem tekur mið af þörfum stúlkubarna með UNICEF í Sierra Leone. Þá gáfu
þau milljarð í velgjörðarsjóð en honum er ætlað að styrkja uppbyggingu í þróunarlöndum og göfga mannlíf á Íslandi.
Fimmtugsafmæli Ólafs árið 2007 vakti líka mikla athygli. Var um 400 gestum boðið í veislu sem fram fór í kælig-
eymslu Samskipta þar sem Elton John söng afmælissönginn.
Bakrödd fyrir Bubba
n Bjarni Ármannsson og Helga Sverrisdóttir
Bjarni Ármannson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Helga
Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur, eru á meðal eignamestu Íslendinga.
Bjarni efnaðist hratt á árunum 2008–2010 og eignir hans eru metnar á
bilinu átta til tíu milljarðar. Hann á Sjávarsýn, Landssýn, súkkulaðiverk-
smiðjuna Elizabeth Shaw í Bretlandi og er aðaleigandi Gasfélagsins sem
er helsti innflytjandi á gasi og gashylkjum til landsins, er virkur fjárfestir
og hefur meðal annars fjárfest í skuldabréfum fyrirtækja. Árið 2009
græddi Bjarni milljón á dag því hann tók tæplegar 400 milljónir króna í
arð út úr eignarhaldsfélaginu Sjávarsýn, en Glitnir afskrifaði rúmlega 800
milljóna króna skuld dótturfélags þess, Imagine Investment.
Fyrr á árinu var greint frá því að fjölskyldan væri flutt inn í glæsilegt
hús í næsta nágrenni við dýragarðinn í Frederiksberg í Kaupmanna-
höfn. Þá eiga hjónin hús í Kew Riverside í London en húsin þar kosta í
kringum 400 milljónir. Húsið var um árabil leigt út til Baugs sem greiddi
fyrir það dágóðan skilding. Hjónin eiga einnig glæsihýsi við Bakkavör á
Seltjarnarnesi þar sem fjölskyldan heldur til þegar hún er hér á landi, í
næsta nágrenni við náttstað Jennifer Connelly á meðan hún var stödd
hér á landi við upptökur á kvikmyndinni Noah! Eftir hrunið bjó fjölskyld-
an um tíma í Noregi þar sem hann átti tæplega 300 milljóna króna ein-
býlishús í einu fínasta hverfi borgarinnar, í Bærum í Oslóarfirði, skuld-
laust og óveðsett. Húsið sem er á Snaroya-skaganum er 216 fermetrar að stærð, staðsett í snarbrattri brekku og
lætur lítið yfir sér en býður upp á einstaklega gott útsýni.
Bjarni er söngelskur mjög og söng ítalska aríu á árshátíð Íslandsbanka í Egilshöll árið 2005 auk þess sem hann
var bakrödd og hummaði í afrískum kór við lag á plötu Bubba Morthens frá árinu 2003. Þá er hann kvikmynda-
áhugamaður, hefur gaman að garðrækt og er frægur fyrir framgöngu sína í hlaupum og áhuga sinn á hekli. Þau
hjónin eru einnig miklir listunnendur og fengu Baggalút til þess að spila í afmæli Helgu árið 2008.
Vegleg veisluhöld
n Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir
Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir búa í Notting Hill hverfinu í London, í húsi sem er metið á 1,5 milljarð króna og þau
hafa gert upp saman. Þau eiga einnig sveitasetur í Bretlandi og 299 fermetra bjálkahús í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Aðkoman að húsinu
þykir tignarleg og útsýnið þaðan afskaplega fallegt. Í næsta nágrenni eiga forsetahjónin hús sem og Jón Baldvin Hannibalsson og Bryn-
dís Schram.
Björgólfur og Kristín eignuðust litla stúlku á síðasta ári en fyrir áttu þau tvo drengi. Eftir tólf ára samband gengu þau í hjónaband
í nóvember árið 2010. Athöfnin var látlaus og fór fram í kyrrþey á borgarskrifstofunum í Róm. Síðasta sumar var hins vegar boðið til
veislu sem var í senn brúðkaupsveisla og fertugsafmæli Kristínar. Boðskortið, 45 snúninga vínilplata þar sem fram komu nánari upplýs-
ingar um stað og stund, var sent á valda menn en veislan var haldin í Bretlandi. Flogið var með gesti frá Íslandi, þeir sóttir á flugvöllinn
og þeim ekið til veislunnar, enda eru þau hjónin þekkt fyrir glæsilegar veislur.
Fertugsafmæli Björgólfs var altalað en þá bauð hann 130 manns í óvissuferð til Jamaíka þar sem 50‘cent kom fram, sem og Jamiroquai
og Ziggy Marley.
Fjölskyldan kemur reglulega til landsins en börnin eru alin upp við að eiga heimili á nokkrum stöðum og tala ensku og íslensku. Í
viðtali við Nýtt Líf árið 2008 sagði Kristín að sonur þeirra væri í leikskóla í Reykjavík og í einkaleikskóla í London. Sagði hún nauðsyn-
legt að vera með barnfóstru eða au-pair en hjónin eru einnig með einkabílstjóra hér á landi sem sinnir ýmsu snatti.
Þau eiga umtalsverðar eignir, flestar í Bretlandi en hann auðgaðist í Rússlandi, Búlgaríu og Tékklandi og er enn að skoða tækifæri
á alþjóðamörkuðum, en teygir sig ekki sunnar en Sahara. „Ég hef alltaf verið alþjóðlegur fjárfestir.“ Viðskiptaferillinn hófst þegar hann
var níu ára og seldi teiknimyndablöð með uppáhaldshasarhetjunum sínum, Spiderman, Hulk og Superman, fyrir þrjúbíó í Austur-
bæjarbíó. Blöðin fékk hann frá Sonju Zorilla í Bandaríkjunum. Kristín hefur aftur á móti einbeitt sér að góðgerðarmálum, var verndari
UNIFEM, kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og stýrði metnaðarfullu fjáröflunarátaki þar sem safnað var fyrir konur á stríðs-
hrjáðum svæðum þriggja Afríkulanda. Hún lauk meistaranámi í alþjóðafræði við London School of Economics í London og hefur rekið
kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Klikk Productions.