Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 33
V
el kann að vera að Carl
Jackson hafi gert verri mistök
en þau að hringja í Neyðar
línuna 13. janúar 2008. En
það voru í það minnsta síð
ustu mistökin sem hann gerði og urðu
hans bani. Flest bendir til þess að
skynsamlegra hefði verið fyrir hann að
taka einfaldlega til fótanna og reynd
ar skynsamlegast að hafa látið vera að
stofna til náinna kynna við konu að
nafni Michelle Wilson.
Carl hafði gefið Michelle Wilson,
47 ára, reisupassann eftir tveggja
mánaða samband og hún hafði
ekki tekið tíðindunum af jafnað
argeði. Reyndin var sú að hún brást
ókvæða við – nánast eins og karakt
er Glenn Close í kvikmyndinni Fatal
Attraction, fyrir þá sem hana sáu – og
hringdi yfir hundrað símtöl til ást
mannsins fyrrverandi. Hún skildi eft
ir hótanir í talhólfi hans og átti jafn
vel til að sitja í bíl sínum tímunum
saman gegnt bifreiðaverkstæðinu
sem Carl vann á í St. Paul í Minnesota
í Bandaríkjunum.
Sjúkleg drottnunargirni
Carl og Michelle hittust í hrekkj
arvökuhófi í október 2007 en grund
völlur að sambandi þeirra var að
engu orðinn tveimur mánuðum síð
ar sökum sjúklegrar drottnunargirni
og afbrýðisemi Michelle.
En þegar Carl sleit sambandinu
lét Michelle sér ekki segjast og
þrjóska hennar og reiði jókst enn
frekar eftir að Carl hóf samband
við nýja kærustu, Chillnail að nafni
– hvort sem þið trúið því eða ekki –
Hollingsworth.
„Ég verð ekki reið,“ sagði Michelle
við vin sinn er hún heyrði tíð
indin. „Ég jafna metin.“ Það hugð
ist Michelle sennilega gera þegar
hún, 13. janúar 2008, ákvað að kíkja
í heimsókn svo þau gætu talað út
um málin og fengið á það lyktir í eitt
skipti fyrir öll. Reyndar hafði Carl kíkt
til hennar skömmu áður og beðið
hana um að láta af ofsóknunum, en
hún nauðaði bara í honum að hafa
við hana kynmök. Þegar hann fór
frá henni varð hún ógnandi og hót
aði meðal annars að kæra hann fyr
ir nauðgun. Hver veit nema Carl hafi
vonað að frá og með 13. janúar yrði
hann laus við ofsóknirnar? Reyndar
varð sú raunin.
Hringdi í Neyðarlínuna
Síðar hafði Chillnail á orði að Carl
hefði ekki átt annarra kosta völ en
að fara til Michelle: „Þessi kona gerði
líf hans að víti. Hann hélt að ef hann
kvartaði við yfirvöld myndi hún kæra
hann fyrir nauðgun. Hann hélt að
hann gæti rökrætt við hana.“
Klukkan hálf sjö að kveldi hringdi
Carl í Neyðarlínuna frá heimili Mich
elle: „Fyrrverandi kærasta mín er að
ganga í skrokk á mér. Ég reyni hvað ég
get til að svara ekki í sömu mynt. Ég er
að reyna að komast út úr húsinu.“
Carl bað um aðstoð og hafði á
orði að Michelle ætti skotvopn og
hefði hótað að fremja sjálfsmorð.
Síðan heyrði starfsmaður Neyðar
línunnar hróp og öskur og ærandi
þögn í kjölfarið. Svo heyrðust skot
hvellir – sex skotum var hleypt af.
Carl fékk þrjú skot í sig þar af eitt
banvænt í ennið og ljóst var að skot
ið hafði verið úr einhverri fjarlægð.
Frændinn í lögreglunni
Þegar lögregla kom á staðinn neitaði
Michelle að koma út úr íbúðinni fyrr
en frændi hennar, Robert Edwards,
mætti á staðinn og talaði hana til.
Það var reyndar hann sem hafði út
vegað Michelle níu millimetra Glock
skambyssuna sem hún hafði skotið
Carl með. Robert hafði einnig aðstoð
að Michelle til að fá leyfi til að bera og
hylja skotvopn.
Hvað sem því líður þá var Michelle
handtekin á staðnum, sett trygging upp
á 250.000 Bandaríkjadali og síðar var
hún ákærð fyrir annarrar gráðu morð.
Við réttarhöldin yfir Michelle í des
ember 2009 hélt hún því fram að hún
hefði skotið Carl þegar hann reyndi
að ná af henni byssunni. Hann hefði
ruðst inn til hennar, krafist kynmaka
og fullyrt að hún vildi ekki eignast
með honum börn. Saksóknari vísaði
þessu til föðurhúsanna og benti á að
samkvæmt tölvusamskiptasíðum væri
hún ekki brothætt dúkka, heldur díva
sem var vön að fá sínu framgengt. „Og
þegar Carl Jackson hafnaði þér hugðir
þú á hefndir,“ sagði saksóknarinn.
Æfði sig grimmt
Chillnail – já, hún heitir þetta konan –
og yfirmaður Carls á bílaverkstæðinu
báru fyrir dómnum að Carl hefði tíð
um kvartað vegna áreitni Michelle,
hvort heldur sem var með símhring
ingum eða í eigin persónu þegar Carl
var í vinnu.
„Og við höfum skrár sem sýna að
þú eyddir óratíma við skotæfingar
dagana fyrir morðið,“ sagði saksóknari
við Michelle, „Þú vissir alveg hvað þú
varst að gera.“
Rannsóknir leiddu í ljós að Carl
hafði verið liggjandi þegar hann var
skotinn í ennið og því var í raun fátt um
fína drætti í vörn Michelle. Einnig kom
fram að Michelle hafði fengið á sig
nálgunarbann gagnvart tveimur fyrr
verandi kærustum, árin 1996 og 1998.
Höfðu kærastarnir fyrrverandi báðir
lýst áreitni hennar og hótunum í þeirra
garð í kjölfar sambandsslita.
Réttarhöldin tóku viku og mála
lyktir urðu þær að Michelle Wilson var
sakfelld fyrir annarrar gráðu morð og
dæmd til fangelsisvistar í 29 ár og hálfu
ári betur. n
KÖLD ERU
KVENNARÁÐ
33Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012
vændiskonur var íranski raðmorðinginn Said Hanai ákærður fyrir að drepa 2000 til 2001.
Spjótum sínum beindi hann að konum í borginni Mashhad og flestar áttu við vímuefnavanda að stríða.
Hanai sagði við handtöku að hann hefði viljað hreinsa borgina og koma þeim fyrir kattarnef sem gerðust
sekir um siðferðisskort. Hanai var fundinn sekur og dæmdur til dauða. Árið 2002 var hann hengdur.16
n Michelle Wilson var ekki sátt við höfnun n Hún hugði á hefndir í kjölfar sambandsslita
„Ég verð
ekki reið.
Ég jafna metin.
Drottnunargjörn og afbrýðisöm Michelle Wilson hugsaði fyrrverandi kærasta þegj-
andi þörfina.