Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Hafa meira úthald í rúminu n Grænmetisætur hafa vinninginn þegar kemur að kynlífi K jötætur eiga það stundum til að gera grín að grænmetisætum og segja þær renglulegar vegna fæðunnar sem þær borða. En sá hlær best sem síðast hlær og á það líklega vel við í þessu tilfelli ef marka má niðurstöð- ur nýrrar rannsóknar vísindamanna við Berkeley-háskóla. Svo virðist sem renglulegu grænmetisæturnar séu mun öflugri þegar kemur að úthaldi í svefnherberginu. Rannsóknin var gerð á öpum en þar sem þeir, sem prímatar, líkjast mannfólkinu töluvert þá er talið að hægt sé að heimfæra áhrifin af græn- metisáti yfir á okkur. Vísindamennirnir fylgdust með öpunum í sínu náttúrulega umhverfi í ellefu mánuði skráðu niður hvað þeir borðuðu og hvernig mökunartil- þrif þeirra breyttust í kjölfarið. Í ljós kom að því meira sem aparnir borðuðu af laufi sem inni- heldur estrógen, því meira kynlíf stunduðu þeir og eyddu minni tíma í aðrar athafnir, líkt og þrif. Úthald þeirra til stunda kynlíf virtist marg- faldast. Michael Wasserman, sem fór fyrir rannsókninni, segir að breytingar á hormónamagni í líkamanum og fé- lagslegri hegðun í kjölfarið hafi mik- ilvæg áhrif á getuna til að fjölga okk- ur. Plöntur hafi þar af leiðandi leikið mun stærra hlutverk í þróun prímata, þar á meðal mannsins, heldur en áður var talið og ekki verið gert nógu hátt undir höfði fyrr en nú. Það er áhugavert að hafa niður- stöður þessarar rannsóknar til hlið- sjónar þegar niðurstöður rannsóknar vísindamanna við háskólann í Louis- ville í Kentucky eru skoðaðar. Þar kemur fram að meirihluti karlmanna setur samasemmerki á milli kjötáts og karlmennsku, valds og kyngetu. n Gott fyrir kynlífið Svo virðist sem grænmetisát skili auknu úthaldi í svefnherberginu. T il að viðhalda góðri líkam- legri og andlegri heilsu er nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega. Einföld hreyfing eins og tuttugu mínútna ganga til og frá vinnu dag hvern getur jafnvel gert gæfumuninn. Marga dreymir um að vinna stóra sigra í líkamsræktinni en fá sig þó engan veginn af stað – geta ómögu- lega slitið sig frá sjónvarpinu eða tölvunni og bera jafnframt fyrir sig tímaskort. Hér eru nokkur góð ráð handa þeim sem vex í augum að hreyfa sig en langar samt til þess. 1 Settu þér lágmarks­markmið Of mikil ákefð leið- ir oft til óraunhæfra markmiða. Til að gefast ekki upp strax er þó nauðsynlegt að gæta þess að hafa markmiðin raunhæf. Reyndu fyrstu vikurnar og mánuðina að ákveða fjölda æfingadaga í viku og halda þig við þá. Allavega ekki fækka dögunum eftir að mark- miðið hefur verið sett. Fimmtán til sextán æfingadagar á mánuði gera heilmikið fyrir þig. Ef þú ákveður að æfa fimmtán daga í mánuði en þeir verða tuttugu, þá er það bara bónus. Þá máttu líka fyllast stolti vegna árangursins. 2 Haltu dagbók Skráðu niður daglega hvort þú æfir þann daginn eða ekki. Það getur líka ver- ið sniðugt að halda úti dagbók á netinu. Það veitir ákveðið aðhald ef þú leyfir fólki að fylgjast með þér ná markmiðum þínum. Þú getur líka valið að leyfa bara ákveðnum einstaklingum að fylgjast með þér. Þá er líka góð hugmynd að að leita uppi hópa af fólki sem er í sömu stöðu og þú of fá þannig stuðning. 2 Æfðu á réttum tíma Kyrr-setuverkefni eins og sitja og hlusta á fyrirlestra geta dregið úr viljastyrk til æfinga. Það er mun erfiðara að hafa sig af stað á æfingu eftir að hafa setið undir leiðinlegri kynningu eða þreytandi fyrirlestri, heldur en eftir að hafa gert eitt- hvað sem þér þykir skemmtilegt. Þetta virðist eiga við þrátt fyrir að líkamleg þreyta sé ekki til staðar. Reyndu að haga æfingaprógramm- inu þannig að æfingarnar lendi ekki á þeim dögum þegar mikið reynir á viljastyrk þinn. 4 Verður að vana Eftir því sem æfingunum fjölgar verður sí- fellt auðveldara að halda áfram að æfa. Ef þú pínir þig áfram og æfir í nokkrar mínútur einn daginn þrátt fyrir að nenna því ekki, er mun lík- legra en ella að þú farir aftur á æf- ingu daginn eftir. Að koma hreyfingu inn í daglega rútínu er erfiðasti hjall- inn, en um leið og hún er orðin að vana er þetta ekkert mál. Hreyfingin verður hluti af lífi þínu, jafn sjálfsögð og svefn og næring. 5 Gleymdu mistökum Ekki láta það hafa áhrif á þig þó þú gerir mistök eða svíkist um nokkrar æfingar. Haltu þínu striki og ekki gefast upp. Líttu frekar á mistök sem nauðsynlegar hindranir á leið þinni að markmiðunum. 6 Æfingar sem henta lífsstílnum Þeir sem bera fyrir sig tímaskort þegar kemur að hreyfingu ættu að hugsa aðeins út fyrir rammann og reyna að slá tvær flugur í einu höggi. Ef þú ætlar að nota það sem af- sökun að þú viljir frekar eyða tíma með börnunum heldur en í ræktinni ertu á villigötum. Farðu út að hreyfa þig með börnunum, til dæmis í hjólatúr. Það hafa allir gaman og gott af því, bæði börn og fullorðnir. Ef þú átt hund er tilvalið að fara út að hlaupa með hann. Hundinum þykir frábært að fá aðeins að ham- ast með þér og þú bætir heilsu þína á sama tíma. n solrun@dv.is 6 frábær ráð fyrir letingja n Það þurfa ekki að vera átök að byrja n Æfðu á réttum tíma Hreyfðu þig með fjölskyldunni Það er ekki hægt að nota það sem afsökun að vilja frekar verja tíma með fjölskyldunni en í ræktinni. Það er hægt að sameina þetta tvennt. Ugla Egilsdóttir Ugluvæl É g lít ekki svo á að ég eigi nokkurt er- indi út á land, og ákvað á sínum tíma að fá mér ekki bíl- próf til að undir- strika það. Hingað til hef ég ráðlagt útlendingum að halda sig á höfuð- borgarsvæðinu, að minnsta kosti á veturna. Skyndilega rann þó upp fyrir mér að það er þroskandi að lenda í ömurlegum aðstæð- um og það væri ekki vitlaust að reyna að höfða til útlendinga með sjálfseyðingarhvöt með hræði- legum vetrarferðum um Ísland. Möguleikarnir eru endalausir en eftirfarandi hugmyndir væru auð- veldar í framkvæmd. Misheppnuð ferðalög skipulögð Úti á landi er allt krúttlegt – en virkar ekki. Þetta gætu verið einkunnarorð landsbyggðarinn- ar og einhver ferðaskrifstofa séð sér leik á borði og skipulagt alls konar misheppnuð ferðalög fyrir bjartsýnisfólk. Ferðalangar gætu til dæmis farið í sætan bæ og ætlað út að borða en það ekki gengið eftir vegna þess að veitingastaðurinn er lokaður alla daga vikunnar nema miðvikudaga. Restin af ferðalaginu færi svo í að díla við vonbrigðin á uppbyggilegan hátt, en slíkt hefur afar jákvæð áhrif á sjálfsálitið. „Of ungur til að deyja“ Á Vestfirði er til dæmis ófært níu mánuði ársins fyrir fólk sem er annt um líf sitt. Flug þangað er háskalegt og landleiðin er síst skárri. Einu sinni keyrði ég þang- að með litla bróður mínum og fleiri fjölskyldumeðlimum. Dæmi um orð sem hrutu af vörum litla bróður míns í ferðinni eru eftirfar- andi: „Hleypið mér út úr bílnum, ég er of ungur til að deyja.“ Rétt er að taka fram að þetta var um há- sumar og ég ímynda mér að það sé eins og að festast í hryllingsmynd að keyra þessa leið að vetrarlagi. En fólk fer í alls konar hættuferðir um heim allan, klífur tinda með ísaxir og sagar af sér kalna útlimi til að losna úr sjálfheldu – og býr svo til heimildamyndir um það. Af hverju ekki að bjóða upp á öku- ferðir um Vestfirði í janúar fyrir spennufíkla? Vetrarferðir um Ísland Tískufyrir­ myndin Alice Alice Dellal er ein heitasta tísku- fyrirmyndin í dag og hefur velt hinni bresku Alexu Chung af stalli. Stíll hennar er afgerandi, pönkaður og fínlegur í sömu andrá. Í stað stuttu pilsanna sem einkenndu klæðaburð Alexu, koma síð pils og kjólar Alice. Hún mætti á dögunum í út- gáfuhóf Karls Lagerfeld og vakti athygli fyrir klæðnað sinn eins og endranær. Hún klæddist hvítum blúndusíðkjól, silkiinniskóm og var með einfalda svarta leður- handtösku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.