Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012
leikstjórinn orðaði það. Þessi sam
skipti hefðu hvergi verið samþykkt
undir öðrum kringumstæðum.“
Júlíus Freyr segir að hann verði
líka að viðurkenna að honum þyki
stórfurðulegt að hann hafi tekið
þátt í þessu. „Það var í raun ekki
fyrr en seinna sem ég áttaði mig á
því hvað ég hafði gert, ekki fyrr en
ég fór að vinna úr mínum málum.
Þá áttaði ég mig líka á því að ég
hefði aldrei farið út í þetta ef sjálfs
virðingin hefði verið í lagi. Þú þarft
að vera með brotna sjálfsmynd
til þess að taka þátt í þessu, eftir
mína reynslu þá trúi ég ekki öðru.
Það þýðir ekkert að setja fram
einhverjar glansmyndir í kringum
klámið.“
Hann áfellist þó hvorki sig né
aðra sem þarna voru. „Við vor
um eðlilegt fólk í óeðlilegum
aðstæðum. Þetta voru yndislegir
krakkar en við höfðum öll villst af
leið. Brautin var ekki beinni en svo
að einn af okkur endaði í fangelsi í
Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl.“
Skalf af stressi
Tökurnar voru líka óþægilegar
segir hann. „Það kom ekki fram í
myndinni þegar maður var skjálf
andi af stressi. Það var alltaf svo
lítið af fólki á setti og það var
óþægilegt að ganga upp að konu,
strjúka rass og klípa í brjóst og vera
ógeðslegur innan um allt þetta
fólk. Ég get eiginlega ekki útskýrt
þessa tilfinningu, hún er mjög sér
kennileg og það var ekkert gott við
hana.“
Eitt atriðið er honum sérstak
lega eftirminnilegt. „Ég átti að
koma aftan að leikkonunni, fara
með hendurnar undir hendurnar
á henni og grípa í brjóstin á henni.
Hún var orðin svo stressuð að hún
nötraði og var öll sveitt. Og þetta
var svona saklaust atriðið miðað
við annað sem hún þurfti að gera.
Ég reyndi til dæmis að þröngva
mér upp á hana, eins og ég átti að
gera.
Ekki það, þessi mynd var barna
leikur miðað við klámið sem þrífst á
netinu núna. Miðað við það hvernig
okkur leið í þessum saklausa leik bíð
ég ekki í það hvernig þeim líður sem
þar koma fram. Enda væri útilokað
fyrir mig að telja mér trú um að klám
sé með einhverjum hætti gott eða
skemmtilegt. Það er ekkert heillandi
við það,“ segir Júlíus Freyr og bætir
því við að þetta sé ekki spennandi
heimur.
Þetta fer ekki neitt
„Reyndar held ég að okkur hafi öllum
fundist þetta í lagi meðan á þessu
stóð, þannig séð. Við sáum ekkert
rangt við þetta. En upplifunin var sér
kennileg og þegar upp var staðið þá
fylgdi þessu svona ógeðstilfinning.
Og hún kom ekkert mikið seinna.
Það leið langur tími frá því að
myndin var tekin upp og þar til hún
var sýnd. Ég hafði alveg tíma til þess
að fá móral yfir því sem ég hafði gert
áður en hún kom út. En ég ákvað að
bera höfuðið hátt og lét það óhikað
vaða að ég hefði leikið í þessari mynd.
Þannig að þeir voru margir sem sáu
myndina.
Og nú er hún komin á netið. Það
eltir mann allt sem maður gerir,“ segir
Júlíus Freyr.
Hann er reglulega spurður hvort
hann sé maðurinn í myndinni. Meira
að segja úti í Hrísey þar sem hann
kom sér fyrir og starfar sem kaup
maður í dag. „Ég geri mér ekki alltaf
grein fyrir því hvað þetta fer víða,
hvað það eru margir sem heyra þetta
og hvað það eru margir sem sjá þetta.
Maður er aldrei óhultur fyrir þessari
fortíð.
Þetta fer ekki neitt. Þú getur fundið
þetta á netinu og börnin mín eiga eft
ir að sjá þetta. Ég kem ekkert í veg fyr
ir það og það er virkilega óþægilegt.“
Nú er sonur hans kominn á
þann aldur að Júlíus Freyr telur
tímabært að segja honum frá
þessu. Hann hefur alltaf vitað að
sú stund rynni upp en hefur fram
til þessa ýtt því frá sér. „Þetta er
ekki draumaumræðuefnið sem
þú vilt taka upp við börnin þín. En
ég held að þeim sé enginn greiði
gerður með því að fela þetta.“
Allajafna ræðir hann þó ekki
þessa upplifun við fólk þegar það
spyr. Hann játar því bara að þetta
sé hann og lætur þar við sitja. „Fólk
hefur engan áhuga á að ræða það
eitthvað frekar. Það vill ekki heyra
af leiðinlegri hliðum klámsins. Ég
hef reynt að segja fólki frá því hvað
þetta voru sérkennilegar aðstæður
en það hefur enginn áhuga á þeirri
sögu.“
Hvergi óhultur
Í huga hans leikur enginn vafi á
því að saga hans er samhangandi,
frá upphafi til enda, og að ofbeldið
sem hann varð fyrir í æsku hafi haft
áhrif á að hann fór þessa leið. Kyn
ferðisofbeldið hófst þegar hann
var sex ára og stóð fram á ung
lingsárin. Hann áfelldist sjálfan
sig fyrir það sem gerðist og sagði
engum frá því. „Ég lagði mig fram
við það að fela það fyrir öðrum,
fela það hvað ég var ógeðslegur.
Ég hélt að ég væri bara lítill perri.
Seinna áttaði ég mig á því hvað
ég var ungur og mikið barn þegar
þetta hófst. Það var bara þessi líf
fræðilega virkni sem ruglaði mig
í ríminu og gerði það að verkum
að ég skildi ekki muninn á kynlífi
og kynferðislegu ofbeldi. Vald of
beldismannsins var ansi mikið og
ég var góður leikari þannig að það
grunaði þetta engan.“
Ofbeldismaðurinn bjó í sama
þorpi, elti Júlíus Frey uppi og
króaði hann af svo hann gæti kom
ið vilja sínum fram. „Þetta var
lygilegur hæfileiki sem hann hafði.
Ég upplifði mig hvergi öruggan,
nema hjá gamla fólkinu í næsta
húsi, vinum mínum. Annars treysti
ég engum og hafði enga trú á sjálf
um mér. Ég var haldinn miklum
ranghugmyndum um mig, taldi
mig vera feitan, ljótan og leiðin
legan. Ég fann að fólk innan fjöl
skyldunnar hafði trú á mér en ég
þaggaði niður í þeim því þau vissu
ekki hvernig ég væri í raun og veru.
Ég beið alltaf eftir því að einhver
myndi fatta það, þannig að ég hélt
öllum persónulegum samskiptum
á yfirborðinu.“
Fjölskyldan flutti loks á milli
bæjarfélaga og Júlíus Freyr hélt
að hann væri sloppinn. En þar
beið hans annar níðingur sem
læsti klónum í hann. „Það sann
færði mig endanlega um að eitt
hvað væri að mér. Ég væri greini
lega svona lélegur og hefði valdið
þessu sjálfur. Ég vissi það ekki þá
að hann valdi mig af því að hann
sá að ég var veikur fyrir. Það velur
enginn að verða fyrir ofbeldi.“
Biðst afsökunar
Næstu árin stundaði Júlíus Freyr
stöðuga niðurrifsstarfsemi. Hann
fór norður í menntaskóla þar
sem hann var rekinn fyrir að gera
ekkert: „Ég mætti ekki og gerði
ekkert,“ segir hann og glottir út í
annað. „Síðan tapaði ég vitglór
unni endanlega þegar ég kom aft
ur suður, þjáður af þörfinni fyrir að
sanna mig. Ég leitaði eftir viður
kenningu í gegnum kynlíf og gekk
mjög langt í þeim efnum.
Djammið snerist aðeins um eitt
og mér var sama hjá hvaða stelp
um ég svaf. Sjálfsvirðingin var
ekkert að flækjast fyrir mér.“
Helst „höslaði“ hann um
hverja helgi, báða dagana. Það
kom jafnvel fyrir að hann var með
tveimur konum sama kvöldið. „Ég
n Upplifði stjórnleysi eftir langvarandi kynferðisofbeldi n Leitaði að viðurkenningu í gegnum kynlíf n Lék í klámmynd
skammaðist mín ekki einu sinni
fyrir það. Ég var algjörlega for
hertur.“
Engu að síður fylgdi þessari
hegðun ónotakennd, botnlaust
samviskubit og sektarkennd. „Ég
var alltaf með móral eftir helgar. Ég
hagaði mér eins og drullusokkur
og upplifði mig sem drullusokk. Ég
var ekki að gera rétt, hvorki gagn
vart mér né öðrum. Þannig að ég
myndi gjarna vilja biðja þá afsök
unar sem ég kom illa fram við,
sérstaklega þessar konur sem ég
særði. Þetta var í alvörunni bara ég.
Ég hafði enga stjórn á eigin lífi
og stóð oft eftir eitt stórt spurn
ingarmerki; „hvernig gerðist þetta
eiginlega?“ Mér fannst ég alltaf
vera skítugur og var mjög para
nojaður varðandi lyktina af mér
þannig að ég var alltaf í sturtu.
Það er óþægileg tilfinning að vera
svona meðvitaður um sjálfan sig
án þess að hafa hugmynd um það
hver maður er.“
En fyrir honum snerist þessi
leikur aldrei um kynlíf. „Um leið
og kynlífið var komið í spilið var
spennan farin. Ég vildi bara sjá
hversu langt ég kæmist, þetta
snerist bara um það að fá viður
kenninguna. Það var enginn sam
nefnari á milli kynlífs og tilfinn
inga í mínum huga og fyrir vikið
náði ég ekki að tengjast neinum
tilfinningaböndum.“
Tók lífið í eigin hendur
Síðan kynntist hann núverandi eig
inkonu sinni og áttaði sig á því að
hann væri komin í öngstræti með
sjálfan sig. Það tók tíma en að lok
um áttaði hann sig á því að hann
yrði að leita sér hjálpar. Á Stíga
mótum tók hann sín fyrstu skref í
átt að nýju lífi. „Ég byrjaði að tala
og hætti ekki fyrr en það var búið.
Það var kominn tími á þetta,“ seg
ir Júlíus Freyr sem upplifði mik
inn létti eftir fyrsta tímann og hélt
áfram að mæta. „Þótt maður hafi
verið beittur ofbeldi þá hefur það
ekki úrslitaþýðingu varðandi það
sem á eftir kemur. Maður getur
alltaf tekið völdin í sínar hendur.
Það er ekkert sem mótar mann til
framtíðar nema maður leyfi því
að gera það. Maður getur alltaf
ákveðið að takast á við lífið á eigin
forsendum en ekki annarra.“
Þrátt fyrir aukna umræðu á
undanförnum árum um kynferðis
ofbeldi gagnvart drengjum segir
hann enn vanta mikið upp á til
þess að hún nái sama þroska og
umræðan um kynferðisofbeldi
gagnvart stúlkum. „Það virðist vera
erfitt að viðurkenna þennan vanda
og fá fólk til þess að fræða unga
drengi um kynferðisofbeldi. Þeir
verða að þekkja hættuna til þess
að geta varið sig eða sagt frá því ef
þeir lenda í ofbeldi.
Við verðum líka að hugsa um
hvaða skilaboð er verið að senda
þegar því er fleygt fram að það sé
ekki hægt að nauðga viljugum og
að karlar séu alltaf viljugir. Verst er
þó þessi sterka tenging sem virð
ist vera í huga margra á milli þess
að vera beittur ofbeldi og beita of
beldi. Það er ekkert sem hræðir
menn eins mikið frá því að segja
frá kynferðisofbeldi eins og þessi
mýta um að þeir verði ofbeldis
menn sjálfir vegna reynslu sinnar.
Mig langar til þess að hvetja
menn til þess að takast á við ótt
ann og leita sér aðstoðar. Ef þeir
eru ekki tilbúnir til þess að fara í
viðtal á Stígamótum eða í Dreka
slóð þá mega þeir alltaf hafa sam
band við mig,“ segir Júlíus Freyr að
lokum og lætur netfangið fylgja:
husbondinn@gmail.com. n
„Ég geri mér ekki
alltaf grein fyrir
því hvað þetta fer víða,
hvað það eru margir sem
heyra þetta og hvað það
eru margir sem sjá þetta.
Maður er aldrei óhultur
fyrir þessari fortíð.
„Ég leitaði eftir
viðurkenningu í
gegnum kynlíf og gekk
mjög langt í þeim efnum