Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 23
Erlent 23Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012 Skorar hæst Sviss skorar hæst á lista EIU með einkunnina 8,22. Myndin er frá höfuð- borginni Bern. Mynd PHotoS. Það er best að fæðast í Sviss Á rið 2013 munu börn sem fæðast í Sviss njóta bestu lífsgæðanna þegar fram líða stundir og eiga mesta möguleika á að verða ham- ingjusöm. Þetta er samkvæmt niður- stöðum The Economist Intelligence United (EIU), félags í eigu alþjóðlega útgáfufyrirtækisins The Economist, sem tekur á hverju ári saman lífs- gæði í ýmsum löndum heimsins. Niðurstöðurnar voru birtar á dögun- um og á skalanum 0–10 fær Sviss einkunnina 8,22. Í niðurstöðum EIU er tekið tillit til ellefu mismunandi þátta sem hafa áhrif á lífsgæði fólks, má þar nefna aðgang að heilbrigðisþjónustu, glæpatíðni og gæði opinberra stofn- ana og traust til þeirra svo dæmi séu tekin. Ísland ekki með Þó að Ísland sé hvergi að finna í niðurstöðunum þurfa Íslendingar á barneignaraldri ekki að örvænta. Að- eins voru teknar saman upplýsingar frá 80 löndum og komst Ísland ekki í úrtakið. Næst á eftir Sviss er Ástralía með einkunnina 8,12 og í þriðja, fjórða og fimmta sæti eru Norð- urlöndin Noregur, Svíþjóð og loks Danmörk með einkunnirnar 8,09, 8,02 og 8,01. Fjórða Norðurlanda- þjóðin í úttekt EIU er Finnland sem situr í 11. sæti listans með einkunn- ina 7,76. Nígería vermir neðsta sætið í úttekt EIU með einkunnina 4,74 en rétt fyrir ofan eru Kenía (4,91), Úkraína (4,98), Bangladess (5,07) og Angóla (5,09). Í úttektinni er reynt að leggja mat á þá þætti sem skapa góð lífsgæði til lengri tíma litið. Auk þáttanna sem taldir eru upp hér að framan má nefna fjárhagslegt öryggi miðað við stöðu efnahags í hverju landi fyrir sig. Reynt er að framreikna með- altekjur fólks í viðkomandi landi árið 2030 – árið sem börn fædd árið 2013 komast á fullorðinsaldur. Þá er einnig reynt að leggja mat á huglæga þætti eins og hversu hamingjusamt fólk í viðkomandi landi segist vera. Athygli vekur að einnig er tekið tillit til veðurfars. Lítil hagkerfi í efstu sætum Athygli vekur að tiltölulega lítil hag- kerfi raða sér í efstu 10 sætin á lista EIU. Fimm af tíu efstu löndunum eru frá Evrópu en aðeins eitt á topp tíu listanum, Holland, tilheyrir evru- svæðinu. Stór lönd í Suður-Evrópu sem glímt hafa við mikinn skulda- vanda skora ekki mjög hátt á listan- um. Má þar nefna Grikkland, Portú- gal og Spán en þessi lönd skora þó hátt þegar kemur að veðurfari. Þá vekur athygli að stærstu efna- hagsveldi Evrópu; Þýskaland, Frakk- land og Bretland, fá ekki sérstak- lega góða einkunn. Þýskaland er hæst þessara ríkja í 16. sæti á með- an Frakkland og Bretland eru í 26. og 27. sæti. Þá eru Bandaríkin við hlið Þýskalands í 16.–17. sæti og hafa fallið um nokkur sæti á undanförn- um árum. Árið 1988 voru Bandaríkin efst á lista EIU. n n Norðurlöndin raða sér á topp 10 listann n Verst að fæðast í Nígeríu Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hvar er best að fæðast? 1. Sviss - 8,22 2. Ástralía - 812 3. Noregur - 8,09 4. Svíþjóð - 8,02 5. Danmörk - 8,01 6. Singapore - 8,00 7. Nýja-Sjáland - 7,95 8. Holland - 7,94 9. Kanada - 7,81 10. Hong Kong - 7,80 HeiMiLd: eiU Þýsk dagblöð í vanda Þýsk dagblaðaútgáfa hefur staðið nokkuð sterkum fótum á undanförnum árum á sama tíma og útgáfa dagblaða í Banda- ríkjunum hefur verið á hröðu undanhaldi. Þetta virðist vera að breytast því nú hefur verið ákveðið að hætta útgáfu Fin- ancial Times Deutschland, eins stærsta fjármáladagblaðs lands- ins. Þá lýsti útgáfufélag Frank- furter Rundschau, eins af tíu stærstu dagblöðum Þýskalands, sig gjaldþrota á dögunum. Þýski dagblaðamarkaðurinn er einn sá stærsti í heimi en samkvæmt frétt þýska blaðsins Spiegel eru 333 dagblöð starf- andi í Þýskalandi. Útgáfufélag Financial Times Deutschland, Gruner + Jahr, tilkynnti á föstudag að síðasta tölublað blaðsins yrði gefið út þann 7. desember næstkomandi og munu 320 manns missa vinnuna þann dag. Tilkynningin kom ekki sérstaklega á óvart enda hafði stöðugur orðrómur verið uppi um fjárhagsvandræði blaðsins. Síðan blaðið var stofn- að árið 2000 hefur það aldrei skilað hagnaði og áætlað tap á útgáfunni í þessi tólf ár er áætl- að 250 milljónir evra, rúmir 40 milljarðar króna á núverandi gengi. Þó að Financial Times Deutschland og Frankfurter Rundschau séu síðustu fórn- arlömb dagblaðakreppunnar í Þýskalandi eru þau ekki þau einu. Í október síðastliðnum lýsti þýska fréttaveitan DAPD sig gjaldþrota, aðeins tveimur árum eftir stofnun hennar, og þá verða seglin einnig dregin saman hjá Berliner Zeitung á næstunni sem er í eigu sama útgáfufélags og Frankfurter Rundschau. Þó að staða dagblaða í Þýska- landi hafi verið sterk á undan- förnum árum hefur lestur á dagblöðum farið minnkandi. Auglýsingatekjur þýskra dag- blaða voru sex prósentum minni á fyrstu tíu mánuðum þessa árs í samanburði við sama tímabil árið 2011. Og árið 2000 áttu þýsk dagblöð 29 prósent af auglýsinga markaðnum í landinu en árið 2011 hafði hlutfallið minnkað niður í 20 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.