Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 23
Erlent 23Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012
Skorar hæst Sviss
skorar hæst á lista EIU
með einkunnina 8,22.
Myndin er frá höfuð-
borginni Bern. Mynd PHotoS.
Það er best að
fæðast í Sviss
Á
rið 2013 munu börn sem
fæðast í Sviss njóta bestu
lífsgæðanna þegar fram
líða stundir og eiga mesta
möguleika á að verða ham-
ingjusöm. Þetta er samkvæmt niður-
stöðum The Economist Intelligence
United (EIU), félags í eigu alþjóðlega
útgáfufyrirtækisins The Economist,
sem tekur á hverju ári saman lífs-
gæði í ýmsum löndum heimsins.
Niðurstöðurnar voru birtar á dögun-
um og á skalanum 0–10 fær Sviss
einkunnina 8,22.
Í niðurstöðum EIU er tekið tillit
til ellefu mismunandi þátta sem hafa
áhrif á lífsgæði fólks, má þar nefna
aðgang að heilbrigðisþjónustu,
glæpatíðni og gæði opinberra stofn-
ana og traust til þeirra svo dæmi séu
tekin.
Ísland ekki með
Þó að Ísland sé hvergi að finna í
niðurstöðunum þurfa Íslendingar á
barneignaraldri ekki að örvænta. Að-
eins voru teknar saman upplýsingar
frá 80 löndum og komst Ísland ekki í
úrtakið. Næst á eftir Sviss er Ástralía
með einkunnina 8,12 og í þriðja,
fjórða og fimmta sæti eru Norð-
urlöndin Noregur, Svíþjóð og loks
Danmörk með einkunnirnar 8,09,
8,02 og 8,01. Fjórða Norðurlanda-
þjóðin í úttekt EIU er Finnland sem
situr í 11. sæti listans með einkunn-
ina 7,76. Nígería vermir neðsta sætið
í úttekt EIU með einkunnina 4,74
en rétt fyrir ofan eru Kenía (4,91),
Úkraína (4,98), Bangladess (5,07) og
Angóla (5,09).
Í úttektinni er reynt að leggja mat
á þá þætti sem skapa góð lífsgæði til
lengri tíma litið. Auk þáttanna sem
taldir eru upp hér að framan má
nefna fjárhagslegt öryggi miðað við
stöðu efnahags í hverju landi fyrir
sig. Reynt er að framreikna með-
altekjur fólks í viðkomandi landi
árið 2030 – árið sem börn fædd árið
2013 komast á fullorðinsaldur. Þá er
einnig reynt að leggja mat á huglæga
þætti eins og hversu hamingjusamt
fólk í viðkomandi landi segist vera.
Athygli vekur að einnig er tekið tillit
til veðurfars.
Lítil hagkerfi í efstu sætum
Athygli vekur að tiltölulega lítil hag-
kerfi raða sér í efstu 10 sætin á lista
EIU. Fimm af tíu efstu löndunum
eru frá Evrópu en aðeins eitt á topp
tíu listanum, Holland, tilheyrir evru-
svæðinu. Stór lönd í Suður-Evrópu
sem glímt hafa við mikinn skulda-
vanda skora ekki mjög hátt á listan-
um. Má þar nefna Grikkland, Portú-
gal og Spán en þessi lönd skora þó
hátt þegar kemur að veðurfari.
Þá vekur athygli að stærstu efna-
hagsveldi Evrópu; Þýskaland, Frakk-
land og Bretland, fá ekki sérstak-
lega góða einkunn. Þýskaland er
hæst þessara ríkja í 16. sæti á með-
an Frakkland og Bretland eru í 26. og
27. sæti. Þá eru Bandaríkin við hlið
Þýskalands í 16.–17. sæti og hafa
fallið um nokkur sæti á undanförn-
um árum. Árið 1988 voru Bandaríkin
efst á lista EIU. n
n Norðurlöndin raða sér á topp 10 listann n Verst að fæðast í Nígeríu
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Hvar er best
að fæðast?
1. Sviss - 8,22
2. Ástralía - 812
3. Noregur - 8,09
4. Svíþjóð - 8,02
5. Danmörk - 8,01
6. Singapore - 8,00
7. Nýja-Sjáland - 7,95
8. Holland - 7,94
9. Kanada - 7,81
10. Hong Kong - 7,80
HeiMiLd: eiU
Þýsk dagblöð
í vanda
Þýsk dagblaðaútgáfa hefur
staðið nokkuð sterkum fótum á
undanförnum árum á sama tíma
og útgáfa dagblaða í Banda-
ríkjunum hefur verið á hröðu
undanhaldi. Þetta virðist vera
að breytast því nú hefur verið
ákveðið að hætta útgáfu Fin-
ancial Times Deutschland, eins
stærsta fjármáladagblaðs lands-
ins. Þá lýsti útgáfufélag Frank-
furter Rundschau, eins af tíu
stærstu dagblöðum Þýskalands,
sig gjaldþrota á dögunum.
Þýski dagblaðamarkaðurinn
er einn sá stærsti í heimi en
samkvæmt frétt þýska blaðsins
Spiegel eru 333 dagblöð starf-
andi í Þýskalandi.
Útgáfufélag Financial Times
Deutschland, Gruner + Jahr,
tilkynnti á föstudag að síðasta
tölublað blaðsins yrði gefið út
þann 7. desember næstkomandi
og munu 320 manns missa
vinnuna þann dag. Tilkynningin
kom ekki sérstaklega á óvart
enda hafði stöðugur orðrómur
verið uppi um fjárhagsvandræði
blaðsins. Síðan blaðið var stofn-
að árið 2000 hefur það aldrei
skilað hagnaði og áætlað tap á
útgáfunni í þessi tólf ár er áætl-
að 250 milljónir evra, rúmir 40
milljarðar króna á núverandi
gengi. Þó að Financial Times
Deutschland og Frankfurter
Rundschau séu síðustu fórn-
arlömb dagblaðakreppunnar
í Þýskalandi eru þau ekki þau
einu. Í október síðastliðnum
lýsti þýska fréttaveitan DAPD sig
gjaldþrota, aðeins tveimur árum
eftir stofnun hennar, og þá verða
seglin einnig dregin saman hjá
Berliner Zeitung á næstunni
sem er í eigu sama útgáfufélags
og Frankfurter Rundschau.
Þó að staða dagblaða í Þýska-
landi hafi verið sterk á undan-
förnum árum hefur lestur á
dagblöðum farið minnkandi.
Auglýsingatekjur þýskra dag-
blaða voru sex prósentum
minni á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs í samanburði við sama
tímabil árið 2011. Og árið 2000
áttu þýsk dagblöð 29 prósent af
auglýsinga markaðnum í landinu
en árið 2011 hafði hlutfallið
minnkað niður í 20 prósent.