Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 22
raunkostnaður ódýrs vinnuafls 22 Erlent 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Kim Jong-un ekki kynþokkafyllstur n Fífluðu kínverska fjölmiðla K ínverjar féllu í alræmda gildru háðsádeilunnar þegar einn af ríkisfjölmiðlum Kína, People‘s Daily Online, birti frétt upp úr bandaríska grínfréttamiðlinum The Onion á dögunum. Augljós kald- hæðni umræddrar fréttar Onion- manna fór algjörlega framhjá mönn- um á kínverska miðlinum sem slógu upp frétt um að Kim Jong-un, leið- togi Norður-Kóreu, hefði verið kjör- inn kynþokkafyllsti karlmaður ver- aldar árið 2012. En að sjálfsögðu var ekkert hæft í þeim fréttum. Will Tracy, ritstjóri The Onion, segir í samtali við CNN að hann sé í skýjunum með að frétt þeirra hafi náð augum kínverskra fjölmiðla- manna og að satíran hafi heppnast fullkomlega. Í kínverska fréttamiðlinum voru endurbirtar stórbrotnar uppdiktaðar umsagnir álitsgjafa um Kim Jong-un þar sem farið var fögrum orðum um meintan kynþokka hans. Til að bæta gráu ofan á svart þá bætti kínverski miðillinn við „frétt“ The Onion með því að láta fylgja með netfrétt sinni 55 blaðsíðna myndagallerí af Kim Jong- un. CNN segir í frétt sinni um atvik- ið að það sýni greinilega gagnkvæmt bakklór ríkisfjölmiðla Kína og Norð- ur-Kóreu, en einnig hversu erfitt er- lendir fréttamiðlar virðist eiga með að greina kaldhæðnina í fagmannlega uppsettum grínfréttum The Onion. Kínverjarnir virðast síðar hafa átt- að sig á mistökunum og var fréttin horfin af vef People‘s Daily Online en ritstjórn hans er tengd en þó aðskilin prentaðri útgáfu aðaldagblaðs kín- verska Kommúnistaflokksins. The Onion hefur áður blekkt er- lenda fjölmiðla en skemmst er að minnast grínfréttar frá því í sept- ember sem íranska fréttastofan Fars tók upp og gerði að sinni eig- in. Sú frétt fjallaði um niðurstöður könnunar sem Gallup átti að hafa gert þar sem kom fram að meirihluti hvítra Bandaríkjamanna úr dreifbýli væri hrifnari af Mahmoud Ahmadi- nejad, einræðisherra Íran, en Barack Obama Bandaríkjaforseta. The Onion skrifar fréttir til að blekkja ríkisstofnanir að sögn rit- stjórans Tracy. „Það er frábært þegar það tekst. Vonandi mun það gerast oftar.“ n Í búar í Bangladess hafa í vikunni syrgt þá rúmlega eitt hundrað verkamenn sem létu lífið í skelfi- legum verksmiðjubruna í Savar í útjaðri höfuðborgarinnar Dakka um helgina. En á meðan margir syrgja hafa aðrir beint sjónum sínum að þeim vörumerkjum sem fundust í brunarústunum og ábyrgð þeirra stórfyrirtækja sem að baki þessum vörumerkjum standa. Velta menn því fyrir sér hvort þau hefðu getað kom- ið í veg fyrir þetta versta iðnaðar slys í sögu landsins. Verksmiðjan sem fuðraði upp var í eigu Tazreen Fashions, sem fram- leiðir meðal annars föt fyrir banda- ríska verslunarrisann Wal-Mart, evrópska fatarisann C&A og ótal fleiri. Milljónir þræla á lágmarkslaunum Verksmiðjan var aðeins ein af um 4.500 fataverksmiðjum í Bangladess sem talið er að 3,4 milljónir manna vinni hjá. Megnið af vinnuaflinu er ungar konur sem þræla langa vinnu- daga fyrir lágmarkslaun við að lita, skera og sauma föt fyrir betur stæðari kaupendur úti í hinum stóra heimi. Meðallágmarkslaun starfsmanna þessara verksmiðja eru sem nemur rétt rúmlega 5 þúsund krónum á mánuði. Mannréttindasamtök segja að verið sé að stofna öryggi verkamanna í hættu með því sem þau kalla hina hnattvæddu framleiðslukeðju sem stórfyrirtæki notfæra sér og byggist fyrst og fremst á ódýru vinnuafli til að hámarka gróða. Fría sig ábyrgð Í mörgum tilfellum vita fyrirtækin ekki einu sinni hvaða verksmiðjur framleiða fötin sem enda í hillum verslana þeirra sem þýðir að þau sjálf geta ómögulega tryggt að allar ör- yggiskröfur séu uppfylltar. Réttinda- samtökin International Rights Labor Forum (IRLF) segja að forráðamenn verksmiðjanna hafi þar að auki lít- inn hvata til að bæta aðstæður verka- manna sinna þar sem samningar við stórfyrirtækin séu oft tímabundnir, stuttir og ekki alltaf gerðar fleiri pant- anir. Fjármagn sé því ekki til staðar til að koma á mannsæmandi vinnuað- stæðum fyrir verkamenn. „Þeir vita ekki hvort að eftir þrjú ár verði pöntun frá Wal-Mart til að vinna. Þeir vita hreinlega ekki hvort þeir muni geta farið út í þá fjár- festingu [að bæta vinnuaðstæður],“ segir Judy Gearhart, fram- kvæmdastjóri IRLF, í viðtali við CNN. „Þetta er heila vandamálið við hnatt- væðingu framleiðslukeðjunnar. Stór, alþjóðleg vörumerki, hafa fríað sig ábyrgð gagnvart verkamönnunum sem framleiða vörur þeirra.“ Þannig er það einmitt í tilfelli Wal-Mart og brunans í Savar – það er samið við birgi sem síðan sem- ur við undirverktaka, í þessu tilfelli Tazreen. Talsmenn Wal-Mart segja hins vegar að birgirinn hafi samið við Tazreen án leyfis frá bandaríska verslunarrisanum og að það hafi í raun verið brot á verklagsreglum Wal-Mart. Stórfyrirtækið kveðst hafa rift samningi sínum við umræddan birgi en eftir stendur að þeir vísa ábyrgðinni annað. C&A, sem er hollensk tískuvöru- keðja, kveðst hafa pantað 220 þús- und peysur hjá Tazreen, sem hafi ver- ið þeirra fyrsta pöntun hjá Tazreen Fashions sem átti verksmiðjuna sem brann. Fyrirtækið kveðst hafa sent fulltrúa sinn til Bangladess í kjölfar brunans til að aðstoða fjölskyldur fórnarlambanna. Hongkongska fyrirtækið Li & Fung, sem notaði verksmiðjuna til að framleiða föt fyrir önnur vörumerki, hefur boðið fjölskyldu hvers einasta fórnarlambs í Savar um 150 þúsund krónur í skaðabætur. Allt of algengt En eldsvoðar eins og í Savar eru allt of algengir í þessum heimshluta segja forráðamenn Asia Monitor Resource Centre. CNN hefur eftir Sanjiv Pandita hjá þeim samtökum að meira en 500 verkamenn í fata- verksmiðjum hafi látið lífið í eldsvoð- um síðan árið 2006. Stjórnvöld í Bangladess hafa fyrir- skipað ítarlega rannsókn á orsök eldsvoðans í Savar um síðustu helgi. Atvinnumálaráðherra Bangladess, Rajiuddin Ahmed Raju, segir að ráðuneyti hans hafi þar að auki fyr- irskipað að öllum fataverksmiðjum sem ekki eru með fleiri en einn neyðarútgang skuli lokað umsvifa- laust. Skemmst er að minnast þess þegar 300 manns létu lífið í Karachi í Pakistan í október síðastliðnum þegar fataverksmiðja fuðraði upp. Sá harmleikur fór í sögubækurnar sem versta iðnaðarslys í sögu Asíu en fyrir það var versta slysið elds- voði í leikfangaverksmiðju í Taílandi árið 1993 þar sem 188 manns létu lífið. Séu þessi stóru slys sett í sam- hengi við brunann í Savar sést hversu alvarlegur hann var. n Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is n Stórfyrirtæki nýta sér ódýrt vinnuafl en fría sig ábyrgð þegar stórslys verða Kirkjugarður saumavéla Í brunarústum fataverksmiðjunnar í Savar í Bangladess mátti finna ótal heimsþekkt vörumerki. Rúmlega eitt hundrað verkamenn létu lífið í brunanum sem er sá versti í sögu þjóðarinn- ar. Mynd ReuteRs Byggingin rústir einar Hér má sjá hermann bera einn hinna látnu úr rústum verksmiðju Tazreen Fashions í Savar. Mynd ReuteRs „Stór, alþjóðleg vörumerki, hafa fríað sig ábyrgð gagnvart verka- mönnunum sem framleiða vörur þeirra. Allt í plati Kim Jong-un var eflaust upp með sér að vera valinn kynþokka- fyllsti karlmaður veraldar en því miður fyrir hann og kínverska fréttamiðilinn sem tók fréttina alvarlega, var ekkert að marka hana. Mynd ReuteRs Strætó hafnaði inni á heimili Banaslys varð þegar strætisvagni var ekið inn í hús á Long Island í New York á þriðjudagskvöld. Ök- umaður strætisvagnsins þurfti að bregðast við gangandi vegfaranda sem gekk í veg fyrir vagninn og beygði því út af götunni. Ekki vildi betur til en svo að hann ók á veg- farandann sem færði sig ekki þrátt fyrir að ítrekað hafi verið flautað á hann og hafnaði vagninn inni í garði og inni í húsi sem stendur við götuna. Sex ára drengur lá sof- andi inni í húsinu og varð hann fyrir strætisvagninum og lést. Veg- farandinn er lífshættulega slas- aður en ellefu farþegar og sjö ára bróðir hins látna eru slasaðir. Bannað að snerta Það er liðin tíð að ferðamenn geti gengið upp að og snert hið sögufræga Kólosseum í Róm. Héðan í frá verður Kólosseum girt af til að vernda ferðamenn fyrir hruni úr stórvirkinu fræga. Reuters-fréttastofan greinir frá því að brak hafi fallið úr byggingunni undanfarið og hefur það sérstak- lega gerst í kjölfar mikilla regn- storma. Yfirvöld í Róm segja að Kólosseum sé ekki að hruni komið og engin hætta sé á því þó fyrstu endurbæturnar í 73 ár séu fyrir- hugaðar á næstunni. Egyptar dæma sjö til dauða Sjö kristnir Egyptar hafa verið dæmdir til dauða fyrir aðkomu sína að kvikmyndinni The Innocence of Muslims sem birt var á netinu. Sakborningarnir, sem ekki voru viðstaddir dómsupp- kvaðninguna, voru allir dæmdir til dauða en þeirra á meðal var höfundurinn sem er af bandarísk- um ættum. Voru sjömenningarnir dæmdir fyrir að „móðga íslamska trú með þátttöku sinni í myndinni og fyrir að móðga spámanninn.“ Höfundur myndarinnar, Nakoula Bassely Nakoula, situr í fangelsi í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.