Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 35
Menning 35Helgarblað 30. nóvember – 2. desember 2012 „EinfaldlEga langflottastur“ rithöfundur heldur einnig svo mik­ il manneskja. Skrifar um mikil­ væg mál beint frá hjartanu en svo er húmorinn aldrei langt undan sem gerir hana að svo skemmtileg­ um höfundi. Ég hlakka til að fylgjast með henni næstu ár.“ 9.–16. sæti Einar Kárason n „Dásamlegur sagnamaður, sög­ ur hans eru vel uppbyggðar, fal­ lega stílaðar, djúpar, skemmtilegar og spennandi. Það er ekki algengt að höfundum takist að halda öllu þessu til haga í einu verki. Það tekst Einari hins vegar og þess vegna njóta allir þess að lesa bækur hans.“ n „Frábær stílisti og sagnamaður. Skín hressleiki og kraftur úr öll­ um skrifum Einars enda hefur alltaf gustað töluvert af honum í eigin persónu. Við vorum látin lesa Djöflaeyjuna í gagnfræðaskóla og fannst okkur félögunum hún svo skemmtileg að við gátum farið orð­ rétt með heilu kaflana aftur á bak og áfram eins vottarnir með Biblíuna. Skrautfjöðrin er auðvitað verð­ launaþríleikurinn sem byggður er á persónum og atburðum Sturlungu. Með óborganlegu persónugaller­ íi og hádramatískri en um leið afar kómískri atburðarás hefur honum tekist að gæða stórmerkan en nokk­ uð tyrfinn sagnabálk nýju lífi.“ 9.–16. sæti Steinar Bragi n „Hryllilegur rithöfundur, fær mann til að öskra af hræðslu. Hann skemmdi gjörsamlega fyrir mér það að fá lánaðar glæsiíbúðir, ég er mjög nojuð eftir að hafa lesið Konur. Ég get samt ekki hætt að lesa hann.“ n „Einn fárra íslenskra rithöfunda sem hefur á valdi sínu að skrifa góð­ an súrrealískan texta. Óhugnan­ legar, draumkenndar og grimmar lýsingar sem eru heillandi og minna helst á verk Davids Lynch. Konur greip mig heljartökum þegar ég las hana og hafði mikil áhrif á mig.“ 9.–16. sæti Arnaldur Indriðason n „Fullkomið vald á krimmaforminu. Styrkleikinn liggur í því að tefla saman æsispennandi framvindu og áhugaverðum persónusögum aðal­ persónanna. Breyskleiki og hvers­ dagsleg áferð aðalpersónanna gerir þær nálægar og trúverðugar.“ n „Frábær á sínu sviði. Mætti segja að hann sé „meinstrím“ rithöfundur sem skrifar léttleikandi glæpasögur í afþreyingarformi – en slíkar bók­ menntir má alls ekki að mínu mati vanmeta. Ef það væri einfalt mál að gera bækur sem höfða til fjöldans líkt og bækur Arnaldar gera, þá vær­ um við að drukkna í slíkum bókum – en sú er bara alls ekki raunin.“ 9.–16. sæti Svava Jak- obsdóttir n „… sem í sögum sínum teiknar upp heim kvenna og sprengir hann svo upp. Áhrifamiklar sögur, jafnvel þó þær séu lesnar 40 árum síðar.“ n „Braut blað í frásagnarhefð á Ís­ landi. Einstakur frásagnarstíll henn­ ar og grafískar myndlíkingar eru virkileg uppgötvun fyrir mig. n Að segja sögu um fólk í glerhúsi er orðið klassík í dag.“ 9.–16. sæti Pétur Gunnarsson n Býr yfir sígildum frásagnar­ hæfileikum, þar sem íslenskur hversdagsleiki er áberandi og ein­ kennandi. Afar vel að sér í hug­ myndafræði og þar af leiðandi full­ fær um að setja íslenskan veruleika í alþjóðlegt samhengi sem afhjúpar lesendum hans nýja sýn á sína eig­ in tilveru.“ n „Aðallega af persónulegum ástæðum. Andri Haraldsson var nefnilega samferða mér í gegnum unglingsárin. Á sínum tíma kunni ég heilu og hálfu kaflana úr Ég um mig frá mér til mín utanbókar.“ 9.–16. sæti Kristín Eiríksdóttir n „Myndlistarmaður að upplagi. Maður sér það þegar kemur að ímyndunarafli hennar. Það er magnað! Karakterarnir hennar gera víðreist, fara burt af sögueyjunni, það er alltaf hressandi. Svo hefur Kristín svo ríka efniskennd. Blóð og slím og æla, bækurnar eru nán­ ast gegnsósa, svo djúsí eru sögur hennar.“ n „Rísandi stjarna í íslenskum bók­ menntaheimi. Doris deyr var frábær og ég hlakka til að lesa nýjustu bók­ ina Hvítfeld.“ 9.–16. sæti Snorri Sturluson n „The original and best. Kannski ekki fyrsti höfundur Íslands, en sá besti af þeim fyrstu. Og einn af fáum fantasíuhöfundum sem Ísland hefur átt. Hvar er Tolkien okkar tíma?“ n „Mjög góður höfundur og mikil­ vægur íslenskum bókmenntum.“ 9.–16. sæti Andri Snær Magnason n „Ótrúlega fjölhæfur og hugmynda ríkur rithöfundur sem nýtir sköpunargáfu sína og hæfileika til að hafa áhrif á samfélagið.“ „Sagan af bláa hnettinum er ein yndislegasta bók sem ég hef lesið, og LoveStar er hreinustu töfrar.“ Alexander Briem leiklistarnemi Andrea Hjálmsdóttir bæjarfulltrúi Bjargey Ólafsdóttir myndlista- og kvikmyndagerðarkona Brynhildur Björnsdóttir blaðamaður Davíð Þór Jónsson guðfræðingur Erla Tryggvadóttir útvarpskona Fríða Björk Ingvarsdóttir blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi Guðríður Haraldsdóttir ritstjóri Vikunnar Harpa Dögg Benediktsdóttir Hjarðar bókaormur Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpskona Hlynur Hallsson myndlistamaður Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdarstjóri Hofs Jónína Rós Guðmundsdóttir alþingismaður Karen Kjartansdóttir fréttamaður og bókmenntafræðingur Rannveig Karlsdóttir framhaldsskólakennari Sóley Björk Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur Sigurður G. Valgeirsson gagnrýnandi Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins Sveinn H. Guðmarsson fréttamaður Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona Urður Snædal ljóðskáld Valur Gunnarsson blaðamaður „Nístandi fegurð“ „Þekking, leikni og næmni“ „Superstar heiðingjanna“ Strandir Gerður Kristný Appelsínur frá Abkasíu Jón Ólafsson Börn Loka Skálmöld Álitsgjafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.