Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Blaðsíða 36
Enn ný byrjun á AkurEyri 36 Menning 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað N ýr leikhússtjóri er tekinn til starfa á Akureyri. Mættur með nýtt sett af ungum leikurum að sunnan. Sem er reyndar ekki nýtt í um­ brotasamri sögu atvinnuleikhúss á Akureyri. Fyrir nokkrum árum kom Magnús Geir Þórðarson þangað og hafði með sér nokkrar upprennandi stjörnur úr borginni. Unga fólkið var hresst, spretti úr spori – einnig utan leikhússins – og norðanmenn voru kátir um hríð. Þá kom gott til­ boð að sunnan, Magnús Geir hvarf á braut og ekki bara hann: hann tók ungstirnin með sér. Framhald sögunnar þekkjum við. Á sviðum Borgarleikhússins hafa hinar ungu stjörnur haldið áfram að skína, þó ekki alveg jafn skært og fyrir norðan. Hér syðra er – þrátt fyrir allt – harðari samkeppni, grimmari samanburður. Og það tekur leikarann svo óskap­ lega langan tíma að ná raunveruleg­ um þroska. Á Akureyri stóð eftir allslaust leik­ hús, að heita mátti. Þeir leikarar, sem verið höfðu fyrir – og voru raunar ekki margir – voru komnir á tvist og bast. Arftaki Magnúsar Geirs þurfti að byrja frá grunni. Honum var verk­ efnið ofviða og við horfðum upp á leikhúsið koðna niður. Nú virðast norðanmenn hafa sammælst um að hefja nýja endur­ reisn. Þeir ráða nýjan leikhússtjóra og hann birtist galvaskur með nýj­ an leikhóp. Það er fjarri mér að hafa uppi hrakspár, en í ljósi reynslunnar hljótum við samt að spyrja hvort sagan muni ekki bara endurtaka sig, eins og henni er gjarnt, ef enginn lær­ ir af mistökum fortíðarinnar. Hvort engin von sé til að búa til stöðugan leikhóp, raunverulegt „ensemble“, á Akureyri? Auðvitað hef ég engin svör við því frekar en aðrir, en ég verð að játa að ég er, eftir allt sem á undan er gengið, ekki nema miðlungi bjart­ sýnn á það. Uppsuða úr gamalli bíómynd Ragnheiður Skúladóttir, nýi leikhús­ stjórinn, kallar til ungan og hressan leikstjóra, Egil Heiðar Anton Pálsson, sem hefur undanfarin ár starfað mest erlendis. Hann kýs að búa til leiksýningu upp úr gamalli bíómynd eftir frægan finnskan kvikmyndaleik­ stjóra, Aki Kaurismäki. Egill Heiðar Anton fer frjálsum höndum um efni­ viðinn og úr verður lífleg leiksýning. Söguefnið er fremur nöturlegt; þetta snýst um mann sem er orðinn svo lífsleiður eftir áföll og atvinnumissi að hann ákveður að binda enda á allt saman. En þessi vesalings maður er svo vonlaus að hann getur ekki einu sinni stytt sér aldur hjálparlaust og bregður því á það ráð að ráða leigu­ morðingja til að vinna verkið. Þegar frá því hefur verið gengið, gerist hið óvænta: maðurinn kynnist konu, verður ástfanginn og nú er aftur gaman að lifa. Hann vill rifta samn­ ingnum, en þá fer í verra: barinn þar sem hann hitti morðingjann er brunninn og morðinginn einhvers staðar úti í myrkviði stórborgarinnar – á leiðinni til hans. Þetta hljómar eins og upphaf á spennuleik, en sú verður þó ekki raunin. Hér er ekki mikið verið að sýsla með fléttugerð og þess háttar, spennumögnun og dramatíska há­ tinda, öðru nær. Morðinginn birtist á sviðinu, það verður auðvitað svolítið havarí í kringum það, en allt fær þó þokkalegan endi, eftir því sem við er að búast. Það kemur sem sé á daginn að morðinginn hefur einnig sinn djöful að draga; já, er það ekki oftast þannig: að gerandinn, ofbeldismað­ urinn, reynist sjálfur vera þolandi, fórnarlamb af einhverju tagi. Nema hér er ekki verið að fara út í mjög djúpar sálfræðipælingar, Kaurismäki er víst ekki mikið í slíku; það er miklu fremur, sýnist mér, verið að skopast að ýmiss konar klisjugerð í bókum og bíómyndum, jafnvel bara lífinu sjálfu. Þetta er leikræn sýning, við erum sífellt minnt á að við erum stödd í leikhúsi. Aftast á sviðinu hreiðrar harmónikuhljómsveit um sig, félagar í Harmonikkufélagi Eyjafjarðar, og stendur fyrir sínu. Listilega gerðar varp­ og hreyfimyndir Egils Ingi­ bergssonar, ýktar og stílfærðar, oft í teiknimyndastíl, setja mikinn svip á það sem fram fer, og kvikmyndin, sem brugðið er upp í lokin, virkaði líka ágætlega; það er ekki alltaf sem bíó gerir sig á sviði. Leigumorðinginn sjálfur gengur um, myrkur á svip, frakkaklæddur með dökk gleraugu, beint út úr „film noir“ frá fimmta áratugnum, með reykvél í hendi, litla dælu sem spýr úr sér þessu leiðinda leikhúspúðri sem alltof margir leik­ stjórar eru alltof oft að drekkja okkur í af því þeir kunna engin ráð betri til að skapa dulúðugt andrúmsloft. Það er sem sagt verið að henda svolítið gaman að leikhúsinu sjálfu í leiðinni – og ætli okkur finnist nokkuð að því? Góður leikur Hannesar Óla Sýningin hefst með því að leikendur ganga inn í eigin persónu, en grípa í tómt: það er ekkert farið að undir­ búa sýninguna, leiktjöld og props og búningar, ekkert á sínum stað, meira að segja ekki búið að kveikja ljósin þó áhorfendur séu sestir; þetta er svona hálfvandræðalegt allt saman, en fátt annað til ráða en reyna að gera gott úr öllu: leikendur segja deili á sér, kynna sig með nafni: Einar Aðal­ steinsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Hannes Óli Sigurðsson; Helga Mjöll Oddsdóttir sem gerir búninga er líka með á sviðinu. Við fáum að vita að fjögur þeirra eru pör. Svo fara þau að segja okkur söguna. Hannes Óli má að vísu eiginlega ekki vera að þessu, hann er á kafi í bók, Útlendingn­ um eftir Camus; í því er væntanlega fólgin bókmenntaleg vísun til skiln­ ingsauka á því drama sem við verð­ um vitni að, ef drama skyldi kalla. En félagar hans rífa hann upp úr lestrin­ um og loks fer þetta að renna. Sögu­ efnið er ekki stórbrotið, og ekki mikið vafstur í kringum lokahnútinn þegar að því kemur að hnýta hann. Maður skilur aðalleikandann vel er hann lýsir frati á allt saman, sparkar af sér bjánalegu hlutverki og rigsar út í gegnum salinn. Epískur og krítískur andi Brechts er varla fjarri góðu gamni. Það er ekki vandalaust að gera svona í návígi við áhorfendur; getur orkað býsna tilgerðarlega og ég segi ekki að leikendur hafi með öllu sneitt hjá því. En þau eru sjó­ uð í spunakúnstunum og komast á heildina litið vel frá þessu. Einar var mjög góður í gervi leigumorðingj­ ans, náði því hárrétta jafnvægi milli hins brothætta og ógnvekj­ andi sem hlutverkið kallar á; útlit og líkamsvöxtur leikarans hjálpar líka til. Þegar ég sá sýninguna um síðustu helgi, var ef til vill tekið að örla á leikþreytu, eins og skemmti­ legheitin væru ekki jafn fersk og þau hafa eflaust verið í byrjun; það þarf eflaust heilmikið til að hafa alltaf jafn gaman að svona löguðu, undirtektir salarins skipta líka máli. Hannes Óli leikur mjög vel mann­ inn sem hættir við að vilja ekki lifa lengur, hann nær að sýna tilfinn­ ingalega einlægni sem gefur sýn­ ingunni nauðsynlegt jarðsamband. Þetta er það besta sem ég hef enn séð til Hannesar Óla, sem hefur átt til að fara fram úr sér; nú er hann allur að mýkjast og spekjast og ef hann fær góð hlutverk getur hann smám saman átt eftir að dýpka – rétt hlutverk á réttum tíma, það er það sem gildir í leiklistinni, sama lögmál og hjá buxnapressara Halldórs Lax­ ness. Þetta varð á endanum dágóð kvöldskemmtun og áhorfend­ ur fóru flestir úr leikhúsinu léttir í lund, sýndist mér. Og hvert sem framhaldið verður, var ánægjulegt að sjá aftur vandað til verka á sviði L.A. Gamla samkomuhúsið á Akur­ eyri er leikhús með sál og ég vona að Akureyringar verði aldrei svo heillum horfnir að fórna því, eins þótt hinar dýrðlegustu menningar­ og listahallir rísi af grunni úti um allt. n Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Leigumorðinginn eftir Aki Kaurismäki Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson. Leikmynd, lýsing og hreyfimyndir: Egill Ingibergsson Búningar: Helga Mjöll Oddsdóttir Tónskáld og tónlistarstjóri: Georg Kári Hilmarsson. Ljós: Nafn ljósamanns. Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar „Gamla sam- komuhúsið á Akureyri er leik- hús með sál. Úr gamalli bíómynd Egill Heiðar Anton Pálsson hefur undanfarin ár starfað mest erlendis. Hann kýs að búa til leiksýningu upp úr gamalli bíómynd eftir frægan finnskan kvikmyndaleik- stjóra, Aki Kaurismäki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.