Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2012, Síða 38
Ólíkar en sam- rýmdar systur 38 Lífsstíll 30. nóvember – 2. desember 2012 Helgarblað Söfnuðu 2,5 milljónum n Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember Á laugardaginn kemur er Alþjóð- legi alnæmisdagurinn og í versl- unum MAC í Smáralind og Kringlunni verða til sölu Viva Glam-varalitir og Viva Glam-gloss og rennur ágóðinn óskertur í sjóð MAC- fyrirtækisins. Markmið sjóðsins er að styðja konur, menn og börn á öllum aldri og af öllum kynþáttum í baráttunni gegn HIV og alnæmi með einum varalit í einu. Á laugardaginn mun starfsfólk MAC-verslana halda daginn hátíð- legan. Klukkan 14.00 mæta til dæmis fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn, Yesmine Olsson, Sigríður Klingen- berg, Haffi Haff og Beggi og Pacas til að tala um Viva Glam. Allir fá að prófa Viva Glam-varalitinn sem vilja. Klukkan 15.00 mun Einar Þór Jóns- son, framkvæmdastjóri Alnæmissam- taka Íslands, fá afhenta ávísun upp á 2.500.000 krónur úr sjóðnum. n Augnhár með eðalsteinum Karl Lagerfeld hannaði þessi fallegu gerviaugnhár fyrir Shu Uemura sem leggur mikið upp úr góðu úrvali af fallegum og list- rænum augnhárum. Þessi eru þó óvenju dýr enda eru þau alsett ör- smáum rúbínsteinum. Kyntákn kynnir ilm Einn vinsælasti jólailmurinn í ár fyrir herrana er Encounter frá Calvin Klein enda eru ilmtónarn- ir jólalegir; kardimommur, romm, jasmína, patchouli, koníak og musk. Það er kyntáknið Alexander Skarsgård sem er andlit ilmsins og þótti ímynd hans henta ilm- inum vel. Mikið er lagt í hönnun glassins sem minnir á ísjaka, eða koníaksflösku. Selst vel á Íslandi Ricky Martin og Nicki Minaj eru andlit herferðar Viva Glam í ár. Viva Glam hefur selst vel á Íslandi. 2,5 milljónir hafa safnast til baráttunnar gegn alnæmi. Skapandi systur Áslaug Íris og Kristín Maríella hafa ólíkan bakgrunn en eru samrýmdar. Þær kynntu fyrstu skartgripalínu sína. n Áslaug Íris og Kristín Maríella frumsýndu sína fyrstu skartgripalínu í GK T win Within – Creative Jewelry, er samstarf systr- anna Áslaugar Írisar og Kristínar Maríellu. Þær systur kynntu skartið í verslun GK Reykjavík á fimmtudag og var haldið teiti þeim til heiðurs. Þær Áslaug og Kristín hafa ólíkan bakgrunn en eru þrátt fyrir það afar samrýmdar systur. Áslaug útskrifaðist úr myndlista- deild Listaháskólans árið 2006 og kláraði svo mastersnám við School of Visual Arts í New York árið 2009. Kristín er hefur lært á fiðlu og síðan á víólu frá unga aldri. Hún hefur verið virk í íslensku tónlistar- lífi undanfarin ár en hún hefur spil- að með fjölda þekktra tónlistar- manna og hljómsveita. Kristín hefur jafnframt unnið við tísku frá ýmsum hliðum bransans. Samrýmdar systur „Við höfum alltaf verið samrýmdar systur og kannski vísar nafnið á línunni í það samband, við höfum alltaf verið með svipaðan smekk og fagurfræði,“ segir Kristín í spjalli við blaðamann. „Við komum úr þessu ólíka um- hverfi. Hún með myndlistina og ég með tónlistina. En á sama tíma og ég hef verið í tónlistinni þá hef ég verið með annan fótinn í tískunni. Við erum svolítið að reyna að finna skemmtilegan grundvöll á milli myndlistar og hönnunar. Við gerðum til dæmis gluggann í GK. Þar erum við að reyna að víkka út hugmyndaheim okkar.“ Notuðu óhefðbundin efni City Collection er fyrsta skart- gripalína Twin Within og Kristín segir hana innblásna af borgarlífi, en líka af heimsmenningu, ætt- bálkaskarti og iðnaði. Festarnar eru grafískar og litríkar og Kristín segir þær systur hafa not- ast við óhefðbundin efni. „Um leið og við erum að vísa í borgarmenninguna þá erum við líka að skoða efni og form sem vísa í hana. Við notumst við efni sem eru notuð í iðnaði, til að mynda við veiðar og pípulagningar en eru á sama tíma efni sem vísa í ættbálka- menninguna.“ n kristjana@dv.is Ættbálkaskart og borgarlíf Í skartgripalínunni er vísað í afrískt ættbálkaskart og borgarlíf nútímans. Margt góðra gesta Boðið var til veislu í GK við Laugaveg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.