Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Síða 6
6 Fréttir 21. janúar 2013 Mánudagur Vill láta rannsaka rekstur Hörpu n Stjórnarmenn rekstrarfélaga Hörpu fengu 40 milljónir á einu og hálfu ári K jartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sagði í samtali við RÚV í gær að hann vildi athuga hvort skoða þyrfti rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu með opin berri rannsókn. „Ég held að það þurfi að fara yfir alla þætti málsins. Eftir því sem maður skoð- ar þessi mál betur vakna alltaf nýj- ar og nýjar spurningar. Það þarf að rannsaka þetta mál miklu betur. Satt best að segja kemur upp í hug- ann hvort það sé ekki rétt að þetta mál sé bara skoðað með opinberri rannsókn.“ Á borgarstjórnarfundi á dögun- um lagði Kjartan fram fyrirspurn til borgarstjóra um heildarkostn- að borgarinnar vegna Hörpu og sérstaka kostnaðarliði. Telur hann borgarstjóra vanmeta heildar- kostnaðinn verulega. Í svari Jóns Gnarr borgar- stjóra kom ýmislegt fram er varð- ar rekstur Hörpu. Þar segir meðal annars að á einu og hálfu ári hafi samanlagðar greiðslur til einstakra stjórnarmanna numið rúmlega 41 milljón. Þar af fengu þau Þórunn Sigurðardóttir og Pétur J. Eiríksson saman 24 milljónir fyrir stjórnar- setu sína. Átta einkahlutafélög tengj- ast rekstri Hörpu. Pétur J. Eiríks- son var formaður stjórnar fimm þeirra, Portus, Totus, Situs, Hospes og Custos. Þá sat hann líka í stjórn rekstrarfélagsins Ago. Pétur þáði tæplega 11 milljónir fyrir störf sín fyrir þessi félög sem jafngildir um 640 þúsund krónum á mánuði. Sem stjórnarformaður rekstrar- félagsins Ago og meðstjórnandi í Portus fékk Þórunn Sigurðardótt- ir rúmar þrettán milljónir eða um 760 þúsund á mánuði. Nokkrir aðrir stjórnarmenn voru með laun yfir einni og hálfri milljón króna fyrir umrætt tímabil en margir þeirra eru í fullu starfi eða í öðr- um stjórnum á vegum hins opin- bera. n 120 manns leituðu Um 120 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að manni sem týndist á Esjunni á sunnudaginn. Manninum heilsast vel en hann vildi ekki veita DV viðtal né held- ur láta nafns síns getið. Maðurinn var á ferð á Kerhólakambi ásamt félaga sínum og hugðust þeir fara mismunandi leiðir niður af fjall- inu um hádegið. Þegar félaginn kom niður beið hann í nokkurn tíma en sá týndi skilað sér ekki. Leitin var afar umfangsmikil og aðstæður erfiðar en mikið kapp var lagt á að finna manninn áður en myrkvaði. Veður var mjög vont, mikið rok, slydda og snjókoma. Björgunarsveitarmenn frá höfuð- borgarsvæðinu, Borgarfirði og Suðurnesjum tóku þátt í leitinni sem hófst um fjögurleytið og fannst maðurinn rúmum fjórum tímum síðar í Gunnlaugsskarði. Var hann ágætlega haldinn miðað við aðstæður. Meirihluti vill olíuvinnslu Mikill meirihluti landsmanna vill leyfa olíuvinnslu á Drekasvæð- inu samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Þar kemur fram að um 80 prósent landsmanna styðja slík áform en aðeins 9 prósent sögðust frekar eða mjög andvíg þeim. Stuðn- ingurinn er mestur á meðal sjálf- stæðis- og framsóknarmanna eða 87 prósent hjá fyrrnefnda hópnum og 85 prósent hjá þeim síðarnefnda. Athygli vekur að meirihluti kjósenda Vinstri- grænna, um 60 prósent, skuli vera hlynntur olíuboruninni í ljósi þess að sá flokkur leggur einna helst áherslu á umhverfismál. Náðu tuttugu milljörðum sem komið var undan Rúmlega tuttugu milljarðar hafa skilað sér í ríkiskassann vegna rannsókna skattayfir- valda á fjármálagjörningum í aðdraganda efnahagshruns- ins. Þar af innheimtist um þriðjungur upphæðarinnar á síðasta ári. Þetta kom fram í umfjöllun RÚV um skatt- rannsóknir í kjölfar hrunsins. Þessi upphæð, endurheimt skattsvikafé, jafngildir um það bil kostnaðinum við að grafa Norðfjarðargöng, Súðavíkur- göng og Dýrafjarðargöng. Eftir að bankarnir féllu settu yfirvöld aukinn kraft í skatt- rannsóknir vegna vísbendinga um að ekki hefðu verið greidd- ir fullir skattar af öllum tekjum sem urðu til í góðærinu. Rann- sóknir Fjármálaeftirlitsins og uppgjör á þrotabúum banka og fyrirtækja vörpuðu jafnframt ljósi á margt sem áður hafði verið hulið. Ein þeirra aðferða sem skattayfirvöld hafa beitt er að skoða notkun á erlendum greiðslukortum hérlendis. Þykir Harpa dýr Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, lagði fram fyrirspurn til borgarstjóra um ýmsa kostnað- arliði er varða rekstur Hörpu. n Snæfríður lést í blóma lífsins n Varð bráðkvödd á heimili sínu N ánir ástvinir Snæfríðar Baldvinsdóttur, lektors við Háskólann á Bifröst, eru harmi slegnir yfir óvæntu frá- falli hennar. Snæfríður varð bráðkvödd að heimili sínu á Víðimel 27 í Reykjavík laugardaginn 19. janúar. Hún var 44 ára að aldri. Aðstandendur komu saman á heimili foreldra Snæfríðar, Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibals- sonar, í gær þar sem þau sýndu hvert öðru styrk í áfallinu. Hélt til tískuborganna Snæfríður fæddist í Reykjavík 18. maí 1968, en ólst upp á Ísafirði til tólf ára aldurs. Hún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ragnars H. Ragn- ar á Ísafirði frá barnsaldri, með fiðlu- leik sem aðalgrein. Snæfríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988, en las að mestu utan- skóla til prófs, þar sem hún stundaði fyrirsætustörf frá sautján ára aldri með aðsetur í París og Róm. Bjó í Róm Snæfríður var búsett í Róm í rúman áratug frá 1990 til 2000 og í Mexíkó- borg frá 2001 til 2003, þar sem hún var aðstoðarframkvæmdastjóri Ítalska verslunarráðsins. Á Rómarárunum tók hún B.Sc.-próf í hagfræði og alþjóða- samskiptum frá John Cabot University (1995) og MS-próf í fjármálahagfræði og stærðfræði frá St. John‘s University (2000). Árið 2011 lauk hún meistara- prófi frá Háskóla Íslands í þjóðhag- fræði og hagmælingum. Starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu Heim komin árið 2003 gerðist Snæfríður aðjúnkt og síðar lektor í hagfræði við Háskólann á Bifröst. Á síðastliðnu hausti var hún ráðin til starfa sem sérfræðingur hjá Fjármála- eftirlitinu. Frá árinu 2010 sat hún í stjórn Neytendasamtakanna og í fram- kvæmdastjórn frá hausti 2012. Skilur eftir sig dóttur Fyrri sambýlismaður Snæfríðar var Marco Brancaccia. Dóttir þeirra er Marta Brancaccia Snæfríðardóttir framhaldsskólanemi. Seinni sambýlis- maður Snæfríðar var Gunnar Gylfason framkvæmdastjóri. Foreldrar Snæ- fríðar eru sem fyrr segir þau Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokks- ins. n Harmi slegnir ástvinir Snæfríður Baldvinsdóttir F. 18. maí 1968 D. 19. janúar 2013 Umhverfisverndarsinni Snæfríður hvatti til þess í ræðu og riti að gengið yrði betur um náttúruna. Í grein eftir hana sem birtist í Fréttablaðinu í fyrra vakti hún meðal annars athygli á lofts- lagsbreytingum af manna völdum og skrifaði: „Við þurfum að breyta um fram- leiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst verðum við að breyta um hugsunarhátt.“ Bjó í París og Róm Snæfríður stundaði fyrirsætustörf á sínum yngri árum og las að mestu utanskóla til prófs í Menntaskólanum í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.