Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Síða 8
8 Fréttir 21. janúar 2013 Mánudagur
Ú
tgerðarfélagið Stígandi í Vest-
mannaeyjum hefur átt við
mikla fjárhagserfiðleika að
etja eftir bankahrunið. Sam-
kvæmt ársreikningi félags-
ins nam tap þess 300 milljónum
króna árið 2011 og var eigið fé þess
neikvætt um nærri fjóra milljarða
króna. Árið 2007 fór félagið í mikl-
ar fjárfestingar, bæði með kaupum
á hlutabréfum sem og fjárfestingum
í framvirkum gjaldmiðlasamningum
sem fjármagnaðir voru með erlend-
um lánum hjá Landsbankanum. Er-
lendu lánin snarhækkuðu við hrun
íslensku krónunnar og skuldaði fé-
lagið tvo milljarða króna í svissnesk-
um frönkum árið 2011 og um einn
milljarð króna í japönskum jenum.
Stígandi er rótgróið sjávarútvegs-
fyrirtæki í Vestmannaeyjum og má
rekja sögu þess allt aftur til ársins
1916. Það gerir út einn togara sem
ber nafnið Stígandi VE-77. Hjón-
in Viktor Berg Helgason og Stefanía
Þorsteinsdóttir eiga útgerðarfélagið
ásamt sonum sínum en einn þeira er
Gunnar Berg Viktors son, fyrrverandi
atvinnumaður og landsliðsmað-
ur í handbolta og núverandi þjálfari
karlaliðs Stjörnunnar í handbolta.
Ekki sátt um fjárfestingarnar
Ekki virðast allir eigendur Stíganda
hafa verið sáttir við þær fjárfestingar
sem útgerðarfélagið fór í fyrir hrun.
Þannig kemur fram í ársreikn-
ingi félagsins árið 2010 að Gunn-
ar Berg Viktorsson hafi sent stjórn
félagsins bréf. Fór hann fram á þá
kröfu að „að félagið leiti til lögmanna
til að fá ógilta alla lánasamninga
félagsins vegna hlutabréfakaupa, all-
ar tryggingaryfirlýsingar vegna slíkra
viðskipta og alla afleiðusamninga
sem gerðir hafa verið í nafni félags-
ins, þar sem ég tel augljóst að hvorki
stjórn né framkvæmdastjóri höfðu
umboð til að gera slíka samninga
og því geti félagið ekki talist bund-
ið við slíka gerninga,“ eins og segir í
ársreikningi Stíganda. Gunnar Berg
var lengi atvinnumaður í handbolta
erlendis en snéri heim árið 2007 til
þess að spila með Haukum. Hann
virðist því ekki hafa verið að fullu
inni í rekstri útgerðarfélagsins fram
að þeim tíma ef marka má bréfið
sem hann sendi stjórn Stíganda en
Þorsteinn Viktorsson, bróðir hans, er
framkvæmdastjóri félagsins.
Þrjú dómsmál
Vegna þessa leitaði stjórn Stíganda
til Sigurvins Ólafssonar, lögmanns
og knattspyrnumanns, en hann og
Gunnar Berg eru jafnaldrar og æsku-
vinir úr Vestmannaeyjum. Hefur
Sigurvin höfðað þrjú mál á hend-
ur Landsbankanum fyrir hönd Stíg-
anda en um er að ræða skaðabóta-
mál, skuldamál og ógildingarmál.
„Málin snúast fyrst og fremst um
að fá niðurstöðu dómstóla um hver
hin rétta staða umbjóðanda míns er
gagnvart bankanum, þannig að það
verði hægt að halda áfram út frá ein-
hverjum föstum og viðurkenndum
grunni,“ segir Sigurvin en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um mál Stíg-
anda að svo stöddu. Að minnsta
kosti ekki fyrr en málin væru komin
lengra og dómar hefðu fallið.
DV hafði einnig samband við
Gunnar Berg Viktorsson sem vildi
ekki tjá sig um málefni Stíganda við
DV og vísaði á Sigurvin Ólafsson. Það
vildu heldur ekki aðrir eigendur Stíg-
anda eftir að Sigurvin Ólafsson hafði
rætt við þá eftir að blaðamaður hafði
samband við hann.
Margir í Eyjum í svipuðum
fjárfestingum
Segja má að rekstrarvandi Stíganda
sé ekki einsdæmi hjá íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum eftir hrun.
Þannig sagði DV frá því nýlega að
útgerðarfélagið Auðbjörg ehf. í Þor-
lákshöfn hefði tekið þátt í ýmsum
fjárfestingum fyrir hrun og var sem
dæmi með um 330 milljónir króna
í eignastýringu Kaupþings í Lúxem-
borg. Hækkuðu erlend lán Auð-
bjargar úr um milljarði króna 2007 í
tvo milljarða króna árið 2011. Bæði
Stígandi og Auðbjörg virðast ekki
hafa náð að endursemja um lækkan-
ir á erlendum lánum sínum við við-
skiptabanka sína.
Þá virðist sem þátttaka í óskyld-
um rekstri hafi verið nokkuð algeng á
tímum góðærisins hjá útgerðarfélög-
um í Vestmannaeyjum. Þannig hefur
Magnús Kristinsson, fyrrverandi
eigandi Berg-Hugins í Vestmanna-
eyjum sagst hafa verið eitt margra
fórnarlamba grófrar markaðsmis-
notkunar hjá Landsbankanum en
bankinn lánaði félögum hans alls
60 milljarða króna fyrir hrun. Hann
neyddist til að láta útgerðarfélag sitt
af hendi í fyrra í skuldauppgjöri við
Landsbankann. Þá var Ægi Páli Frið-
bertssyni, framkvæmdastjóra Ísfé-
lagsins í Vestmannaeyjum, vikið frá
störfum árið 2009. Stjórn Ísfélagsins
taldi að hann hefði farið út fyrir vald-
heimildir sínar með fjárfestingum í
framvirkum gjaldmiðlasamningum
sem Ísfélagið tapaði á.
Einnig má geta þess að fjár-
festingar Stíganda í hlutabréfum voru
ólíkar því sem Guðmundur Kristjáns-
son í Brimi gerði. Í því samhengi má
nefna að félagið Hafnar hóll ehf. skildi
eftir sig 9,5 milljarða króna skuldir hjá
Landsbankanum þegar það var úr-
skurðað gjaldþrota árið 2010. Lands-
bankinn lánaði Hafnarhóli fimm
milljarða króna fyrir kaupum á 4,2
prósenta hlut í Straumi-Burðarás í
desember 2006. Eignarhaldsfélag-
ið Línuskip (nú XX 26 ehf.), eigandi
Brims, var í ábyrgðum fyrir 2,8 millj-
örðum króna af skuldum Hafnarhóls.
Þessari ábyrgð var síðar aflétt. Lík-
lega hefði verið betra fyrir forsvars-
menn Stíganda að stofna sérstakt
eignarhaldsfélag utan um hlutabréfa-
kaup sín líkt og Guðmundur í Brimi
gerði eftir á að hyggja.
Því má segja að mismunandi hart
hafi verið gengið að útgerðarmönnum
vegna skulda þeirra hjá Landsbank-
anum. Þannig heldur Guðmundur
Kristjánsson enn útgerðarfélaginu
þó félagið hafi neyðst til þess að selja
mikið af eignum. Magnús Kristins-
son missti hins vegar yfirráð yfir Berg-
Hugin líkt og áður kom fram.
Myndu ekki eiga fyrir skuldum
Landsbankinn tók einhliða ákvörðun
um að ráðstafa nærri 250 milljónum
króna af handbæru fé hjá Stíganda og
dótturfélagi þess til greiðslu á afleiðu-
samningum. Var þetta gert þrátt fyr-
ir andstöðu stjórnenda Stíganda en
þetta kemur fram í ársreikningi félags-
ins. Stígandi er eitt af 40 stærstu út-
gerðarfélögum landsins og ræður yfir
um 1.300 þorskígildistonnum. Bók-
færir félagið einungis lítinn hluta þess.
Staða félagsins er hins vegar þannig
í dag að ef félaginu yrði gert að standa
skil á öllum skuldum sínum hjá Lands-
bankanum myndu eignir ekki duga
fyrir skuldum. Ef við gefum okkur að
Stígandi fengið 2.000 krónur fyrir hvert
þorskígildistonn væri hægt að selja fé-
lagið með öðrum eignum á um þrjá
milljarða króna. Heildarskuldir félags-
ins nema hins vegar um 4,4 milljörð-
um króna samkvæmt síðasta ársreikn-
ingi og því er staða félagsins ekki góð.
Útgerðarfélagið Stígandi í Vestmann-
eyjum rær því lífróður sinn um þess-
ar mundir með þremur dómsmálum
gegn Landsbankanum. n
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Stígandi rær lífróður
gegn Landsbankanum
n Útgerðarfélagið Stígandi stórtækt í hlutabréfakaupum 2007 n Höfðar þrjú dómsmál
Höfðar þrjú dómsmál Sigurvin Ólafs-
son, lögmaður og knattspyrnumaður, hefur
höfðað þrjú dómsmál gegn Landsbankan-
um fyrir hönd Stíganda.
Stór hluthafi Gunnar Berg Viktorsson,
fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og
núverandi þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, er
einn af hluthöfum Stíganda. Mynd Stjarnan
rótgróið útgerðarfélag Eigendur
Stíganda hafa verið lengi í rekstri og má
rekja sögu félagsins allt aftur til ársins 1916.
Mynd Lauri OLavi PiEtikäinEn
Sigmundur davíð:
Sakar VG um
„umhverfisöfgar“
S
igmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknar-
flokksins, fór hörðum orð-
um um stjórnarflokkana í
Silfri Egils um helgina og beindi
einnig spjótum sínum að Bjartri
framtíð. Sakaði hann VG um „um-
hverfisöfgar“ og sagði flokkinn
vera „á móti endurnýjanlegri orku
á Íslandi“. Fullyrti hann að Björt
framtíð væri stofnuð eingöngu til
að tryggja Samfylkingunni og VG
áframhaldandi setu í ríkisstjórn eftir
næstu kosningar.
Sigmundur sagði að það „væri
alveg skelfilegt“ ef þetta tækist,
enda gengi Björt framtíð lengra í
umhverfismálum en VG og væri
einnig áfjáðari í að koma Íslandi inn
í Evrópusambandið en Samfylk-
ingin. Formað-
urinn lagði
áherslu á það
í viðtalinu að
ólíkt umrædd-
um flokkum
byggðu fram-
sóknarmenn
stefnu sína á
skynsemi og
rökum. n
Ólafur
til Sviss
Spá minni
verðbólgu
Búast má við að verðbólga hjaðni
lítillega í janúar og verði á bilinu 3
til 4 prósent næstu misserin. Þetta
kemur fram í morgunkorni grein-
ingardeildar Íslandsbanka en þar
segir að verðbólga verði á svipuðu
róli árin 2013 og 2014, eða um 3,4
prósent. Greiningardeildin spáir
því að innlendar kostnaðarhækk-
anir verði hóflegar. Gengið er út
frá því að gengi krónunnar haldi
áfram að sveiflast eftir árstíðum
en verði að öðru leyti nokkuð
stöðugt.
Ó
lafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, mun ferðast til
Sviss í vikunni og halda
ræðu á ársfundi Al-
þjóðlegu efnahagsstofn-
unarinnar. Erindi sitt flytur
Ólafur á föstudaginn en
meðal annarra sem taka
til máls sama dag eru hag-
fræðingurinn Joseph Stig-
litz og öldungadeildarþing-
maðurinn John McCain
sem barðist við Barack
Obama um forsetaemb-
ættið vestanhafs árið 2008.
Ráðstefnan er haldin í
samvinnu við sjónvarps-
stöðina Al Jazeera. n