Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Page 10
10 Fréttir 21. janúar 2013 Mánudagur
S
kiptastjóri þrotabús Ice
Capital ehf., áður Sunds,
hefur höfðað fimmtán
riftunarmál gegn fyrrver
andi eigendum félagsins,
stjórnendum þess og eignarhalds
félögum þeim tengdum. Riftunar
málin voru þingfest í Héraðs
dómi Reykjaness og Reykjavíkur
þann 9. janúar síðastliðinn. Kraf
ist er riftunar á viðskiptagjörning
um sem áttu sér stað innan félags
ins og við eigendur og stjórnendur
IceCapital ehf. frá haustinu 2008
og til ársins 2012 þegar félagið var
tekið til gjaldþrotaskipta. Svo virð
ist, út frá stefnunum, sem eigendur
IceCapital hafi tekið eignir og fjár
muni út úr félaginu sem samtals
nema nærri 1.600 milljónum ís
lenskra króna.
Sund var tekið til gjaldþrota
skipta í mars á þessu ári og nema
lýstar kröfur í bú félagsins um 51
milljarði króna. Félagið er því sem
næst eignalaust í dag. Eigendur fé
lagsins voru Gunnþórunn Jóns
dóttir, eftirlifandi eiginkona Óla Kr.
Sigurðssonar í Olís, og börn hennar
tvö, Jón Kristjánsson, og Gabríela
Kristjánsdóttir. Framkvæmdastjóri
Sunds var Páll Þór Magnússon, eig
inmaður Gabríelu Kristjánsdóttur,
og beinast nokkur riftunarmálanna
að honum.
Félagið, og önnur félög tengd
því, voru stórtæk í hlutabréfakaup
um á árunum fyrir hrun og fjárfesti
meðal annars í Glitni og Kaupþingi
auk þess sem sömu aðilar keyptu
bifreiðaumboðin Ingvar Helgason
og Bifreiðar og landbúnaðarvélar.
Heildarskuldir Sunds og tengdra fé
laga námu 64 milljörðum króna við
bankahrunið samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis.
1.600 milljóna viðskipti í
kjölfar hruns
Megininntakið í stefnunum er að
Jón, Gunnþórunn, Páll og félög
í þeirra eigu endurgreiði þrota
bú IceCapital fjármuni sem nema
í heildina tæpum 1.600 milljónum
króna og að eignarhlutir í tilgreind
um félögum sem áður voru í eigu
IceCapital ehf. renni aftur inn í
þrotabúið. Þá er fyrrverandi starfs
manni Sunds, Ágústi Magnússyni,
einnig stefnt í nokkrum málum.
Stefnurnar eru mjög umfangsmikl
ar og lýsa viðskiptagerningum, eða
gjafagerningum eins og það heit
ir á lögfræðimáli, sem fela í sér það
sem yfirleitt er kallað eignaundan
skot á hversdagsmáli.
Svo virðist sem eigendur Ice
Capital hafi á tæplega þriggja og
hálfs árs tímabili frá hruninu 2008
og fram til upphafs síðasta árs tekið
umrætt magn eigna út úr félaginu á
forsendum sem skiptastjórinn tel
ur að hafi ekki verið réttmætar þar
sem félagið hafi verið orðið ógjald
fært á tímabilinu og að gjaldþrot
þess hafi verið óhjákvæmilegt. Um
þetta segir skiptastjórinn, Ómar
Örn Bjarnþórsson, í öllum stefnun
um: „Stefnandi átti hlut í íslensku
viðskiptabönkunum. Við fall þeirra
varð félagið að mestu eignalaust
en sat eftir með gríðarlega háar
skuldir. Félagið var því ógjaldfært
og ógreiðslufært í september 2008.
Við athugun á málefnum þrotabús
ins hefur komið í ljós að ýmsar ráð
stafanir hafa verið gerðar þrátt fyrir
að félagið hafi verið ógjaldfært.“
Í samtali við DV vill Ómar Örn
ekki ræða málefni IceCapital við
blaðið. Hann segir að riftunarmál
in munu hafa sinn gang fyrir dómi.
Jón seldi Byrsbréfin sín
Ein af áhugaverðari stefnunum
fimmtán er gegn Jóni Kristjánssyni
og snýst um sölu hans á stofn
fjárbréfum í sparisjóðnum Byr til
IceCapital í byrjun nóvember 2008
fyrir rúmlega 90 milljónir. Ice
Capital var einn af stærstu stofn
fjárhöfum sparisjóðsins og átti Jón
líka stofnfé í sjóðnum persónulega.
Jón sat sömuleiðis í stjórn Byrs.
Í stefnunni segir að bréfin hafi á
þessum tíma verið „verðlítil eða
verðlaus“ og að kaupverðið hafi
því verið „óeðlilegt“. Þrotabúið vill
endurgreiðslu á þessari upphæð
frá Jóni.
Stefnan er áhugaverð í ljósi
þess að í október 2008 seldu Jón
Þorsteinn Jónsson, stjórnarfor
maður Byrs, Ragnar Z. Guðjóns
son, sparisjóðsstjóri Byrs, og fleiri
aðilar stofnfjárbréf sín í Byr inn í
eignarhaldsfélagið Exeter Holdings
með 1.100 milljóna króna láni frá
Byr. Lánið var notað til endur
greiða MP Banka lán sem þessir
lykilstjórnendur Byrs höfðu tekið
fyrir bréfunum. Stjórn Byrs sam
þykkti lánveitinguna. Jón Þorsteinn
og Ragnar Z. voru í fyrra dæmdir í
fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir
umboðssvik út af þessum viðskipt
um.
Í desember sama ár fékk Birgir
Ómar Haraldsson, sem er við
skiptafélagi Jóns og eiginmaður
frænku hans, að selja hlutabréf sín í
Byr með láni frá sparisjóðnum upp
á 200 milljónir króna. Birgir Ómar
var þá varamaður í stjórn Byrs.
Kaupin á bréfum Birgis Ómars voru
keyrð í gegn af því eigendum Sunds
fannst að þeir ættu líka að geta
fengið að losa sig við stofnfjárbréf
sín á yfirverði inn í Exeter Holdings,
líkt og Ragnar Z., Jón Þorsteinn og
fleiri höfðu gert í október.
Í héraðsdómnum í Exeter
Holdings málinu kemur fram að
Jón og Birgir Ómar hafi komið að
máli við Jón Þorstein og beðið um
að stofnfjárbréfin yrðu keypt af
Birgi Ómari. Jón Þorsteinn bar því
við fyrir dómi að með beiðni sinni
hefðu þeir Jón og Birgir Ómar verið
að „rukka inn greiða“ sem átti rætur
sínar að rekja til sameiningar Spari
sjóðsins í Kópavogi og Byrs. Stjórn
Byrs varð við þessari beiðni þeirra
og Birgir Ómar fékk að selja bréfin
sín líka.
Nú liggur fyrir að sjálfur seldi
Jón stofnfjárbréf sem hann átti inni
í IceCapital og náði þannig að losa
sig við bréf sín á yfirverði.
Öllum stefnt út af
arðsúthlutun
Meðal stefnanna eru þrjú riftunar
mál gegn þeim Jóni Kristjánssyni,
móður hans Gunnþórunni Jóns
dóttur og Páli Magnússyni vegna
arðsúthlutana rétt fyrir eða eftir
bankahrunið 2008.
Jóni er stefnt vegna greiðslu
skulda IceCapital við hann út af arð
greiðslum upp á rúmlega 45 milljón
ir króna þann 15. september 2008 og
6. október sama ár. Þá er Páli stefnt
út af greiðslu á arði upp á nærri 52
milljónir króna þann 15. september
og 9. október 2008. Gunnþórunni er
stefnt út af arðgreiðslum upp á 43,5
milljónir króna sem greiddar voru til
hennar á tímabilinu 2. október 2008
til 5. mars 2009. Þá er Gunnþórunni
einnig stefnt út af launagreiðslum
sem hún þáði frá félaginu upp á rúm
lega 5,6 milljónir króna á tímabilinu
frá mars 2009 til október 2010.
eru Krafin um 1.600
milljónir í 15 málum
n Stefnum rignir yfir Sundarana n 50 milljarða kröfur en engar eignir
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Félag niðja Óla í Olís Gunnþórunn Jónsdóttir átti Sund ásamt börnum sínum tveimur.
Skiptastjóri félagsins hefur höfðað 15 riftunarmál á hendur fyrrverandi eigendum félagsins.
Mynd: FréttaBlaðið
Þyrluþjónusta til Páls IceCapital stefnir eignarhaldfsfélagi í eigu Páls Þórs
Magnússonar vegna viðskipta með þyrluleiguna Norðurflug sem seld var út úr félaginu í
desember 2008 með tíu ára kúluláni. „Lán með
engum
tryggingum,
engum afborg-
unum og engum
vaxtagreiðslum
eru óvenjuleg