Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Qupperneq 11
eru Krafin um 1.600
milljónir í 15 málum
n Stefnum rignir yfir Sundarana n 50 milljarða kröfur en engar eignir n Eignir teknar úr félaginu
Fréttir 11Mánudagur 21. janúar 2013
1 Gegn NF Holding ehf. og Pluma ehf. Krafist er riftunar á
ráðstöfun á 66,56 eignarhlut í Norðurflugi
ehf. sem seldur var IceCapital ehf. til NF.
Holding og þaðan til Pluma ehf. þann
12. desember. Jafnframt er þess krafist
að eignarhaldsfélögin greiði þrotabúi
IceCapital 120,6 milljónir króna. Þá er
krafist málskostnaðar.
2 Gegn Brun Holding ehf. Krafist er riftunar á eignarhlut í
lúxemborgska félaginu Brun Holding
S.A. sem seldur var frá Icecapital til Brun
Holding ehf. í október 2008. Til vara er
þess að krafist að félagið greiði þrotabúi
IceCapital 350 milljónir króna.
3 Gegn Trucson Properties ehf. Krafist er riftunar á ráðstöfun
252 hlutabréfa í Trucson Properties S.a.r.l.
sem seld voru frá IceCapital ehf. þann 12.
desember 2008.
4 Gegn Sundi ehf. Krafist er riftunar á sölu 68,93 prósenta
eignarhlutar í Fasteignafélaginu Sæv-
arhöfða ehf. sem seldur var frá IceCapital
til Sunds ehf. þann 17. desember 2008.
Jafnframt er krafist peningagreiðslu að
upphæð 49,2 milljóna króna.
5 Gegn Símoni Sigurði Sigurpálssyni og Mið
búðinni fjárfestingarfélagi
ehf. Kröfuliður 1: Krafist er riftunar
á gjöf IceCapital til Símonar Sigurðar
að fjárhæð 200,1 milljónar króna frá
því í október 2008 og að Símon verði
dæmdur til að greiða búinu þessa
fjármuni til baka. Til vara er þess krafist
að Miðbúðin fjárfestingarfélag verði
dæmt til þess að greiða IceCapital
þessa fjárhæð. Kröfuliður 2: Krafist er
riftunar á gjöf IceCapital að fjárhæð
421,1 milljónar króna til Miðbúðarinnar
fjárfestingarfélags.
6 Gegn Sumri ehf. Krafist er riftunar á greiðslu 25 milljóna frá
IceCapital til Sumra ehf. frá því 10. maí en
þrotabúið lítur svo á að um gjafagerning
hafi verið að ræða. Vill búið að Sumir ehf.
greiði 25 milljónirnar til baka inn í búið.
7 Gegn Páli Þór Magnússyni Krafist er riftunar á tveimur greiðsl-
um að upphæð 20 og 31,8 milljóna sem
runnu frá IceCapital til Páls þann 15.sept-
ember og 9. október 2008. Greiðslurnar
voru skilgreindar sem uppgreiðsla á
skuldum.
8 Gegn Norðurflugi ehf. Kraf-ist er riftunar á greiðslu IceCapital
ehf. til Norðurflugs ehf. að fjárhæð 55
milljónir króna þann 24. október 2010. Í
stefnunni er farið fram á að Norðurflug
endurgreiði IceCapital þessa upphæð.
9 Gegn Norðurflugi ehf. Kraf-ist er riftunar á greiðslu 30 milljóna
frá IceCapital til Norðurflugs þann 25.
maí 2010. Í stefnunni er farið fram á að
Norðurflug ehf. endurgreiði IceCapital
þessa upphæð.
10 Gegn Jóni Kristjánssyni Krafist er riftunar á viðskiptum
IceCapital og Jóns frá því 4. nóvember
2008 þegar Jón seldi stofnfjárbréf sín í
Byr inn í félagið fyrir rúmlega 90 milljónir
króna. Fer þrotabú IceCapital fram á að Jón
endurgreiði búinu umræddar 90 milljónir.
11 Gegn Gunnþórunni Jónsdóttur
Kröfuliður 1: Krafist er riftunar á arð-
greiðslum að upphæð rúmlega 43,5 millj-
ónum sem áttu stað á tímabilinu frá 2.
október 2008, eftir fall Glitnis, og þar til 5.
mars 2009. Kröfuliður 2: Krafist er riftunar
á launagreiðslum til Gunnþórunnar upp á
rúmlega 5,6 milljónir króna sem hún fékk
út úr IceCapital á tímabilinu mars 2009 og
fram í október 2010.
12 Gegn Jóni Kristjánssyni og G3 fasteignafélagi
Dómkrafa 1: Krafist er riftunar á greiðslu
IceCapital á 20 milljónum króna til Jóns
Kristjánssonar þann 15. september 2008.
Greiðslan var skilgreind sem arðgreiðsla
sem félagið skuldaði Jóni. Dómkrafa 2:
Krafist er riftunar á greiðslu IceCapital á
ríflega 25,3 milljónum til G3 fasteignafé-
lags ehf. Um var að ræða skilgreinda skuld
vegna arðsúthlutunar. Samtals nema
kröfurnar á hendur Jóni og G3 fasteigna-
félagi því rúmlega 45,3 milljónum króna í
þessari stefnu.
13 Gegn fjárfestingarfélaginu Pluma ehf.
Krafist er riftunar greiðslum frá IceCapital
til Pluma á tímabilinu 17. mars 2010 til
18. janúar 2012 sem samtals nema 20,8
milljónum króna. Búið vill að Pluma
endurgreiði IceCapital þessa peninga.
14 Gegn IBEB ehf. Krafist er riftunar á færslu
eignarhlutar í Fasteignafélaginu Kufurst
ehf. sem seldur var frá IceCapital ehf.
til IBEB þann 12. desember 2008. Farið
er fram á að IBEB afsali sér hlutnum til
þrotabúsins en til vara að það greiði
IceCapital 500 þúsund evrur, eða rúmlega
85 milljónir króna.
15 Gegn Internis ehf. Krafist er riftunar á 3 milljóna
króna greiðslu frá IceCapital til Internis
sem fram fram fór þann 7. desember
2009. Fer búið fram að Internis endur-
greiði IceCapital milljónirnar þrjár.
Stefnurnar gegn eigendum og stjórnendum
Sunds, IceCapital og félögum þeirra
S
igurður G. Guðjónsson,
hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi stjórnarmaður í
Glitni, sagði fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur árið 2011 að Glitnir
hefði stundað markaðsmisnotkun
fyrir bankahrunið 2008. Þetta kem
ur fram í dómi Héraðsdóms Reykja
víkur í máli Glitnis banka gegn
einkahlutafélaginu Iceproperties,
dótturfélagi IceCapital sem áður hét
Sund, en Sigurður var lögmaður fé
lagsins í málinu.
Eigendur Iceproperties vildu
ekki gefa félagið upp til gjaldþrota
skipta þrátt fyrir himinháar skuldir
þess og þurfti héraðsdómur, og
síðar Hæstiréttur, að knýja félagið
í þrot.
Glitnir banki krafðist þess
í október 2010 með bréfi til
Héraðs dóms Reykjavíkur að bú
Iceproperties yrði tekið til gjald
þrotaskipta. Iceproperties hafði þá
vanefnt skyldur sínar gagnvart lána
samningi upp á 4,6 milljarða króna
að höfuðstóli í íslenskum og er
lendum myntum sem félagið hafði
gert við Glitni í mars og júní árið
2008. Lánið var veitt til að kaupa
hlutabréf í Glitni en líkt og DV hefur
greint frá keypti Iceproperties 260
milljón hluti í Glitni á þessum tíma
og var seljandinn deild eigin við
skipta Glitnis. Uppreiknuð var skuld
Iceproperties komin upp í rúmlega
7,8 milljarða króna.
Árið 2010 taldi þrotabú Glitnis að
ekkert benti til þess að Iceproperties
gæti staðið í skilum með greiðslu
á skuldinni og því ætti að úrskurða
félagið gjaldþrota. Iceproperties
hafnaði hins vegar kröfunni. Hér
aðsdómur féllst á kröfu Glitnis og
úrskurðaði Iceproperties gjaldþrota
þann 28. janúar 2011.
Dómur Héraðsdóms Reykja
víkur þar sem Iceproperties var
úrskurðað gjaldþrota er afar
merkilegur fyrir ýmsar sakir. Helsta
ástæðan fyrir því er sú að Sigurður
G. Guðjónsson, sem sat meðal
annars í stjórn Glitnis fyrir hönd
hluthafa bankans þegar hann féll
um haustið 2008, segir berum orð
um í dómnum að Glitnir hafi stund
að markaðsmisnotkun og blekkt
eigendur Iceproperties til að kaupa
hlutabréf í bankanum.
Sigurður G. hefur um nokkurt
skeið unnið talsvert fyrir Jón Ásgeir
Jóhannesson, fyrrverandi stjórn
arformann FL Group sem var
stærsti hluthafi Glitnis. Sigurður
hefur einnig unnið fyrir viðskipta
félaga Jóns Ásgeirs, Pálma Haralds
son, og sat meðal annars í stjórn
eignarhaldsfélags hans, Fons, fyrir
hrun.
Orðrétt segir um viðurkenn
inguna á markaðsmisnotkuninni
í dómi héraðsdóms, og er vísað í
greinargerð Sigurðar G.: „Varnar
aðili lýsir nákvæmlega framkvæmd
kaupanna, sem hann telur sýna
ótvírætt að bankanum hafi verið
mikið í mun að ná samningum.
Hafi tilboð verið sent skömmu fyr
ir miðnætti og Verðbréfaþingi til
kynnt um kaupin snemma næsta
dag. Hafi þetta verið einn liður
í þeirri viðleitni sóknaraðila að
halda uppi verði hlutabréfa í bank
anum. Tekur varnaraðili tvö dæmi
úr skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis máli sínu til stuðnings.
Kveðst hann telja að aðilar í bank
anum hafi gerst sekir um markaðs
misnotkun. Hafi yfirvöld enda haf
ið rannsókn.“
Málsvörn Sigurðar G. er einstök í
þeim skilningi að um er ræða fyrsta
skipti sem fyrrverandi stjórnarmað
ur í íslensku fjármálafyrirtæki viður
kennir að bankinn sem hann átti
þátt í að stýra hafi stundað mark
aðsmisnotkun. n
Sigurður viðurkenndi
markaðsmisnotkun
Einstakt Sigurður G. Guðjónsson varð fyrsti stjórnarmaðurinn í íslensku fjármálafyrir-
tæki til að viðurkenna að banki sem hann átti þátt í að stýra stundaði markaðmisnotkun.
Seldu þyrlufyrirtæki úr Sundi
Ein af stefnunum fjallar um riftun
á nærri 67 prósenta eignarhlut í
þyrlufyrirtækinu Norðurflugi út úr
IceCapital þann 12. desember 2008.
Fyrirtækið var í eigu IceCapital ehf.
en var selt í gegnum félagið NF
Holding ehf. og til Pluma ehf. sem
er alfarið í eigu Páls Þórs Magnús
sonar. Norðurflug er fyrir tæki sem
sérhæfir sig í leigu á þyrlum, með
al annars til útsýnis flugs og annars
slíks. Þá krefst skiptastjóri bús
ins 120 milljóna króna peninga
greiðslu í stefnunni.
Í stefnunni kemur fram að
kaupverðið á meirihluta hlutafjár
í Norðurflugi hafi ekki verið greitt
en að gefið hafi verið út skulda
bréf til tíu ára þar sem skilmálar
viðskiptanna koma fram. Byggir
skiptastjórinn meðal annars á því
að lánið var til tíu ára og án afborg
ana eða vaxtagreiðslna allan láns
tímann. Því var um að ræða kúlu
lán til tíu ára með einum gjalddaga.
Í stefnunni segir um lánið, og er
vægt til orða tekið: „Lán með eng
um tryggingum, engum afborgun
um og engum vaxtagreiðslum eru
óvenjuleg.“
Vill 350 milljónir í einni stefnu
Hæsta upphæðin sem skiptastjór
inn krefst í einstaka stefnum eru
350 milljónir króna vegna sölu á
eignarhlut í lúxemborgska félaginu
Brun Holding S.A. út úr IceCapital og
inn í eignarhaldsfélagið Brun Holding
ehf. þann 8. október 2008. Í þeirri
stefnu krefst skiptastjórinn 350 millj
óna króna auk riftunar á sölunni. Í því
máli er fyrirsvarsmanni Brun Holding
ehf., Ágústi Magnússyni, stefnt fyrir
dóm.
Gunnþórunn Jónsdóttir og Jón
Kristjánsson eru stjórnarmenn fé
lagsins og er það í meirihlutaeigu
þeirra. Engar líkur eru á að þrotabú
IceCapital fái neitt upp í kröfu sína á
hendur félaginu ef dæmt verður því í
vil þar sem skuldir þess nema tæpum
hálfum milljarði króna og eignir eru
metnar á sex hundruð krónur sam
kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið
2011. Eigið fé Brun Holding er því nei
kvætt um nærri hálfan milljarð króna.
Lögmaður Sundaranna í gegnum
tíðina hefur verið Sigurður G. Guð
jónsson og er hann það einnig í þeim
riftunarmálum sem hér um ræðir.
Um málsvörn Sigurðar G. fyrir hönd
Sundaranna í öðru máli má lesa hér
á opnuninni. n
Ummæli stjórnarmanns Glitnis í einstakri málsvörn
Seldi Byrsbréfin sín Jón Kristjánsson seldi stofnfjárbréf sín í Byr inn í IceCapital fyrir
rúmar 90 milljónir króna í nóvember 2008. Krafist er riftunar á viðskiptunum.